Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú færð tækifæri til þess að lag- færa hnökra í erfiðum vináttu- samböndum í dag. Hin jákvæðu áhrif dagsins eru svo sterk að hægt er að umbreyta neikvæðu í jákvætt. Naut (20. apríl - 20. maí)  Hugsanlegt er að þú þurfir að glíma við valdamikla einstaklinga í dag. Það er ekkert að óttast, þér tekst að finna viðeigandi lausnir. Þú lagar markmið þín að áætlunum annarra. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Einhver reynir hugsanlega að vinna þig á sitt band í trúmálum eða lífsviðhorfum. Kannski kemstu á snoðir um eitthvað sem þú vissir ekki. Opnaðu hugann. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Hugsanlega finnur þú ný not fyrir efnivið eða tækjabúnað sem þú deilir með öðrum. Reyndu að nýta umræddan búnað á glænýjan hátt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þér gefst tækifæri til þess að lag- færa náið samband eða breyta sam- skiptum til hins betra. Samræður eru kraftmiklar en niðurstaðan er jákvæð. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þér gefst tækifæri til þess að bæta heilsuna á einhvern hátt í dag. Hvort sem þú grípur til ráðstafana með aukinni hreyfingu eða nýju mataræði, verður árangurinn góð- ur. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Smáfólkið í kringum þig krefst þess hugsanlega að þú segir sannleikann um ótilgreint efni í dag. Ef það ger- ist, skaltu segja allt af létta. Börn láta ekki plata sig svo glatt. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Dagurinn í dag er ákjósanlegur fyrir miklar endurbætur á heim- ilinu. Gerðu við það sem er bilað, ekki síst pípulögn og á baðher- bergi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ekki þvinga aðra til þess að vera sammála þér. Þú hefur mikinn sannfæringarkraft í dag. Beittu honum af skynsemi og yfirvegun. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Mögulegt er að þú finnir glænýja leið til þess að sjá þér farborða í dag. Hún gæti leynst á sviði hins opinbera eða í stofnunum á borð við fangelsi og spítala. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ekki hika við að breyta ímynd þinni eða útliti í dag. Hvaðeina sem þú breytir verður til hins betra. Kannski drífur þú þig í klippingu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Notaðu daginn til þess að rann- saka, ljóstra upp leyndarmálum eða finna lausnir á gömlum vanda. Ekkert er of mikil fyrirhöfn að þínu mati. Stjörnuspá Frances Drake Vatnsberi Afmælisbarn dagsins: Þú kannt að leiða saman ólíka þætti og andstæða póla. Í því felast leiðtogahæfi- leikar þínir. Þú hefur líka hæfileika á mörgum sviðum. Þú sérð viðfangsefni þín frá mörgum hliðum og ert því góður umboðsmaður. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Tónlist Bar 11 | Úlpa og Rúnar með tónleika kl. 22, síðan taka DJ Wayne og Garth við. Deiglan Akureyri | Vonbrigði, Bacon og Æla leika á tónleikum í kvöld. Neskirkja | Vox Academica og Háskólakór- inn, flytja verkið African Sanctus kl. 15 og 18. Einsöngvari er Sigrún Hjálmtýsdóttir, hljómsveit skipuð slagverki, Djembé, piano, rafmagns- og bassagítar auk tónlistar ætt- flokka af segulbandi. Sjallinn Ísafirði | Hljómsveitin Hraun! heldur tónleika-partí-ball í kvöld. Smekkleysa Plötubúð – Humar eða Frægð | Hanoi Jane og Þórir leika í dag kl. 15. Skemmtanir Cafe Catalina | Addi M. spilar og syngur. Café Victor | Heisi frændi spilar. Celtic Cross | Spilafíklarnir í kjallaranum. 2 snafsar á efri hæðinni. Classic Rock | Hljómsveitin Fimm á Richter. Gaukur á Stöng | Hljómsveitin Bermuda með ball. Verð 800 kr. inn. Hlégarður | Geirmundur Valtýsson spilar á stórdansleik. Húsið opnað klukkan 23.30, aðgangur kr. 1000. Allir velkomnir. Kaffi Sólon | Þröstur 3000 í sveiflu. Klúbburinn við Gullinbrú | Dansleikur með Hljómsveitini Þúsöld. Kringlukráin | Lúdó og Stefán leika í kvöld. Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Sér- sveitin spilar. Húsið opnað kl 22, frítt inn til miðnættis. Söfn Þjóðmenningarhúsið | Tónlistararfur Ís- lendinga, Handritin, Þjóðminjasafnið – Svona var það, Heimastjórnin 1904, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi (1895–1964) er skáld febrúarmánaðar. Þjóðminjasafn Íslands | Þjóð verður til– menning og samfélag í 1200 ár. Ómur Landið og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljós- myndasýningarnar Hér stóð bær og Átján vóru synir mínir í álfheimum... Opið kl. 11– 17. Listasýning Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós- myndari – Heitir reitir. Stendur til 22. maí. Myndlist Árbæjarsafn | Í hlutanna Eðli – Stefnumót lista og minja. FUGL – Skólavörðustíg 10 | The Art nurs- es koma út úr skápnun kl. 18. The Art nurs- es einbeita sér að þjóðfélagslegu heil- unarstarfi með myndlistina sem hjálpartæki. Gallerí 101 | Egill Sæbjörnsson – Herra Pí- anó & Frú Haugur. Gallerí Dvergur | Efrat Zehavi – Fireland. Gallerí Humar eða frægð! | Ásdís Sif Gunnarsdóttir sýnir vídeóverk. Gallerí I8 | Finnur Arnar sýnir ýmis mynd- verk. Gallerí Sævars Karls | Ættarmót fyrir hálfri öld. Sigurður Örlygsson sýnir olíu- málverk – 100 andlit úr fjölskyldu sinni. Gallerí Tukt | Ljósmyndasýningu Kenneth Bamberg lýkur í dag. Gerðuberg | Rosemarie Trockel sýnir ljós- myndir, skúlptúra, teikningar og mynd- bönd. Sigríður Salvarsdóttir í Vigur sýnir listaverk úr mannshári í Boganum. Grafíksafn Íslands | Rut Rebekka sýnir vatnslita og olíumálverk. Hafnarborg | Bjarni Sigurbjörnsson og Haraldur Karlsson – Skíramyrkur. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson er myndhöggvari febr- úarmánaðar í Hafnarborg. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu- málverk í forkirkju. Hrafnista Hafnarfirði | Tryggvi Ingvars- son, rafvirkjameistari og heimilismaður á Hrafnistu, sýnir útsaum og málaða dúka í Menningarsal. Kaffi Sólon | Óli G. Jóhannsson sýnir óhlutlæg verk. Kling og Bang gallerí | Magnús Árnason – Sjúkleiki Benedikts. Listaháskóli Íslands | Ásdís Sif Gunn- arsdóttir – „Netscape Oracles“ – Remedy for Starsickness. Pétur Már Gunnarsson – Hvað er í gangi? í Kubbnum, LHÍ. Listasafn Einars Jónssonar | Opið laug- ardaga og sunnudaga kl. 14–17. Högg- myndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf opinn. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1930 1945 og Rúrí – Archive–endangered wat- ers. Listasafn Reykjanesbæjar | Kristín Gunn- laugsdóttir – mátturinn og dýrðin, að eilífu. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið – yfirlitssýning á verk- um Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Þórð- ur Ben Sveinsson – Borg náttúrunnar. Bjargey Ólafsdóttir – Láttu viðkvæmt útlit mitt ekki blekkja þig. Erró – Víðáttur. Brian Griffin – Áhrifavaldar. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Hörður Ágústsson – Yfirlitssýning í vest- ursal. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson – Markmið XI Samvinnu- verkefni í miðrými. Yfirlitssýning á verkum Kjarvals í austursal. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Aðföng, gjafir og önnur verk eftir Sigurjón. Nýlistasafnið | Jean B. Koeman – Socles de Monde. Samsýningin Tvívíddvídd. Grams – Sýning á vídeóverkum úr eigu safnsins. Safn | Stephan Stephensen – AirCondition. Jóhann Jóhannsson – Innsetning tengd tónverkinu Virðulegu forsetar. Á hæðunum þremur eru að auki ýmis verk úr safneign- inni, þ.á m. ný verk eftir Roni Horn, Pipi- lotti Rist og Karin Sander. Thorvaldsen Bar | Kristín Tryggvadóttir sýnir samspil steina, ljóss og skugga. Þjóðmenningarhúsið | Bragi Ásgeirsson er myndlistarmaður mánaðarins í sam- starfi Þjóðmenningarhússins og Skólavefs- ins. Sýning á verkum Braga í veitingastofu og í kjallara. Mannfagnaður Íþróttamiðstöðin Hellu | Þorrablót á Hellu, húsið opnar kl. 19 og blótið hefst kl. 20. Nánari upplýsingar veita: Ragnar í síma 4875350, 8965880 eða Bjarni í síma 8464703. Fundir OA-samtökin | Árlegur kynningarfundur OA-samtakanna verður sunnudaginn 20. febrúar kl. 14–16, í Héðinshúsinu (Alanó) Seljavegi 2, Reykjavík. Fjórir félagar segja frá reynslu sinni af OA-samtökunum. Allir sem hafa áhuga á að kynna sér starf sam- takanna eru velkomnir. www.oa.is. Umfhúsið Hrafnaklettur | Sjálfstæð- isflokkurinn heldur stjórnmálafund í Um- fhúsinu Hrafnakletti, kl. 11. Yfirskrift fund- arins er: Með hækkandi sól – lægri skattar – aukin hagsæld. Framsögumenn: Geir H. Haarde fjármálaráðherra og varaformaður og Einar K. Guðfinnsson alþingismaður. Málþing ReykjavíkurAkademían | Umræður kl. 12– 14.30, um kortið sem tíu náttúruvernd- arsamtök hafa gefið út saman, Ísland örum skorið. Hilmar Malmquist náttúrufr. og Þor- steinn Hilmarsson upplýsingafulltrúi L.v. halda framsöguerindi. Pallborðsumræður með fulltrúum stjórnmálaflokka. Námskeið Gigtarfélag Íslands | Námskeið fyrir fólk með hrygggigt hefst miðvikudaginn 16. febrúar og eru það 3 kvölda námskeið. Fagfólk fjallar um greiningu sjúkdómsins, einkenni, meðferð, þjálfun, aðlögun að dag- legu lífi og tilfinningalega og félagslega þætti. Skráning á námskeiðið á skrifstofu félagsins í síma 530-3600. Hrossaræktarbúið Hestheimar | Reið- námskeið 11.–13. feb. Kennarar Hallgrímur Birkisson og Ísleifur Jónasson. Uppl. í s. 864-2118, 487-6666. Staðlaráð Íslands | Námskeið verður 18. febrúar fyrir þá sem vilja læra á ISO 9000 gæðastjórnunarstaðlanna. Markmið er að þátttakendur geti gert grein fyrir áherslum og uppbyggingu kjarnastaðlanna í ISO 9000 röðinni og þekki hvernig þeim er beitt við að koma á og viðhalda gæða- stjórnunarkerfi. Nánar á www.stadlar.is. www.stafganga.is | Námskeið í stafgöngu hefst þriðjud. 15. feb. kl. 17.30 við Laug- ardalslauginna. Hópar fyrir byrjendur og framhaldshópar fyrir þá sem hafa verið áður í stafgöngu. Skráning á www.staf- ganga.is eða gsm: 8251365/6943571. Guðný Aradóttir & Jóna Hildur Bjarnadótt- ir stafgönguþjálfarar. Ráðstefnur Norræna húsið | SÍBS stendur fyrir ráð- stefnu í Norræna húsinu kl. 14 þriðjudaginn 15. febrúar sem ber heitið: Líf með lyfjum. Fjallað verður um mikilvægi lyfja fyrir ein- staklinginn og þjóðfélagið í heild. Fulltrúar hagsmunaaðila og stjórnvalda flytja erindi. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Íþróttir Hellisheimilið | Meistaramót Hellis hefst mánud. 14. feb. kl. 19.30. Mótið er 7 um- ferða opið kappskákmót. Verðlaun eru í boði og er öllum opið. Teflt er á mánu-, miðviku- og föstudögum. Skráningarform og upplýsingar má finna á www.hellir.com. Íþróttahúsið Vík | Sjálfsvarnarnámskeið. Laugardagur, 6.–10. bekkur kl. 10–13. Sunnudagur, fullorðnir kl. 11–14. Allar nán- ari upplýsingar og skráning í síma 821-3181 eða tölvupóst á tómstundafulltrui@vik.is. Útivist Ferðafélagið Útivist | Þingvallagangan sunnudaginn 13. febrúar, brottför kl. 10.30. Í þessari fyrstu gönguferð af fimm í kring- um Þingvallavatn verður farið yfir stífluna við útfall Sogsins úr Þingvallavatni og gengið upp á Skinnhúfuhöfða. Göngutími 4 – 5 tímar. Verð 2.100/2.500 kr. LISTAMAÐURINN Sigurður Örlygsson opnar mál- verkasýningu sína „Ætt- armót fyrir hálfri öld,“ í Galleríi Sævars Karls kl. 14 í dag. Hér er um að ræða nokkurs konar afmælissýn- ingu Sigurðar, en hann hélt sína fyrstu málverkasýn- ingu fyrir aldarþriðjungi – 33 árum og 4 mánuðum nánar tiltekið. Sigurður segist mála fólkið sem hann man eftir úr æsku, frá 8–9 ára aldri. Hann treystir þó ekki eingöngu á minnið, því hann lagðist í heilmikla heimildavinnu vegna sýningarinnar og gróf upp ljósmyndir af ættingjum sínum, sem allir eru skyldir honum í þriðja lið. Í einu verkanna getur að líta 70 portrettmyndir af ættingjum Sigurðar sem hann hefur fest á striga með hjálp olíu- litanna. Sigurður hefur síðustu 10 ár fengist við æskuminningarnar í listsköpun sinni. Gömlu frumefnin eru sterkur þáttur í verkum hans – eldur, vatn, loft og jörð. Svip- myndir af ættingjum Sigurðar blandast síðan saman við frumefnin, börn, foreldrar, frænkur og frændur, en einnig minni úr listasögunni. Ættarmót í Galleríi Sævars Karls Morgunblaðið/Jim Smart Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 frá Svíþjóð, 4 svínakjöt, 7 hænur, 8 ólga, 9 þegar, 11 vítt, 13 æsi, 14 möndullinn, 15 þukl, 17 tarfur, 20 aula, 22 varð- veitt, 23 þrautir, 24 úldin, 25 skyldmennin. Lóðrétt | 1 drekkur, 2 at- hugasemdum, 3 ögn, 4 skordýr, 5 í vafa, 6 lítil tunna, 10 allmikill, 12 lík- amshlutum, 13 bókstafur, 15 fallegur, 16 dulið, 18 hindra, 19 kaka, 20 svif- dýrið, 21 smáalda. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 göfuglynd, 8 sakni, 9 rolla, 10 náð, 11 marin, 13 Ingvi, 15 hrund, 18 assan, 21 ræð, 22 tudda, 23 arinn, 24 haganlegt. Lóðrétt | 2 öskur, 3 urinn, 4 lærði, 5 nýleg, 6 ósum, 7 kali, 12 inn, 13 nes, 15 hiti, 16 undra, 17 draga, 18 aðall, 19 sting, 20 nánd.  1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. Be3 e6 5. Rd2 Rd7 6. Be2 Db6 7. Rb3 f6 8. Rf3 Re7 9. 0-0 Bg6 10. c4 a5 11. Rc5 Rxc5 12. dxc5 Dxb2 13. Rd4 Rf5 14. exf6 gxf6 15. Rxe6 Rxe3 16. fxe3 De5 17. cxd5 cxd5 18. Db3 Be7 19. Bg4 Kf7 20. Had1 a4 21. Dxb7 Be4 22. Rf4 Hhg8 23. Dd7 Hxg4 24. Dxg4 Bxc5 25. Rxd5 f5 26. Dh3 Kg8 27. Kh1 Hf8 28. Rf4 De7 29. Hd2 Bc6 30. Hc2 Be4 31. Hc4 a3. Staðan kom upp á alþjóðlegu móti í Gíbraltar sem lauk fyrir skömmu. Alexey Shirov (2.713) hafði hvítt gegn Sergey Erenburg (2.551). 32. Dg3+ Kh8 33. Hxc5! Hg8 33. – Dxc5 gekk ekki upp vegna 34. Re6. 34. De1! Bxg2+ 34. – Dxc5 var slæmt vegna 35. Da1+ Hg7 36. Dxg7+ Kxg7 37. Re6+ og hvítur verður hróki yfir. 35. Rxg2 Dxc5 36. Da1+ Hg7 37. Hc1 Df8 38. Hc7 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.