Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 04.04.1954, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 04.04.1954, Blaðsíða 1
FRIÁLS ÞJÓÐ 3. árg. Sunnudaginn 4. apríl 1954. 16. tbl. ■9 ‘SMuri meö MMandaríhjaher ní Islantli: Ein yefnissprengfa getur eytt þrefalt sfærra svæði en Island í nútímastríði væri Keflavikurfiugvöllur aðeins árásar- stöð, sem kailaði vetnissprengjur yfir landlð Próflaus prófdóm- ari í Háskólanum Það bykir nokkur nýlunda í háskólanum, að prófdóm- arinn í sögu hefur sjálfur ekkert sögupróf. Mun sú til- högun næsta fátíð við há- skóla. Forsaga hessa er sú, að há- skólinn óskaði þess í vetur, að menntamálaráðuneytið skipaði prófdómara vegna prófanna, er fóru í hönd. Sendi háskólinn jafnframt tillögur um það, hvaða menn yrðu valdir, o" var meðal annars lagt til, að Skúli Þórðarson magister yrði prófdómari í sögu. Mennta- málaráðuneytið afgreiddi hins vegar ekki málið, og lét háskólinn é vetrarpróf - unum 'þá menn dæma, sem stungið hafði verið upp á. Þegar hér var komið brá menntamálaráðherra við ær- ið hart *g krafðist tillagna um þrjá menn í hvert próf- dómarastarf. Háskólinn til- nefndi þá enn sem fyrr próf- dómara í sögu Skúla Þórð- arson, en til vara Barða Guð- mundsson þjóðskjalavörð og Stefán Pétursson, fyrrver- andi ritstjóra Alþýðublaðs- ins. Menntamálaráðh., Bjarni Benediktsson/ skipaði auð- vitað Stefán, hinn eina, sem ekkert próf hafði. Hefur verið talsverður kurr út af þessari skrýtnu ráð- stöfun. Skrlðdrekar og vélbyssur „varnartibsins ekki meira virði til varnar en bogar og örvar Það má heita, að allur heimunnn hafi síðustu vikur staðið á öndinm vegna vetnissprengjuæfinganna á Kyrrahafi og þess ægilega tortímingarmáttar, sem vit- að er, að tvær ofstopafyilstu þjóðir veraldarinnar, er báðar hyggja á heimsyfirráð, Bandaríkjamenn og Rúss- ar, ráða yfir og tala opinskátt um, hvílíkri eyðilegg- ingu muni valda, ef beitt yrði á byggð lönd. Heimshornanna á milli hef- ur risið. mótmælaalda gegn at- ferli Bandaríkjamanna í Kyrra- hafi, og sú alda rís þeim mun hærra sem víðar rignir ban- vænni ösku, geislavirku ryki og eitruðum snjö. I Japan, Nýja-Sjálandi, Ástralíu, Bret- landi og í sjálfum Bandaríkj- unum hafa augu mikils fjölda manna lokizt upp. Samt hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda áfram þessum hræðilega leik, og veit þó eriginn nema með því sé verið að eitra heii heimshöf og tortíma öllu lífi í þeim og þyrla uppi í háloft- in helryki, sem borizt getur heimskauta á milli. Ögnun gegn ógnun. Það er engum efa undirorp- ið, að þessar sprengingar Bandaríkjamanna eru fyrst og fremst ógnanir við Rússa. En þar sem Rússar eiga einnig vetnissprengjur og hafa þegar reynt þær, er ekkert líklegia en að þeir muni svara við nýj- um og enn ægilegri sprenging- um. Þá væri sennilegast, að þeir veldu einhvern stað í norð- Urhöfum til tilraunanna, þaðan sem eiturskýin dreifðust síð- an yfir norðlæg lönd, til vitn- isburðar um það, að þeir eru hafa verið suður á Kefla- víkurflugvöll, koma eklti fremurað notum gegnkjarn- orkuvopnum en bogar og örvar. — En bað; má nota Keflavíkurflugvöll til þess að senda þaðan flugvélar með vetnissprengjur inn yfir Rússland. En sá möguleiki kallar aftur liættuna yfir okkur, gerir fsland að kjörnu skotmarki. Og ein vetnissprengja, sem félli a ísland eða við strendur þess, myndi binda endi á tilveru þjóðarinnar — þurrka hana út. Burt með herinn. Andspænis þessari ægilegu staðreynd hlýtur íslenzka þjóð- iri að krefjast þess, að Banda- ríkjaher fari héðan brott taf- arlaust, og Keflavíkurflugvöll- ur verði skertur svo, að hann verði ekki nothæfur fyrir sprengjuflugvélar. Það er eng- in vörn að honum eða hérvist bandaríska hersins, heldur þvert á móti stórkostlegur háski. Enginn getur með nokkrum rétti krafizt þess, að heil þjóð, þótt fámenn sé, fórni sér á altari stórveldanna í á- tökum þeirra. Þess vegna verða íslendingar þegar í stað að sam- einast um bá kröfu, að her- inn hverfi úr landi tafarlaust. VÍK AF KEFLAVÍKURFLUG - VELLI, VÍK ÚR HVALFIRÐI, VÍK AF ÍSLANDI. .\w.v.M.^n.v.v.vAv.w.-AV.%\\\www^.\w\wvw\ ekki eftirbátar Bandaríkja- manna í tortímingartækni. * „Varnarsíöðvaru á íslandi, Þessi^síðustu kynni mann- kynsins af drápstækjum her- veldanna hljóta að varpa ljósi yfir það, hvað herstöðvar slík- ar sem bækistöðvar Banda- ríkjamanna á íslandi eru í raun og veru. Við vetnissprengingu e.r hættusvæðið talið vera nær 300 þúsund ferkílómetrar, þrefalt stærra en allt ísland. Gegn slíkum vopnum er ekki meiri vörn að herliöi Bandaríkjamanna á íslandi en hópi drengja með prik og potthlemma að vopni. Skriðdrekarnir, sem fluttir Við spilum á fimmtu- dagskvöldið kemur Næsta spilakvöld þjóðvarn- armanna í Tjarnarkaffi verður fimmtudagskvöldið 8. apríl. Stjórnandi verður Þorvarður Örnólfsson kennari. — Byrjað verður á vistinni klukkan hálf- níu. Að loknum spilunum mun Hermann Jónsson lögfræðingur Ætlar utanríkisráðherrann að flýja í sendiherraembætti í Þýzkalandi? Sá orðrómur er nú uppi, að utanríkisráðherrann, dr. Krist- inn Guðmundsson, muni hafa hug á því að losna úr ráðherra- embættinu og gerast sendi- herra ■' Hamborg. Er jafnvel tal- ið af kunnugum, að vinda eigi bráðan bug að bessari breyt- ingu, er ráðherrann kemur heim úr forsetaförinni til Norð- urlanda. Því er og spáð, að eft- irmaður dr. Kristins : ráð- herrastóli verði Hermann Jón- asson. Orsök þess, að dr. Kristinn vill losna svo fljótt úr ráð- herraembættinu er sögð vera vonbrigði þau, sem hann hefur orðið fyrir við samningagerð- ina um breytingu á hernáms- samningnum, því að löngu er bert orðið, að foringjar stjórn- arflokkanna hafa haft tak- markaðan vilja til þess, að fram komist þær hreytingar, er ut- anríkisráðherrann lét Tímann boða, áður en samningaþófið liófst. Allt framlag foringjaliðs stjórnarflokkanna við samn- ingagerðina liefur verið tog- streita um það, hvaða gróða- félög eigi að taka við, ef Ham- iltonfélagið hætti störfum hér. Utanríkisráðherrann sér því fram á miklar vanefndir lof- orða sinna, þótt hann bæri sig mannalega í hinginu á dögun- um. Framsóknarflokkurinn mun hins vegar gjarna vilja veita ráðherranum þær sárabætur fyrir bað, hvernig hann hefur verið hafður að lciksonpi í þess- ari samningagerð, að gera hann að sendiherra £ Hamborg. Vil- hjálmur Firisen sendiherra er kominn yfir aldurstakmark embættismanna, og Framsókn- arflokkurinn mun telja sig eiga ráðstöfunarrétt á þessu sendi- herraembætti, til jafnvægis við sendiherravald Sjálfstæðis- flokksins, bótt á hinn bóginn Framh. á 4. síðu. flytja stutta ræðu, en síðan verður dansað. Spilaverðlaun verða veitt að venju, og að- göngumiðar verða seldir á fimmtán krónur. Er fólkið beð- ið að kauþa þá eða panta í af- greiðslu Frjálsrar þjóðar a þriðjudaginn, miðvikudaginn eða fimmtudaginn. Sími 2923 eða 82985. Fyrsta spilakvöldið var um miðjan marz, og var það vel sótt og skemmti fólk sér með ágætum. Þriðja og síðasta vist- in verður 6. maí, og á henni verður þeim, sem fengið hefur flesta slagi samtals á öllum vistunum veitt sérstök, mynd- arleg verðlaun. Fjölmennið á spilakvöld þjóð- varnarmanna í Tjarnarkaffi á fimmtudagskvöldið. Það verður góð og ódýr skemmtun. MWVUWWVWlAtVWVUVVWIAi Norðanfari j^-%ndVVVvvwwuvv%AJVvwwwvvvvyv\A^wwv/wvwwj,wv Hangsleitni við stúðuveitingar Það hefur oft verið harð- lega vítt hér í blaðinu, hví- líkum rangindum stjórnar- völd landsins dirfast að beita, er. veittar eru stöður og embætti. Venzlamenn valdhafanna, flokksbræður og kunningjar, hafa for- gangsrétt, þótt alla sérþekk- ingu skorti, en fólk með hagnýta starfsreynslu »»r látið sitja á hakanum, ef það nýtur ekki sérstakrar hylli hlutaðeigandi ráð- herra. Eitt hróplegt dæmi um þetta hefur gerzt nýlega. Forstöðumaður pósts og síma í Stykkishólmi, W. Th. [I Möller, lét af störfum. Starf- ;! ið var að vísu auglýst laust ‘ til umsóknar, sem þó er ekki alltaf gert, en auglýsingin birtist 24. febrúar og um- sóknarfrestur ekki nema til 10. marz. Að réttu lagi átti umsóknarfresturinn að vera einn mánuður. Starfsmannaráð Landsím- ans fjallaði um málið og mælti einróma með þvx, að Haraldi Jónssyni, starfs- manni við símstöðina við Hrútafjarðará, — manni, sem á að baki tíu ára ágætt starf við póst og síma — yrði veitt þessi staöa. Ráðherra sá, sem stöðunni ráðstafaði, Ingólf- ur Jónsson, hafði þetta þó að engu, en setti hins vegar í starfið Árna Helgason, sýsluskrifara í Stykkis- hólmi — mann, sem aldrei hefur starfað í þágu pósts né síma, en er hins vegar ] vel hlutgengur Sjálfstæðis- | maður í sínu byggðarlagi. Engum dylst, hvað hér \ hefur gerzt. Stjórnmála- \ skoðanir hafa verið teknar1 fram yfir sérþekkingu í1 starfi. Veitingarvaldinu1 hefur verið beitt af hlut-1 drægni og rangsleitni. Slíkar aðfarir eru þvi' miður ekki einsdæmi. Þetta ' er altítt, þegar veitt eru' störf, sem sótzt er eftir. All- i ir hljóta hins vegar að sjá,' hvaða áhrif það muni hafa | meðal starfsmanna ríkisins,' þegar það er að staðaldri að' alls engu metið, bótt fólk ■ sýni um langt’árabil dugnað' og árvekni í starfi. Hætti ■ starfsþekking og samvizku- semi að vera leiðin til þess I að öðlast hinar eftirsóttari i stöður á vegum ríkis og rík- i isstofnana, eru sjálf stjórn- i arvöldin að innræta starfs- ! fólki sínu skeytingarleysi og! tómlæti, í stað elju og dyggr- ! ar þjónustu. Það má vel vera, að hinn! nýi símastjóri : Stykkis-! hólmi reynist vel, en það \ hefur verið gengið fram hjá í öðrum manni, sem hlotið \ hefur hin fyllstu meðmæii | og hefur starfað við - góðan \ orðstír í þágu pósts og síma ] í lieilan áratug. Þessu á að 1 mótmæla eftirminnilega, og 1 þannig á mótmæla : hvert1 skipti, er forsjármenn þjóð- 1 félagsins gera sig seka um; þess konar hlutdrægni. Sameiginleg krafa meirihlutans: Rannsókn og úrbætur hiís- næðismála Reykvíkinga j Blað þjoðvarnarmanna a‘ Norðurlandi. Kemur út einu sinni í mánuði. Áskriftar- verð kr. 15.00 á ári. Afgreiðsla FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR tekur á móti ■! áskrifendum. Sími 2923. ■! Fulltrúar allra andstöðuflokka Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Reykjavíkur — Þjóðvarnar- flokksins, Alþýðuflokksins, Sósíalistaflokksins og Fram- sóknarflokksins — hafa tek- ið höndum saman um það, að knýja fram aðgerðir í húsnæð- ismálunum. Má minna á það, að bak við þessa fulltrúa stend- ur meirihluti bæjarbúa. Fjórir fulltrúar þessara flokka fluttu í sameiningu á síðasta bæjarstjórnarfundi svolátandi tillögu, sem Ingi R. Helgason hafði framsögu um: „Bæjarstjórn Reykjavíkur fel- ur borgarstjóra C'g bæjarráði að láta nú begar fram fara ýtarlega rannsókn é öllu lélegu og heilsuspillandi húsnæði í bænum, og skal hraða svo rann- sókninni, að niðurstöður henn- ar verði kunnar eigi síðar en í júlí 1954. Allar þær íbúðir, sem skoð- aðar verða í þessari rannsókn, skulu settar á sérstaka skrá, svo sem skylt er að gera sam- kvæmt 34. grein heilbrigðis- samþykktar bæjarins frá 20. jan. 1950, og skal þessi skrá síðan leiðrétt í samræmi við árlegar skoðanir á óhæfu hús- næði í bænum, sem heilbrigð- isnefnd bæjarins annist.“ í framhaldi af þessari tillögu fluttu sömu aðilar svolátandi tillögu, er Gils Guðmundsson hafði framsögu um: „I sambandi við rannsókn á lélegu húsnæði og heilsuspill- andi húsnæði í bænum felur bæjarstjórn bæjarráði og borg- arstjóra að láta fara fram at- hugun á því, hve margar af þeim fjölskyldum, sem nú búa við óviðunandi húsnæði, myndu sjálfar geta komið sér upp i- búð, ef þær ættu kost á hag- kvæmum lánum, er næmu eigi minna en 60% af verði íbúðar- innar, og hve margar f jölskyld- ur hefðu engin tök á að eignast íbúð, jafnvel 'þótt um góð lána- kjör væri að ræða.“ Tillögum þessum fylgdi ræki- leg greinargerð, og var vitnað til heilbrigðissamþykktar bæj- arins, er kveður svo á, að heil- brigðisnefnd skuli fylgjast með íbúðai’húsnæði í bænum og skoða árlega allar lélegar íbúð- ir, krefjast viðgerðar á þeim sem er ábótavant, en banna þær, sem hún telur ónothæfar. Það er ánægjulegt, að full- trúar flokkanna fjögurra skuíi hafa tekið höndum saman í þessu máli, og þótt fulltrúar Sjálfstæðismanna vísuðu tillög- unum að þessu sinni til nefnda og ráða, sem ekki er neins góðs af að vænta, heldur baráttan áfram, unz Sjálfstæðisflokkur- inn sér sitt óvænna eða verð- ur ella að láta af völdum.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.