Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16 MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ

MENNING 

INGIBJÖRG Haraldsdóttir hlaut á

laugardag Íslensku þýðingaverð-

launin fyrir þýðingu sína á bókinni

Fjárhættuspilarinn eftir Fjodor 

Dostojevskí. Forseti Íslands afhenti

verðlaunin við hátíðlega athöfn á

Gljúfrasteini. Það er Bandalag þýð-

enda og túlka sem stendur að verð-

laununum sem nú eru afhent í fyrsta

sinn. Verðlaunin eru veitt fyrir best

þýdda bókmenntaverkið 2004. 

Ingibjörg sagðist í samtali við

Morgunblaðið vera hæstánægð með

þessa viðurkenningu. Það sé af-

skaplega ánægjulegt að búið sé að

koma Íslensku þýðingaverðlaun-

unum á fót en þau séu vitaskuld til

þess fallin að auka veg og virðingu

þýðinga í íslenskum bókmenntum.

?Það eru margir að fást við þýð-

ingar hér á landi og þessi verðlaun

verða vafalaust til þess að vekja

meiri athygli á því góða starfi sem

þar er unnið og hvetja fólk áfram til

góðra verka.?

Það vantaði Dostojevskí

Ingibjörg segir að sér þyki sér-

staklega vænt um að hljóta verð-

launin fyrir þýðingu sína á verki eft-

ir Dostojevskí. ?Þegar ég byrjaði að

þýða Dostojevskí hafði aðeins ein

bóka hans, Glæpur og refsing, verið

þýdd á íslensku. Það var upp úr

1930 og þá var bókin þýdd úr

dönsku en ekki rússnesku. Mér

fannst þetta því vanta inn í okkar

bókmenntaheim og sé svo sann-

arlega ekki eftir því að hafa farið út

í þetta,? segir Ingibjörg en alls hef-

ur hún þýtt sjö skáldsögur eftir 

Fjodor Dostojevskí.

Auk Ingibjargar voru fjórir þýð-

endur tilnefndir til verðlaunanna:

Árni Óskarsson fyrir þýðingu sína á

skáldsögunni Vernon G. Little eftir

Ástralíumanninn DBC Pierre, Geir-

laugur Magnússon fyrir þýðingu

sína á ljóðabókinni Lágmynd eftir

Pólverjann Tadeusz Rózewicz,

Hjalti Kristgeirsson fyrir þýðingu

sína á skáldsögunni Örlögleysi eftir

Imre Kertész og Sigurður A. Magn-

ússon fyrir þýðingu sína á smá-

sagnasafninu Snjórinn á Kilimanj-

aró eftir Ernest Hemingway.

Ingibjörg kveðst hafa verið þarna

í góðum félagsskap. ?Þetta hefur

örugglega verið erfitt val.?

Það staðfesti Gauti Kristmanns-

son, formaður dómnefndar, raunar

við athöfnina á Gljúfrasteini. ?Það

er álit okkar í dómnefndinni að allar

þessar bækur séu verðugar verð-

launanna og það hefði reynst okkur

þrautin þyngri að komast að nið-

urstöðu ef ekki hefði komið til at-

kvæðagreiðsla félagsmanna til að

skera endanlega úr þessu,? sagði

Gauti. Um þýðingu Ingibjargar

sagði hann: ?Þýðing Ingibjargar á

annarri ótrúlega nútímalegri háðs-

ádeilu blandinni ástarsögu opnar

okkur dyr að skáldskaparveruleika

þar sem enginn er sá sem hann er,

allir leggja hver annan undir, allt er

falt og öllu er fórnað fyrir fíkn

spennunnar. Dostojevskí er eins og

Hemingway orðinn íslenskur höf-

undur, mest fyrir tilstilli Ingibjarg-

ar. Þýðing Ingibjargar markast af

öryggi og listfengi þýðanda sem

þekkir höfundinn og tungutak hans

gjörla og íslenskur texti hennar er

framúrskarandi.?

Innflutningur á 

erlendri hugsun

Um tildrög verðlaunanna sagði

Gauti: ?Bandalag þýðenda og túlka,

sem stendur fyrir þessum verðlaun-

um, var stofnað 30. september sl. á

alþjóðlegum degi þýðenda og eru

þessi samtök regnhlíf fyrir alla þýð-

endur og túlka, hver svo sem við-

fangsefni þeirra eru á því sviði.

Bandalagið hefur notið fulltingis

tveggja aðila við að útvega verð-

launafé að þessu sinni, en það eru

Rithöfundasamband Íslands sem

lagði til helminginn og dóms- og

kirkjumálaráðuneytið sem lagði til

hinn helminginn til að ýta þessu

verkefni úr vör, sem er mjög viðeig-

andi því segja má að innflutningur

okkar á erlendri hugsun hafi átt

upphaf sitt í för Úlfljóts til að sækja

okkur Íslendingum lög eins og enn

tíðkast þótt nú séu þau oftar sótt til

Brussel. Við þökkum Rithöfunda-

sambandinu og dóms- og kirkju-

málaráðuneytinu fyrir að gera okk-

ur þetta kleift. Við þökkum

jafnframt fjölmiðlum fyrir að kynna

tilnefningar og þá ekki síst Lesbók

Morgunblaðsins sem birti greinar

um hverja þýðingu.?

Auk Gauta var dómnefnd skipuð

Rúnari Helga Vignissyni og Gunn-

hildi Stefánsdóttur, stjórn-

armönnum í Bandalagi þýðenda og

túlka.

Bækur | Ingibjörg Haraldsdóttir hlýtur Íslensku þýðingaverðlaunin sem afhent voru í fyrsta sinn

Þykir vænt um að fá viðurkenn-

ingu fyrir þýðingu á Dostojevskí

Morgunblaðið/Sverrir

Ingibjörg Haraldsdóttir veitir verðlaununum viðtöku úr hendi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar.

Eftir Orra Pál Ormarsson

orri@mbl.is

VERK eftir einn stórmeistara Prieuré de Sion-

leynireglunnar sem getið er um í DaVinci-

lyklinum var á efnisskrá tónleika Kristínar Jón-

ínu Taylor píanóleikara í Salnum á laugardag-

inn. Þetta var Debussy, og tónsmíðin eftir hann

L?isle joyeuse, eða Glaða eyjan. Hvort Debussy

hafi í alvörunni verið stórmeistari reglunnar er

ekki ljóst, enda óvíst að reglan hafi verið til í

þeirri mynd sem haldið er fram í bókinni. 

Alltént var ekki að heyra á tónlistinni sem Krist-

ín spilaði að höfundur hennar hafi verið dul-

hyggjumaður ? nema auðvitað ef vera skyldi að

Glaða eyjan eigi tilvist sína í öðrum heimi! Í öllu

falli var þetta fjörleg músík með stórbrotnum

endi og Kristín lék hana í senn af glæsibrag og

óvanalegri mýkt. Tæknileg atriði voru á hreinu

og túlkunin var lífleg og margbrotin. 

Sömu sögu er að segja um sónötu nr. 2 eftir

annan dulspeking, Alexander Skríabin, en hún

var samin á langri sjóferð. Það heyrist á öldu-

hreyfingunni í tónlistinni, sem er svo full af

skáldlegri nostalgíu, án þess að vera of per-

sónuleg, að það er engu líkt ef hún er fallega

spiluð. Þetta er eitt af mínum uppáhaldsverkum

og skemmst er frá því að segja að næmur, ljóð-

rænn flutningur Kristínar olli mér ekki von-

brigðum. Einstöku sinnum vantaði reyndar ör-

lítið upp á að efstu nótur hljómanna heyrðust

nægilega vel, en að öðru leyti var túlkunin svo

unaðslega blæbrigðarík og djúp að dásemd var

á að hlýða. 

Túlkun Kristínar á sónötu í e-moll op. 7 eftir

Grieg var einnig stórbrotin og hægi þátturinn

var með því fegursta sem ég hef heyrt lengi.

Spilamennskan var svo látlaus og blátt áfram,

en samt svo einlæg að einstakt hlýtur að teljast.

Skemmtileg tónsmíð Þorkels Sigurbjörnssonar,

Der Wohltemperierte Pianist, lék líka í hönd-

unum á Kristínu og sónatan eftir Barber var

þrungin ógn, og erfiðustu staðirnir í tónlistinni

svo glæsilega leiknir, að maður varð alveg frá-

vita. 

Kristín vinnur um þessar mundir að dokt-

orsritgerð þar sem hún rannsakar píanókonsert

Jóns Nordal. Væri ekki tilvalið að fá hana til að

spila þennan konsert með Sinfóníuhljómsveit Ís-

lands næsta vetur?

Stórbrotnir 

tónleikar

TÓNLIST

Salurinn í Kópavogi

Kristín Jónína Taylor flutti tónsmíðar eftir Grieg,

Skríabin, Debussy, Þorkel Sigurbjörnsson og Barber,

en aukalög voru eftir Liszt og Pál Ísólfsson. Laug-

ardagur 23. apríl. 

Píanótónleikar

Morgunblaðið/ÞÖK

?Spilamennskan var svo látlaus og blátt

áfram, en samt svo einlæg að einstakt hlýtur

að teljast,? segir Jónas Sen meðal annars um

píanóleik Kristínar Jónínu Taylor.

Jónas Sen 

BARCELONA-HÁSKÓLI heiðraði Vigdísi

Finnbogadóttur á dögunum með því að

veita henni æðsta heiðursmerki háskólans.

Af þessu tilefni var efnt til hátíðardagskrár

í salarkynnum skólans. Rektor Barcelona-

háskóla, dr. Joan Tugores, afhenti Vigdísi

heiðursmerkið að viðstöddu fjölmenni.

Rektor þakkaði Vigdísi mikilvægt framlag

hennar til tungumála á alþjóðavettvangi og

lýsti áhuga Barcelona-háskóla á að efla

samstarf við stofnun þá sem við hana er

kennd. Við þetta tækifæri flutti Vigdís fyr-

irlestur um gildi tungumála- og menningar-

samstarfs þjóða í millum. 

Þessa dagana stendur yfir kynning á

Spáni á Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í

erlendum tungumálum við Háskóla Íslands.

Tilgangur kynningarinnar er að efla tengsl

við katalónska og spænska háskóla og

rannsóknastofnanir á sviði tungumála, þýð-

inga, bókmennta- og menningarfræða.

Undirritaðir hafa verið víðtækir samstarfs-

samningar við Barcelona-háskóla og Uni-

versidad Autonoma de Barcelona. Samn-

ingarnir fela í sér samstarf um rannsóknir

og kennslu á fræðasviðum Stofnunar Vig-

dísar Finnbogadóttur og voru undirritaðir

við hátíðlega athöfn af rektorum spænsku

háskólanna að viðstaddri Vigdísi Finn-

bogadóttur, Guðrúnu Birgisdóttur, al-

þjóðafulltrúa hugvísindadeildar, for-

svarsmönnum Stofnunar Vigdísar

Finnbogadóttur ásamt Erlu Erlendsdóttur,

lektor í spænsku, en hún lauk á sínum tíma

doktorsprófi í spænskum fræðum frá

Barcelona-háskóla. 

Hitti forseta Katalóníu

Í tilefni af hinum katalónska hátíðardegi,

23. apríl, var efnt til veislu í Pedralbeshöll í

Barcelona. Meðal gesta var Vigdís Finn-

bogadóttir, sem við þetta tækifæri hitti for-

seta Katalóníu, Pascual Maragall, menning-

armálaráðherra Katalóníu, Catarinu Miera,

borgarstjóra Barcelonaborgar, Joan Clos,

og fleiri ráðamenn.

Dr. Joan Tugores afhendir Vigdísi Finnbogadóttur viðurkenninguna. 

Vigdís heiðruð af

Barcelona-háskóla

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40