Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Vel loðnir 
og hlýir
Loðfeldir eru komnir í tísku á 
nýjan leik | Menning
Fasteignir | Veltuaukningin í fyrra var 41% L50776 Meistaraverk óþekktar-
ormsins Íþróttir | Heiðar undir smásjánni hjá Charlton L50776Handbolta-
landsliðið æfir í Svíþjóð L50776 Hrifinn af árangri Mourinho
Fasteignablaðið og Íþróttir í dag
SÆNSK stjórnvöld óskuðu eftir því síðdegis í
gær að Íslendingar veittu frekari aðstoð við að
koma slösuðum Svíum heim frá Taílandi. Halldór
Ásgrímsson forsætisráðherra varð við þeirri
beiðni.
Flugvél Loftleiða Icelandic er væntanleg til
Stokkhólms í kvöld frá Taílandi með 58 slasaða
og sjúka Svía. Eru margir þeirra alvarlega veikir
og slasaðir. Þá eru nokkrir aðstandendur hinna
slösuðu með í för. Vélin mun halda aftur til Taí-
lands á morgun, án viðkomu hér á landi. 
Sami hópur íslenskra sérfræðinga og var í
fyrri ferðinni mun fara í seinni ferðina. Er þar
um að ræða lækna, hjúkrunarfræðinga og björg-
unarfólk.
Flugvélin, sem er af gerðinni Boeing 757-200,
kom til Bangkok í gær. Áætlað var að hún legði af
stað til Svíþjóðar klukkan 5 í morgun að íslensk-
um tíma, en þá var hádegi að staðartíma./26
Morgunblaðið/Sverrir
Íslenska hjálparsveitin gengur frá borði flugvél-
arinnar á flugvellinum í Bangkok í gær.
Tvær ferðir 
til Taílands
SÖFNUNARSTARF fyrir fórnarlömb flóðanna í
Asíu hefur gengið vel hér á landi en hátt í 70 millj-
ónir króna hafa safnast í gegnum íslensk hjálp-
arsamtök að sögn talsmanna. Rauði kross Íslands
hefur safnað yfir 65 milljónum króna og Hjálp-
arstarf kirkjunnar hefur safnað ríflega þremur
milljónum króna.
Vinir Indlands hafa staðið fyrir söfnun vegna
hamfaranna við Indlandshaf. UNICEF, Barna-
hjálp Sameinuðu þjóðanna, tekur sömuleiðis þátt í
viðamikilli neyðaraðstoð í Asíu. UNICEF telur að
einn þriðji fórnarlambanna hafi verið börn og fjöldi
barna hafi misst foreldra sína.
Auk þess hefur Barnaheill staðið fyrir söfnunum
víða um heim, en samtökin hafa unnið að því að
dreifa hjálpargögnum á hamfarasvæðunum. 
Hátt í 70 
milljónir króna
hafa safnast 
ENN er hægt að styrkja hjálparstarfið sem á sér
stað í Asíu í kjölfar flóðanna annan dag jóla. 
Rauði kross Íslands er með söfnunarsímann 907-
2020 og dragast 1.000 krónur af símreikningi þeirra
sem hringja í númerið. Einnig má leggja fé inn á
söfnunarreikninginn 1151-26-12 með kt. 530269-
2649 og með greiðslu af kreditkorti á www.red-
cross.is.
Hjálparstarf kirkjunnar er einnig með söfn-
unarsíma en númerið er 907-2002. Þúsund krónur
dragast af símreikningi viðkomandi þegar hringt er
í númerið. Einnig má leggja inn fé á söfnunarreikn-
inginn 1150-26-21000 með kt. 450670-0499. 
Enn tekið á móti
framlögum
SAMEINUÐU þjóðirnar hafa
fengið metfjárframlög vegna
hjálparstarfsins í Asíu eftir nátt-
úruhamfarirnar 26. desember en
erfiðlega hefur gengið að flytja
hjálpargögn á hamfarasvæðin.
Óttast er að liðið geti nokkrar
vikur þar til hjálpargögn berist
til allra sem þurfa á hjálp að
halda í Aceh-héraði á indónes-
ísku eyjunni Súmötru.
Áætlað er að rúmar 1,8 millj-
ónir manna þurfi á neyðaraðstoð
að halda, þar af um milljón í
Indónesíu og 700.000 á Sri
Lanka. Talið er að um fimm millj-
ónir manna hafi misst heimili sín
í hamförunum.
Vonast er til að hægt verði að
koma hjálpargögnum til allra
nauðstaddra íbúa Sri Lanka inn-
an tveggja til þriggja daga.
Hjálparstofnanir segja hins
vegar að mun lengri tíma taki að
flytja hjálpargögn til Aceh-hér-
aðs þar sem manntjónið var
mest. Líklegt er að nota þurfi
þyrlur til að flytja hjálpargögn á
afskekkta staði í héraðinu þar
sem vegir eru enn ófærir og á
flestum staðanna er ekki hægt að
lenda stórum flugvélum. Hafnir
eyðilögðust í flóðbylgjunum og
víða er skortur á geymsluhús-
næði.
?Ég get aðeins líkt þessu við
Evrópu eftir síðari heimsstyrj-
öldina,? sagði framkvæmdastjóri
ástralskrar hjálparstofnunar og
kvaðst telja að endurreisnar-
starfið á hamfarasvæðunum tæki
áratugi.
Sameinuðu þjóðirnar hafa
fengið um 1,5 milljarða dollara,
sem samsvarar 92 milljörðum
króna, á einni viku í fjárframlög
frá ríkjum heims vegna hjálpar-
starfsins á hamfarasvæðunum
við Indlandshaf. Embættismenn
samtakanna segja að Sameinuðu
þjóðirnar hafi aldrei áður fengið
svo mikið fé til hjálparstarfa. Á
einni viku hafi samtökunum bor-
ist álíka fjárhæð og þau fái venju-
lega til umráða á heilu ári til
hjálparstarfa.
Auk þess hafa hjálparstofnanir
á borð við Rauða krossinn fengið
mikið fé frá einstaklingum og
fyrirtækjum. George W. Bush
Bandaríkjaforseti og tveir for-
verar hans í embættinu, George
Bush eldri og Bill Clinton, hvöttu
í gær Bandaríkjamenn til að láta
fé af hendi rakna til hjálparstofn-
ana. Bush forseti fól föður sínum
og Clinton að stjórna fjársöfnun í
Bandaríkjunum.
Börnum rænt?
Embættismenn Sameinuðu
þjóðanna sögðu í gær að talið
væri að yfir 150.000 manns hefðu
látið lífið í ellefu löndum í nátt-
úruhamförunum 26. desember.
Manntjónið var mest í Indónesíu
þar sem a.m.k. 94.000 manns fór-
ust, en óttast er að tala látinna
þar fari yfir 100.000.
Framkvæmdastjóri Barna-
heilla í Svíþjóð, Charlotte Petri
Gornitzka, varaði við því að
barnaníðingar eða glæpamenn,
sem selja börn til ættleiðingar eða
þrælkunar, kynnu að ræna börn-
um sem misstu foreldra sína í
náttúruhamförunum.
Hjálparstarfið gengur
erfiðlega í Aceh-héraði
Sameinuðu
þjóðirnar fá
metfjárframlög
Reuters
Flóttafólk í Aceh-héraði á indónesísku eyjunni Súmötru tekur við matarpökkum úr bandarískri her-
þyrlu. Um 270.000 manns hafast við í flóttamannabúðum í Aceh, en miklu fleiri þurfa á hjálp að halda.
Genf, Banda Aceh. AFP, AP.
L52159 Líkur á heimssamstarfi/18
FULLTRÚAR rétthafa efnis hafa lagt fram
kærur til Ríkislögreglustjóra á hendur tíu
einstaklingum á fimm svokölluðum tengi-
punktum fyrir meint gróf brot á höfundar-
réttarlögum með því að hafa fjölfaldað og
gert fólki kleift að sækja á Netið umtals-
verðan fjölda af tónlistarverkum, kvik-
myndaverkum, sjónvarpsefni og tölvuleikj-
um.
Auk þess er einstaklingur kærður fyrir
hlutdeild í brotum þeirra sem gera vernduð
verk aðgengileg í tölvum sínum með aðstoð
þeirra tengipunkta sem hann er stjórnandi
á. Þessi einstaklingur er það sem kallað er
stjórnandi tengipunkts.
Hinir kærðu voru aðilar að eftirfarandi
tengipunktum: Forgardur.no-ip.biz, Val-
holl.deilir.is, Midgardur.deilir.is, zaturn-
us.no-ip.biz (sem gengur einnig undir nafn-
inu zaturnus.dcfolk.net) og Temphub.-
gotdns.org. 
Telst ólögmæt fjölföldun
Að sögn Hallgríms Kristinssonar, fram-
kvæmdastjóra Samtaka myndrétthafa á Ís-
landi (SMÁÍS), telst sú háttsemi ólögmæt
fjölföldun að vista í heimildarleysi verk háð
höfundarrétti í þeim tilgangi að gera þau að-
gengileg öðrum, sem ekki tilheyra sama
heimilishaldi.
Þeir sem standa að kærunum hér á landi
eru: Félag hljómplötuframleiðenda (FHF),
Samband tónskálda og eigenda flutnings-
réttar (STEF), Samtök myndrétthafa á Ís-
landi (SMÁÍS) og Framleiðendafélagið ?
SÍK, en félagsmenn þessara samtaka eru
rétthafar að meiri hluta þess tónlistarefnis
sem gefið er út hérlendis, annast innheimtu
vegna opinbers tónflutnings og hafa einka-
rétt til dreifingar á yfirgnæfandi hluta
þeirra kvikmynda, sjónvarpsefnis og tölvu-
leikja sem eru á íslenskum markaði. Að
sögn Hallgríms hafa sambærilegar kærur á
síðustu dögum verið lagðar fram alls staðar
á Norðurlöndum.
11 kærðir vegna brota á
höfundarréttarlögum
STOFNAÐ 1913 2. TBL. 93. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
???
???

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52