Vísir í vikulokin

Árgangur
Tölublað
Aðalrit:

Vísir í vikulokin - 04.05.1968, Blaðsíða 1

Vísir í vikulokin - 04.05.1968, Blaðsíða 1
Kartöflusalöt Kartöflur eru ómetanleg fæðuteg- und, og varla er til sú manneskja, sem eitthvað hefur ó móti kartöfl- um með mat sínum, hversu kræsin sem hún annars er. Kartöflur hafa marga góða eiginleika, þær eru ríkar af næringarefnum og eru auð- meltar, auk þess sem þær bjóða upp ó marga möguleika við mat- reiðslu. Mikilvægustu næringarefnin, sem kartöflur innihalda, eru kolvetni, eggjahvíta, steinefni og mikið magn af vítamínum, A, B og C. Þessum næringarefnum halda þær við þó matreiðslu, sem húsmæðrum er töm- ust hér ó landi: að sjóða þær með hýðinu og bera helzt fram óflysj- aðar. Við frekari meðhöndlun tapa þær alltaf næringarefnum, en því er ekki að neita, að gaman er að breyta til með rnatreiðslu þeirra stöku sinnum, og þess vegna birtum við nú uppskriftir af nokkrum kar- töfluréttum, sem væntanlega geta lífgað upp ó móltíðina, ef þið hafið þörf fyrir það. Og við lumum ó fleiri slíkum, sem við munum einnig birta fljótlega hér ó síðunni. En óður en við snúum okkur að uppskriftunum, er rétt að minnast örfórra mikilvægra atriða við kar- töflusuðu. 1) Kartöflur ó helzt að sjóða með hýðinu, og bezt er að gufusjóða þær, því að þó haldast næringarefnin bezt. 2) Sjóðið kar- töflur í litlu vatni, helzt ekki nema eins sm djúpu. Þegar þær eru soðnar, ó að hella undir eins af þeim vatninu og geyma þær í lok- uðum potti, þangað til þær eru bornar fram. 3) Ef kartöflur eru flysjaðar fyrir suðu, verður að gera það rétt óður en þær eru lótnar í pottinn, og varast ber að lóta þær liggja í vatni yfir nótt. Kartöflusalat í mayonnaise 1 kg kartöflur 14 I kjötsoð 125 g mayonnaise 1 laukur 1 epli Vi gúrka pipar, salt Sjóðið kartöflurnar, flysjið og sneið- ið. Hellið heitu kjötsoði yfir. Brytjið lauk, epli og gúrku og blandið sam- an við kartöflurnar ósamt mayonn- aise og kryddi. Kartöflusalat með skinku 1 kg kartöflur smjör 60 g skinka 1 laukur 30 g hveiti V2—34 I kjötsoð og mjólk, blandað til helminga salt og pipar Sjóðið kartöflurnar. Brytjið skinku og lauk og brúnið í smjöri. Hellið vökvanum saman við, bindið með hveiti og hrærið stöðugt meðan suðan er að koma upp, kryddið. Flysjið og sneiðið kartöflurnar, bæt- ið þeim út í sósuna. Kartöflur í kjötsoði 1 kg kartöflur 1 I kjötsoð salt, smjör 1 laukur 1 knippi súpujurtir steinselja og blandið þeim ósamt hinum efn- unum saman við kartöflusneiðarnar. Kartöflur í sinnepssósu 1 kg kartöflur 2 egg söxuð steinselja 2 smóttskornir laukar 3 msk. olía 1 sítróna 3 msk. sinnep 2 msk. sykur 5 msk. edik salt Sjóðið kartöflurnar, flysjið og sneið- ið. Harðsjóðið eggin, fínsaxið þau og merjið í gegnum sigti. Blandið öllum hinum efnunum saman við eggin og kartöflusneiðarnar. Sunnudagssalat 500 g soðnar kartöflur 200 g skinka 200 g soðið hænsnakjöt 4 harðsoðin egg 1 soðin rauðrófa 2 epli 1 piparhulstur salt, pipar 2 msk. sinnep 2 msk. edik 1—2 msk. olía Sneiðið og skerið í bita allt, sem skeranlegt er. Hrærið saman sinn- ep, edik og olíu. Blandið öllu vel saman. Kartöflusalat í mayonnaise t. v., kartöflur í kjötsoði t. h. og kar- töflusalat með skinku að ofan. Brytjið súpujurtir og lauk og sjóðið í smjöri, flysjið kartöflurnar ósoðn- ar, sneiðið og lótið sneiðarnar malla með í smjörinu í u. þ. b. 10 mínútur. Hellið því næst kjötsoð- inu út í pottinn og sjóðið, þangað til kartöflurnar eru fullsoðnar. Stró- ið saxaðri steinselju yfir. Kartöflusalat með eggjum 1 kg kartöflur Va * kjötsoð 1—2 egg 1 msk. kapers 2 msk. saxað grænkól 4 msk. edik 4 msk. olía salt Sjóðið kartöflurnar, flysjið, sneiðið og hellið heitu kjötsoði yfir. Harð- sjóðið eggin og skerið í litla bita VISIR í VIKULOKIN

x

Vísir í vikulokin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir í vikulokin
https://timarit.is/publication/308

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.