Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913 18. TBL. 93. ÁRG. FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Höfrungur í
Háskólabíói
Einn helsti kjörgripur Stradivaris á
sinfóníutónleikum | Menning
Verður upplýsingatækni
þriðja stoðin í verðmæta-
sköpun og gjaldeyristekjum
Íslands árið 2010?
ÞRIÐJA STOÐIN?ÐJ
Ráðstefna Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja
þriðjudaginn 25. janúar
Sjá glæsilega dagskrá ráðstefnunnar
á vefsetri Samtaka iðnaðarins; www.si.is
BRASILÍSK kona var tekin með hátt í tvö þúsund
skammta af hinu stórhættulega ofskynjunarlyfi
LSD af tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli skömmu
fyrir jól. Eiturlyfin höfðu verið falin í leggöngum
hennar, en auk þess var hún tekin með 800 grömm
af kókaíni sem falin höfðu verið með því að líma
pakkningarnar ofarlega á innanverð læri hennar.
Sprenging varð í haldlagningu á LSD á síðasta ári
en þá voru teknir meira en 4.000 skammtar sam-
anborið við einn skammt 2003.
Margir orðið mjög skelkaðir
Konan var tekin við venjubundið eftirlit á Kefla-
víkurflugvelli, en hún lagði upp í ferðina frá Brasilíu
og millilenti í Kaupmannahöfn áður en hún kom
hingað til lands. Hún var úrskurðuð í þriggja vikna
gæsluvarðhald vegna kókaínsmyglsins, en einungis
nýverið fékkst staðfest að efnið sem fannst falið í
leggöngum hennar væri LSD.
Síðustu árin hefur verið lagt hald á sáralítið
magn af LSD eða einungis einn skammt árið 2003
og engan skammt árið áður. Árin þar á undan var
lagt hald á ívið meira magn og þó mest á árinu 1999
eða 338,5 skammta. Í fyrra var hins vegar lagt hald
á 2.035 skammta samanlagt í tveimur haldlagning-
um samkvæmt bráðabirgðatölum ríkislögreglu-
stjórans. Þar er um að ræða um 2.000 skammta sem
voru í póstsendingu frá Hollandi og nú bætast aðrir
2.000 skammtar við eða samanlagt um fjögur þús-
und skammtar á árinu.
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ á Vogi,
sagði að LSD hefði komið inn aftur hér á landi um
miðjan tíunda áratuginn með e-töflufaraldrinum.
Það hefði hins vegar ekki verið áberandi allra síð-
ustu árin eftir því sem hann best vissi. Hins vegar
hefði dálítið borið á því inni í fangelsum, enda væri
mjög erfitt að greina LSD í þvagi og blóði.
Þórarinn sagði að LSD breytti verulega skynjun.
Fólk gæti komist í einkennilegt ástand sem væri
jafnvel hættulegt. Margir hefðu orðið mjög skelk-
aðir í þessu ástandi og leitað inn á bráðamóttökur.
Handtekin með nærfellt
2.000 skammta af LSD
Sprenging í haldlagn-
ingu á LSD í fyrra
ENN hækkar tala látinna vegna
flóðbylgjunnar og jarðskjálftans á
Indlandshafi og nú er talið að minnst
220.000 manns hafi farist í hamför-
unum annan í jólum. Heilbrigðis-
ráðuneyti Indónesíu sagði í gær að
166.000 manns hefðu týnt lífi þar í
landi, um 50.000 fleiri en áður var
talið. Stjórnvöld í Jakarta segja auk
þess að enn sé um 12.000 manns
saknað.
Um 1,5 milljónir manna munu nú
vera heimilislausar í löndunum þar
sem hamfarirnar urðu, að sögn The
New York Times. Susilo Bambang
Yudhoyono, forseti Indónesíu, sagði
í gær að enn hefðust um 500.000
manns við í bráðabirgðabúðum eftir
að hafa misst heimili sín og vitneskja
um manntjónið væri ótraust.
?Kannski fáum við aldrei að vita ná-
kvæmlega fjölda látinna,? sagði
hann. Fréttaritari breska ríkisút-
varpsins, BBC, segir að enn séu
nokkur svæði sem ekki hafi birt
neinar tölur um fjölda látinna.
Stjórn Indónesíu sagðist í gær
ætla að verja minnst 4,45 milljörðum
dollara, nær 280 milljörðum króna,
til uppbyggingar í Aceh og vonast
hún til að erlend ríki leggi til helm-
inginn af þeim fjármunum.
Hasan Wirayuda, utanríkisráð-
herra Indónesíu, hét því í gær að fé
sem safnast hefði til aðstoðar við
hamfarasvæðin myndi ekki hafna í
vösum spilltra embættismanna.
Hefði stjórnin ráðið endurskoðunar-
fyrirtækið Ernst & Young til að
fylgjast vandlega með því hvað yrði
um peningana.
Miklar olíulindir eru í Aceh og þar
hafa lengi verið blóðug átök milli
stjórnarherliðs og uppreisnar-
manna. Wirayuda sagði í gær að
stjórnvöld myndu ef til vill hefja í lok
mánaðarins viðræður við uppreisn-
armennina en þeir hafa barist fyrir
sjálfstæði héraðsins í þrjá áratugi.
Ekki hafa farið fram neinar friðar-
viðræður síðan í maí 2003. 
Reuters
Taílendingar söfnuðust víða saman í gær til að minnast þeirra sem fórust í flóðbylgjunni í desember. Í borginni
Takua Pa var sleppt upp í loftið fjölda ríspappírsljóskera með logandi kertum í virðingarskyni við fórnarlömbin. 
Minnst 220.000 biðu
bana í hamförunum
Viðræður við
skæruliða í Aceh
sagðar á döfinni 
Banda Aceh, Jakarta. AP, AFP.
SÆNSKUM auðmanni, sem er einn
aðalstjórnenda Siba, leiðandi fyrir-
tækis í sölu rafmagnstækja í Svíþjóð,
var að líkindum rænt á mánudag, að
því er talsmaður lögreglunnar skýrði
frá í gær. 
Fabian Bengtsson, forstjóra Siba,
sem er 32 ára gamall, virðist hafa
verið rænt þegar hann var á leið til
vinnu í Gautaborg en hann býr í að-
eins 10 mínútna ökufjarlægð frá
vinnustaðnum. Að sögn lögreglu sást
síðast til hans að morgni mánudags
og tilkynnt var um hvarf hans þá um
kvöldið.
Bíll Bengtssons fannst í miðborg
Gautaborgar í gær að því er fram
kom í Svenska Dagbladet. 
Eftir að Bengtsson mætti ekki til
vinnu, fékk faðir hans sem er aðal-
framkvæmdastjóri Siba, sms-skila-
boð frá honum. Skilaboðin gáfu til
kynna að ?hann væri ekki fjarver-
andi af fúsum og frjálsum vilja?, að
því er lögregla sagði í viðvörun sem
birt var um alla Svíþjóð.
Að því er fram hefur komið í frétt-
um í Svíþjóð telur lögregla að all-
nokkrir einstaklingar hafi tekið þátt
í að ræna for-
stjóranum, en
eignir hans nema
um 16 milljónum
sænskra króna,
sem samsvarar
um 144 milljónum
íslenskra króna.
Bengtsson er að
auki annar
tveggja aðalerf-
ingja Siba, sem er fjölskyldufyrir-
tæki og metið á um tvo milljarða
sænskra króna, eða um 18 milljarða
íslenskra króna. Fyrirtækið er
skuldlaust.
Fabian Bengtsson og bróðir hans,
Martin, stýra fyrirtækinu að mestu
leyti en faðir þeirra, Bengt Bengts-
son, er þó enn aðalframkvæmda-
stjóri þess. Faðir hans, Folke
Bengtsson, stofnaði fyrirtækið í
byrjun sjötta áratugarins en það sel-
ur raftæki við lágu verði og rekur 51
verslun á Norðurlöndum. Lögregla
hafði í gærkvöldi ekki greint frá því
hvort lausnargjalds hefði verið kraf-
ist. Hugsanlegt er talið að Bengtsson
hafi verið fluttur úr landi.
Var auðmanni
rænt í Svíþjóð?
Ekkert hefur spurst til forstjóra 
Siba frá síðastliðnum mánudegi 
Fabian Bengtsson
TANNBURSTAR eru þarfa-
þing en menn verða að gæta
þess að beita þeim af hóf-
semi. Hópur lækna í Sádi-
Arabíu fjarlægði nýlega tann-
bursta úr maga sjötugs karl-
manns sem gleypti áhaldið
fyrir 22 árum, að sögn rík-
isfréttastofunnar SPA.
Burstinn olli manninum
engum óþægindum fyrr en
nokkrum dögum áður en
hann var skorinn upp, að
sögn dr. Abdulrahman al-
Zahranis, yfirmanns lækna-
hópsins við sjúkrahús Abdul
Aziz konungs í borginni Taif
í vestanverðu landinu. Að-
gerðin tókst ágætlega, að
sögn Zahranis. 
Bursti á
villigötum
Riyadh. AFP.
Viðskipti, Úr verinu, Íþróttir
Viðskipti | Frumkvöðlar stuðla að hagvexti L50776 Orðheppinn mót-
orhjólatöffari Úr verinu | Afkoman svipuð L50776Flökin fljúga út
Íþróttir | Hraðinn er vopn Keflvíkinga L50776 Hjálmar til Hearts?

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48