Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 12.05.1967, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 12.05.1967, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1967 — 17. TÖLUBLAÐ — 16. ÁRG. Gnðrún Helgadóttir: Skuldaskil. Greiniit, sem Maynús Kjartansson hefur dregið í naerri mánuð að hirta. hls. 4. Listi borinn fram fyrir Alþýðubandalagið í Reykja- víkurkjördæmi við Alþingiskosningarnar 1967 Hannibal Valdimarsson er fæddui\ 13. jan. 1903 í Arnardal við Skutulsfjörð. Jafnhliða kennarastörfum tók hann sívaxandi þátt í stjórnmálum og verkalýðs- baráttu. Kosinn á þing 1946 og síðan. Form. Alþýðufl. 1952—’54. Form. Alþýðu- bandalagsins frá stofnun 1956. Forseti ASÍ síðan 1954. Jón Maríasson er fæddur 11. janúar 1928 á Sæbóli í Aðalvík, N-ísafjarð- arsýslu. Hefur starfað sem framreiðslumaður, lengst af á Hótel Borg. Form. Fél. framreiðslumanna og Sam- bands matreiðslu- og fram- reiðslumanna. Vésteinn Ólason er fæddur 14. febr. 1939, að Höfn í Hornafirði. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1959, og stundar nú nám í íslenzkum fræðum við Háskóla íslands. Hefur stundað kennslu og fleiri störf jafnframt námi. Bryndís Schram er fædd 9. júlí 1938 í Reykja vík. Stúdent frá Menntaskól anum í Reykjavík 1958. Hef- ur stundað háskólanám 1 París og Reykjavík. Próf frá Leiklistarskóla Þjóðleikhúss- ins. Haraldur Henrysson er fæddur 17. febrúar 1938 í Reykjavík. Hann lauk stú- dentsprófi frá Menntaskólan um í Reykjavík 1958 og varð kandídat í lögfræði 1964. Fulltrúi hjá bæjarfógeta í Kópavogi. Margrét Auðunsdóttir er fædd 20. júní 1906 að Eystri-Dalbæ í Landbroti, V- Skaftafellssýslu. Hefur starf að í eldhúsi Landspítalans. Form. starfsstúlknafélagsins Sóknar. Jóliann J. E. Kúld er fæddur 31. des. 1902, að Ökrum í Mýrasýslu. Hefur stundað fjölbreytileg störf, sjómennsku, fiskimat o. fl. Hefur gegnt trúnaðarstörf- um í ýmsum félagasamtökum og gefið út nokkrar bækur. Kristján Jóhannsson er fæddur 25. sept. 1919 á Skjaldfönn í Norður-ísafjarð arsýslu. Hefur stundað verka mannavinnu, bílakstur o. fl. Starfsmaður Dagsbrúnar síð an 1963 og í stjórn félagsins. Ingimar Sigurðsson er fæddur 3. ágúst 1924 á Litla-Gili í Húnavatnssýslu. Vélvirki. Hefur setið í stjórn Félags járniðnaðarmanna í 14 ár. Helgi Valdimarsson er fæddur 16. sept. 1936 í Reykjavík. Hann varð stú- dent frá Akureyri 1956, en lauk kandídatsprófi í læknis- fræði frá Háskóla íslands 1964. Héraðslæknir á Hvammstanga 1965—1966. Nú aðstoðarlæknir á Land- spítalanum. LISTI VERKALÝÐSINS OG UNGA FÓLKSINS i

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.