Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vikublağiğ

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Vikublağiğ

						Hvað hefur orðið
afEvrópu?
Evrópa hefur ekkert fram að
færa til heimsmenningarinn-
ar lengur nema ef vera skyldi
útþurrkun þjóðerniseinkenn-
anna.            Bls. 4
Jenný vann!
Héraðsdómur staðfestir að jafh-
réttislög hafi verið brotin á
Jennýju Sigfúsdóttur en Finnur
Ingólfsson rífur bara kjaft.
Flokkspólitísk spilling er
undirrótin.       Baksíða
M
E      R
Swing, Kuran, Swing
Borgarlistamaðurinn, jazz-
leikarinn, fiðlusnillingurinn,
fjölskyldufaðirinn og
Pólverjinn Szymon Kuran er í
viðtali vikunnar sem Elísabet
Jökulsdóttir tók.     Bls. 6-7
45. tbl. 3. árg.
18. nóvember 1994
Ritstjórn og
afgreiðsla:
sími 17500
250 kr.
Fyrnim borgarfulltrúi í
ábatasamt sérverkemi
Júlíus Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er að taka saman tillögur í ferða-
málum fyrir samgönguráðherra og fær 600.000 krónur fyrir viðvikið. Sérverkefnið var ákveðið
með munnlegu samkomulagi í sumar.
Halldór Blöndal sam-
gönguráðherra ákvað í á-
gúst síðast liðnum að fela
sarnflökksmanni sínum Júlíusi
Hafstein fyrrum borgarfulltrúa að
gera tillögur í ferðamálum. Júlíus,
sem var hafnað af flokksmönnum
sínum í prófkjöri fyrir síðustu
borgarstjórnarkosningar,     fær
samkvaemt munnlegu samkomu-
Iagi um 600 þúsund krónur fyrir
að setja tillögur sínar á blað.
Þórhallur Jósepsson aðstoðarmað-
ur samgönguráðherra staðfesti að
Júlíus væri að vinna að slíku sérverk-
efni fyrir ráðuneytið, en kvaðst ekki
geta upplýst um hvað verkefhið
snerist eða hvað Júlíus ætti #ð fá
greitt fyrir það. Heimildarmenn
Vikublaðsins sögðu hins vegar að
Júlíus ætti að setja „eitthvað á blað
um ferðamál" og fá 600 þúsund
krónur fyrir vikið.
Júlíus staðfesti þetta sjálfur í sam-
tali við Vikublaðið og einnig að upp-
hæðin væri nærri lagi, þó þannig að
Störf fyrir
400 í sam-
göngufram-
kvæmdum
Talið er að sátt Alþýðusam-
bandsins, vinnuveitenda og
ríkisstjóniarinnar um 3,5 rnillj-
arða króna framlag ríkisins til
samgönguframkvæmda tryggi 300
til 400 manns störf á næstu árum.
Benedikt Davíðsson forseti ASI
segir að þessi niðurstaða verði að
teljast verulegt spor í rétta átt
miðað við fyrri áætlanir.
Sem kunnugt er boðaði Davíð
Oddsson forsætisráðherra upphaf-
lega að 7 milljarðar ættu að fara í
samgönguframkvæmdir á næstu 10
árum og að þetta yrði fjármagnað að
fullu með sérstöku bensíngjaldi. Því
gjaldi var mótmælt harðlega.
Þegar forsætisráðherra svaraði
fyrirspurn Guðrúnar Helgadóttur
nýverið um þessar fyrirætlanir upp-
lýstí ráðherrann að sama morgun
hefði náðst þessi sátt og mun Davið
hafa lagt nokkra áherslu á að lending
væri komin í málinu áður en fyrir-
spurninni yrði svarað.
Að sögn Benedikts þýðir þessi út-
færsla að bensíngjaldið vegi nú að-
eins fjórðungi af framkvæmdunum
og muni aðeins vega 0,13% í fram-
færsluvísitölunni.
það gæti skeikað 50 þúsund krónum
til eða frá. „Þetta kom fyrst til tals í
júlí, en í ágúst var gert munnlegt
samkomulag á fundi með ráðherra
og ráðuneytisstióra. Ég á að gera ril-
lögur um ýmsa þætti ferðamála og
tengda þætti. Ég vil taka það fram að
þetta er ekki skýrslugerð, mér er ekki
gert að skila 500 blaðsíðna skýrslu
sem síðan endar ofan í skúffu. Ég á
að gera tillögur til hjálpar þessari at-
vinnugrein og hef nokkuð frjálsar
hendur ef ég vil koma með viðbótar-
tillögur."
Júlíus sagði að hann reiknaði með
því að skila inn tillögum sínum innan
nokkurra vikna, en engin tímamörk
lægju þó fyrir.
Júlíus yar borgarfulltrúi 1986-
1994 og kjörinn fulltrúi í ferðamála-
nefnd Reykjavíkur frá 1986 og í
Ferðamálaráði Islands frá 1985. Júh'-
us er með verslunarskólapróf og lauk
íþróttakennaranámi og hefur rekið
heildverslun í smáum stfl.
Þetta er í annað sinn á stuttum
tíma sem Vikublaðið greinir frá því
að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins séu
að fela uppgjafasrjórnmálamönnum
sínum sérverkefni. Fyrir skömmu
greindum við frá því að Davíð Odds-
son hefði falið Þorvaldi Garðari
Kristjánssyni  störf fyrir  fbrsætis-
Enginn bilbugur
á sjúkraliðum
Hvorki gengur né rekur í
samningaviðræðum
sjúkraliða og samninga-
nefhdar ríkisins og verður
ástandið á heilbrigðisstofnunum
landsins æ alvarlegra. Samninga-
fundur var haldinn í gær, en ekki
er vitað tíl þess að hann hafi skil-
að nokkru.
Samkvæmt heimildum Viku-
blaðsins eru sjúkraliðar afar óhress-
ir með hversu verkfallsbrot eru tíð á
stóru sjúkrahúsunum, þar sem
hjúkrunarfræðingar ganga í störf
sjúkraliða án þess að undanþágu-
umsókn sé lögð fram.
Sjúkraliðar láta engan bilbug á
sér finna í verkfallinu, en á hinn
bóginn á félagið ekkert í verkfall-
sjóði og ljóst að fjárhagur félags-
manna er í mörgum tilvikum mjög
bágur eftir að hafa fengið laun fyrir
aðeins 10 daga í mánuðinum. I at-
hugun er að félagið fái úthlutun úr
vinnudeilusjóði BSRB.
Málefni sjúkraliða voru rædd ut-
an dagskrár á Alþingi á miðvikudag,
þar sem fram kom hörð gagnrýni á
fjármálaráðherra og afstöðu samn-
inganefhdar hans. Guðrún Helga-
dóttir fjallaði um smánarleg byrjun-
arlaun sjúkraliða og gagnrýndi fjar-
veru Friðriks Sophussonar á sama
tíma og neyðarástand væri að skap-
ast á heilbrigðisstofnunum. Sagði
hún að úr því fjármálaráðherra væri
í Noregi ætti hann að kynna sér
byrjunarlaun sjúkraliða, þau væru
130 þúsund í Noregi en 56 þúsund
á Islandi. Þá vakti athygli að stjórn-
arliðinn Matthías Bjarnason veittist
harkalega að samninganefnd fjár-
málaráðherra fyrir að leggja- fram
nánasarlegt tilboð, sem væri til
skammar.    ,
ráðuneytið og fær Þorvaldur Garðar
enn 115 þúsund krónur á mánuði
fyrir viðvikið ofan á önnur eins efrir-
laun. Engar reglur gilda um sérverk-
efhi ráðuneyta og virðist vera að
komast á sú hefð að þau séu notuð til
að bæta kjör útvalinna einstaklinga.
Launabilið
breikkar
Munur milli láglaunafólks og
hátekjumanna hefur aukist á
síðustu árum samkvæmt athugun
Þjóðhagsstomunar á skattfram-
tölum sem var kynnt í vikunni.
Meðaltekjur hjóna í efsta fimmt-
ungi tekjudreifingarinnar voru 1986
þrefalt hærri en hjóna í neðsta
fimmtunginum. Nú þarf að marg-
falda tekjur láglaunaheimila með
amk 3,5 til að þau nái tekjum há-
launaheimilanna. I athuguninni er
ekki tekið mið af vaxtatekjum sem
eru ekki skattskyldar. Hálaunahópar
hafa drjúgar fjármagnstekjur en lág-
launafólk býr ekki við það að geta
fjárfest og hefur því hverfandi vaxta-
tekjur. Því er líklegt að munurinn á
heildartekjum hafi aukist enn meira.
Skuldir heimilanna hafa aukist
mikið vegna kaupmáttarhruns launa-
fólks. Bara á einu ári, 1992 til 1993,
minnkaði kaupmáttur um tæp 4%.
Skuldir heimilanna jukust á sama
tíma um tæp 7%.
Hótel Borg með millj-
ónir kr. í vanskiliim
Tómas A. Tómasson, kaup-
andi Hótel Borgar, er
kominn í talsverðan
greiðsluvanda vegna kaupanna og
endurbótanna á hótelinu. Tómas
er í verulegum vanskilum við
borgina, seljanda eignarinnar, og
við veðhafa. Af 172ja milljón
króna kaupverði á Tómas að vera
búinn að greiða 22 milljónir en
hefur aðeins grreitt um helming
þessa og skuldar verulega dráttar-
vexti vegna mismunarins.
Borgaryfirvöld hafa neitað að gefa
út afsal vegna vanskilanna og sömu-
leiðis neitað að veita viðbótarveð-
leyfi umfram þau sem þegar hafa
verið veitt. Reyndar hefur borgin
þegar tekið veð í öllu lausafé hótels-
ins vegna vanskilanna.
Borgin keypti Hótel Borg 1990 að
frumkvæði Davíðs Oddssonar gagn-
gert til að koma í veg fyrir kaup Al-
þingis á eigninni. Haustið 1992 seldi
borgin Tómasi eignina á 172 millj-
ónir og var kaupsamningurinn und-
irritaður af Markúsi Erni Antons-
syni. Samkvæmt minnisblaði borgar-
lögmanns til borgarstjóra er staðan
nú sú, að Tómas skuldar 11 milljón-
ir af útborguninni fyrir utan 150
milljónir samkvæmt óútgefnu
skuldabréfi til borgarsjóðs. Borgin
hefur veitt veðleyfi fyriralls 35 millj-
ónum króna og hefur Tómas farið
fram á veðleyfi fyrir 40 milljónum til
viðbótar, en ekki fengið. A fyrsta
veðrétti hvílir nú 15 milljón króna
veð en eigandi þess er Isrokk h£,
rekstraraðili Hard Rock, veitinga-
húss Tómasar og fiölskyldu, en á
öðrum veðrétti eru átta handhafa-
bréf upp á samtals 20 milljónir.
Þess skal getið að Tómas hefur að
undanförnu greitt 100 þúsund krón-
ur á mánuði til að sýna greiðsluvið-
leitni. Hann hefur einnig farið fram
á að vanskilin verði sett á skuldabréf
þar sem hann greiddi 400 þúsund
krónur á mánuði. Þær 150 milljónir
sem Tómas skuldar borginni sam-
kvæmt óútgefnu skuldabréfi eiga að
greiðast á 12 árum, með fyrstu af-
borgun, 12,5 milljónir, íseptemberá
næsta ári.
Þróunarfélag Reykjavíkur hefur
verðlaunað Tómas fyrir uppbygg-
ingu hótelsins.
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4
Blağsíğa 5
Blağsíğa 5
Blağsíğa 6
Blağsíğa 6
Blağsíğa 7
Blağsíğa 7
Blağsíğa 8
Blağsíğa 8
Blağsíğa 9
Blağsíğa 9
Blağsíğa 10
Blağsíğa 10
Blağsíğa 11
Blağsíğa 11
Blağsíğa 12
Blağsíğa 12