Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.08.1962, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 27.08.1962, Blaðsíða 1
Blaéfyv, 15. árgangur Mánudagur 27. ágúst 1962 30. tölublað Glœsilegt ferðatilboð Eimskipafélags íslands 16 daga vetjrarferð til 3. stórborga kr. 5000,00 — appihald, fæði, ferðahjálp osfrv. Ný vetraráætlun Óttar Möller, forstjóri Eimskipafélags íslands, boðaði blaðamenn á fund s.I. föstudag. Tilefnið var, að breytingar eru miklar á vetraráætlun Gull- foss, nóv.—marz. Forstjórinn ræddi um, að einnig yrði nú tekið upp betra upplýsingasamband við blöðin þannig, að almenningur fengi að fylgjast með starfi þess, áætlunum o.s.frv. Mestu breyting- ar í vændum eru þó hin glæsilegu ferðakjör, sem félagið býður nú upp á, sextán daga ferðalag og uppihald um borð í hinum glæsilega farkosti, viðkomu í þremur stórborgum,. en gjaldið fyrir allt saman röskar fimm þúsund krónur. Eftir að hafa lýst yfir ósk um betri og víðtækari samvinnu við blöðin og þess getið, að félagið væri ópólitískt og yrði áfram rekið sem slíkt bað Óttar Sig- urlaug Þorkelsson, hinn nýja biaðafulltrúa að taka til máls og iýsa betur væntanegum breyt- ingum á vetraráætlun skipsins. Sagði Sigurlaugur m.a.: Afráðið er að bjóða i vetur upp á ódýrar Skemnitiferðir með Gullfossi til Danmerkur og Skot iands, og ef aðstæður leyfa, til íleiri landa. Fæði — gisting Fyrirhugað er að á tímabiinu nóvember til marz í vetur verði einungis I. farrými skipsins op- ið fyrir farþega og þ'annig að- eins og boðið uppá hin fullkomn- ustu þægindi. Hinsvegar verða fargjöid lækkuð stórlega á þessu farrými, frá því sem er á sumr in, svo að þau verða ekki hærri en II. fáfrýmis fargjöldin eru venjulega. í erlendum höfnum verður skipið opið sem gisti- staður fyrir þá farþega, er ferð ast með (því fram og til baka. Þar fá þeir gistingu, fæði og þjónustu, allt innifalið í fargjald inu. Sérstaklega skal vakin á því athygli, að í engu verða rýrð þau þægindi, matur og drykkur, sem bezt eru yfir sum- artimann. Ferðalagið — kr. 5.100 Ferðunum verður þannig hag að, að brottför verður frá Rvík siðdegis á föstudegi og siglt til Kaupmannahafnar. Sú siglingar- leið er 3—4 sólanhringar. Skipið dvelur nálega viku í Kaupmanna höfn. Oftast er það þó svo, að Framhald á 8. síðu. Brug@ari í Reykjavík Birgðir upppantaðar fram í tímann Þegar vínbanniö stóö sem hæst hér fyrr á árum, var til stétt manna, sem haföi það aö atvinnu sinni aö svala þorsta samborgaranna, nefnilega bruggarar. Þá þótti það vænleg atvinna aö brugga og tóku bruggararnir oft á sig mikla áhættu viö að koma framleiöslunni í verö. Oft runnu laganna verðir á mjaöarþefinn og þá var ekki aö sökum aö spyrja. Verksmiðjan var gjöreyöilögö og eig- andinn dæmdur, en engu aö síöur var þó oftast hægt aö ná sér í „landa” meö fremur lítilli fyrirhöfn. ,,Ríki” og ein- staklingsframtak Síðan tók ríkið á ný að selja börnum sínum brennivín og lækkaði þá heldur risið á at- hafnamönnunum, sem létu það gerja í heimahúsum, eimuðu og seldu síðan sjálfir. Ekki hvarf þó „landaleitin“ al- Ungfrú ísland, María Guðmundsdóttir, var nýlcga kjörin ein aí 15 fegurstu konum hcims í keppni á Long Bcach í Kaliforníu. Sam- kvæmt fréttum mun María dvclja um stund ytra við tízkusýningar, Hefur hún gctið sér gott orð. j gjörlega úr sögunni og hafa sveitamenn sumir náð mikilli leikni í framleiðslu hans. Það er t.d. almælt, að hvergi sé unnt að fá slíkar dýrðarveigar sem fá má í Meðallandssveit, þ.e.a.s. hafi maður rétt sambönd. Hækkað verð — Bruggað Það hefur oftast verið fyrsta og síðasta úrræði ríkisstjórna að hækka guðaveigarnar í verði til að fá eitthvað í kassann og á tímum vinstri stjórnarinnar ríkti mikið blómaskeið meðal brugg- ara sem sáu sér leik á borði og Framhald á 7. síðu. Við bíðum enn- þá, Gísli f Mánudagsblaðið geymir þessa vikuna frekari greinar varðandi íþróttamálin, sem mjög hafa ver ið umtöluð hér síðustu vikur. Biður það þess. að Gísli Halldórs son, íþróttafultrúi borgarstjórnar meirihlutans, og þúsundþjala- smiður íþróttamannvirkja, komi með greinargóða skýringu 4 þeim mistökum og óbeinu skemmdarstarfsemi sem hálfkör- uð iþróttahús, vellir og sundlaug ar búa nú við. Sadistar gegna stöðum dyravarða Gestir veitingahúss rúmfastir eftir árásir starfsmanna þess Helztu kröfur sem geröar eru til dyravaröa viö veit- ingahúsið Þórskaffi, viröast vera aö þeir hafi til aö bera dýrslegan kvalalosta og fúlmennsku. Forráöamönnum veitingahússins hefur tekizt einstaklega vel aö veröa sér úti um slíkar manngeröir og hefur þeim veriö gefinn laus taumurinn viö aö misþyrma gestum. Oft hefur verið ritað um íram- komu stertimanna þeirra sem dyranna eiga að gæta, en hroða- legar lýsingar á aðförum þeirra virðast ekki gera mikið gagn, heldur þvert á móti. Segja marg- ir sínar farir ekki sléttar, eftir að hala vogað sér út til að skemmta sér, en hafa snúið til síþs heima, slá aðir og rifnir. Hættulegt að skemmta sér Fyrir nokkru var ungur mað- ur að skemmta sér í Þórskaííi og er leið að lokum dansleiksins, hugðist hann hringja á leigubíl úr síina staðarins. Eitthvað mun það haia dregizt áð hann iengi bllinn og brá hann sér stundar- korn frá símanum og ræddi þá m.a. við gæzlukcnu í iata- geymslu. Ekki taldi hún manninn í verra ásigkomulagi en svo, að hún laldi sér fært að halda uppi samræðum við hann. Er hann hugððist á ný ætla að nota sím- ann, voru komnir í hann amer- ískir herlögreglumenn af Kefla- víkurflugvelli og átti maðurinn orðaskipti við þá og í íullri vin- semd. Kom þá aðvífandi óein- kennisklæddur, íslenzkur lög- reglumaður. sem var í fylgd með þeim og krafðizt hann þess, að manninum yrði varpað á dyr. Ástæður fyrir beiðni þessari eru þó enn ekki ljósar, en annar dyravarðanna, Jón Pétursson, sem að aðalatvinnu er götulög- regluþjónn, og íullkomlega hefur nppfyllt ki-öíur þaci-, seni gerðar eru til dyravarða í Þórskaffi og þegar hefur verið lýst, dró rétt- mæti kröfunnar ekki. í efa og réðst á manninn, án þess að hafa á nokkurn hátt gert honum það ljóst með orðum, áð vera hans á veitingastaðnum væri óc£skile&,. Tók hann manninn hrottalegu hálstaki og hélt honum þannig, þar til hann var farinn að blána hæíilega í framan. Fékk gestur- inn þá losað sig og náð andan- um og. vogaði sér að spyrja um ástæðuna fyrir aðförum þessum. Spurningu hans svaraði Jón með því að þrífa í handlegg hans, fleygði honum endilöngum á gólfið, pústraði og barði. Tók hann síðan gestinn hálstaki á ný gekk með hánn’til dyra og varp- aði honuni háUipeðvitundarlaus- Um á dvr, heíur væntanlega ver- ið hróðugur mjög af þessu ein- stæða afreki ginu. Gesturinn fékk staulazt heim til kunningja síns. sem býr skammt frá skemmiistaðnum og lá þar nieð taugaáfall alla nótt- ina og fékk sig ekki hreyft. Eft- ir þessa minnisstæðu ferð á skemmlistaðinn, sem oft líkist meira æfingastöð hnefaleikara* lá hann rúmíastur í þrjá daga,' með bláan og bólginn háls, en auk þess höfðu föt hans skemmzt og víða uni líkamann hafði hann skrámazt til blóðs og marizt illa. Meira fjör Ekki hafði áðurnefndur Jón þd fengið sig íullsaddan af slags- málum þá vikuna, þvi l'áeinum. kvöldum síðar var rakari einn. hér í bæ á leið út úr Þórskaffi eftir að hai'a skemmt sér þar og: var hann lítið sem ekkert undir áhrifum áfengis. Hafði hann nóð í yfirhöfn sínai úr fatageymslu, er Jón kom að- víl'andi og spurði gestinn, hvoi'fe hann væri ekki á útleið. Rakar- anum mun hafa fundizt þettat Frámhald á 2. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.