Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.10.1962, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 22.10.1962, Blaðsíða 1
Slaé fyrir alla 15. árgangur Mánudagur 22. október 1962 36. tölublaS. Hvaðerbakvið boð flugfél.? Styrjöld í rafveiturmi Valgarð og lakob deila — 5 milljóna gróði eða kr. 2 millj tap — Everfi útundan — Sparnaður I bílum Stirðleikar eru nú miklir milli Jakobs Guðjohnsen, rafveitustj., og Valgarðs Thoroddsen, yfirverkfræðings, sem var aðalkeppi- nautur Jakobs um rafveitustjóraembættið á sínum tíma. Á deila þessi sér nokkurn aðdraganda, en undanfarið hefur verið mjög kalt milli þessaxa aðila, og lauk svo nýlega að Valgarð fór i frí. Bafmagnsveitústjóri hefur tekið illa á ýmsxmi nýmælum, sem yfir verkfræðingur hefur brotið upp á og jafnvel hrundið í framkvæmd, en þau nýmæli eru vafasöm, enda virðist Valgarð ekki hafa vaxið uppúr „stjóra“-starfinu í Hafnarfirði og er heldur smásmugulegur. Sænskir ómildir við trunaðarmenn ríkisins - Afstaða Islendinga vafasöm „Eftirlitsmaður opinberra starfsmanna í Svíþjóð (sivil ombudsmann) hefur ákveðið að hefja skuli málsókn á hendur tveimur starfsmönnum ríkisins fyrir embættisglöp i sambandi við ókeypis flugferð til Parísar fyrir jól. Þeir, sem málsóttir verða, eru sænski flugmálastjórinn, Henrik Vinberg, og yfir- maður flugeftiriitsins, J. E. H. Ljung, yfirverkfræðingur, en þrír aðrir sleppa með áminningu. Það var Gösta Ellhammar, yfirmaður leiguflugvélafélagsins Transair, sem fyrir jólin bauð nokkrum vinum og kunningjum, eins og hann sjálfur kallar þá, í flugferð til Parísar. Eftirlitsmaðurinn er nú búinn að ganga úr skugga um, að hér var um skemmtiferð að ræða, og heldur því fram, að ekk- ert réttlæti þátttöku opinberra starfsmanna. Ljung varð með í ferðinni að fengnu leyfi flugmálastjórans, en eftirlitsmaðurinn lítur svo á, að það leysi hann ekki undan ábyrgð. Með því að taka þátt í ferðinni hefur hann komið fram á þann hátt, sem líklegur er til að veikja traust almennings á embættisrækslu hans, að því er eftirlitsmaður heldur fram. Um Winberg flugmálastjóra segir eftirlitsmaðurinn að hann af vanhyggju hafi vanrækt skyldur sínar með því að gefa Ljung ieyfi til að fara. Það er skylda Winbergs að gæta þess, að und- irmenn hans taki ekki á móti hagstæðum ferðatilboðum, ef þau eru til þess fallin að veikja traust almennings, segir í greinar- gerð eftirlitsmannsins. erða þessir tveir ríkisstarfsmenn nú dregnir fyrir rétt í Stokkhólmi.“ Þannig hljóðar forsíðugrein í hinu kunna og áreiðanlega blaði Handels og Sjöfartstidende nýlega og hefur vakið verð- skuldaða athygli. Það myndi mörgum íslenzkum opinberum embættismanni renna kalt vatn milli skinns og hör- unds, ef svo væri tekið á málum eins og Svíar gera. Fjöldi opin- berra starfsmanna hér á landi láta ekki einungis bjóða sér í ferðalög með flugfélögunum hér heima, heldur krefjast alls uppihalds, víns og veiga, hótels og allskyns skemmtana í trausti þess, að þeir séu „boðsgestir" og fulltrúar hins opinbera. Það vakti ekki lítið umtal og skrif, þegar fjárveitinganefnd A1 þingsins stökk suður á Kaprí rétt áður en ákveðið var, hve mikinn styrk áti að veita til reksturs viðkomandi félags.. Á þeirri leið voru allskyns heimsfrægir staðir heimsóttir, sumir nefndarmanna gengu fyrir páfa — og veitti ekki af — en aðrir gengu á vit jarðneskra gæða. Ekki eru þær svo fáar aðrar nefndirnar, sem notið hafa aðstöðu sinnar og „þegið“ boð og ferðalög hjá hm um mörgu aðþrengdu félögum, sem þurft hafa á eðlilegri opin- berri aðstoð eða ívilnun að halda. Allir muna þá daga, þeg- ar „ráðsmennirnir" við Skóla- vörðustíg voru í öllum boðum stjórnar og einstaklinga, og urðu margir að leita sér læknis til að halda heilsu vegna slíkra veizlna. Framkoma Iðgreg'uyfirvald anna við lögregluþjóna Höfuðstaðiirinn að komast í öngþveiti — Borgarstjórnin daufhevrist við kröfum um urbætur - Hættulegt ástand Sennilega hefur ekkcrt blað ymprað á því oftar en Mánu- dagsblaðið, hve illa lögregluþjón nm er greitt kaup og hinni beinu afleiðingu þess: Of fáir lög- regluþjónar, öryggisleysi borg- aranna og meiri afbrot. Nú er svo komið, að jafnvel Morgun- blaðið hefur tekið eftir því, að ekki er allt með felldu. Nýlega var auglýst eftir nýj- um lögregluþjónum, allt að tutt- ugu mátti ráða, en aðeins tveir sóttu um, þótt hvorugur 'hefði tilskilda hæfileika til að sinna verki lögregluþjóns. í dag er Reykjavíkurborg og lögreglulið hennar þannig, að útilokað er að sinna öðru en „fylliríis“-vandamálum og heim- ilisköllum, þegar einhver borg- arinn er í hættu á heimili sínu vegna ölæðis annars. Eftir mið- nættí -4A-‘ ,!<w-«e1iibiónar menn og aðrir misindismenn leika lausum hala í miðbænum. Því hefur óbeint verið borið við, af hálfu lögregluyfirvald- anna, að þetta ástand megi bein- línis rekja til mannfæðarinnar, og vissulega er hér um höfuðá- stæðu að ræða. Hins vegar er einnig hægt að fullyrða, að af hálfu lögreglu- yfirvaldanna og borgaryfirvald- anna hefur ekkert verið reynt til þcss að draga úr þessum vand ræðum, en þó eru brautir fær- ar til þess ef vilji er fyrir hendi. Á hverjum degi má sjá marga fíleflda lögregluþjóna rölta um aðalgötur bæjarins og alls staðar þar, sem stöðumælar hafa verá5 settir upp, með litla bók í stór- um höndum og rita niður númer þeirra, sem ekki greiða mæla- r v • Vi aÍMfnHa leið verið reynd, eins og í næstu löndum, sem við slíka erfiðleika eiga að stríða, að ráða nokkra kvenlögregluþjóna, sem sinnt gætu þessu „pössunarstarfi“ frá kL 9 f.h. til kl. 7 að kvöldi. Svona einföld er sú ráðstöfun, scm leysa myndi margan kapp ann af hólmi til meira aðkallandi starfa í borg með yfir 70 þús- und íbúa og nálega óleysanlega starfi, en notkun opinberra bif- reiða hjá „fyrirtækinu" vakti al mennt hneyksli um alla borgina. Rafveitustjóri átti hinsvegar erf itt um vinsældir um tíma, ekki vegna sjálfs sín hann ervinsæll maður, heldur hins mikla hóps ættingja, sem safnaðist inn á stofnunina, og þó einkum einn þeirra, ómenntaður, sem nálega tók við völdum um stund. Varð rafveitustjóri aFmiög fvrir bnr* Fr-i ■f> < ðu Þetta ástand ræður enn ríkj- um hjá fyrirtækjum og einstak- lingum. Mönnum í trúnaðarstöð- um ríkisins og bankanna er boð ið hvert, sem þeir vilja, ef þeir reynast hlynntir viðkomandi „bjóðendum“ í þeim málum, sem peim mest liggur á hjarta. Raunverulega er þetta ekki ann að en kúgunarstarfsemi af hálfu opinberra starfsmanna. Engin eðlileg viðskipti milli opinberra aðila í trúnaðar- og áhrifastöð- um, geta átt sér stað, ef boð og ferðalög eiga að vera fyrirrenn ari allra skipta. Við skulum ekki gera okkur neinar grillur um það, að hér sé um vináttuboð að ræða, sem félög þessi geri bara „í góðum anda“ gagnvart þessum mönnum. Síður en svo. Öll þess boð hafa geysileg áhrif á þau „fríðindi", sem félögin njóta, og ekkert er eins öruggt og að skemmta miðaldra manni, sýna honum gull og græna skóga, eins og Skrattinn Kristi á sínum tíma, og stinga því um leið að honum, að ekki væri verra, þótt hann greiddi þess ari styrktartillögunni sitt jáyrði, þegar sá tími kæmi. Gallinn er bara sá, að við eigum svo fáa, sem hafa styrkleikann, sem þama þarf. Boðsferðir þessar hafa kastað almennri ótrú á störf þeirra nefnda, sem þegið hafa gylliboð hinna ýmsu félaga. Þessar nefnd ir eru trúnaðarnefndir þingsins, sem þjóðin verður að treysta í hvívetna. Þegar þær í heild, ein staklingar innan þeirra, og svo einstakir þingmenn, fulltrúar í stjórnarráðinu eða aðrar hátt settar persónur í trúnaðarstöðum eru famar að þiggja þessi boð, þá er mælirinn orðinn fullur og tími til kominn að grípa i taum ana. Svíar, eins og aðrar menning arþjóðir, sjá ósköp vel, hvað liggur bak við þessi boð. Við sjáum það líka. Én, því miður eru Svíar og aðrar þjóðir, þeim mun heiðarlegri en við, að þir þola ekki, að embættismenn þeirra, sem einstaklingar, láti al menning missa trú og traust á embættin, vegna þess að starfs- mðnnum er boðið í lystireisur út um landsbygginða eða í önn- ur lönd. , Þesu verður að hætta, ella al- mennt kapphlaup hefst milli fyr irtækja, og það vinnur, sem bezt getur boðið. UMBROT Yfirverkfræðingur Thoroddsen hefur vikið burtu ólaunaðri bygginganefnd, sem rafveitan kom á stofn fyrir löngu og hefur þótt ærið heppin og nauð- synleg til að ráða fram úr hin- um ýmsu byggingarmálum raf- veitunnar t.d. spennustöðvum o. s. frv. og vill, gjarnan hlutast til þess arna sjálfur, eins og var í Hafnarfirði. Hefur þetta mælzt illa fyrir hjá starfsfólki, enda góð raun af nefndinni. SPARNAÐUR I enhverju „sparnaðarskyni", SÖLUBÖRN Ef þið viljiö láta aka blaðinu til ykkar í úthverfi bæjarins, þá gerið afgreiðslunni aðvart. Okk- ur vantar sölubörn í mörg út- 'iverfi. sem ekki hefur heldur þótt heppilegt, réð Valgarð ekki ti) sín fólk i sumar, þegar leyf voru, en þetta hefur valdið slíkri ringulreið í deildum, að unnið er nú í aukavinnu og á sunnudögum til að fá botn í þau mál. Skipti yfirverkfræðingur- inn forustumönnum við hin ýmsu verkefni, svo að allt er komið þar í eindaga. BÍLAR — ÆTTINGJALIÐ Hinsvegar hefur Valgarð gætt þess vel, að starfsfólk legði bif- reiðum stofnunarinnar að loknu Framhald á 5. síðu. 2 - Nú er sumarið liðið hér, en suður í löndum eru sjóböð og íþrótt- ir enn í fullum gangi. Hann liefur það ekki amalegt „skíða“- garpurinn þessi, og vonandi missir hann ekki jafnvægið. íslenzkar eiginkonur vekja athygli hjá S.Þ. Þegar allsherjarþing S.Þ. í New York var sett síðast vakti það mikla athygli, að að baki íslenzku fulltrúanna tveggja — af fjórum — sátu eiginkonur þeirra, bless- aðar dúfurnar. Guðmundur I. og Jónas Rafnar voru einu fulltrúarnir á þinginu, sem töldu betra, að konur þeirra væru með, en ýmsir aðrir fulltrúar tóku aðeins með einkaritara sína. Vitanlega má telja, að þessir góðu menn Bafnar og Guðmundur hafi gert þetta í sparaað- arskyni, því „ódýrara búa hjón en einstaklingur“ eins og bezt sannaðist, þegar nokkrir þingmenn okkar tóku ltonur sínar til Eondon, Bonn og Parísar — til að þvo af sér undirföt, svo ekki færi gjaldeyrir í slíkt. En eiginlega datt engum í hug, sem sáu blessaðar ís- Ienzku frúrnar að baki maka sinna, að heim^ á hótellier- jergjunum þeirra £ New York biðu „Sparr“-pakkar og blikkbalar, og þær hefðu aðeins sltroppið „niður á þing“, rneðen so'dcar og nærbræltur lágu í bleyti!!! 4

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.