Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 18.08.1963, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 18.08.1963, Blaðsíða 1
\ | Vatn selt og endurselt í Reykjavík j ! i 30. tölublað. Mánudagur 18. ágúst 1963 16. árgangur Drama við Dettifoss: íslenzkur heildsali í villum í óbyggðum Afrek Eiríks Ketilssonar og madamoiselle — Ein í niðaþoku — Fór til bjargar — Leitarflokkur gerður út — Komin til byggða. Í hinni andríku bók, borgarrcikningunum, á bls. 152, stendur, að Vatnsveita Reykjavíkur haíi selt vatn til skipa fyrir kr. 75.724,00; á bis. 307 í sama heimildarriti stendur að Reykjavíkurhöfn hafi selt sama vatn fyrir kr. 1.328.634,95, og lætur þar nærri, að um 1800% álagningu hafi verið að ræða. Það kostar höfnina kr. 1.077.435,10 svo að gróðinn verður ca. 400 þúsund, sem er undravert. Einhvern veginn verður manni að halda, að einhver „leki“ sé einhvers staðar. Burtu með verðlagsskrifstofuna Úrelt fyrirkomulag morar af kommum Fleiri villast nú í óbyggðum en Sigga og Ljómi, þótt ekki haji verið gerð eins ýtarleg leit að þeim, sem minni villur fóru. Blaðið DAGUR á Akureyri flytur okkur þá frétt 14. ágúst síðastliðinn, að austur við Dettifoss hafi farið villur miklar Eiríkur Ketilsson, kunnUr heild- sali úr Reykjavík og ,,ung, fögur“ frönsk stúlka, sem er auk þess fegurðarfrœðingur. Riddaramennska Málavextir eru þeir, að dag- inn áður (þann 13. þ.m.) lögðu þau Eiríkur af stað frá Reyni- hlíð áleiðis til Húsavikur, en þar átti hin fagra dis að kenna innfæddum nokkra punkta í snyrtingu. Á leiðinni Reykjavík — New York á fimm klst. PanAm tekur upp „þotu”-áætlun Ferðatíminn milli fslands og annarra landa styttist sifellt, og á næstunni verður aðeins fimm klukkustunda flug til New York frá Reykjavík, en til London 2V2 stund, svo ekki "é talað um Prestwick, en þang- að skjótumst við á IV2 stund b.e.a.s. ef við fljúgum með Pan American, sem hefja í október þotuflug milli New York og London með viðkomu á Kefla- víkurflugvelli. Samkvæmt upplýsingum full- trúa Pan Am á Keflavíkurflug- velli verður það DC8 flugþotan, 'em annast þetta áætlunarflug ■ staðinn fyrir DC7, sem til bessa hefur flogið þessa leið. T’otur frá Pan Am hafa auð- vitað oft komið við á Kefla- vikurflugvelli, en aðeins til þess að taka eldsneyti, en petta er fyrsta áætlunarflug félags- ins með þotu. DC8 vélarnar vega fullhlaðnar 143 þús kg. og bera 125 farþega, en meðalhraði þeirra er um 850 km. Fargjöld verða kr. 6758 aðra leiðina New York — Reykjavík, en 16.643 báðar. Þá verða yfir vetrarmánuðina svokölluð „21 dags fargjöld“, og kostar þá aðeins kr. 10.197 fyrir Reykjavik — New York og til baka. Fargjöld milli ís- lands og Bretlandseyja verða hin sömu og hjá íslenzku flug- félögunum. mun Eiríki hafa þótt þjóðráð, að sækja heim Dettifoss og gefa þeirri frönsku eitt solid dæmi um íslenzka náttúru uppá sitt hrikalegasta. Svo bölvanlega tókst þó til, eins og einatt í íslenzkum náttúrumálum, að veðráttan vildi ekki bekenna landkynninguna og steypti yfir þá ferðala,nga svörtustu þoku. Náttúruaðdáun Eiríkur, ætíð hinn riddaraleg- asti, þegar kvinnur eru í nauð- um, brá sér frá bifreið sinni og hugðist skyggnast um nokk- uð og finna leið til byggða. Ekki tókst þó betur til en svo, að hann fór villur og hvarf æ lengra frá bíl sínum og madam- oiselle, sem eftir beið. Þegar útilokað var, frá sjónarmiði meyjunnar, að Eirikur myndi aftur hverfa, tók hún að þeyta flautu farartækisins, þannig að Eiríkur mætti átta sig og ganga á hljóðið. Enn leið löng stund, og fór þá stúlkunni að leiðast, og lagði af stað ein síns liðs frá bifreiðinni, þræddi veginn eftir föngum. Madamoiselle fundin Þegar hún átti um það bll 10 kílómetra eftir að Reynihlíð, bar þar að fólk í bifreið og barg 4 k ! ! „Stromp"-æf intýri Kletts j algjðrlega misheppnað 2 miHjónir i ekkert — Burt eða árbætur Nú hefur hin kunna ólykt- arverksmiðja að Kletti eytt krónum tveim milljónum í að byggja hæsta stromp á Is- landi, 75 metra háan. Var það ætlun hinna þjóðhollu, sem verksmiðjunni ráða, að með þessum mikla og dýra strompi myndi Iyktin leita til himna og þjáðir borgarbúar ekki vita af þessu milljónafyrir- tæki, sem staðsctt er mitt á meðal þeirra. Strompurinn er tekinn til „starfa“ — — — hin góð- kunna lykt svífur fyrir vitum AbLRA borgarbúa nú, því i stað þess að útiloka Iyktina, þá dreifir strompurinn henni um allan bæinn í einu í stað þess að hrjá aðeins hluta af honum, eins og áður var. Eig- endur Kletts telja Reykjavík standa í einhverri þakkar- skuld við sig, að þeir skapi okkur slikan gjaldeyri og því- líka velmegun, að lyktar- ómyndin sé ekki annað en réttmæt fórn. Sannleikurinn er sá, að einstæð þrákelkni og nautsháttur er orsökin til þess, að mikill kostnaður, en enginn árangur hefur orðið af tilraunum Kletts til að losna við óþverrann. Reykja- vík er ckki síldarþorp, né sér- staklega byggð fyrir það að framlciðsla eins og Kletts verði ævarandi skammarblett- ur á henni. Það er kannske skiljanlegt að eigendum Kletts finnist þcssi ólykt .heimilisleg* og vilji, að sem flestir njóti sömu lyktar og eflaust er að finna hjá þeim, en við getum fullyrt, að flestir Reykvíking- ar eru orðnir full-þreyttir á þessum skrípaleik verksmiðj- unnar í baráttunni við jafn einfalt mál og þetta. Þeir hafa til þessa hundsað allar uppástungur um að not- færa sér þekkingu þess manns Framhald á 4. síðu. I i ! ! henni til mannabyggða. Sagði hún farir sínar ekki sléttar og kvað hetju sína eina úti í niða- þoku, yfirgefna og eina síns liðs, en úthlaupsmenn og illvirkjar margir á heiðum uppi, er skaða myndu byggðamenn, ef þeir fengju því við komið. Leit Péturs í Reynihlíð Pétur í Reynihlíð, vaskur maður og vanur öræfum og slarkferðum, brá skjótt við og safnaði liði, og riðu þeir þegar af stað út í óvissuna að leita kaupmannsins. Þegar þeir um Framhald á 4. síðu. Það spyrja margir hve lengi ríkið ætlar að burðast með hið svokallaða verðlagseftirlit? Raun- verulega er þetta aðeins einskon- ar uppbótaratvinna fyrir komm- únista, því forustan gerir líiið annað en ofsækja kaupmenn, undir yfirskini embættisstarfa. Einhvem veginn minnast margir þess, að einn af yfirmönnum Verðlagsskrifstofunnar bafði með Dentalíu að gera einu sinni, og var þá einstaklega heppinn í öll- um viðskiptum. Þá er annar gamall framboðsmaður kommún- ista og hefur svarið þess eið að kollvarpa núverandi stjóraskipu- lagi. Engu er líkara en aðalsport þessara manna sé að ofsækja kaupsýslumenn, leita uppi ,vitni“ og senda síðan árangurinn f Sakadómara. Þetta er göfug liug- sjón, en orðin alveg óþörf nú í dag. Ríkinu ber engin sk'ylda að veita kommúnistum atvinnu. Að hætti annarra Ianda ætti heldur að bægja þeim úr embættum, þótt velmegunin nú útiloki al- varlegar ráðstafanir gegn þeim. Það verður hver ríkisstjórn og hver flokkur fullkcyptur af því að ala svona snáka við brjóst sér. Vita allir, hversu fara myndi, ef þeir næðu undirtökunum i þjóðfélaginu. ER það satt, að nokkrir stór- hcildsalar, undir forustu Frlð- riks í Islenzk-erlenda, ætli að stofna mannvinarsjóð handa Unnsteini Beck til að lækka opinberu gjöldin sín? Ava Gardner hefur ekki sézt mikið í kvikmyndum und- anfarið, en þó hefur hún ekki verið alveg aðgerðarlaus og tekið mikinn þátt í nætur- og selskapslífii í Mexíkó, Spáni, Italíu og víðar, enda hrífst hún af íbúum þessara þjóða meira en öðrum, síðan hún skildi við Frank Sínatra. Myndin að ofan er af Gardner í einu af síðustu hlut-" verkiun hennar. ' 1 - . I V

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.