Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Sægreifinn 
við Geirsgötu
Selur fisk í maga mörland-
ans | Daglegt líf
Lesbók | Húsin tala hvert ofan í annað L50776 Í hægra öfgahorninu
Börn | Hvað er ást? L50776Hefurðu íþróttaheila? Íþróttir | Gylfi
góður hjá Leeds L50776 Hraðinn er styrkur Stjörnunnar
   MT109MT97MT114MT103MT116MT32MT102MT108MT243MT107MT105MT110MT32MT118MT97MT114MT97            STOFNAÐ 1913 48. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Lesbók, Börn og Íþróttir
LISTFRÆÐINGAR og íhaldssamir klerkar komu
í gær saman á málþingi í bænum Vinci, skammt
frá Flórens, til að hrekja ýmsar staðhæfingar í
þekktri spennusögu, Da Vinci-lyklinum, þar sem
endurreisnarlistamaðurinn Leonardo da Vinci
og verk hans eru í bakgrunninum. Markmiðið
með þinginu segja þátttakendur vera að greina á
milli staðreynda og uppspuna í sögunni en engir
þátttakendur verða af hálfu þeirra sem verja
skoðanir höfundarins, Dans Browns.
Í bók Browns, sem selst hefur í milljónum ein-
taka, er m.a. sagt að Jesús Kristur hafi gengið að
eiga Maríu Magðalenu og þau eignast afkomend-
ur en íhaldssöm hreyfing í kaþólsku kirkjunni,
Opus Dei, reyni að þagga niður frásagnir af
hjónabandinu. 
Deilt á Da Vinci-lykil
Róm. AP.
SEÐLABANKINN hefur ákveðið
að hækka stýrivexti um 0,5% frá 22.
febrúar eða í 8,75%.
Birgir Ísleifur Gunnarsson seðla-
bankastjóri segist þó draga mjög í
efa að þessi vaxtahækkun muni duga
til og hann eigi því eins von á að
bankinn þurfi að hækka stýrivextina
enn frekar fram eftir þessu ári.
Landsbankinn gerir ráð fyrir að
Seðlabankinn muni hækka stýrivexti
hratt á næstu mánuðum og þeir
verði orðnir 10% í sumar. 
Hvorki Seðlabanki, Landsbanki
né KB banki telja séð fyrir endann á
hækkun fasteignaverðs. Birgir Ís-
leifur segir stefnt að því að ná verð-
bólgunni niður fyrir 4%, sem eru þol-
mörk Seðlabankans í sumar, og að
hún nálgist verðbólgumarkmið
Seðlabankans, 2,5%, á næsta ári.
Í greinargerð sem Seðlabankinn
hefur sent ríkisstjórninni í tilefni af
því að verðbólgan fór yfir þolmörkin
kemur m.a. fram að veruleg áhrif á
breytingum á lánamarkaði í fyrra
hafi bæst við áhrif af stóriðjufram-
kvæmdum. Aðgangur að lánsfjár-
magni hafi aukist til muna þegar inn-
lendir bankar tóku að bjóða fast-
eignaveðlán með lægri vöxtum. 
Spá því að stýrivextir hækki
hratt á næstu mánuðum
L52159 Vænta má/11
TILVILJUN réð því að Gísli Guðmundsson mat-
sveinn var með vasahníf á sér og gat skorið á
fangalínu björgunarbáts Dettifoss, þegar þýskur
kafbátur skaut skipið niður 21.
febrúar 1945 ? fyrir 60 árum.
Hnífsbragðið varnaði því að
sökkvandi skipið drægi með sér
eina björgunarbátinn sem tókst
að koma á flot. Fimmtán fórust
með Dettifossi, tólf skipverjar
og þrír farþegar, en þrjátíu var
bjargað.
Gísli, sem nú er 92 ára, hefur
ekki stært sig af þessari hetju-
dáð. Hlutverk hans í björgun
fólksins í björgunarbátnum hefur legið í þagn-
argildi þar til nú. Gísli sagði að hann hefði engan
áhuga á að koma fram sem einhver hetja nú, en
féllst á að segja frá reynslu sinni í samtali við
Morgunblaðið.
Ólafur Tómasson stýrimaður lýsti atburða-
rásinni svo á sínum tíma: 
?Þegar björgunarbáturinn kom í sjóinn, flaut
hann aftur með skipinu, því það var enn á dálítilli
ferð. Skipið hallaðist stöðugt meira og meira á
hliðina, og var erfitt að halda bátnum frá skipshlið-
inni. Nokkrir menn komust í bátinn beint frá skip-
inu, en sumir köstuðu sér útbyrðis og komust síðar
upp í bátinn eða á fleka. 
Mesta hættan var á, að bátsuglan lenti á bátnum
um leið og skipið hallaðist. Munaði minnstu að svo
færi, rétt áður en báturinn komst frá skipshliðinni.
Bátsuglan hafði numið við borðstokk bátsins, en í
sama mund skar skipverji á fangalínuna og alda
féll undan bátnum og um leið tókst að ýta honum
frá skipshliðinni.?/35
60 ár liðin frá því að Dettifossi
var sökkt undan Írlandi
Skar á fangalínu
björgunar-
bátsins á 
síðustu stundu
Gísli Guðmundsson 
TALSMAÐUR afganskra hjálp-
arsamtaka kvaðst í gær óttast
að allt að 1.000 börn kynnu að
hafa dáið úr kulda og hungri í
landinu. Vetrarhörkurnar í Afg-
anistan eru þær mestu í tíu ár,
hið minnsta. 
Paul Hicks, sem stjórnar
starfsemi kaþólsku hjálparsam-
takanna Catholic Relief Services
í vesturhluta Afganistans, sagði
að varlega áætlað kynnu nokkur
hundruð til eitt þúsund börn að
hafa týnt lífi í landinu að und-
anförnu. Hicks upplýsti að
flokkur manna á vegum samtak-
anna hefði náð að komast til 16
þorpa í Sharack-sýslu í Ghor-
héraði sem verið höfðu sam-
bandslaus með öllu við umheim-
inn sökum fannfergis. Fimm
börn hefðu dáið í hverju þessara
þorpa þannig að alls væri vitað
um 80 börn sem látið hefðu lífið
í Sharack. Hins vegar væri um
250 þorp að finna í Sharack-
sýslu einni.
Hicks sagði flest barnanna
hafa dáið á síðustu 10 til 14 dög-
um. Kuldinn og hungrið hefðu
dregið þau til dauða en mörg
barnanna hefðu þjáðst af nær-
ingarskorti. Það ástand mætti á
hinn bóginn rekja til þurrka sem
víða hafa svipt fátæka bændur
og landsbyggðarfólk lífsviður-
værinu á undanförnum árum. 
Embættismenn á vegum
stjórnvalda í Afganistan og
Sameinuðu þjóðanna skýrðu frá
því á fimmtudag að 267 manns,
hið minnsta, hefðu dáið úr kulda
í Afganistan á undanliðnum fjór-
um vikum. 
Ikramuddin Rezaie, aðstoðar-
héraðsstjóri í Ghor, sagði að
tugir þúsunda manna liðu mat-
arskort í afskekktum þorpum.
Ljóst væri að ólýsanlegar hörm-
ungar vofðu yfir fólkinu yrði
ekki brugðist við. Talsmaður
hjálparsamtakanna World Vis-
ion tók í sama streng og kvað
kuldann og hungrið ógna lífi
28.000 manna í Ghor. 
Matur og hjálpargögn eru til
reiðu í birgðaskemmum Samein-
uðu þjóðanna í borginni Herat í
vesturhluta landsins. Linnulaus
ofankoma gerir hins vegar að
verkum að ógerlegt er að flytja
birgðirnar landleiðina. Sagði
Paul Hicks brýna þörf fyrir
þyrlur til að unnt reyndist að ná
til þeirra þorpa sem lengst
hefðu mátt þola algjöra einangr-
un og þar sem neyðin væri
mest. 
AP
Afgönsk börn í Chaman-e-Ozuri-flóttamannabúðunum í höfuðborginni Kabúl hlýja sér við opinn eld. Stjórnvöld reyna nú í samvinnu við
vestrænar hjálparstofnanir að flytja flóttamenn frá afskekktum svæðum í búðir í Kabúl þar sem auðveldara er að aðstoða fólkið.
Dóu hundruð barna
úr kulda í Afganistan?
Mikil snjókoma hindrar flutninga
á hjálpargögnum til nauðstaddra
Kabúl. AFP. 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68