Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 14
14 B FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar Þ essi árlega þolaksturskeppni fer þannig fram að öllum keppendum er raðað upp á ráslínu, sitjandi á torfæru- hjólum sínum með dautt á vél. Þeg- ar flaggað er til leiks ræsa kepp- endur vélarnar og þeysa af stað á 17 kílómetra langri braut sem lögð er í stóran hring um landslag svæð- isins, sem samanstendur af gígóttu graslendi í bland við gljúpan sand og hvasst hraun. Ekið er í 6 klukkustundir samfleytt og sá sigr- ar sem flesta hringi ekur. Auk ein- staklingsflokks er keppt í tvímenn- ingsflokki en þá skiptast tveir ökumenn á að keyra. Um 400 keppendur mættu til leiks Mótið fór fram í landi Efri-Víkur við Kirkjubæjarklaustur. Kjartan Kjartansson, kennari á Kirkjubæj- arklaustri, á veg og vanda að þessu alþjóðlega móti sem fór nú fram fjórða árið í röð. Um 400 kepp- endur frá 4 löndum mættu til leiks, en vel á annað þúsund manns sóttu svæðið, nutu veðurblíðunnar og fylgdust með sleitulausri 6 tíma baráttu. Svíaslagur um forystuna Yamaha-liðið með þá Micke Frisk frá Svíþjóð og Brent Brush frá Bandaríkjunum innanborðs tók strax forystu og leiddi keppnina framan af. Micke var að keppa í sitt þriðja skipti en Brent hefur einu sinni áður keppt á Klaustri. Hus- qvarna-liðið, skipað Svíanum And- ers Eriksson og Bretanum Tony Marshall, fylgdi fast á eftir, gaf Yamaha-liðinu aldrei færi á að kom- ast frá þeim og náði forystu á köfl- um. Þriðja parið sem blandaði sér í baráttuna samanstóð af þeim Ed Bradley frá Bretlandi og Einari Sverri Sigurðarsyni á KTM. Tryggði sigurinn í síðasta hringnum Hart var barist á hverri sek- úndu og slegist um aksturslínuna í hverri beygju allar þær sex klukku- stundir sem keppnin stóð yfir. Þegar kom að lokahringnum höfðu Micke og Brent 10 sekúndna forystu á Anders og Tony. Brent var lurkum laminn eftir harða byltu og Micke varð því að keyra síðustu 3 hringina sjálfur. Micke þurfti að taka örstutt eldsneytishlé og And- ers nýtti sér það til að taka foryst- una. Anders, sem hefur verið at- vinnuökumaður hjá Husqvarna- liðinu síðustu 9 ár og á að baki 7 heimsmeistaratitla í þolakstri, keyrði lokahringinn af miklu öryggi og leyfði engum að ógna sigrinum. Dauðuppgefinn kláraði Micke keppnina í 2. sæti, töluvert á eftir Anders, og Ed Bradley og Einar Sigurðarson áttu 3. sætið nokkuð öruggt. Husqvarna sigraði á Klaustri Um síðustu helgi var eitt allra stærsta akstursíþrótta- mót landsins haldið á Kirkjubæjarklaustri. Um 400 keppendur frá 4 löndum komu saman til að keppa í þol- akstri á torfæruhjólum en áætlað er að í heild hafi hátt í tvö þúsund manns mætt á svæðið. Bjarni Bærings fylgdi straumnum á Klaustur og gerir hér mótinu skil. Micke Frisk á Yamaha sprengir hjólið út úr moldarbeygju. Ragnar Ingi, Íslandsmeistari í mótorkrossi, í botngjöf á Klaustri. Úrslit Tvímenningskeppni Anders Eriksson (SE) og Tony Marshall (UK), Husqvarna Brent Brush (USA) og Micke Frisk (SE), Yamaha Ed Bradley (UK) og Einar Sverrir Sigurðarson, KTM Markus Olsen (USA) og Haukur Þorsteinsson, Kawasaki Ragnar Ingi Stefánsson og Reynir Jónsson, Honda Gunnlaugur Björnsson og Valdimar Þórðarson, Yamaha Kári Jónsson, TM og Ágúst Már Viggósson, Honda Gunnlaugur Karlsson og Helgi Már Gíslason, KTM Bjarni Bærings og Jóhannes Már Sigurðarson, Honda Árni Stefánsson og Gunnar Sölvason, Kawasaki Einstaklingskeppni Jóhann Ögri Elvarsson, KTM Pétur Smárason, KTM Ragnar Kristmundsson, TM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.