Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.12.1962, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 17.12.1962, Blaðsíða 1
15. árgangur Mánuðagur 17. desember 1962 44. tölublað. hernám austantjalds Liður í yfírgripsmiklu starfí — Stóraukinn áróður — Deildir áminntar Blóðugur bardagi í Þérscafe Lögregluþjónar og fjöldi síldarsjómanna á vígvell! v — Herða verður eftirlitið Xil tíðinda dró s.l. fimmtudagskvöld í Þórscafé, en þá börð- ust þar sjómenn og um fimmtán fílefldir lögregluþjónar. Til- drögin til þe&sa mikla bardaga átti blaðið erfitt að finna, en aðdragandi mun hafa verið sá, að tveim sjómönnum varð sund- urorða inni í sal, og hugðust gera upp mál sín utan dyra. Dregur til orustu Þegar þangað kom hófust slagsmálin, og var þá lögreglan kölluð. Aðrir sjómenn, flestir utanbæjarmenn, tóku þátt í vígaferlunnim cg ætluðu, eins og oft er siður, að ná þessum tveim félögum sínum úr hönd um lögreglunnar. Töldu þeir sér þetta létt verk eins og úti í þorpunum, þar sem lögreglan er liðfá, og oft auðunnin ef fjölmenni sækir að. Ifandtaka og sektir Þessi tilætlan bar þann árang ur að lögreglan fjölmennti á staðinn og börðust um tíma fimmtán einkennisklæddir við Framhald á 8. síðu. Kennaralið og listamenn — Hvað gera andkommar Það hefur átt að vera leyndarmál, en vissa er nú fengin fyrir því, að ýmsir ung-kommar. sem stunda nám í austantjalds- löndum, hafa haft hermennsku ýmsa að aðalnámi. Hafa þessi piltar lært áróður, skemdarverk, allskyns lögregluaðferðir, sem lögreglan þar brúkar. og jafnvel „uppreisnarfræði“, þótt þau komi vart að notum meðan þjóðin hefur vit á að vera í banda- lagi við vestrænar þjóðir. Vilja kommúnistar að til séu menn innan fylkingarinnar, sem gott skyn bera á þessi fræði, svo hægari verði heimatökin, þegar þjóðin biður flokk þeirra um að taka forustuna. SVIK BRYNJÖLFS Reyndar er þetta hluti af löngu prógrammi kommúnista allstaðar um heim, þar sem þeir hafa ekki getað náð völdum með bolabrögðum. svikum morðum eða uppreisn valinna og lærðra hryðjuverkamanna. Hafa Islendingar fengið smjör þefinn af þessum verkrjaði þ.e. Er það satt. að herra Ingimar Erlendur Sigurðsson, blaðamað ur Morgunblaðsins, sá sami er átti í höggi við Sigurð A. Magnússon, skáld, taki nú við ritstjórnfrjálsrar þjóðar? fyrri hlutanum þegar skamm- sýnir „hægri“ menn fengu Brynjólfi Bjarnasyni hugsjóna ættjarðarsvikar, menntamálin í hendur en hann fyllti öll veiga- mestu embætti, sem undir menmtamálaráðherra heyrðu, kommúnistum eða nábleikum fylgismönnum þeira. KENNARAR — FtvarpsAróður Er nú svo komið, að mikill hluti kennarastéttarinnar cg nær allir leiðtogar hennar eru kommúnistis'kir idealistar, sem auðvitað hafa sin áhrif á hugs uriarhátt æskunnar, sem þeim er trúað fyrir. Útvarpið, eitt magnaðasta áróðurstæki i ver- öldinni, er í höndum komma, þótt stertimenni séu þar í fyrir sæti, sem kunna vel til veizlu fagnaðar, ómerkilegra ræðu- 1 halda og kokkteilboða. Allt. sem lýtur að áróðri, lævísum skýringum á heimsviðburðum, er í höndum atvinnukomma, sem fyrr myndu svíkja land en sálufélaga sína eystra. LISTAMENN Ekki má heldur gleyma lista- Samvinnubankinn til Keflavíkur Bankaútibúin í Reykjavík óþolandi Bankaútibúaplágan hér í Reykjavík er nú komin á það stig,að hún er að verða hlægileg. Heita má að útibú séu á hverju horni og nú síðast í einu kvikmyndahús- anna. Auðvitað vita allir sem viðskipti hafa við þessar stofanir að þar er lítið um fé, þótt leggja megi stórfé í afgreiðslustaði fyrir útbúin. Hinsvegar er minna hugsað um þorpin úti á landi. 1 Keflavík t. d er aðeins einn sparisjóður, stálheiðarleg- ur, en rckinn á gamaldags hátt. Talið er að nýi Sam- vinnubankinn láti það verða sitt fyrsta verk, að bygja þar útibú, og má heita að þar sé þörf fremur en ann- arsstaðar. Hinir bankarnir ættu að svipast um eftir öðrum þorpum í þessu skyni. mönnum, sú stétt og deildir inn an hennar hafa kommúnista í nær öllum embættum sem nokkurs eru virði. Vissulega láta þeir listamenn, sem telj- ast til annarra flokka, fá þar tyllistöður og nokkur fjárráð, I en það er aðeins skammgóður vermir, og bak við tjöldin er markvíst stefnt að sama marki 1 og austantjalds. ÍSLENZKUR BARNASKAPUR Sakleysi, barnalegt sakleysi, skammsýnna íslenzkra stjórn- málamanna er að koma þjóðinni í koll. Kommar eru orðnir ógn valdur og hafa nú meiri áhrif á skoðun almennings en aðrir flokkar. Kommar brjóta upp á málefninu, hamra það í gegn, dag eftir dag, en aulabárðar, sem svara eiga. telja það ann- að hvort óþarfa eða geta það ekki. Þessvegna er málgagn kommúnista gildur umræðuað- ili í íslencíkum stjórnmálum, í stað þess að vera utangarðs- flokkur, sem hinir ekki svöruðu né tækju nokkurt tillit til. En öll þeirra mál hljóta beztu kynningu hjá útvarpinu, höfuð- Vígi þeirra á Islandi, en stjórn- armálin og málefni þeirra flokka sem kommum eru and- 1 stæ'ðir, fá skjóta og lélega af- greiðslu. HRAKFARIR MOGGANS Nú er flokksvélim að undir- búa æskumenn, sem auðvitað hljóta styrki ríkisins, til þess að læra hinar verklegu hliðar á alræði kommanna. Þessir blessaðir vitmenn okkar sjá ekki hvert er stefnt, því hversu mjög sem austanlínan hlykkj- ast, þá verður Kommum hér ekki hált á því að fylgja henni. Mogginm reyndi um dag inn að ljóstra upp hinu mesta samsæri komma og Framsókn- ar. Þetta var gott að heyra, en síðan hefur Þjóðviljinn og Tím inn hlegið þetta málefni af Mogganum, og snúið út úr fyrir honum, svo að lokum eftir litla og ómerkilega sókn, þagnaði uppljóstrunarliðið og snéri sér að öðru. Framhald á 8. skfa. fslenzkar flugfreyjur - Nr. 3 • s ............................................ ^ ' \ \1 ; j ***** --,-rr—;nrfiiiif-rrrn^Mwrnw- • Jólaannirnar eru nú í fullum gangi, og þá ekki sízt lijá Flugfélagi Islands, sem jafnan verður að auka starfsemi sína að mun um þetta leyti, því nú er skólafólkið að fara heim í jólafríið, sumt út á Iand, annað hingað til Reykjavíkur, en F.I. liefur undanfarin ár veitt þessu unga unga fólki sérstök kjör og mælzt vel fyrir. í>á hefur jólasveinn Flugfélagsins víða farið og glatt börnin úti á landsbyggðinni. A skrifstofum Flugfélags Islands fundum við ungfrú Hrafn- hildi Schram, taltuga flugfreyju, sem til starfa tók hjá F.I. 1. maí s.I. Hrafnhildur sem er dóttir hjónanna Unnar og Karls Scliram, útskrifaðist úr Kvcnnaskólanum 1958 en hcfur síðan víða dvalizt, fyrst í Englandi við enskunám, síðan ár í Frakldandi þar sem hún lærði þá göfugu tungu, síðan skrapp hún aftur til Englands og loksins til Kaupmannahafnar. en hvarf síðan heim fyrir tæpu ári. Hrafnhildur er ljós yfirlitum, lagleg og vel vaxin, hefur áhuga á frönskum bókmenntum,ballett, leiklist og ýmsum listgreinum, les jafnvel indverska dulspeki í tómstundum sínum og langar til að sjá Gunnar Dal. — Uppáhaldið hennar í leiklistinni cru dramatísk verk.enþað mun þykja frétt til næsta bæjar, að á „E.gilsstaðarútunni“, (fluginu). þegarlítið er að gcra les ungfrúin stundum Camus, en það munu fáir gera með Vatnajökul undir fótum sér o.g norðurhálendið og Atlantshafið á lilið. Hrafnhildur er geysiánægð í starf- inu, en myndin er tekin fyrir framan hinn nýjafána F. 1., sem nú er tekinn í notkun. i

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.