Morgunblaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2005 27 stjórnsýslulaga ef gum.6 þingi sem fól í sér gunum segir í at- ar sem taldar eru þeir sem hafa með því t.d. til allra ana. Í þessu sam- maður er skipaður, að ræða aðalstarf ð eða ólaunað. Í at- akið „starfsmaður“ og nefndarmenn í ðum lögskýringar- eti á vanhæfi ráð- enn frekar reynt á nefndrar ráðherra- gsreglna um útboð inu meira í þessum kum þess að skipun eða henni mótaður ún utan gildissviðs óljósar tilverufor- agnrýnt7 leiðir ekki kefni. ndi að óumdeilt er ýtur reglum stjórn- fa stjórnsýslu með ningi 3. gr. stjórn- msson sem varafor- . ld ályktarorð: na hver sé „starfs- ur miklu oftar í því gi, meðferð og úr- en sá sem það gerir slulaga. ningu nr. 4 hér að kja athygli á hugs- stjórnsýslulaga nr. nr. 2 er það okkar törfum sínum, sem r yfirstjórn einka- ýsluverkefni. Bein m verkefnum sinna rnsýslulaga nr. 37/ skylda á herðar að vímælis í einhverj- ð leysa úr því sjálf- egar þeir eru með- a athygli formanns an nefndarinnar að að ræða og þá öllu vanhæfur. Halldóri með stjórnsýsluvald mur fram að form- ns í Búnaðarbank- irritun kaupsamn- er eðlilegt að miða er metið? frá því greint að vegna veikinda frá Frá því er einnig ganga til viðræðna Búnaðarbankanum staðfest heimild til á samkomulagi um an í minnisblaðinu al annars séu hug- m hann hafi hvorki viðræðna um kaup- um að fá heimild til ohljóðandi ákvæði: má ekki taka þátt í . jöllun Ríkisendur- sýslumálið þar sem þannig að það taki mánaðar 2002 eða 002. til sölu a.m.k. 25% haldi af ósk Björg- Þorsteinssonar og n eignarhaldsfélag í 2002 um að kaupa t var eftir áhuga- hlut í Landsbanka kyldu tilkynningar avæðingu hinn 25. un þann 9. júlí 2002 nnarra fjárfesta á anka og Búnaðar- nningum um áhuga eina; Samson eign- arhaldsfélag ehf., S-hópurinn og Kaldbakur hf. Viðræður hófust hinn 29. júlí 2002 við hópana. Undirbúningur á vali á viðsemjanda og aðdragandi þess hófst síðan þann 29. ágúst 2002 og stóð í september og októ- ber 2002. Endanlega var ákveðið hinn 4. nóvember 2002 að ganga til samninga við S-hópinn og var síðan gert samkomu- lag við hópinn um söluna þann 15. nóvember 2002.12 Samkvæmt framansögðu er ljóst að okkar mati að stjórn- sýslumálið um sölu Búnaðarbankans hófst eigi síðar en þann 28. júní 2002, þegar Framkvæmdanefnd um einkavæðingu tók fyrst fyrir erindi þremenninganna, síðar Samson ehf.13 Þeir aðilar sem mynduðu S-hópinn svokallaða, þar með talið Ker hf.,14 teljast aðilar stjórnsýslumáls frá þeim tíma er hópurinn skilaði inn tilkynningu um áhuga á kaupum á kjöl- festuhlut í bönkunum. Slíkri tilkynningu hefur verið komið á framfæri í síðasta lagi 25. júlí 2002 en þann dag greindi Framkvæmdanefnd um einkavæðingu frá því með frétta- tilkynningu hvaða aðilar hefðu lýst yfir áhuga á kaupum. Kaup Skinneyjar-Þinganess hf. á 50% hlut í Hesteyri ehf. fóru fram þann 16. ágúst 2002. Þann sama dag keypti Hest- eyri ehf. 22,53% hlut í Keri hf. Þessi eigendaskipti voru í op- inberri umræðu á þessum tíma. Í frétt Kauphallarinnar frá 16. ágúst 2002 var greint frá kaupum Hesteyrar ehf. á hlutn- um í Keri hf.15 og í frétt á vef Morgunblaðsins 16. ágúst 2002 um kaupin segir: Hesteyri, sem er í eigu Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. og Skinneyjar-Þinganess hf., er þá orðinn stærsti einstaki hluthafi í Keri.16 Við teljum að af framangreindri lýsingu á atvikum, sé ljóst að spurning um vanhæfi Halldórs Ásgrímssonar hlaut að vakna strax og S-hópurinn skilaði inn tilkynningunni, en í þeim hópi voru frá upphafi einstaklingar í forsvari sem tengdir eru Halldóri. Í síðasta lagi hlýtur sú spurning að hafa vaknað við framangreind kaup Skinneyjar-Þinganess hf. hinn 16. ágúst 2002 en Halldór Ásgrímsson og venslamenn hans áttu að minnsta kosti 36% hlut í því fyrirtæki. Samkvæmt 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er megingildissvið hæfisreglna laganna bundið við mál þar sem taka á stjórnsýsluákvarðanir. Samkvæmt 1. málslið 1. mgr. 4. gr. stjórnsýslulaga má sá sem er vanhæfur til meðferðar máls ekki taka þátt í undirbúningi, meðferð eða úrlausn þess. Hinar sérstöku hæfisreglur stjórnsýslulaga ná þannig til allra athafna, sem lúta að undirbúningi og meðferð máls, en ekki einvörðungu til sjálfrar ákvarðanatökunnar.17 Í riti Páls Hreinssonar um hæfisreglur stjórnsýslulaga er þessu lýst svo: Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. ssl. leiða í raun til þess að vanhæfur starfsmaður má ekki taka þátt í meðferð stjórn- sýslumáls á neinu stigi þess nema undantekningar frá hæfisreglunum eigi við.18 Að okkar mati er ekki vafi á því að Halldór Ásgrímsson tók þátt í meðferð stjórnsýslumáls sem varaformaður í ráðherra- nefndinni. Leiðir það af Verklagsreglum um útboð og sölu ríkisfyrirtækja, dags. 21. mars 1996, þar sem segir í 1. kafla að yfirstjórn einkavæðingar sé í höndum ríkisstjórnar og fjögurra manna ráðherranefndar á hennar vegum og að Framkvæmdanefnd um einkavæðingu starfi á vegum ráð- herranefndarinnar. Benda má á að Ríkisendurskoðun gerir grein fyrir þessum afskiptum ráðherranefndarinnar af með- ferð málsins og virðist jafnframt ganga út frá þessu eðli í svörum stofnunarinnar til formanns fjárlaganefndar Alþing- is í samantekt frá 7. júní sl. við spurningum nr. 3, 4, 22, 28 og 34.19 Er þetta í samræmi við það sem fram kemur um aðkomu ráðherranefndarinnar í þeim hluta stjórnsýsluendurskoðun- ar Ríkisendurskoðunar sem birt er í greinargerð um útboð á fjórðungshlut ríkisins í Landsbankanum frá október 2002 og erindisbréfi Framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Veikindaleyfi Halldórs Ásgrímssonar frá 14. október til 26. nóvember 2002 að undanskilinni setu hans á ríkisstjórnar- fundi hinn 8. nóvember hefur að okkar mati enga afgerandi þýðingu við úrlausn álitaefnis um hæfi hans til að fjalla um sölu hlutar ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins. Það að skilgreina stjórnsýslumál svo þröngt að það sé ein- vörðungu lokahnykkurinn í ferlinu í nóvember 2002 sem líta ber til er í andstöðu við viðtekin viðhorf í stjórnsýslurétti þar sem fremur er litið til rýmri túlkunar en þrengri þegar af- markað er hvað telst vera stjórnsýsla sem fellur undir stjórn- sýslulögin. Þessi afmörkun fær að okkar mati ekki staðist gagnvart ótvíræðu orðalagi 4. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Ella væri líka næsta einfalt að sniðganga reglur stjórnsýslu- laganna, m.a. um hæfi, ef unnt er að búta stjórnsýslumál nið- ur með þeim hætti sem virðist gert ráð fyrir í umfjöllun Rík- isendurskoðunar. Það er að sjálfsögðu stjórnsýslumálið í heild sem kemur til skoðunar í samræmi við ákvæði 4. grein- arinnar þegar lagt er mat á hæfi þeirra sem um véla af hálfu ríkisins. 5. Samkvæmt minnisblaði var hinn 12. nóvember 2002 gerður skilyrtur samningur um sölu á hlutabréfum Hest- eyrar í Keri. Samkvæmt tilkynningu til Kauphallar Ís- lands dags. 19. nóvember segir m.a. „Samningurinn var háður skilyrðum sem hafa verið uppfyllt í dag og er hann á gjalddaga 22. nóv. 2002.“ Við hvert þessara tímamarka ber að miða eigendaskipti? Í minnisblaði Ríkisendurskoðunar frá 13. júní 2005 er gengið út frá dagsetningu samningsins, sem er 12. nóvember 2002. Í minnisblaðinu segir: Þegar gengið var frá “Head of Agreement hinn 15. nóv. 2002 við S-hópinn hafði samkvæmt framansögðu orðið sú breyting að Hesteyri hf. átti ekki lengur hlut í Keri hf… Í minnisblaði Ríkisendurskoðunar frá 7. júní 2005 sagði hins vegar um þetta: Hinn 19. nóvember 2002 seldi Hesteyri ehf. allan hlut sinn í KER hf. en hann var að nafnverði kr. 233 milljónir kr. (svo) og fékk greitt fyrir hann 134.872.500 hluti í VÍS.21 Um er að ræða samning um sölu á hlutabréfum Hesteyrar sem háður var skilyrðum um samþykki veðhafa og að við- skiptum yrði lokið fyrir tiltekinn dag. Fyrir liggur að þann 12. nóvember átti viðsemjandi Hesteyrar ehf., Norvik ehf., ekki þau hlutabréf í VÍS sem til stóð að nýta sem greiðslu fyr- ir bréfin í Keri hf. Þau eignuðust Norvik ekki fyrr en 14. nóv- ember 2002.22 Öll skilyrði kaupanna virðast svo ekki hafa ver- ið uppfyllt fyrr en 19. nóvember 2002 en þann dag var Kauphöll tilkynnt um viðskiptin. Að okkar mati leikur enginn vafi á því að réttaráhrif við- skiptanna miðast við 19. nóvember 2002, eins og Ríkisend- urskoðun virðist einnig ganga út frá í minnisblaði sínu þann 7. júní 2005. Við erum þannig ekki sammála þeirri túlkun Ríkisendurskoðunar á þessum viðskiptum í síðara minnis- blaði sínu til fjárlaganefndar að umrædd eigendaskipti á bréfum í Keri hf. og VÍS hf. hafi verið um garð gengin hinn 15. nóvember 2002. 6. Í minnisblaði ríkisendurskoðanda eru hagsmunir ráð- herrans metnir sem prósentuhlutfall af heildarviðskipt- unum, auk þess sem fjárhæðir eru einnig tilgreindar. Óskað er álits á hvort og þá hvaða aðrar leiðir komi til álita við þetta hagsmunamat. Erfitt getur verið að festa hendur á hvaða áhrif úrlausn stjórnsýslumáls geti haft á verðmæti eignarhluta í hluta- félagi og hvort framtíðarhagsmunir starfsmanns í skilningi 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 séu nægilega veigamiklir eða fyrirsjáanlegir til að fullyrða megi um áhrifin. Í riti Páls Hreinssonar um hæfisreglur stjórnsýslulaga segir á bls. 667: Þegar starfsmaður á ekki umtalsverðan hlut í félagi, en þó það stóran hlut að hann fellur ekki undir undanþágu 2. mgr. 3. gr. ssl., verður að meta hæfi hans eftir því hvaða áhrif ætla má að niðurstaða málsins geti haft á fjárhags- lega hagsmuni hans sem eiganda hlutafjárins. Í slíkum til- vikum nægir því ekki að kanna hvert verðmæti (sölugengi) eignarhluta hans í fyrirtækinu er né hversu stór hluti hann er af hlutafé fyrirtækisins, heldur verður jafnframt að greina áhrif stjórnsýslumálsins á verðmæti eignarhluta starfsmannsins og hvort þau eru það mikil m.t.t. fjárhags hans og afkomu að líklegt sé að haft geti áhrif á viljaaf- stöðu hans við úrlausn málsins.23 Einstaklingsbundnir eiginleikar starfsmannsins skipta hér ekki máli, heldur er mælikvarðinn almennur. Hér er mik- ilvægt að hafa í huga að það verður að vera almennt augljóst að aðstæður séu með þeim hætti að ekki sé hætta á að ómál- efnaleg sjónarmið hafi áhrif á ákvörðun máls vegna smá- vægilega hagsmuna, eðlis máls eða lítilfjörlegs þáttar starfs- manns svo ákvæði 2. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga eigi við. Að okkar mati eru það ekki aðeins hagsmunir Halldórs Ás- grímssonar og fjölskyldu hans sem hlutfall af umræddum heildarviðskiptum sem líta ber til við mat á því hvort þeir voru smávægilegir. Fjárhæðirnar sem um var að tefla voru samkvæmt því sem fram kemur í gögnum yfir 200 milljónir króna, miðað við óbeinan eignarhluta fjölskyldunnar í Keri hf. við söluna hinn 15. nóvember 2002. Byggt er á almennum mælikvarða þegar metið er hvort tilvik eigi undir undantekn- ingarákvæði 2. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga. Nærtækara sýn- ist að líta til framangreindrar fjárhæðar en að miða við sölu- verð eignarhlutar ríkisins í Búnaðarbankanum. Að okkar mati er það ekki almennt augljóst að við þær aðstæður sem hér um ræðir sé ekki hætta á því að ómálefnaleg sjónarmið hafi áhrif á ákvörðun máls. 7. Í minnisblaði ríkisendurskoðanda bls. 8–10 er fjallað sér- staklega um vanhæfi á grundvelli 6. tl. 3. gr. stjórn- sýslulaga. Í þeirri umfjöllun er aðeins vikið að vensla- mönnum ráðherrans en ekki öðrum tengslum hans við einstaklinga innan S-hópsins. Er unnt að leggja mat á hæfi ráðherrans án þess að fjalla um og rannsaka þessi tengsl sérstaklega? Umrætt minnisblað Ríkisendurskoðunar ber heitið: „Hæfi Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra og fv. utanríkis- ráðherra, til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Bún- aðarbankanum til S-hópsins. Í I. kafla minnisblaðsins er rak- ið tilefni þess að Ríkisendurskoðun tók álitaefnið til umfjöllunar, en það voru athugasemdir er fram komu á fundi með fjárlaganefnd um tengsl Halldórs og venslafólks hans við fyrirtækið Skinney-Þinganes hf. Rétt er að benda á að minnisblaðið tekur, þrátt fyrir heiti sitt, alls ekki til allra þátta sérstaks hæfis Halldórs Ásgríms- sonar í tengslum við sölu á hlut Búnaðarbankans til S-hóps- ins. Í minnisblaðinu er einungis fjallað um þann þátt sem varðar eignarhald Halldórs og venslamanna hans í Skinney- Þinganesi hf. Einvörðungu er fjallað um hina matskenndu hæfisreglu í 6. tl. 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga út frá þessum hagsmunatengslum Halldórs sjálfs og ættingja hans. Engin heildstæð umfjöllun er í minnisblaðinu um aðrar þær að- stæður sem geta fallið undir þessa hæfisreglu og almennt gætu verið til þess fallnar að draga úr trú á óhlutdrægni, svo sem hagsmunir annarra en venslamanna Halldórs. Í þessu sambandi má til dæmis nefna að einn helsti forsvarsmaður S-hópsins var Finnur Ingólfsson forstjóri VÍS sem var náinn samstarfsmaður Halldórs um langt árabil. Finnur var til að mynda aðstoðarmaður Halldórs eitt kjörtímabil, er hann gegndi stöðu sjávarútvegsráðherra, auk þess síðar að vera samráðherra hans í ríkisstjórn og varaformaður Framsókn- arflokksins. Við mat á hæfi í heildarúttekt á því hefði verið óhjákvæmilegt að taka afstöðu til tengsla hans við Finn í þessu sambandi. Eins og fram kemur í minnisblaði Ríkisendurskoðunar og svari við spurningu nr. 1 hefur löggjafinn ekki ætlað Rík- isendurskoðun að leysa úr spurningum um hæfi eða vanhæfi stjórnsýsluhafa. Við teljum, eins og fram kemur í svari við spurningu nr. 1, að það hafi embættinu hins vegar verið heimilt sem lið í stjórnsýsluendurskoðun á sölu Búnaðar- bankans út frá fjárhagslegum hagsmunum hans og ættingja hans. Við teljum þó að Ríkisendurskoðun hefði borið að setja þá fyrirvara við umfjöllun sína um hæfi Halldórs í minnis- blaðinu, að athugunin hefði aðeins beinst að afmörkuðum þætti þess álitaefnis og til að mynda hefði verið haldið utan við athugunina spurningum um hæfi Halldórs að því leyti sem aðrir þættir en eignatengsl hans og venslamanna hans gæfu tilefni til. Samkvæmt þessu teljum við umfjöllun um hæfi Halldórs Ásgrímssonar í minnisblaði Ríkisendurskoðunar vera tak- markaða án þess að skýrlega sé gerð grein fyrir því. Samantekt Samantekin niðurstaða okkar er sú að minnisblað Rík- isendurskoðunar um hæfi Halldórs Ásgrímssonar, forsætis- ráðherra og fyrrverandi utanríkisráðherra, til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins sé verulegum annmörkum háð. – Fyrst Ríkisendurskoðun telur sig þess umkomna að leggja mat á hæfi sem hluta af stjórnsýsluendurskoðun samkvæmt lögum nr. 86/1997 hefði stofnuninni borið að huga að þessum þætti við úttektina sem lauk í desember 2003. Óháð rangri upplýsingagjöf S-hópsins um aðild Skinneyj- ar-Þinganess hf. að Hesteyri ehf. og óháð upplýsingum frá Halldóri Ásgrímssyni um að honum hafi verið ókunnugt um aðild ættingja sinna að nefndu félagi teljum við að Ríkisend- urskoðun hafi mátt vita af þeirri aðild vegna ítarlegrar fjöl- miðlaumfjöllunar haustið 2002. Auk þegar tilvitnaðra heim- ilda má benda á ítarlega umfjöllun í tveimur tölublöðum Frjálsrar verslunar undir fyrirsögnunum: „Hófadynur Hest- eyrar“24 og „Hesteyri: Hagnaðist um 700 milljónir á sölunni í Keri“25. – Afmörkun úttektar Ríkisendurskoðunar. Að okkar mati hefði verið brýnt af hálfu Ríkisendurskoð- unar að taka af skarið um það hvort úttekt stofnunarinnar á hæfi Halldórs Ásgrímssonar feli í sér heildarúttekt eða láta þess ella getið að um úttekt sé að ræða sem takmarkist við tiltekna þætti. – Eðli verkefna ráðherranefndar og aðild Halldórs Ásgríms- sonar. Það er okkar mat að ráðherranefndin hafi haft með hönd- um verkefni sem falli undir gildissvið stjórnsýslulaga nr. 37/ 1993 og að Halldór Ásgrímsson hafi sem varaformaður þeirr- ar nefndar verið „starfsmaður“ í skilningi þeirra laga. Hann tók sem slíkur þátt í undirbúningi og meðferð stjórnsýslu- málsins. – Tímabil stjórnsýslumáls. Stjórnsýslumálið um sölu á eignarhlut ríkisins í Búnaðar- banka Íslands hófst að okkar mati eigi síðar en í lok júnímán- aðar 2002 og stóð fram til 16. janúar 2003. Á því tímabili gat reynt á hæfi Halldórs Ásgrímssonar. Veikindatímabil Hall- dórs í október og nóvember ræður engum úrslitum um hæfi hans. – Afmörkun fjárhagslegra hagsmuna. Við mat á fjárhagslegum hagsmunum Halldórs og ætt- ingja hans ber að okkar mati að líta til helmings eign- arhlutar Hesteyrar ehf. í Keri hf. frá 16. ágúst 2002 til 19. nóvember 2002. Af þeim eignarhlut átti fjölskyldan að minnsta kosti 36%. Á þessu tímabili fór fram val á S-hópn- um sem kaupanda og samningagerð við hann. – Fjárhagslegt hagsmunamat. Við fjárhagslegt hagsmunamat vegna hæfis ber að okkar mati að líta til hagsmuna einstaklinga sem í hlut eiga frem- ur en að líta til hlutfalls hagsmunanna af heildarviðskipt- unum. – Önnur tengsl. Ef Ríkisendurskoðun hefði ætlað að gera heildarúttekt sýnist einboðið að skoða hefði þurft tengsl Halldórs Ásgríms- sonar við einstaklinga sem voru í forsvari fyrir S-hópinn. 1 Minnisblað Ríkisendurskoðunar, dags. 13. júní 2005, bls. 2. 2 Skýrsla Ríkisendurskoðunar, Einkavæðing helstu ríkisfyrirtækja árin 1998 – 2003, desember 2003. 3 Flöggun í Kauphöll Íslands, 16. ágúst 2002, Mbl.is 16. ágúst 2002, Morgunblaðið 17. ágúst 2002. 4 Minnisblað Ríkisendurskoðunar, dags. 13. júní 2005, bls. 6. 5 Páll Hreinsson, Hæfisreglur stjórnsýslulaga, útg. Reykjavík 2005, bls. 223 – 227. 6 Páll Hreinsson, Hæfisreglur stjórnsýslulaga, útg. Reykjavík 2005, bls. 225. 7 Minnisblað Ríkisendurskoðunar, dags. 13. júní 2005, bls. 5. 8 Páll Hreinsson, Hæfisreglur stjórnsýslulaga, bls. 198 – 203. 9 Minnisblað Ríkisendurskoðunar, dags. 13. júní 2005, bls. 6. 10 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu helstu ríkisfyrirtækja, desember 2003, bls. 68. 11 Greinargerð Ríkisendurskoðunar um útboð á fjórðungshlut ríkisins í Landsbanka Íslands, 11. október 2002, bls. 9. 12 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu helstu ríkisfyrirtækja, desember 2003, bls. 68 til 70. 13 Greinargerð Ríkisendurskoðunar um útboð á fjórðungshlut ríkisins í Landsbanka Íslands, 11. október 2002, bls. 8. 14 Greinargerð Ríkisendurskoðunar um útboð á fjórðungshlut ríkisins í Landsbanka Íslands 11. október 2002, bls. 9. 15 Minnisblað Ríkisendurskoðanda, dags. 7. júní 2005, bls. 2. 16 http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frett.html?nid=828377 17 Páll Hreinsson; Hæfisreglur stjórnsýslulaga, bls. 171. 18 sami, bls. 172. 19 Samantekt Ríkisendurskoðunar til formanns fjárlaganefndar, dags. 7. júní 2005, bls. 1 (vísað á ráðherranefndina), 2 (frumákvörðun um sölu tekin af ráðherranefndinni) 6 (skilgreining á hlutverki ráðherranefnd- arinnar), 7 (skilgreining á hlutverki ráðherranefndarinnar) 8 (hæf- isreglur 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 eigi við um hæfi ráðherra). 20 Minnisblað Ríkisendurskoðunar um hæfi Halldórs Ásgrímssonar, dags. 13. júní 2005, bls. 3. 21 Minnisblað Ríkisendurskoðunar, dags. 7. júní 2005 „Nánar um nokkur atriði er tengjast sölu á hlut ríkisins í Landsbanka og Búnaðarbanka til kjölfestufjárfesta á árinu 2002,“ bls. 3. 22 Morgunblaðið 16. nóvember 2002. 23 Páll Hreinsson: Hæfisreglur stjórnsýslulaga, bls. 667. 24 Frjáls verslun, 9. tbl. 2002. 25 Frjáls verslun, 10. tbl. 2002. minnisblað Ríkisendurskoðunar mennirnir Sif Konráðsdóttir og Björn L. Bergsson hafa að ósk stjórnarandstöðuflokk- sgerð um minnisblað Ríkisendurskoðunar varðandi hæfi Halldórs Ásgrímssonar til að fjalla um sölu Búnaðarbankans til S-hópsins. Fer hún hér á eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.