Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						10 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÁÆTLAÐ er að kosta muni á bilinu sjö til níu
milljarða króna að breyta þeim 954 fjölbýlum
aldraðra á hjúkrunarheimilum í einbýli og
byggja ný. 
Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra
við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þing-
manns Samfylkingarinnar, á Alþingi. 
Tæplega 1.000 aldraðir 
deila herbergi með öðrum
Fram kom í vetur í svari við annarri fyrirspurn
Björgvins að tæplega 1.000 aldraðir deila her-
bergi með öðrum á öldrunarstofnunum og eru
þá frátalin hjón og sambýlisfólk.
Í svari Jóns Kristjánssonar heilbrigð-
isráðherra kemur fram að unnið hafi verið að
endurbótum á nokkrum hjúkrunarheimilum á
undanförnum árum, m.a. með fækkun fjölbýla.
?Undanfarin ár hefur tiltækt árlegt fram-
kvæmdafé til framangreindra endurbóta, og
allra annarra endurbóta og nýbygginga á vegum
heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, ann-
arra en tveggja stærstu sjúkrahúsanna, verið
tæpar 900 millj. kr. Því er ljóst að mjög langan
tíma tekur að ljúka þessum verkefnum fáist
ekki verulega auknar fjárveitingar,? segir í svari
ráðherra.
Kostar 7 til 9 millj-
arða að breyta fjölbýl-
um aldraðra í einbýli
ÁRNI Magnússon félagsmálaráðherra segir að
samráð verði haft við sveitarfélög, aðra opinbera
aðila og samtök sumarbústaðaeigenda um hvernig
bregðast eigi við ef nýlegur dómur Hæstaréttar
hafi þau áhrif að fólk muni í auknum mæli sækjast
eftir að hafa fasta búsetu í frístundabyggð. Verði
niðurstaðan sú að lagabreytinga
sé þörf sé gert ráð fyrir að frum-
varp verði lagt fram á haust-
þingi.
Þetta kemur fram í svari við
fyrirspurn Þuríðar Backman,
þingmanns VG, á Alþingi. Segir
í svarinu, að tíminn einn geti
skorið úr um það hvort dómur
Hæstaréttar hafi þau áhrif að
fólk muni í auknum mæli sækj-
ast eftir að hafa fasta búsetu í
frístundabyggð, en Hæstiréttur komst að þeirri
niðurstöðu, að þeir sem hafa fasta búsetu í frí-
stundabyggð geti skráð lögheimili sitt þar.
Fram kemur að samkvæmt lögum um tilkynn-
ingu aðsetursskipta hafi sveitarfélag umsagnarrétt
um þá sem vilja skrá lögheimili sitt í sveitarfélagi
og geti sveitarfélag mótmælt breytingu á lögheim-
ilisskráningu. Það verði því ekki séð að það sé
nauðsynlegt að koma með lagabreytingu á vor-
þingi.
Mikilvægt sé að íhuga málefni þetta frá öllum
hliðum og í samráði við viðkomandi aðila, þ.e. Hag-
stofu Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga,
umhverfisráðuneyti og Skipulagsstofnun ríkisins.
Sú vinna standi nú yfir í félagsmálaráðuneyti.
Lagasetning 
ekki útilokuð
Árni Magnússon
BREYTA á núverandi fyrirkomulagi á skoðun kvik-
mynda í veigamiklum atriðum skv. drögum að frum-
varpi um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum,
sem unnið er að í menntamálaráðuneytinu.
Meðal nýmæla sem frumvarpið byggist á er að
lögfest verði skylda til að meta eða láta meta tölvu-
leiki sem framleiddir eru eða dreift hér á landi með
sambærilegum hætti og kvikmyndir.
Þetta kemur fram í svari Þorgerðar Katrínar
Gunnarsdóttur menntamálaráðherra á Alþingi við
fyrirspurn Steinunnar K. Pétursdóttur, varaþings-
manns Frjálslynda flokksins. Stefnt er að framlagn-
ingu frumvarpsins þegar Alþingi kemur saman í
haust.
Lögfesta verði skylda
til að meta tölvuleiki
HALLDÓR Ásgrímsson for-
sætisráðherra sagði á Alþingi í
gær að reglur um fjármálastarf-
semi stjórnmálaflokka mættu
ekki verða til þess að flokkar ættu
enn erfiðara með en nú að afla sér
fjár til starfsemi sinnar. Hann
sagði það reynslu sína af stjórn-
málastarfsemi að flokkar berðust
í bökkum; þar væru engar ?pen-
ingamaskínur? á ferð. 
Kom þetta m.a. fram í um-
ræðum um skýrslu ráðherra um
fjárframlög til stjórnmálastarf-
semi. Í skýrslunni kemur m.a.
fram að framlög úr ríkissjóði til
stjórnmálaflokkanna hafi aukist
um rúmlega 60% á árunum 2000
til 2005, eða úr 182,7 milljónum
króna í 295 milljónir króna. Eng-
ar nákvæmar upplýsingar liggja
fyrir um framlög einstaklinga eða
fyrirtækja til stjórnmálaflokka. 
Halldór fór yfir efni skýrslunn-
ar og rifjaði upp að nefnd frá
árinu 1995, skipuð fulltrúum allra
stjórnmálaflokka, hefði komist að
þeirri niðurstöðu á sínum tíma, að
ekki ætti að setja sérstök lög um
starfsemi eða fjárreiður stjórn-
málaflokka. 
veg fyrir að það sjáist hvaða fyr-
irtæki eru að styðja menn, að það
sé gert með þeim hætti, að þessar
viðskiptablokkir dreifi fjárfram-
lögum sínum á einstök fyrirtæki,
sem á bakvið þessar viðskipta-
blokkir standa??
Steingrímur J. Sigfússon, þing-
maður Vinstrihreyfingarinnar ?
græns framboðs, ítrekaði að það
þyrfti að setja rammalöggjöf um
fjármál og stjórnmál á Íslandi.
Slík löggjöf þyrfti m.a. að kveða á
um mikilvægi þess að stutt sé við
stjórnmálastarfsemi með fjár-
framlögum. ?Það þurfa að vera
skýrar reglur um það með hvaða
hætti opinberir aðilar styðja við
lýðræðið og styðja við stjórnmála-
starfsemi. Það þarf líka að taka
tillit til aðstöðumunar flokka sem
eru í stjórn og hinna sem eru í
stjórnarandstöðu.?
Magnús Þór Hafsteinsson,
þingmaður Frjálslynda flokksins,
sagði að opinberar upplýsingar
um það m.a. hverjir styrktu
stjórnmálaflokkana fjárhagslega
hlytu að gagnast flokkunum, til
lengri tíma litið. Með því að gera
slíkar upplýsingar opinberar
væru stjórnmálaflokkar að auka á
trúverðugleika sinn og sýna fram
á að þeir hefðu ekkert að fela.
gegnsæi nái til fjárreiðna stjórn-
málaflokkanna,? sagði hún. 
Einar K. Guðfinnsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, sagði
m.a. að umræðan um að stjórn-
málaflokkarnir opnuðu bókhald
sitt væri athyglisverð. Hann sagði
að þeir stjórnmálaflokkar, sem
hefðu hæst galað í þessum efnum,
hefðu opnað bókhald sitt, þannig
að það sýndi hverjir hefðu styrkt
flokkana um fimmhundruð þús-
und kr. eða meira. Það væri hins
vegar hreinn kattarþvottur.
?Þetta er hrein sýndarmennska.
Við vitum að ef menn hafa áhuga
á því að komast framhjá þessu þá
gera menn það með auðveldum
hætti. Tökum stóru viðskipta-
blokkirnar. Á bakvið þær eru
starfandi tugir lögaðila, tugir fyr-
irtækja. Halda menn að það sé
einhver vandi, vilji menn koma í
Síðan þá hefði orðið mikil þró-
un í þessum efnum; þróun í átt til
meira gegnsæis. Hann ítrekaði í
lok ræðu sinnar að það væri tíma-
bært að setja aftur á fót nefnd,
með fulltrúum stjórnmálaflokka,
til að fjalla um fjármálalega um-
gjörð stjórnmálastarfseminnar í
heild. 
Hann hefur þegar óskað eftir
því við stjórnmálaflokkana á þingi
að þeir tilnefni fulltrúa í slíka
nefnd. Hafa honum þegar borist
tilnefningar frá Sjálfstæðisflokki
og Vinstrihreyfingunni ? grænu
framboði. Kvaðst hann vænta
þess að nefndin gæti hafið störf
hið fyrsta. 
Hreinn kattarþvottur?
Þingmenn allra flokka tóku
þátt í umræðunum um skýrsluna.
Jóhanna Sigurðardóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, sagði
m.a. að hún vissi ekki betur en að
allir stjórnarandstöðuflokkarnir
hefðu lagasetningu um fjárreiður
flokkanna á stefnuskrá sinni.
Krafa þjóðfélagsins væri gegnsæi
og opin stjórnsýsla. ?Mikilvæg
lög hafa verið sett á umliðnum ár-
um í því efni. Stjórnarflokkarnir
hafa hins vegar beitt valdi sínu til
að koma í veg fyrir að þetta
Möguleikar flokka til að afla
fjár verði ekki þrengdir
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
innar hafi sýnt málinu skilning með breyting-
artillögum sínum við frumvarpið. ?Við ræddum
það hins vegar í nefndinni að það væri ákveðin
hætta á því að málið dagaði uppi ef ekki næðist
samstaða um það innan nefndarinnar. Því
sýndu fulltrúar Samfylkingarinnar, hins vegar,
engan skilning.?
Í ljósi þess, segir Bjarni, að málið sé í raun
þríklofið, sé ekki að undra að það hafi ekki kom-
ist á dagskrá. Það hafi í raun og veru brunnið
inni.
Halldór Blöndal, forseti þingsins, tekur undir
þetta. Hann segir að ekki hafi náðst samkomu-
lag um frumvarpið í nefndinni. Því hafi verið
óhjákvæmilegt af nefndinni að skoða málið bet-
ur. Það hefði verið gert hefði tími unnist til þess. 
til þess að halda málinu áfram. Þar verður það,
að nýju, að fara í fyrstu umræðu og í nefnd.
Ágúst Ólafur segist í samtali við Morgunblað-
ið afar ósáttur við að frumvarpið skyldi ekki
hafa komist á dagskrá þingsins, eftir afgreiðslu
þess úr nefnd. 
Hann segist sannfærður um að sú málsmeð-
ferð sé merki þess að stjórnarmeirihlutinn hafi
aldrei meint neitt með því að afgreiða frum-
varpið úr nefnd. Hann segir að þingmenn, þjóð-
in öll og þeir fimmtán þúsund manns, sem skrif-
uðu undir áskorun til alþingismanna, um að
samþykkja frumvarpið, hafi verið dregin á
asnaeyrum. 
Bjarni Benediktsson, formaður allsherjar-
nefndar þingsins, segir að meirihuti nefndar-
Framsóknarflokks og Frjálslynda flokksins,
lögðu hins vegar til að viðmiðunaraldur, þ.e. það
aldursmark sem fyrning hefst í kynferðisbrot-
um gegn börnum, verði færður úr 14 árum í 18.
Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknar-
flokks, í nefndinni, skrifaði undir nefndarálit
meirihlutans með fyrirvara og í fyrradag lagði
hún fram sína eigin breytingartillögu. Í henni er
lagt til að alvarlegustu kynferðisbrotin gegn
börnum fyrnist ekki. Jafnframt vill Jónína miða
við 18 ára aldur, eins og meirihluti nefndarinn-
ar.
Eftir að mál kemur úr nefnd bíður það ann-
arrar og síðan þriðju og síðustu umræðu. Náist
ekki að afgreiða það á viðkomandi þingi, verður
að leggja það fram að nýju á næsta þingi, sé vilji
ÁGÚST Ólafur Ágústsson, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, er ósáttur við að frumvarp hans
um afnám fyrningarfrests vegna kynferðis-
brota gegn börnum, skyldi ekki hafa verið tekið
til umræðu á síðasta starfsdegi Alþingis í vor.
Mótmælti hann þeirri málsmeðferð harðlega við
upphaf þingfundar í gær. Hann sagði að málið
hefði ?sofnað? í nefnd í fyrra og kvaðst óttast að
nú ætti að ?svæfa það inni á kóntór hjá forseta?.
Frumvarpið var afgreitt frá allsherjarnefnd
þingsins í síðustu viku. Þingmenn Samfylking-
arinnar í nefndinni lögðu til að frumvarpið yrði
samþykkt óbreytt. Þingmenn Sjálfstæðisflokks,
Vildi að frumvarpið kæmist á dagskrá
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
UNGT fólk úr ungliðahreyfingum flestra
stjórnmálaflokka efndi til mótmælaað-
gerða við Alþingishúsið síðdegis í gær.
Ástæða mótmælanna var sú ákvörðun for-
seta Alþingis að taka ekki á dagskrá frum-
varp um afnám fyrningarfrests í kynferð-
isafbrotum gegn börnum.
Fóru forsvarsmenn hópsins inn í and-
dyri Alþingishússins. Áttu þau fund með
sem hefur að markmiði að efla forvarnir
vegna kynferðislegs ofbeldis á börnum.
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Sam-
fylkingar, lagði frumvarp fram á sínum
tíma og var það afgreitt úr allsherj-
arnefnd Alþingis í síðustu viku. Ljóst varð
í gærdag að það yrði ekki tekið til af-
greiðslu fyrir frestun þingfunda á þessu
þingi.
Halldóri Blöndal, forseta Alþingis, þar
sem þau lýstu andstöðu sinni við afdrif
frumvarpsins, skv. upplýsingum Guðrúnar
Birnu Ingimundardóttur, stjórnarmanns í
Ungum jafnaðarmönnum, sem skipulögðu
mótmælin ásamt forystumönnum í Heim-
dalli. Að því búnu fjölmenntu ungliðarnir
á þingpalla. Héldu þeir á bláum treflum til
að vekja athygli á verkefninu Blátt áfram,
Morgunblaðið/Þorkell
Mótmæltu við þinghúsið

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52