Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁKALL TIL FRAKKA Jacques Chirac Frakklandsforseti skoraði í gær á Frakka að sam- þykkja stjórnarskrársáttmála Evr- ópusambandsins í lokaákalli til landsmanna þremur dögum fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um sáttmál- ann. Hann varaði við klofningi og óvissu í Evrópusambandinu felli Frakkar sáttmálann. Eiga rétt á leiðréttingu Prófessorar sem hafa fengið út- hlutað úr ritlauna- og rann- sóknasjóði prófessora síðustu árin eiga væntanlega rétt á leiðréttingu á sínum kjörum í framhaldi af dómi sem féll í Hæstarétti í gær. Í dóm- inum segir að óheimilt hafi verið að draga launatengd gjöld frá fjárhæð sem prófessor við Háskóla Íslands fékk úr sjóðnum. Fjölmennt herlið í Bagdad Írösk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau hygðust fela 40 þúsund manna liðsafla að gæta öryggis íbúa landsins og reyna að binda enda á árásir skæruliða sem hafa myrt að minnsta kosti 620 manns í mán- uðinum. Í hópnum eru íraskir her- og lögreglumenn og þeir eiga að hefja störf í Bagdad í næstu viku. Síldarævintýrið ekki úti enn Norsk-íslenska síldin er líklega á leið vestur eða suðvestur en hún er komin inn fyrir íslenska fiskveiði- lögsögu. Þetta gleður marga enda var síldin í burtu í ein þrjátíu ár og fór ekki að veiðast aftur fyrr en í lok síðasta áratugar. Fleiri sumarstörf í boði 15% fleiri störf eru í boði fyrir há- skólanema hjá Atvinnumiðlun stúd- enta þetta sumar en voru í fyrra. Ungu fólki virðist ganga betur að fá sumarstörf núna og hjá atvinumiðl- unum ungs fólks eru almennt færri á listum en á sama tíma í fyrra. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 34/35 Fréttaskýring 8 Minningar 36/45 Viðskipti 16 Brids 49 Erlent 20/21 Myndasögur 50 Minn staður 24 Dagbók 50/52 Höfuðborgin 26 Víkverji 50 Akureyri 26 Staður og stund 52 Austurland 27 Af listum 55 Landið 27 Leikhús 54 Daglegt líf 28/30 Bíó 58/61 Menning 31, 53/61 Ljósvakamiðlar 62 Forystugrein 32 Veður 63 Viðhorf 34 Staksteinar 63 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " #         $         %&' ( )***                     SÍFELLT fleiri leita aðstoðar vegna vandamála í samskiptum við stjórn- endur innan aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM). Þetta kemur fram í nýjasta vefriti BHM þar sem bent er á að málum sem varða hugsanlegt einelti hafi fjölgað og að jafnvel séu dæmi um að mörg mál tengist sama vinnustað. Gísli Tryggvason, framkvæmda- stjóri BHM, segir að þarna sé um fleiri en eitt aðildarfélag að ræða og óttast að þetta sé vaxandi vandamál eftir því sem vinnuálag eykst. „Þessi mál koma ekki formlega inn til okkar en við verðum vör við þau. Fæst þeirra koma til úrlausnar hjá okkur en við veitum lögfræðilega ráðgjöf,“ segir Gísli og bætir við að aðildar- félög BHM séu 25 talsins. „Stéttarfélögin glíma stundum daglega við þessi mál en það má segja að við – stjórnendur, stofnanir og fyrirtæki og vinnueftirlitið – séum að reyna að finna betra ferli til að sinna þessum málum.“ Gísli segir að því miður sé oft gripið of seint inn. „Sem lögfræðingi finnst mér leið- inlegt að koma ekki að borðinu fyrr en vandinn er orðinn svo mikill að það er eiginlega bara starfsloka- samningur sem kemur til greina.“ Eldra starfsfólki sagt upp Í vefritinu kemur einnig fram að fleira eldra starfsfólki sé sagt upp en áður og töluvert um tilefnislitlar áminningar og uppsagnir. „Þetta endar oft með óþægilegum og órétt- látum málalyktum þar sem fólk sem hefur starfað lengi í opinberri þjón- ustu fær ekki boð um sveigjanleg starfslok,“ segir Gísli og áréttar að fólk þurfi ekki endilega að hætta þótt það sé ekki upp á sitt besta lengur. „Það er hætta á að einstaklingar beri stóran hluta af þeirri byrði sem felst í hraðara og harðara vinnulagi og þar af leiðandi meira vinnuálagi. Fólk sem á erfiðara um vik vegna aldurs og annarra ástæðna lendir svolítið úti í kuldanum.“ Gísli Tryggvason, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna Slæm samskipti við stjórn- endur vaxandi vandamál GUÐRÚN Jóna Jónsdóttir útskrif- ast sem stúdent frá Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti í dag, 27. maí. Guðrún Jóna er 26 ára gömul og öryrki eftir alvarlega líkamsárás sem hún varð fyrir 1993, þegar hún var aðeins 15 ára gömul. Síðan hef- ur Guðrún Jóna verið bundin við hjólastól. Hún segist þurfa aðstoð við flest sem heyrir til daglegs lífs, svo sem að borða, klæða sig og baða. Vilji hún ferðast þarf hún tvo aðstoð- armenn sér til fylgdar og aðstoðar. Fyrir þá þarf hún að greiða flug og gistingu úr eigin vasa. Tölvan er henni ómetanlegt hjálpartæki og byggðist gagnaöflun vegna þess- arar fréttar m.a. á tölvusamskiptum Guðrúnar Jónu og blaðamanns. Stórum áfanga náð Þrátt fyrir sína miklu fötlun hefur Guðrún Jóna stundað námið í FB og skilað hverjum áfanganum á fætur öðrum. Stúdentsprófið er því stór áfangi. Hún hefur mjög skert starfs- þrek og úthaldið leyfir ekki að hún sé lengur að en þrjár til fjórar klukkustundir í senn. Stúdents- námið hefur alls tekið hana um tíu ár, með nokkrum hléum. Guðrún Jóna segist ekki ætla að mæta við útskriftina, né heldur að fá sér stúd- entshúfu. Hún segist ekki vilja neitt „formlegt vesen“, en hafa haldið sína útskriftarveislu 14. maí síðast- liðinn. Þar með sé það afgreitt. Guðrún Jóna segist aldrei hafa fallið á prófi, en vissulega þykja henni námsgreinarnar misjafnlega skemmtilega. Aðspurð segir hún að sér hafi þótt stærðfræðin erfiðust. Hún sé flókin, en samt ekkert leið- inleg. Uppáhaldsgreinar Guðrúnar Jónu eru tungumálin. Hún hefur náð góðum tökum á ensku, spænsku, þýsku, dönsku og sænsku. Þar af eru enskan og spænskan í mestu uppáhaldi. Guðrún Jóna á franskan vin, sem býr á Spáni, og það vekur áhuga á frönskunni. Hún hefur lært svolítið í frönsku af þess- um vini sínum. Tungumálakunnátt- una segist hún nota helst til að lesa sér til á Netinu. Guðrúnu Jónu lang- ar að leggja stund á háskólanám. Hún hefur hugleitt að læra spænsku við Háskóla Íslands og hefja námið í haust, þótt henni þyki skólagjöld upp á 45 þúsund krónur nokkuð erf- iður hjalli. Guðrúnu Jónu líst ekkert á að fara í fjarnám, segir að það henti ef- laust sumum en ekki sér. „Þá kynn- ist maður engum, en ég kynntist fullt af góðu fólki í FB,“ segir ný- stúdentinn Guðrún Jóna Jónsdóttir. Varð öryrki eftir líkamsárás, lýkur nú stúdentsprófi Enskan og spænskan eru í uppáhaldi Morgunblaðið/Árni Torfason Guðrún Jóna Jónsdóttir hefur afrekað það að ljúka stúdentsprófi, þrátt fyrir fötlun sína. Hún varð fyrir alvarlegri líkamsárás 15 ára gömul. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær fjóra fyrrverandi starfsmenn Iceland Seafood Int- ernational ehf. í Hafnarfirði af kröfum félagsins. Krafist var viðurkenningar á að starfsmönnunum væri óheimilt að ráða sig í þjónustu Seafood Union ehf. eða halda við slíkri ráðningu, hvort heldur sem launþegar, ráðgjafar, stjórnarmenn eða sjálf- stæðir verktakar eða taka á nokkurn annan hátt þátt í starfsemi þess félags til 30. júní 2005. Iceland Seafood krafðist þess ennfremur að við- urkennt yrði með dómi að mönnunum væri óheim- ilt að hagnýta sér á nokkurn hátt atvinnuleynd- armál og/eða trúnaðarupplýsingar í eigu félagsins sem vera kynnu í vörslu þeirra eða kynnu að kom- ast í þeirra vörslur. Einnig að staðfest yrði með dómi lögbann er sýslumaðurinn í Reykjavík lagði hinn 24. janúar 2005 við því að mennirnir réðu sig í þjónustu Sea- food Union eða hagnýttu sér á nokkurn hátt at- vinnuleyndarmál og/eða trúnaðarupplýsingar í eigu Iceland Seafood. Héraðsdómur segir í dóm- um sínum að ekki sé rétt hjá Iceland Seafood að mennirnir hafi látið skyndilega af störfum hjá fé- laginu heldur hafi þeir sagt upp störfum eins og þeim hafi verið heimilt. Með því að Iceland Sea- food hafi ekki greitt laun 15. janúar sl. né heldur eftir það og þannig ekki efnt meginsamnings- skyldu sína hafi félagið slitið ráðningarsamning- inn við mennina og ætti því ekki frá því tímamarki réttmæta kröfu til þess að þeir efni skyldur sam- kvæmt samningnum. Ákvæði hans um að sam- keppnishömlur, sem þar væru raktar, giltu eftir að ráðningarsamningur væri slitinn skorti nauðsyn- lega afmörkun og legðu óhæfilegt haft á atvinnu- frelsi stefnda og yrði því metið ógilt. Málið dæmdi Sigurður H. Stefánsson héraðs- dómari. Baldvin Björn Haraldsson hdl. flutti málin fyrir Iceland Seafood og Kristinn Bjarnason hrl. fyrir stefndu. Var heimilt að segja upp AÐSÚGUR var gerður að heimili manns í Reykjanesbæ á miðviku- dagskvöld þar sem einhverjir íbúar töldu manninn tengjast atvikum þar sem maður á rauðri bifreið hefur verið að reyna að lokka ung börn upp í bifreiðina til sín, og var m.a. eggjum hent í hús mannsins. Lögreglunni í Keflavík hefur undanfarið borist tilkynningar um allt að fjögur tilvik á tímabilinu frá 19. maí til 25. maí þar sem maður á rauðri bifreið hefur reynt að lokka börn upp í bíl sinn. Börnin sem orð- ið hafa fyrir þessu eru nemendur í Holtaskóla og Myllubakkaskóla. Lögreglan hefur nú staðfest að maðurinn sem aðsúgurinn var gerður að tengist málinu ekki. Málið er óleyst, en lögreglu hef- ur borist nokkuð af ábendingum sem nú er verið að kanna. Hvetur lögreglan foreldra til þess að brýna það fyrir börnum sínum að fara ekki upp í bifreiðar hjá ókunnugum, og óskar jafnframt eftir því að fólk tilkynni um grun- samleg atvik. Reynt að lokka börn upp í rauðan bíl í Keflavík RATSJÁRSTOFNUN gerir ein- staklingsbundna samninga við aðra starfsmenn en rafiðnaðarmenn og gerir engar kröfur um stétt- arfélagsaðild þeirra. Hvorki að þeir standi innan né utan stéttarfélaga, að sögn Ólafs Arnar Haraldssonar, forstjóra stofnunarinnar. „Þessir starfsmenn ráða því sjálf- ir hvort þeir ganga í verkalýðsfélag eða ekki,“ sagði Ólafur Örn. Í orðum Guðmundar Gunnars- sonar, formanns Rafiðnaðarsam- bands Íslands, í Morgunblaðinu í gær, kom fram að stofnunin krefð- ist þess að ófaglærðir starfsmenn stæðu utan stéttarfélaga. Frjálsir að því að vera í stéttarfélögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.