Morgunblaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 171. TBL. 93. ÁRG. MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Hreyfir sig daglega Allt er betra en hreyfingar- leysi | Daglegt líf Fasteignablað og Íþróttir Fasteignir | Sérbýlið áberandi við Rauðavað  Fasteignamarkaður á fleygiferð Íþróttir | FH-ingar áfram á sigurbraut 15 ára stúlka setti Íslandsmet í sundi  Auðunn vann sinn fyrsta sigur ÞAÐ var tilfinningaþrungin stund þegar lögð voru blóm á flak Egils rauða til minningar um þá fimm skipverja sem fórust í strandinu. Athöfnin fór fram undir Grænuhlíð við Ísa- fjarðardjúp, þar sem Egill rauði strandaði fyrir rúmum 50 árum. Skipbrotsmenn og björgunarmenn hittust á fornum slóðum og var ýmislegt rifjað upp, sem legið hefur í þagnargildi í hálfa öld. Frá vinstri: Guð- mundur Arason skipverji af Agli rauða, Steinn Jónsson skipverji af Austfirðingi, Jógvan Larsen sonur Hilmars Larsen sem var skipverji á Agli rauða, Axel Óskarsson og Tórálvur Mohr Larsen skipverjar af Agli rauða. | 6 Ljósmynd/Þorsteinn J. Tómasson Tilfinningaþrungin stund á flaki Egils rauða Washington, Mosul. AFP. | Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, stað- festi í gær að bandarískir embættismenn hefðu átt fundi með leiðtogum skæruliða í Írak en breska blaðið The Sunday Times hafði í gærmorgun greint frá þessu. Rums- feld vildi hins vegar ekki gera mikið úr þessum fundum, sagði að menn væru alltaf að reyna að fá andstæðinginn til að breyta háttum sínum. Sunday Times sagði að háttsettir bandarískir embættismenn hefðu fyrr í þessum mánuði tví- vegis átt fundi með leið- togum skæruliða í Írak, þ. á m. fulltrúum Ansar al-Sunna-samtakanna, en þau eru sögð hafa tengsl við al-Qaeda-hryðjuverkasamtökin. Útsend- arar Jórdanans Abu Musabs al-Zarqawis, en samtök hans hafa lýst á hendur sér ýmsum af verstu ódæðunum í Írak undanfarna mánuði, hefðu þó ekki verið á fundunum. Meira en 35 féllu í árásum Donald Rumsfeld neitaði því alfarið að þessir fundir þýddu að reynt yrði að gera samninga við hryðjuverkamenn. „Það er enginn að semja við Zarqawi eða þá menn sem stunda það að höggva höfuðið af fólki,“ sagði hann. Ansar al-Sunna-samtökin neita fyrir sitt leyti að hafa staðið í einhverjum samningaviðræðum við „krossfara eða „trú- níðinga“ en yfirlýsing þeirra birtist á Netinu. Blóðugt ofbeldi heldur áfram í Írak en í gær biðu að sögn BBC a.m.k. þrjátíu og fimm manns bana í sjálfsmorðsárásum í borginni Mosul og nágrenni hennar. Hafa átt fundi með skæruliðum Donald Rumsfeld HÁLFT ár var í gær liðið frá náttúruham- förunum í Indlandshafi en þær kostuðu að minnsta kosti tvö hundruð þúsund manns lífið í löndum bæði í Asíu og Afríku. Voru af þessu tilefni minningarathafnir víða um heim enda komu fórnarlömbin hvaðanæva. Á myndinni sjást nokkrir drengir bíða í bið- röð í bænum Vakarai, um 280 km austur af Colombo, höfuðborg Sri Lanka, eftir því að fá að berja augum sýningu á braki úr hús- um er eyðilögðust í flóðbylgjunni. | 9 AP Hálft ár frá flóð- bylgjunni miklu Teheran. AP. | Nýr forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, hefur ekki í hyggju að leggja kjarnorkuáætl- anir Írana til hliðar þrátt fyrir kröf- ur erlendra ríkja þar um. Hann segir þjóð sína þurfa á því að halda að framleiða kjarnorku til að hægt sé að full- nægja orkuþörf hennar. Ahmadinejad hélt sinn fyrsta fréttamannafund í gær eftir að hann bar sigur úr býtum í forsetakjörinu í Íran á föstudag. Hann virtist m.a. vilja slá á áhyggjur þeirra, sem telja að kjör hans muni þýða að íslömsk harðlínustefna verði ofan á í Íran. Ssagði hann að árangur Írans í framtíðinni yrði byggður á frelsi og mannréttindum borgaranna. Stjórn hans myndi sneiða hjá öllum öfgum. Ahmadinejad virtist ekki hafa sérstakan áhuga á að bæta sam- skipti Írana og Bandaríkjanna, sem hafa verið erfið, aðspurður sagði hann skv. fréttavef BBC að íranska þjóðin hefði „enga sérstaka þörf“ á samskiptum við Bandaríkin. Íranar þarfnast kjarnorku Mahmoud Ahmadinejad STJÓRN Sparisjóðs Hafnarfjarðar telur að Fjármálaeftirlitið hafi, með bréfi sínu til stofnfjáreigenda spari- sjóðsins á föstudag, farið út fyrir valdheimildir sínar. Þetta kemur fram í bréfi sem stjórnin sendi öll- um stofnfjáreigendum sjóðsins í gær. „Stjórn SPH telur að FME hafi með umræddu dreifibréfi beint til stofnfjáreigenda farið á svig við stjórnina sem er hinn lögformlega rétti aðili sem FME á að hafa sam- skipti við,“ segir m.a. í bréfinu. Páll Pálsson, stjórnarformaður sjóðsins, segir í samtali við Morg- unblaðið, að bréf FME veki mikla furðu meðal stofnfjáreigenda; FME hafi ekki lögsögu yfir stofnfjáraðil- um heldur yfir fjármálafyrirtækj- um. Hann segist ennfremur hafa fengið umrætt bréf síðdegis á föstu- dag. „Um hádegisbil þann dag fréttu aðilar, sem hvorki vinna hjá fjármálastofnun né eru stofnfjárað- ilar, að stofnfjáraðilar ættu von á slíku bréfi,“ segir hann og spyr: „Hvernig stendur á því?“ Stjórn SPH telur að efni bréfs FME geti verið villandi. „Sérstak- lega telur stjórn SPH alvarlegt að gefið er í skyn í umræddu dreifi- bréfi að FME hafi heimildir til að beita einstaklinga dagsektum, leit og/eða haldi á gögnum við upplýs- ingaöflun og eftirlit […]. Hið rétta er að FME hefur heimildir skv. 11. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998, til að beita umræddum heimildum gagn- vart fjármálafyrirtækjunum sjálf- um eða lögaðilum sem þeim tengj- ast, en ekki gagnvart einstak- lingum,“ segir í bréfinu. Munu uppfylla lagaskyldur Í lok þess segir m.a. að stjórn SPH muni að sjálfsögðu uppfylla lagaskyldu sína ef til komi og grun- semdir vakni um að virkur eignar- hluti sé að verða til í SPH. „Því eru það tilmæli til stofnfjáreigenda í SPH að stjórn SPH verði falið að eiga samskipti við opinberar eftir- litsstofnanir framvegis sem hingað til en að sjálfsögðu er hverjum og einum stofnfjáreiganda frjálst að eiga samskipti við FME ef þeir svo kjósa.“ Páll segist ekki skilja þá miklu umfjöllun sem málefni SPH og hugsanleg sala á stofnfé sjóðsins hafi fengið í fjölmiðlum. „Ég hef ekki séð slíka umfjöllun um SPRON en samt hafa rúmlega 60% af stofnfé sjóðsins skipt um hendur á síðustu átján mánuðum,“ segir hann. „Það vakna því spurningar um ástæðu þessarar umfjöllunar,“ segir hann, en vill ekki tilgreina þær nánar. Hann segir að menn hafi haft uppi stór orð, t.d. Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður og Lúð- vík Geirsson, bæjarstjóri. Páll segir t.d. nýlegar yfirlýsingar Lúðvíks í fjölmiðlum, um að SPH væri eign Hafnfirðinga, einkennilegar í ljósi þess að ekki séu nema tíu dagar síð- an Hafnarfjarðarbær ákvað að færa viðskipti sín frá sparisjóðnum yfir í KB banka. Segir FME fara út fyrir valdheimildir Stjórn SPH bregst við bréfi Fjármálaeftirlitsins Eftir Örnu Schram arna@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.