Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.06.1959, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 01.06.1959, Blaðsíða 1
BlaSfyrir alla 12. árgangur. Mánudagur 1. júní 1959. 21. tölublað. Græðgi og skortur á vöruvöndun að eyðileggja fiskmarkaði okkar Einsfaklingar sekir um sóSaskap i framleiSslunni Allar líkur benda til þess, að frágangur netafisks, sem m. a. er seldur til Bretlands og á markaði víða sé nu á góð- um vegi með að eyðileggja eða skemma stórlega fyrir sölu- möguleikum okkar ytra. Fiskur þessi, sem virðist seldur eft- irlitslaust úr landi hefur almennt fengið á sig mjög mikla gagnrýni ytra, en sökin liggur einungis hjá íslenzkum fram- leiðendum, sama máli gegnir um ýmsan annan fisk, sem fiuttur er út. í vetur og vor hafa borizt frétt- ir frá umboðsmönnum íslenzku framleiðendanna ytra og telja þeir eindregið, að ekki sé um annað að velja en breyta algjör- lega um háttu í útflutningi ella hætta á að íslenzkur fiskur verði óseljanlegur eða illseljanlegur á markaði yti’a. Skjólfenginn gróði Þótt öll tækni og útbúnaður til vinnu bæði á sjó og landi um framleiðslu fiskjarins, hafi fleygt 'fram, hqiur vöruvöndunl ekki batnað að sama skapi. Enn ráða mestu í þessum málum menn, sem meira eru gefnir fyrir magn en gæði, skjótfenginn gróða en það, að afla islenzkri framleiðslu vöru gott og tryggt orð á mark- aðinum. Villur vega Þessir menn eru í eðli sinu ó vanir öllu sem heitir vöruvönd- un, ólust upp á þeim dögum sem siíkt var óþekkt, en líða auk þess af hugsuninna umí styrjaldar- neyð þegafl þær þjóðir, sem vandastar eru að varningi, urðu að kaupa allt sem að kjafti kom; þeir vinna enn í þeirri villu að neyðarástand ríki í flestum vest- rænum viðskiptalöndum okkar. Þessi sjónarmið eru skiljanleg en ekki að sama skapi ákjósan- leg. sitt á magni, en ekki gæðum, er fra’.ntíð landsins og sölumögu- leikum á verðmætum stefnt í óhugnanlegan voða. Grípa í laumana { Framámcnn í útgerðarmál- um verða að gera sér ljóst, að það tekur langan tima að vinna upp góða og trausta markaði bæði vestan hafs og austan, en það tekur aðeins stuttan tíma að, eyðileggja beztu markaði. Það sem ein- faldlega er að ske er það, áð allar þær þjóðir, sem við keppum við og komum til með að keppa við, leitast nú af öUu afli við að vanda framleiðslu sína og auka gæði og eftirspurn. Ef íslenzkir framleiðendur — til þess eins að gleypa stundargróða — ætia sér að eyðileggja mark- aðshorfur okkar og vonir, verður hið opinbera að grípa í taumana. Rolinn hugsunargangur Það hejfur verið á vitoarði) margra, að vöruvöndun okkar er fyrir neðan allar hellur og ýms- ir menn hafa verið nefndir sem ábyrgir aðilar í þessum efnum. Það er kannski of snemmt að nefna nöfnin — en sú hugsun, að ef einn selur skemmda vöru þá skuli henni blandað saman við óskemmda vöru, svo enginn sérstakur beri skaðann, verður að hverfa. Svoleiðis ,,sam- ábyrgð“ er hættuleg og sví- virðilegt tilræði við aðal útflutn- ingsvöru heillar þjóðar. Að lokum þetta. Þeir eru til, márgir, innan stéttarinnar sem hér hefur verið gerð að umræðu- efni, sem vilja framleiða fyrsta flokks várning. Þessa menn þekkja flestir. Ef hinir taka þá sér til fyrirmyndar er málinu borgið, en ef „slubbertarnir“ fá áfram að þjösnast óhindrað er aðeins ófarnaður framundan. Breti yfirskoðunarmaður íslenzka fiugflotans Efasi um þekkingu hans á amerískum vélum Þótt hart sé undir að búa, er það staðreynd að yfirskoð- unarmaður íslenzka flugflotans er Bretaþ og það er undir honum komið m. a. hvort íslenzka landhelgisflugvélin starf- ar eður ei. Það se mverra er í málinu er það, að sumir virð- ast efa hvort þessi Breti sé fnllfær um að sinna því mikils- verða starfi að stjórna skoðun ísienzka flugflotans. Skorlir þekkingu Hingað kom fyrir röskum máouði Breti frá fyrirtækinu IRD, og hefur flugmálastjórn ráð- ið hann til ofangreinds starfs. Eflaust mun Breti þessi vera vel kunnur byggingu og vélum ýmissa brezkra flugvéla, en kunnugir fullyrða, að hann hafi litla sem enga þekkingu á ame- rískum vélum, en allar vélar Loftleiða og flugvélar Flugfé- lagsins og flugskólans eru am- erískar ef frá eru teknar Vis- count-vélar F. í., sem eru enskar, en við slíkar vélar ku hann ekki hafa unnið áður. Fulllrúi íslands Þessi maður er, eins og að ofan segir, frá fyrirtækinu I.R.D., en það fyrirtæki sendir aðeins menn í nýlendur sínar, en ekki t. d. í samveldislöndin, svo ljóst er hvert álit fyrirtækisins er á okkur. Þá mun hann og hafa ferðast til útlanda sem fulltrúi íslenzkra flugmála. Eru prenfarar alveg gengnir af vitinu? - Krefjasf 15% r(kjarabóla,r - þrált fyrir ágæl laun og almenna velsæld. Önnur öld íslendingar — og þá einkum sá hluti þeirra, sem er i fremstu línu viðskipta við aðrar þjóðir, verða að gera sér ljóst að nú er aftur upp runnin öld samkeppn- innar. Þótt íslenzka samkeppnin byggist mest á því að „slá út“ aukinri styrk úr rikissjóði er önnur öld hafin í inágrannaríkj- um ckkar. Meðan stór hluti út- gerðarmanna vill ekki skilja þetta, en byggir framleiðslustarf Fátt er gerzt hefur í okkar á gæta þjóðíélagi á iindanförnum vikum hefur vakið meiri athygli og undrun en hótun prentaranna um verkfall, verði ekki gengið að krónuaukningarkröfu þeirra um 15%. Það er rétt að taka það fram hér strax, að prentar- arnir halda að þeir séu að heimta 15% kauphækkun (kjarabót), en sannleikurinn er einfaldlega sá, að okkar ágæta efnahagslíf býð- ur ekki upp á betri kjör í dag helciur mun verri, ef þjóðin ætl aði að HÆTTA að lifa á betli og HÆTTA að taka gróða af veru erlends lierliðs í landinu. í dag veit hvert mannsbarn í þessu Iandi nema prcntararnir, að enn þann dag i dag þrátt fyrir góðæri til sjós og lands framleiðir þjóð- in ckki sjálf þau verðmæti, er hún neytir, og vantar hundruðir milljóna til að endarnir nái sam- an. Því getur 15% krónuaukning launa aðeins haft eftirfarandi af- leiðingar, og ættu prentararnir hér vel eftir að taka, því enn eru möguleikar fyrir þá að átta sig í villu sinni til hagsbóta fyrir þjóðina og til virðingarauka fyrir þá sjálfa. Rétt er að undirstrika undir eins, að krónuaukningar- krafa þessi verður ekki rökstudd eða réttlætt sem kaupsamræm ingaraðgerð, því sízt hafa prent- arar verið útundan í kjarmálum. Án aðgerða er bent verður á hér á eftir, verður 15% aukningin étin upp í hækkuðu verðlagi, því séu íleiri krónur settar inn á markaðinn án tilsvarandi fram- leiðsluaukningar eða inn á mark- aöinn komi tilsvarandi aukning í formi neyzlulána eða gjafa, verður afleiðingin einfaldlega verðbólga, því sama gæðamagn verður einfaldlega keypt fyrir aukinn krónufjölda. (Menn liug- | leiði að gamni sínu, hvað mundi ^ ske, ef á morgun væri almennt , kaup í daglaunavinnu fært upp í kr. 100,00 á klukkutímann). Virðist flestum, að okkar ís- lcnzka króna sé orðin nógu Iágt skráð, þótt prentarar ætli nú ekki og í einu vetfangi að lækka gengi hennar um 15%. Það væri hollt fyrir þrentarana að fletta upp í blöðum stjórnmálaflokk anna og sjá, hvað þar stendur skrifað um „gengisfellingu" og afleiðingar liennar á hag laun- þega. Nú er það staðreynd að það eru fyrst og fremst launþeg- ar, sem tapa á verðbólgu. Fyrir hverju eru þá prentarar liér að berjast? Ef prentararnir virki- Iega meina það, að lieir fái 15% kjuvabót, verður liækkunarkrafa þeirra á engan annan veg skilin en krafa til rikisstjórnarinnar um að betla vestur i Wasliingrton eða annars staðar þessi 15% og gera þar mcð þjóðina aö ennþá ræf- ilsíegri beiningamanni en hún er í dag. Hvað liefur orðið að „ís- Framhald á 2. síðu. íslenzkir fagmenn Það er harla undarlegtí að hing: að skuli ráðinn Breti til þgss að stjórna skoðunum á íslenzkum flugvélum. í fyrsta lagi eiga ís- lendingar prýðilega fagmenn, sem vel gætu innt svona starf af hendi, en í öðru lagi virðist það næst hendi ef þörf er á útlendingi, að ráða hingað amer- ískan yfirskoðunarmann þar sem 90% flugflotans eru amerísk- ar vélar. Eins og málin standa nú. ei* vart um annað að ræða en rann- saka þetta mál betur og endur- skoða síðan dvöl þessa „gests“ okkar hér. S.II kaupir laxá . helclur stórveizlu Það er gott, að fá kr. 180.00 íyrir hverjar kr. 100,00 af út- íluttum fiski. Þetta fær Sam- band hraðfrystihúseiganda, lítið fyrirtæki með 64 með- limi, sem ríkið þarf að styðja. Þessi efnilegi hópur yfirbauð nýlega laxveiðiá til þess að skemmta erlendum viðskipta- vinum sínum við er þeir sækja okkur heim á sumrin. S.H. greiddi aðeins hátt á annað hundrað þúsund krón- ur fyrir ána — og hlaut að- dáun allra íslendinga. Fyrir nokkru hélt stjórn S. H. veizlu fyrir meðlimi, gesti og starfsfólk. Þar átu, að sögn 450 manns, kokkteill á undan, létt vín með mat og síðan var lithlutað gjafakortum, sem komu í stað peninga, en giltu sem greiðsla fyrir vínföng. Þetta var höfðinglega gert, enda pantaði stjórnin Lido aftur um sama leyti næsta ár. Auðvitað kemur þessi lúxus okkur ekkert við, ]rví almenn- ingur borgar brúsann, en. gaman verður að vita hve mikið þessir „gjaldeyrisþræl- i’,r“ heimta að við gefum þeim næst. Það getur orðið talsvert gaman að fylgjast með þessu góða fólki nú á næstuhni. Þax’ er alltaf gamlárskvöld.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.