Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 15.05.1964, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 15.05.1964, Blaðsíða 1
ÁSKRIFTARSIMI J FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR ER 19985 Föstudagur 15. maí 1964. 18. tölublað. 13. árgangur. Úr ræðu Bjarna Benediktssonar á fnlltrúaráðsfundinum NIDURGREIÐSLUKERFIÐ OE VlSITALA A LAUN Fyrir nokkrum dögum fluLLÍ Bjarni Benediklsson ræðu á full irúaráðsfundi Sjálfslæðisflokks- ins, um efnið: „Er unnt að stöðva verðbólguna?" - Slíkt pukur var liaft um þennan fund, að þess var kraf- izt af mcðlimum fulltrúaráðsins, að þeir sýndu skilríki sín við inngöngudyr. Frjáls þjóð fær fréttirnar Engu að síður hefur Frjálsri þjóð tekizt að brjótast í gegn- um þann dularfulla þagnramúr, sem Bjarni var að reyna að skapa um sig og fá öll helztu málsatriði ræðunnar til birting- ar. Fara þau hér á eftir. Þess skal þó íyrst gedð, að Bjarni þótti mjög daufur og framlágur í málflutningi og algjör upp- gjafartónn í ræðunni allri gagn- vart viðreisnarstefnunni. N iðurgreiðslukerfið tek- ið upp aftur Bjarni lagði einkum áherzlu á tvö málsatriði. Það fyrra var, að ekki væri talið fært að halda áfram „gengisfellingarleiknum" eins og liann hefur áður orðað það, væri honum og ýmsum fleirum nú orðið ljóst, að slíkt Segja upp samningum Verkalýðsfélögin eru sem óð- ast að segja upp samningum til þess að hafa þá lausa, en upp- sögn flestra er um 20. júní n.k. Kunnugir spá því, að málin muni gangá þannig til — þau þokast mjög í samkomulagsátt — en endirinn verði samt sá, að ríkisstjómin setji'bráðabirgðalög um kaup og kjör. leiddi aðeiiis út í beina og ó- hjákvæmilega ófæru. Innan stjómarinnar mundi þó ekki samstaða urn neitt nema gamla styrkja- og niðurgreiðslukerfið, og yrði það tekið upp á næst- unni eftir því, sem þurfa þætti og nauðsynlegt talið. Hinsvegar taldi Bjarni, að ýmsar prósentu stétt'ir í framleiðendatölu hefðu nú með tilstyrk ríkisstjórnarinn- ar fengið sinni ár svo vel fyrir borð komið, að þær mættu vel við sinn hlut una, ef kaup hækk aði ekki að ráði. Vísitala á kaup I því sambandi sagði Bjarni að það væri höfuðatriði að bíða með einhverju móti átekta, þangað til allar verðhækkanir væra fram komnar, sem leiddu af þeirri miklu hækkun á álagn- ingu, sem heimiluð vai fyrir noþkru, og hefur valdið og á enn eftir að valda verðlags- stökki, og reyna að þvi búnu að semja við verkalýðsfélögin til langs tíma um það, að vísitala Frh. á bls. 6. i næsta blaði: Verkalýðs- hreyfing á vegamótum Við viljum vekja athygli lesenda blaðsins á því að í næsta blaði verður birt grein eftir Jón Baldvin Hannibalsson er nefnist Verkalýðshreyfing á vegamótum. í þessari grein er rætt um ýmsar veilur í uppbyggingu og skipulagi verkalýðs- félaganna og samanburður gerður við sænsku launþegasam- tökin. Greinin ætti að vera mörgum forvitnileg lesning, því nú ber skipulagsmál verkalýðsfélaganna mjög á góma og Verkamannasambandið er í fæðingu. Eftirtektarvert viðtal Á 4. síðu blaðsins birtist mjög svo eftirtektarvert viðtal við víðkunnasta hermálasérfræðing Breta, B. H. Lidell Hart, og er þar fjallað um vígbúnaðgarkapplilaupið og hernaðarbanda- lög, afvopnun, hlutlaus belti og óháða utanríkisstefnu. Við- talið birtist 13. marz sl. í brezka blaðinu Tribune. Af öðru efni má nefna: Afríka er ein heild (3. siða), Skemmtun (2. síða) og (Heimshornasyrpa (5. síða). Selt skyldi ofan af verkamanninum Hinn 8. maí sl. ætlaði borg- arfógeti að selja íbúðina ofan af fjölskyldu Guðmundar Eyj- ólfssonar, verkamanns, Suður- landsbraut 103 hér í borg, sam- kvæmt kröfu Búnaðarbanka fs- lands vegna eftirstöðva okurvíx- ils, að upphæð kr. 9000. — Guð- mundur Eyjólfsson kærði Jó- liannes Lárusson, hrl., vegna þessa víxils á sl. vétri eins og lesendum Frjálsrar þjóðar er kunnugt. Fyrir hádegi hinn 8. maí fór maður frá Frjálsri þjóð f.h. Guðmundar á fund yfirborgar- iógeta og spurðist fyrir um það, hvort uppboðið ætti að fara fram þann dag eins og auglýst hafði verið. Sagði yfirborgarfógeti svo vera, og hefði Búnaðarbankinn ekkert breytt kröfu sinni í því efni. Var víxillinn þá heldur greiddur en láta uppboðið fara fram, og tók Búnaðaibankinn við giæiðslunni fyrir milligöngu lögfræðings síns. Greiðslukvittun bankans var svohljóðandi: Víxill kr. 9000.00 Forvextir — 427.50 Umsjón — 30.00 Afsögn — 91.00 Málskostnaður — 1500.00 Uppboðskostn. fógeta — 1071.- Kr. 12.119.50 Framhald á 7 síðu. Vottorð Lárusar No. 5. Lagt fram í bæjarþingi Reykjavíkur 12. maí 1964. „Við undirritaðir höfum þekkt Lárus Jóhannesson fv. hæstaréttardómara um mörg undanfarin ár og er- kunnugt um, að þegar hann fer út úr húsi notar liann að staðaldri og hefur ekki notað önnur höfuð- föt, en svártan harðan hatt, sem oft er nefndur harðkúluhattur. Við höfum við og við lesið Frjálsa þjóð og höfum síðan 7. sept. s.l. að meira eða minna lcyti fylgzt með árásum Frjálsr- ar þjóðar á Lárus. Þegar við lásum „Lítið frétta- blað“ á 8. sfðu Frjálsrar þjóðar 24. apríl s. 1. datt okkur ekki annað í hug en að i greininni Frh. á bls. 5. Svanurinn fagri d mynd- inni er þýzkœttaður, en lik- lega búinn að fá séi islenzk- an rikisborgararétt Hann d einn höfuðóvin og það er is- lenzki svanurinn, sem oflast neer vill einn ráða ríkjum á Tjörninni sinni; sérstaklega þó þegar ungarnir eru skriðn ir úr hreiðrinu. <

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.