24 stundir - 28.08.2008, Blaðsíða 21

24 stundir - 28.08.2008, Blaðsíða 21
24stundir FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 21 Suðurgata 41 · 101 Reykjavík · sími 530 2200 · www.thjodminjasafn.is Leiðsögn um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er á íslensku alla sunnudaga kl. 14:00, en á ensku alla daga kl. 11.00. Boðið upp á skemmtilega þrauta- og ratleiki fyrir börn og fjölskyldur þeirra á safninu. Sýningar í Þjóðminjasafni Íslands ÞJÓÐ VERÐUR TIL – Menning og samfélag í 1200 ár Saga Íslands frá landnámi til nútímans. YFIR HAFIÐ OG HEIM – Íslenskir munir frá Svíþjóð Sýning á gripum frá Nordiska museet í Stokkhólmi sem safnað var á Íslandi í lok 19. aldar. ENDURKAST – samsýning átta íslenskra samtímaljósmyndara. Í ÞOKUNNI – úrval mynda franska ljósmyndarans Thomas Humery. LÍFSHLAUP – sýning um lífshlaup nokkurra Íslendinga á 20. öld. S ðurg ta 41 · 01 Reykjavík · sími 530 2200 · w.thjodminj safn.is ENGLA RADDIR Tónlistaruppeldi fyrir börn 3ja-10 ára Laugardaga kl.11:00-11:35 3ja-4ra Laugardaga kl.11:45-12:30 4ra-6 ára Laugardaga kl.12:45-13:45 6-8 ára Föstudaga kl.17:00-18:15- 8-10 ára(nýr hópur) Staður: Tónlistarskóli Kópavogs Kennarar: Natalía Chow Hewlett (M.A) og Julian Hewlett (B.A) Heimasíða kórsins: englakor.googlepages.com Skráning: laugardaginn 30. ágúst kl.11-12 í tónlistarskóla Kópavogs. Kórgjaldið greiðist við skráningu. Allar upplýsingar um kórstarfið má finna á heimasíðu kórsins. Nánari upplýsingar gefur Natalía í síma 699 4613 Fyrirspurnir má senda á netið englakor@gmail.com eða nataliachow89@gmail.com Æ fingartím i: Kennsluefni: Öndun, raddbeiting, söngur á mörgum tungumálum, taktur, tónhæð, hlustun á klassíska tónlist, hreyfing við tónlist, leikur á ásláttarhljóðfæri og fl. Eftir Hildi E. Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er um þessar mundir að hefja sitt sex- tánda starfsár. Í vetur verða tón- leikar sjö talsins, auk skólatónleika í grunnskólum. Fyrstu tónleikar vetrarins verða haldnir á Marina við Strandgötu á Akureyri næst- komandi laugardag klukkan 17. Tónleikarnir eru liður í Akureyrar- vöku og flutt verður tónverkið Sag- an af dátanum eftir Igor Stravinsky. Að sögn Mögnu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra hljómsveitar- innar, á verkið ekki síður við nú á okkar dögum en þegar það var frumflutt í Sviss í lok fyrri heims- styrjaldar. „Þetta er ádeila á græðgi og auðsöfnun sem á að sjálfsögðu einkar vel við nú á okkar dögum,“ segir hún. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Leikfélag Akureyrar og verður Aðalsteinn Bergdal sögu- maður og stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson. Höfum hvergi átt heima Miklar breytingar eru framund- an hjá Sinfóníuhljómsveit Norður- lands en þetta verður síðasta árið fyrir flutning í HOF – menningar- hús. „Við höfum hingað til eigin- lega hvergi átt heima, enda höfum við aldrei átt fastan samastað fyrir tónleika. Kirkjurnar á Akureyri hafa í gegnum árin þjónað hljóm- sveitinni vel sem tónleikahús og verða nú í vetur haldnir tvennir tónleikar helgaðir samstarfi kirkn- anna og hljómsveitarinnar. Þeir fyrri verða í Akureyrarkirkju í jan- úar þar sem Eyþór Ingi organisti leikur með hljómsveitinni, og þeir seinni verða í Glerárkirkju í apríl þar sem kór kirkjunnar syngur með,“ segir Magna. Landsbyggðarhljómsveit Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er að mestu leyti skipuð tónlistar- mönnum af landsbyggðinni. „Það er misjafnt hversu margir eru í hljómsveitinni hverju sinni enda eru hljóðfæraleikarar verkefnar- áðnir fyrir hverja og eina tónleika. Margir þeirra starfa sem tónlistar- kennarar á landsbyggðinni og koma svo til Akureyrar til að æfa fyrir einstaka tónleika með Sinfón- íuhljómsveitinni,“ segir Magna að lokum. Öflugt starfsár framundan Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands er að hefja sitt sextánda starfsár. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur starfsár sitt á Akureyrarvöku Verk um söfnun auðs og græðgi Sextánda starfsár Sinfón- íuhljómsveitar Norður- lands er jafnframt það síðasta áður en hún flytur starfsemi sína í HOF – menningarhús. Á fyrstu tónleikum starfsársins verður flutt verkið Sagan af dátanum eftir Igor Stravinsky. ➤ Tónleikar númer tvö verða íGlerárkirkju 19. október, en hin árlega aðventuveisla verður í húsnæði Knatt- spyrnudeildar Þórs þann 6. desember. ➤ Þá syngja með hljómsveitinniDísella Lárusdóttir, Jóhann Smári Sævarsson og Kvenna- kór Akureyrarkirkju. ➤ Meðal annarra tónleika ástarfsárinu má nefna sam- starfstónleika SN og Tónlist- arskólans á Akureyri í Gler- árkirkju 8. mars. STARFSÁRIÐ Brúðuleiksýningin Klókur ertu, Einar Áskell, fyrsta frumsýning vetrarins í Þjóðleikhúsinu, verð- ur á barnasviðinu í Kúlunni næstkomandi laugardag klukkan 15. Sýningin er sett upp í sam- starfi við Fígúru, leikhús Bernds Ogrodniks, og byggir á heims- þekktum sögum Gunillu Bergs- tröm um hinn uppátækjasama Einar Áskel. Brúðugerðarmeistarinn Bernd Ogrodnik hefur sett upp sýningar víða um heim en auk þess að semja og sýna brúðusýningar þá býr hann til brúður, gerir leik- mynd og semur og flytur tónlist. Bernd hefur gert brúður af ýmsu tagi, bæði fyrir leikhús og kvik- myndir. Í Þjóðleikhúsinu hefur hann meðal annars sett upp sýn- ingarnar Pétur og úlfinn og Um- breytingu – ljóð á hreyfingu. Einar Áskell ríður á vaðið Nú eru síðustu forvöð að sjá sýn- inguna Draumar um ægifegurð í íslenskri samtímalist á Kjarvals- stöðum, en henni lýkur næst- komandi sunnudag. Á sýning- unni getur að líta mörg ný verk eftir framsæknustu listamenn landsins sem byggja á ólíkum hugmyndum þeirra um náttúr- una sem fyrirbæri í ljósmynda- og vídeólist. Síðustu forvöð Stórsveit Reykjavík- ur flytur tónlist Bjarkar Guðmunds- dóttur á stór- tónleikum Jazzhá- tíðar Reykjavíkur í Háskólabíói laug- ardaginn 30. ágúst klukkan 16. Stjórnandi og útsetj- ari alls efnisins er saxófónleik- arinn Travis Sullivan frá New York, en hann rekur þar The Bjorkestra, stórsveit sem einungis flytur tónlist Bjarkar. Þrír ungir söngvarar koma fram á tónleik- unum, þeir Sigurður Guðmunds- son, Sigríður Thorlacius og María Magnúsdóttir. Bjorkestra í Háskólabíói LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Við höfum hingað til eiginlega hvergi átt heima. menning

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.