Vísir í vikulokin

Árgangur
Tölublað
Aðalrit:

Vísir í vikulokin - 06.06.1970, Blaðsíða 2

Vísir í vikulokin - 06.06.1970, Blaðsíða 2
Stutterma pínupeysa Yfirvídd 88—90 sm, sídd 48 sm. I peysuna þarf 150 g af Ijósgrænu garni ( t. d. hjartagarni eða combi- crepe), 50 g af bleiku og 50 g af hvítu garni, auk þess 1 hnotu af silfurlitu garni. Notið p nr. 2%. Skammstafanir: p=prjóno, umf = umferð, l = lykkja, sn = snúin (brugð- in), sl = slétt. GARÐAMUNSTUR: (lykkjufjöldi deilanlegur með 6 + 3) á réttunni endal, 2 sn og síðan 3 sl og 3 sn til skiptis umf ó enda. Á röngunni endal, 2 sl og síðan 3 sn og 3 sl til skipíis umf ó enda. Þéttleikinn er miðaður við, að 31 I x 50 umf geri lOx 10 sm. Einnig er prjónað slétt prjón, þ.e. slétt á réttunni og snú- ið ó röngunni, og þó eru 29 I x 50 umf 10x10 sm. BAKSTYKKI: Fitjið upp 141 I með grænu garni og prjónið garða- munstur. Þegar prjónaðir hafa ver- ið 27 sm, er fellt af fyrir ermum ó eftirfarandi hótt: 3 I einu sinni, 2 I tvisvar sinnum, 1 I þrisvar sinnum og síðan 1 I í 4. hverri umf tvisvar sinn- um, og þó eru 117 I ó prjóninum. Þegar handvegurinn mælist 9 sm, er byrjað ó sléttu prjóni með silfur- litu garni. Fyrsta I í þremur fyrstu sléttprjónuðu görðunum er prjón- uð slétt með snúnu I fyrir framan, og þannig er síðan tekið saman í öðrum hverjum sléttprjónuðum garði 7 sinnum, síðan í hverjum tvisvar sinnum, og þó eru 105 I ó prjóninum. Eftir 2 umf með silfur- litu koma 10 umf með hvítu garni 2 umf aftur með silfurlitu, og svo er haldið ófram með bleiku garni. Þegar handvegurinn mælist 18 sm, er fellt af fyrir öxlum hvorum meg- in: 4 I tvisvar sinnum og 3 I fimm sinnum. Þegar 4 umf af axlaúrtekt hafa verið prjónaðar, eru 35 I felld- ar af í miðju fyrir hólsmóli og þar síðan hvorum megin 4 I 3 sinnum. FRAMSTYKKI: Prjónað eins og bakstykkið, nema hólsmólið er dýpra. Þegar handvegurinn mælist 16 sm, er 21 I felld af í miðju og þar síðan hvorum megin 4 I einu sinni, 3 I tvisvar sinnum, 2 I þrisvar sinnum og 1 I þrisvar sinnum. ERMAR: Fitjið upp 81 I með grænu garni og prjónið garða- munstur. í 23. umf er aukið í 1 I hvorum megin og sú aukning end- urtekin í 8. hverri umf 5 sinnum = 93 I. Þegar ermin mælist 14 sm, er fellt af hvorum megin: 3 I einu sinni, 2 I tvisvar sinnum, 1 I 26 sinnum, 2 I tvisvar sinnum og 3 I einu sinni. Fellið síðustu 13 I af í einu. FRÁGANGUR: Saumið stykkin saman. Takið 126 I upp í hólsmól- inu og prjónið 12 umf í garða- munstri með grænu garni, fellið af. Börn og blóm Það er ekki öldungis víst, að sól- in skíni, þegar þið lesið þessar lín- ur, en samkvæmt almanakinu er engin goðgó að hugsa til sumarsins, sem við skulum vona, að verði öll- um gott í þetta sinn. í öllu falli er ekki of snemmt að hugsa fyrir skipu- lagi garðsins, ef það er ó dagskró ó annað borð. Efst ó síðunni erum við með pínu- peysu fyrir ungu stúlkurnar, og nú eru það pínugarðar handa smó- fólkinu, eða við skulum heldur kalla það garðskot. Krakkar hafa yfir- leitt gaman af að fóst við garð- yrkju, og ekki dregur úr ónægj- unni, ef garðræktin er bundin við þeirra einkaeign. Slík garðskot geta verið til hinnar mestu prýði, eða vill nokkur halda því fram, að litli sandkassinn ó myndinni hér t. v. sé til lýta? Þessi „blómagarður“ er sniðinn fyrir 3—5 óra börn. Um 25 sm hóir trjóbútar eru reknir þétt saman 10 sm niður í jörðina og mynda þannig hring, sem þarf ekki að vera meira en 1—1,25 m í þver- mól. Trjóbútar eru einnig lótnir mynda gangstíg heim að stétt, svo að ekki myndist moldarslóði. Um- hverfis sandkassann er komið fyrir litlum harðgerðum plöntum. öll börn eru hrifin af vatni, a. m. k. ef það er ekki notað til að þvo þeim um eyrun, og smópollur er ekki lengi að breytast í úthaf í þeirra augum. Á myndinni t. v. að neðan sjóum við heppilegt garðskot fyrir 5—7 óra börn. Á miðjum bletti, sem ekki þarf að vera stærri en lx 1,50 m, er ofurlitill pollur, fjöru- steinar hylja jarðveginn í kring, en yzt í hringnum er komið fyrir plönt- um af ýmsu tagi, sem barnið gæti vel hirt sjólft með svolítilli tilsögn. Þriðja myndin sýnir okkur heppi- legt garðskot fyrir 7—9 óra börn, og einfaldara getur það naumast verið. Allhóar jurtir eru gróður- settar umhverfis svolítinn grasblett. og þar getur barnið drottnað í eig- in ríki, boðið vinum til veizlu eðo sólað sig og lesið milli þess sem vökvun og hirðing plantnanna kall- ar að. iu

x

Vísir í vikulokin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir í vikulokin
https://timarit.is/publication/308

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.