Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913 15. TBL. 93. ÁRG. MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Stórt, dýrt
og glæsilegt
Nýtt óperuhús Konunglega leik-
hússins vígt í Danmörku | Menning
Fasteignir og Íþróttir
Fasteignir | Fallega hlaðinn veggur er augnayndi L50776
Listaverk eru sérkenni hvers heimilis L50776 Framkvæmdir í
Arnarneslandi Íþróttir | Viggó ánægður með sóknar-
leikinn L50776 Chelsea með tíu stiga forskot í Englandi
VÍSINDAMENN Íslenskrar erfðagreining-
ar (ÍE) hafa uppgötvað þriggja milljóna ára
gamla umhverfu í erfðamengi mannsins, sem
hefur þau áhrif að þeir sem hana bera eignast
að meðaltali fleiri börn en aðrir. Með um-
hverfu er átt við að röð basa á litningi hefur
snúist við og finnst hún í um 20% af litningum
Evrópumanna en í mun minna mæli í erfða-
mengi íbúa Asíu og Afríku.
Niðurstöðurnar eru birtar í vísindatímarit-
inu Nature genetics. 
New York Times hefur í gær eftir dr. Nick
Patterson við Broad Institute í Cambridge að
hér sé á ferðinni einhver áhugaverðasta grein
í mannerfðafræði sem hann hafi nokkurn
tíma lesið. Ítarleg umfjöllun var birt um nið-
urstöðurnar í vefútgáfu NYT í gærkvöldi og
segir þar líklegt að greinin eigi eftir að vekja
verulega athygli. Hefur NYT eftir Kára Stef-
ánssyni, forstjóra ÍE, að rannsóknir á erfða-
mengi Íslendinga bendi til þess að umhverfan
tengist einnig auknu langlífi manna.
Umhverfa á
litningi tengd
frjósemi og
langlífi
L52159 Breytileiki/4
FRAMKVÆMDASTJÓRN Frelsissamtaka
Palestínumanna (PLO) krafðist þess í gær að
herskáar, palestínskar hreyfingar hættu árásum
á Ísraela.
Framkvæmdastjórnin sagði að árásirnar
sköðuðu þjóðarhagsmuni Palestínumanna og
gæfu stjórn Ísraels ?afsökun? fyrir því að hindra
friðarumleitanir.
Fyrr um daginn skýrði Ariel Sharon, forsætis-
ráðherra Ísraels, frá því að hann hefði fyrirskip-
að hernum að herða aðgerðirnar gegn herskáum
Palestínumönnum til að koma í veg fyrir árásir á
Ísraela. Sharon sakaði enn fremur Mahmoud
Abbas, nýjan forseta Palestínumanna, um að
Herskáir Palestínumenn höfðu skotið heima-
smíðuðu flugskeyti á ísraelska bæinn Sderot og
sært unglingsstúlku lífshættulega.
Er að missa þolinmæðina
Fyrirmæli Sharons benda til þess að hann sé
nú þegar að missa þolinmæðina gagnvart Abbas
sem tók við forsetaembættinu á laugardag.
Abbas gagnrýndi þá árásir herskárra Palest-
ínumanna og sagði þær grafa undan tilraunum
til að hefja friðarviðræður við Ísraela. Hann
sagði hins vegar ekkert um hvernig hann hygð-
ist binda enda á árásirnar og Ísraelsstjórn sagði
hann láta hjá líða að fordæma hryðjuverk.
hafa ekki gert neitt til að koma í veg fyrir árás-
irnar.
?Ástandið núna er óviðunandi,? sagði Sharon
og bætti því við að engar takmarkanir væru á því
hvaða aðferðum hernum væri heimilt að beita í
þessum tilgangi.
Daginn áður gerði Ísraelsher atlögu að Palest-
ínumönnum á Gazasvæðinu og felldi átta manns.
Reuters
Herskáir Palestínumenn kveikja í fána Ísraels á mótmælafundi í Rafah-flóttamannabúðunum á sunnanverðu Gaza-svæðinu í gærmorgun.
Forysta PLO krefst þess
að tilræðum verði hætt
Ariel Sharon 
fyrirskipar hertar
hernaðaraðgerðir
Jerúsalem. AFP.
UM 110 milljónir söfnuðust í
landssöfnuninni Neyðarhjálp
úr norðri, sem fram fór vegna
náttúruhamfaranna í Asíu.
?Söfnunin fór fram úr okkar
björtustu vonum,? segir Elín
Þorsteinsdóttir, verkefnis-
stjóri söfnunarinnar. Hún tel-
ur að aldrei áður hafi safnast
jafnmikið hér á landi vegna
eins málefnis. 
Um 22.500 manns hringdu í
söfnunarsíma þar sem tekið
var við ákveðnum upphæðum,
börn lögðu fram fé úr spari-
baukum eða afmælispeninga
og stórfyrirtæki lögðu fram
myndarlegar upphæðir.
Halldór Ásgrímsson for-
sætisráðherra segir að með
söfnuninni komi skýrt fram
að Íslendingar sýna mikinn
samhug með því fólki sem er
hrjáð af völdum nátt-
úruhamfaranna í Asíu. 
Söfnunin náði hámarki á
laugardagskvöld með beinni
útsendingu þriggja sjón-
varpsstöðva.
Elín segir að þann dag hafi
400 til 500 sjálfboðaliðar verið
að störfum fyrir söfnunina.
Sjálfboðaliðar hafi m.a. geng-
ið með söfnunarbauka í versl-
unarmiðstöðvum á höfuð-
borgarsvæðinu og setið í
þjónustuveri Landssíma Ís-
lands og tekið þar á móti fjár-
framlögum í gegnum beinan
söfnunarsíma. 
Mannúðarsamtökin fimm,
sem koma til með að ráðstafa
söfnunarfénu, sögðu í til-
kynningu í gær, að fénu yrði
varið á ábyrgan og öruggan
hátt í að byggja upp starf-
hæft samfélag á flóðasvæð-
unum og hlúa að íbúum
þeirra og verður byrjað að
ráðstafa fénu strax í vik-
unni/4.
110 milljónir söfnuðust í landssöfnuninni Neyðarhjálp úr norðri vegna náttúruhamfaranna í Asíu
?Fram úr okkar
björtustu vonum?
Morgunblaðið/Golli
Á annað hundrað sjálfboðaliðar sátu við símann á laugardagskvöld þegar landssöfnunin Neyð-
arhjálp úr norðri náði hámarki. Hér eru þau Jón Sigurðsson söngvari, Bjarni Benediktsson al-
þingismaður, Sigríður Arnardóttir þáttastjórnandi og Jón Gunnarsson alþingismaður.
LÆKNAR á sjúkrahúsi í Búkarest, höf-
uðborg Rúmeníu, sögðu í gær að 67 ára
gömul kona hefði alið barn og hún væri
elsta móðir sem vitað væri um í heiminum.
Adriana Iliescu
? ellilífeyrisþegi,
rithöfundur og
fyrrverandi há-
skólakennari ?
gekk með tvíbura.
Ákveðið var að
gera keisaraskurð
á henni sex vikum
fyrir tímann eftir
að annað barnið
dó í móðurkviði.
Barnið sem
fæddist er stúlka og aðeins tæpar sex merk-
ur. Læknir konunnar sagði að mæðgunum
heilsaðist vel.
Iliescu hafði gengist undir frjósemis-
meðferð í níu ár og tæknifrjóvgun. 
67 ára kona ól barn
???

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40