Þjóðvakablaðið - 13.03.1995, Blaðsíða 1

Þjóðvakablaðið - 13.03.1995, Blaðsíða 1
RODD FOLKSINS • 1. ARG. 3. TBL. MANUDAGUR 1 3. MARS 1 995 Ný könnun Félagsvísindastofnunar: 71% landsmanna er fylgjandi sameiningu félagshyggjuaflanna í víðtækri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun hefur gert fyrir Þjóðvaka kemur fram að 71% landsmanna eru fylgjandi sameiningu félagshyggjuafl- anna á Islandi. Könnunin var gerð á fyrstu dögum marsmán- aðar og náði til 860 einstaklinga. Spurt var: Ert þú fylgjandi eða andvíg(ur) sameiningu félags- hyggjuaflanna á Islandi? Af þeim 518 sem svöruðu kváðust 367 - eða 70,8% svarenda - vera fylgjandi. 17,6% svarenda eða 151 einstaklingur var andvígur. 230 eða 26,7% kváðust hlut- lausir, 76 eða 8,8% svöruðu „veit ekki“ og 4,2% neituðu að svara. Aðspurður kvaðst Hrannar B. Arnarsson, kosningastjóri Þjóð- vaka ekki undrandi á þessari niðurstöðu. „Niðurstaðan er í samræmi við þann anda sem við á Þjóðvaka höfum fundið svo glöggt. Það er alveg ljóst að vilji kjósenda í þessu máli er mjög skýr og að fyrr en seinna mun félagshyggjufólk í landinu brjóta af sér það flokkakerfi sem við nú búum við. Spumingin snýst um það hvort það gerist nú, eða hvort gömlu flokkunum tekst að tefja þróunina um einhverja áratugi.“ Loks má geta þess að í síðustu viku gerði Morgunpósturinn könnun þar sem spurt var hvort félagshyggjuflokkamir ættu að útiloka Sjálfstæðisflokkinn frá næstu ríkisstjórn. 90% þeirra sem hringdu inn, svöruðu þeirri spumingu játandi. Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Þjóðvaka: Myndum strax félagshyggjustjórn Félagshyggjuflokkarnir hafa fengiÖ ein- stœtt tækifæri til þess að svara kröfunni um sameingingu félagshyggjuaflanna Þjóðvaki - hreyfing fólksins hefur skorað á félagshyggju- flokkana að koma sér saman um ríkistjórnarmynstur og ganga til málefnasamstarfs áður en kjós- endur ganga að kjörborði þann 8. apríl næstkomandi. Þetta varð einróma niðurstaða fjölmenns vinnufundar frambjóðenda sem haldinn var á Akureyri fyrir skömmu. Þar með hefur Þjóð- vaki útilokað ríkisstjórnar- myndun með Sjálfstæðisflokki, og gert tilkall til þess að aðrir félagshyggjuflokkar geri slíkt hið sama. Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Þjóðvaka segir að með þessari yfirlýsingu vilji Þjóðvakar gefa kjósendum skýra kosti áður en þeir ganga að kjörborði. Það hafi hinsvegar tíðkast fram til þessa að allir flokkar telji sjálfgefið að ganga til kosninga með „óbundn- ar hendur“, eins og það sé látið heita. „En hvað þýðir það, að hafa óbundnar hendur?“ segir Jóhanna. „Það þýðir einfaldlega að flokkamir vilja ekki vera bundnir af loforðum sínum við kjósendur - þeir vilja geta samið sig frá þeim. Þessvegna er kjósendum aldrei gefinn kostur á því að velja um stjómarmynstur; það er nokkuð sem flokkamir hafa í sínum eigin höndum að kosningum loknum," bætir hún við. „Fólk er að kjósa tiltekna flokka í góðri trú, en stendur svo skyndilega frammi fyrir því eftir kosningar að flokkurinn sem það kaus er kannski kominn í ríkis- stjóm sem hefur allt önnur stefnumál á sínu borði, en þau sem stillt var upp í kosningunum. Félagshyggjuflokkarnir blása sig út fyrir kosningar, stilla sér upp sem höfuðandstæðingi Sjálfstæð- isflokksins, en keppast svo um að verða fyrstir að samninga- borðinu um stjómarsáttmála við þennan svokallaða „höfuðand- stæðing" að kosningum loknum. Það er ekki nema sjálfsögð heiðarleikakrafa að fólki sé gerð grein fyrir því, áður en það gengur að kjörborði, hvað flokk- arnir hafa í hyggju varðandi stjómarsamstarf. Þetta er einfald- lega spuming um orð og efndir - trúnað við kjósendur“ segir Jóhanna. „Nú gefst hinum fél- agshyggjuflokkunum einstætt tækifæri til þess að svara ein- dreginni kröfu grasrótarinnar um sameiningu félagshyggjuafl- anna. Ef þeir svara þessu kalli með sambærilegri yftrlýsingu og Þjóðvaki hefur gefið, er kominn grundvöllur að sameiningu." Allnokkur viðbrögð hafa orðið við þessari ákvörðun Þjóðvaka. Innan hreyfingarinnar hafa þau almennt verið jákvæð, en utan hennar hafa þau lýst undrun fremur en andstöðu. Er augljóst að þessi nýlunda hefur vakið marga til umhugsunar. „Hingað til hafa menn látið innantómt orðagjálfur ráða ferðinni - og svo svikist aftan að kjósendum sínum eftir kosningar. Afsökunin hljómar ævinlega á þá leið að „forsendur séu breyttar“ eins og það heitir. Þetta er óheiðarlegt. Þjóðvaki vill heiðarleika og trúnað í fyrirrúmi, og þessvegna segjum við kjósendum hug okkar allan svo þeir viti að hverju þeir ganga, þegar þeir merkja við okkur í kjörklefanum," sagði Jóhanna að lokum. Kosningamiðstöð Þjóðvaka Kosningamiðstöðin ílmnarstræti 7 • Sími 28100 Fax 627060 • Opið fró kl 9.00 til 19.00 Allar upplýsingar um Þjóðvaka. Utfærsla á stefnumiðum hreyfingarinnar. Kaffi og hlýtt viðmót. Opið hús á laugardögum frá kl. 14.00. Opnir umræðufundir með frambjóðendum og fyrirlesurum fimmtudagskvöld frá kl.20.30.

x

Þjóðvakablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðvakablaðið
https://timarit.is/publication/312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.