Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ERTU að velta fyrir þér námi á háskólastigi? Ef svo er þá er Há- skóli Íslands áhugaverður kostur fyrir þig. Háskóli Íslands er elsti og fjöl- mennasti háskóli landsins. Innan hans eru ellefu deildir sem hver um sig býður upp á fjölda mis- munandi námsleiða. Undanfarin ár hefur gróska í námsframboði verið óvenjumikil og fjöldi nýrra náms- leiða bæst við þær sem fyrir voru. Hefur það bæði átt við um nám til fyrstu háskólagráðu sem og fram- haldsnám til meist- ara- og dokt- orsgráðu. Á yfirstandandi há- skólaári er til að mynda boðið upp á rúmlega tvö hundruð námsleiðir innan Há- skólans þannig að flestir ættu að geta fundið þar nám við sitt hæfi. Það sem meðal annars gerir nám við Háskóla Íslands eft- irsóknarvert er að þar gefst stúdentum kostur á að skipuleggja nám sitt í samræmi við áhuga og framtíðaráform. Má þar nefna að háskólastúdent getur Hrafnhildur Kjartansdóttir og María Dóra Björnsdóttir fjalla um háskólanám María Dóra Björnsdóttir Hrafnhildur Kjartansdóttir Háskóli Íslands – áhugaverður kostur Á REYKJALUNDI hefur hjartaendurhæfing verið starfrækt síðan 1982. Flestir sem til okkar koma hafa lent í hjartaáföllum eða að- gerðum, en slík veik- indi hafa oft stuttan aðdraganda. Fólki er snögglega kippt út úr daglegu lífi og hvers- dagslegir hlutir eins og að klæða sig, elda eða skella sér í göngutúr þurfa ekki lengur að vera sjálf- sagðir. Við veikindin getur orðið mikil röskun á því jafnvægi sem við höfum skapað okkur í daglegu lífi, röskun sem var hvorki fyr- irsjáanleg né valin. Hlutverkin geta breyst, t.d. getur starfs- hlutverkið sem er okkur mörgum svo mikilvægt þurft að víkja tíma- bundið, og í stað kemur sjúklinga- hlutverkið. Veikindin geta dregið mjög úr líkamlegu þreki og helsta mark- miðið í byrjun er oft að ná þrek- inu upp, þekkja sjálfan sig aftur. Spurningar eins og í hvað hef ég notað lífið?, hvað vil ég? og hvað skiptir mig máli? vakna jafnvel og stutt er í tilfinningar eins og kvíða, hræðslu eða depurð. Þessir þættir, ásamt því að bæta líkamlegt ástand, eru mjög mik- ilvægir. Í hjartateym- inu á Reykjalundi starfar þverfaglegt teymi lækna, hjúkr- unarfræðinga, iðju- þjálfa, sjúkraþjálfara, félagsráðgjafa, sál- fræðinga, næring- arfræðinga og heilsu- þjálfara, einmitt til þess að meðferðin verði heildræn og skjólstæðings- miðuð. Í iðjuþjálfun er boðið upp á námskeið þar sem jafnvægi (eða ójafnvægi) í daglegu lífi er skoðað, áhrif og einkenni langvarandi streitu, lífsgildi, hlutverk og for- gangsröðun daglegra athafna. Einstaklingarnir sem koma á námskeiðið skoða sínar aðstæður, sína valkosti og mikil áhersla er lögð á að hver og einn setji sér raunhæf markmið til framtíðar, byggð á eigin forgangsröðun. Mikilvægi þess að hlúa að sjálf- um sér á hverjum degi og setja eigin þarfir í forgang er nokkuð sem oft þarf að aðstoða fólk við. Þegar við erum undir álagi bregð- umst við oft við með því að láta athafnir sem við gerum okkur til gamans víkja um leið og við fækk- um hvíldarstundum. Það er hins vegar með okkur eins og bílana; við þurfum reglulega að koma við á bensínstöðinni og dæla á. Það er einmitt það sem gerist þegar við stundum áhugamál okkar eða slökum á; við endurnýjum orku- birgðir. Þess vegna ætti að vera sjálfsagt að forgangsraða þannig og hafa jafnvægi á milli þess sem tekur orku og þess sem gefur orku. Sagan um stóru steinana lýsir vel mikilvægi þess að forgangs- raða. Í stuttu máli er sagan mynd- líking, þar sem kennari er með sýnikennslu fyrir nemendur sína. Hann tekur 10 stóra steina og set- ur í glerkrukku. Þeir komast í krukkuna ef þeir eru settir fyrstir. Ef dálítið af möl er hins vegar sett fyrst í krukkuna, komast ekki allir steinarnir fyrir. Lífið er eins og glerkrukka, það kemst bara ákveðið magn í hana. Ef við fyll- um líf okkar með möl er ekki pláss fyrir stóru steinana. Einfalt, en samt svo flókið í framkvæmd. Á námskeiðinu um jafnvægi í daglegu lífi má segja að fræðslan, verkefnin og umræðurnar sem skapast á námskeiðinu eru byrj- unin, það er síðan eins og svo margt annað, okkar eigin ábyrgð hvernig við fyllum okkar gler- krukku. Jafnvægi í daglegu lífi Vala Mörk Jóhannesdóttir fjallar um iðjuþjálfun á hjartasviði Reykjalundar ’Við veikindin geturorðið mikil röskun á því jafnvægi sem við höfum skapað okkur í daglegu lífi …‘ Vala Mörk Jóhannesdóttir Höfundur er iðjuþjálfi á hjartasviði Reykjalundar. smáauglýsingar mbl.is Skipholti 29a, 105 Reykjavík fax 530 6505 heimili@heimili. is Einar Guðmundsson, lögg. fast. Finnbogi Hilmarsson, lögg. fast. Bogi Pétursson, lögg. fast. sími 530 6500 Opið hús í dag frá kl. 15-17 3ja herb. íbúð. + aukaherbergi í kjallara LEIRUBAKKI 12 - 109 Reykjavík merkt Oddný á bjöllu (0102) Góð 3ja herbergja íbúð á 1. hæð, þó ekki jarðhæð + aukaherbergi á jarðhæð. Húsið er klætt að utan með viðhaldsléttri klæðningu. Sameign teppalögð og snyrtileg. Nánari Lýs- ing: Komið er inn í snyrtilega sameign sem er teppalögð. Anddyrið er flísalagt, fataskáp- ur er í anddyri. Eldhúsið er nokkuð rúmgott og er eldri innrétting sem er mjög snyrtileg. Korkur á gólfi. Inn af eldhúsi er stórt og gott búr sem er einnig þvottahús og tengt fyrir þvottavél og stór opnanlegur gluggi. Bað- herbergið er snyrtilegt með dúk, hvítt sett. Herbergisgangur er parketlagður. Barnaher- bergið er ágætlega rúmgott, plastparket á gólfi. Hjónaherbergið er mjög stórt með góðum skápum og spónaparketi á gólfi. Stofan er parketlögð og nokkuð stór. Út- gengt er á suðursvalir úr stofunni. Í kjallara er stórt herbergi sem telst til 4. herbergis íbúðarinnar og getur nýst í útleigu eða sem vinnuherbergi. Gluggi er á því herbergi og er sameiginleg snyrting í kjallara. Stór og rúmgóð geymsla fylgir íbúðinni svo og hlut- deild í sameignlegri hjóla- og vagnageymslu. Ásett verð 15,9 millj. Sigurður (821 5400) á Fasteignasölunni Kletti tekur á móti fólki milli kl. 15:00 og 17:00. Opið hús í dag frá kl. 15-17 2ja herb. íbúð - Laugarnesvegur 78 - Efsta hæð + risloft (óinnréttað) merkt á bjöllu íbúð 0301 (Katrín og Ólafur) Um er að ræða 2ja herbergja íbúð á þriðju og efstu hæð við Laugarnesveg í Reykjavík. Íbúðin er skráð 70,5 fm og sögð 3ja herbergja á FMR en er í raun og veru nýtt sem 2ja herbergja íbúð. Með íbúðinni fylgir þó sérafnotaréttur á rislofti sem er í dag ónotað og á eftir að innrétta sem og að gera gat úr íbúð til að hafa aðgengi úr íbúðinni og upp. Nánari lýsing á íbúð: Komið er inn í hol með parketi, til hægri er eldhúsið sem er mjög rúmgott með góðum borðkrók, nýrri eldavél, útgangur út á svalir sem snúa í austur, við hlið eldhússins rúmgóð stofa sem hefur einnig útgang út á sömu svalir og eldhúsið. Til vinstri á gangi er baðherbergi með baði og sturtu, gluggi í vestur, lítil innrétting. Við hlið baðherbergis er svefnherbergi sem er nokkuð rúmgott með glugga í vestur og innbyggðum skápum. Með íbúðinni fylgir sérgeymsla á jarðhæð sem er um 11 fm og á þeirri hæð er einnig þvotthús og þurrkherbergi. Hver þvottavél er á sérrafmagni, sameiginlegur þurrkari er í þurrkherbergi. Sameignin er nýmáluð og húsið hefur verið endurnýjað að einhverju leyti á síðustu árum, m.a. skipt um ofnakerfi og raflagnir og töflur yfirfarnar að hluta. Risloftið ofan íbúðar er vel nýtanlegt, hvort heldur sem herbergi eða risloft, það er manngengt en að öllu leyti ófrágengið. Ásett verð 13,7 millj. Hákon (821 5402) af Fasteignasölunni Kletti tekur á móti fólki milli kl. 15:00 og 17:00. MÖRKIN - SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI Í þessari nýlegu og vel staðsettu hús- eign er til sölu u.þ.b. 240 fm skrifstofu- húsnæði á 2. hæð. Húsnæðið er mjög bjart og rúmgott með góðri lofthæð, glugga á 3 hliðar og nýtist því einstak- lega vel. Húsnæðið skiptist í góða mót- töku, stórt fundarherbergi, fimm skrif- stofur, eldhús með góðri innréttingu og kaffiaðstöðu, snyrtingar og ræstikompu. Á millilofti eru tvær skrifstofur ásamt geymslurými. Húsnæðið er allt í góðu ástandi og til af- hendingar nú þegar. Góð aðkoma og næg bílastæði. Upplýsingar gefur Brynj- ar Harðarson í síma 840 4040.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.