Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Varðskipin tvö, Ægir og Týr, sjást hér ýta Dettifossi upp að bryggjunni á Eskifirði laust eftir miðnætti í nótt.
DETTIFOSS kom til hafnar á
Eskifirði laust eftir miðnætti í
nótt. Varðskipin Týr og Ægir
drógu skipið til hafnar.
?Ef þessi sterki vindur og
þungi sjór hefði verið í hina
áttina [þ.e. að landi] er ég í
miklum vafa að við hefðum
náð að halda skipinu frá landi,
þá hefði það bara farið upp í
fjöru,? segir Georg Lárusson,
forstjóri Landhelgisgæsl-
unnar, aðspurður hvort varð-
skipin tvö hefðu getað valdið
því að halda Dettifossi frá
landi, hefði vindur verið að
landi en ekki frá því eins og
svo heppilega vildi til að hann
var um helgina. 
?Þetta sýnir okkur skýrt að
það er algjörlega bráðnauð-
synlegt að við höfum yfir að
ráða skipi sem getur ráðið við
svona aðstæður.? Georg segir
að varðskipin Týr og Ægir
séu um 
1
?10 af þyngd Dettifoss. 
Hann bendir á að hér á
landi séu engin stór drátt-
arbátafyrirtæki og því ekki
hægt að leita til slíkra aðila í
erfiðum aðstæðum sem þess-
um. ?Ef vindur hefði verið að
landi hefðum við reynt að fá
skip erlendis frá en það er
ekki víst að tíminn hefði dug-
að.?
Það er ekki aðeins stærð
varðskipsins sem skiptir máli
að sögn Georgs, heldur fyrir-
komulag á spil- og dráttar-
búnaði. Hann segir spilin ekki
nógu sterk til að ráða al-
mennilega við að draga stórt
skip á borð við Dettifoss, það
komi rykkur á taugina vegna
staðsetningar dráttarbún-
aðarins sem verði til þess að
hún slitnar. 
En myndi einhverju máli
skipta að hafa sterkari togvír?
?Nei,? svarar Georg. ?Það
þyrfti að vera svo miklu
stærri vír sem myndi ekki
slitna, en fyrst og fremst er
þetta búnaður skipanna, afl-
leysi þeirra og smæð.?
Georg minnir á að báðum
varðskipunum verður breytt
á næstunni. ?Það verður kom-
ið upp haganlegri spilbúnaði,
en lögun skipanna verður
ekki breytt þannig að þetta
verður alltaf aftur úr skip-
inu.? 
Georg segir að Landhelg-
isgæslan sé að kanna mögu-
leika á nýju varðskipi. T.d. sé
verið að kanna hvort mögu-
legt sé að leigja skip í stað
þess að kaupa það. Ákvörð-
unarvaldið liggi hins vegar
ekki hjá Gæslunni.
Dettifoss Eimskipafélagsins kom til hafnar á Eskifirði laust eftir miðnætti í nótt
Aðstoð varðskipanna hæpin í álandsvindi
L52159 Dráttartaug/4
STOFNAÐ 1913 29. TBL. 93. ÁRG. MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Harpa, fiðla
og kórsöngur
Myrkum músíkdögum fram haldið
í Seltjarnarneskirkju | Menning
Íþróttir | Ólafur gefur kost á sér áfram L50776 Lukum keppni með reisn L50776
Enn sigra Fjölnismenn Fasteignir | Úthlutun í Vallahverfi L50776 Nýbygg-
ingar á Reyðarfirði L50776 Fjölbýlishús við Lækjargötu í Hafnarfirði
Íþróttir og Fasteignir í dag
NORSKA stjórnin vill að refsilöggjöf
verði breytt þannig að fólk sem dæmt er
fyrir líknarmorð og fólk sem drepur til að
hefna fyrir kynferðislegt ofbeldi geti
framvegis sloppið við
refsingu, að sögn Aften-
posten. Talið er að þrjú
systkin, sem myrtu föð-
ur sinn í Arendal árið
2002 vegna kynferðis-
legs ofbeldis, hefðu ef
til vill ekki ekki hlotið
neina refsingu ef tillög-
urnar hefðu verið orðn-
ar að veruleika. 
Tillögurnar eru nú til
meðhöndlunar í dómsmálanefnd Stór-
þingsins en þær eru afar umdeildar í
stjórnarflokkunum. Margir í Kristilega
þjóðarflokknum, flokki Kjell Magne
Bondeviks forsætisráðherra, efast um að
rétt sé að setja lög sem geti leyft fólki að
komast upp með að myrða. Ef lögin verði
samþykkt sé a.m.k. brýnt að þau séu
þannig orðuð að fólk fari ekki að misnota
þau og tíðni morða hækki í kjölfarið.
Drepið án
refsingar?
Norska Stórþingið.
FJÖLDI leiðtoga um allan heim
fagnaði í gær að þingkosningarnar í
Írak skyldu ganga betur fyrir sig
en margir höfðu þorað að vona.
Bráðabirgðatölur benda til þess að
um 60% skráðra kjósenda hafi
neytt atkvæðisréttar síns, þrátt
fyrir hótanir hermdarverkamanna
sem sögðust fyrir kjördag ætla að
drepa alla sem kysu. Talsmaður yf-
irkjörstjórnar Íraks, sem er óháð
bráðabirgðastjórninni, tók þó fram
að þessar tölur væru enn ótraustar. 
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti sagði kosningarnar hafa verið
?stórkostlega? vel heppnaðar. Bush
sagði að leiðin til lýðræðis væri enn
löng en Írakar hefðu sýnt að þeir
rötuðu hana. ?Írakar hafa í dag tjáð
veröldinni hug sinn og veröldin
heyrir rödd frelsisins frá kjarna
Mið-Austurlanda,? sagði forsetinn.
Fulltrúi Kofi Annans, fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð-
anna, í Írak, Ashraf Qazi, sagðist
telja að kosningarnar hefðu farið
vel fram og sanngirni verið gætt.
Carlos Valenzuela, ráðgjafi SÞ
vegna kosninganna, sagði kjör-
sóknina hafa verið framar vonum.
Andlegur leiðtogi sjíta í Írak, hinn
áhrifamikli ajatollah Ali al-Sistani,
óskaði í gær Írökum til hamingju
með kjörsóknina en sjálfur gat
hann ekki kosið vegna þess að hann
er fæddur í Íran.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
SÞ, hyllti hugrekki Íraka í gær.
?Við verðum að hvetja þá og styðja
þá í viðleitninni til að ná tökum á
eigin örlögum,? sagði Annan. 
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, sagði að niðurstaðan
væri áfall fyrir hryðjuverkamenn
?sem hóta eyðileggingu ekki aðeins
í Írak og Bretlandi heldur einnig
flestum stærri ríkjum heims?.
Talið er að allt að 15 manns hafi
farist þegar bresk Hercules-flutn-
ingavél hrapaði af óljósum orsökum
nálægt Bagdad í gær. Ljóst er að
yfir 40 manns féllu í allmörgum til-
ræðum hermdarverkamanna, eink-
um í Bagdad, en þeir höfðu hins
vegar hótað að koma í veg fyrir að
hægt yrði að kjósa. Hótanir þeirra
urðu þó til þess, ásamt andúð
margra súnní-araba á hernáms-
veldunum, að mjög fáir kusu í sum-
um borgum um miðbik landsins þar
sem uppreisnin hefur átt mestu
fylgi að fagna. 
Kjörsóknin talin
hafa verið um 60% 
Kosningarnar
í Írak sagðar
hafa tekist vel og
lítið var um árás-
ir á kjörstaði 
Bagdad, London, Washington. AFP, AP.
Reuters
Hópur kvenna í borginni Najaf í Írak bíður við dyr kjörstaðar í gær. Flestir íbúar Najaf eru sjítar. 
L52159 Minna um/13
VIÐSKIPTAVINIR stórmarkaðar í
Cardiff í Bretlandi urðu hissa á laug-
ardag þegar Hjaltlands-smáhestur
birtist skyndilega við hillurnar og fór
að hnusa af vörunum. Hann tölti fljót-
lega yfir að grænmetinu.
Gesturinn óboðni mun hafa sloppið
úr hesthúsi. Furðu lostið starfsfólkið
reyndi að reka hestinn á brott úr gul-
rótunum og öðru freistandi fóðri en
þá tók ekki betra við; hann gerði
harða atlögu að morgunkorninu.
?Hann hneggjaði þrisvar þegar
hann kom inn og brokkaði svo yfir að
búðarhillunum,? sagði Luke Hart,
einn af viðskiptavinunum. 
Taumlaus
neysla
London. AFP.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36