Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Í dag erÍ dag er
mi?vikudagurmi?vikudagur
ÞORSTEINN Gylfa-
son, prófessor í heim-
speki við Háskóla Ís-
lands, andaðist á
Landspítalanum í gær,
63 ára að aldri. Þor-
steinn var mikilsmet-
inn fræðimaður, mikill
listunnandi, skáld og
þýðandi.
Þorsteinn fæddist í
Reykjavík 12. ágúst
1942. Foreldrar hans
eru hjónin dr. Gylfi Þ.
Gíslason, fyrrverandi
prófessor og ráðherra,
og Guðrún Vilmundar-
dóttir húsmóðir. 
Þorsteinn lauk stúdentsprófi frá
MR árið 1961 og BA-prófi í heim-
speki frá Harvard University árið
1965. Hann stundaði nám í íslensk-
um fræðum við HÍ 1962?1963 og í
heimspeki við Háskólann í München
1967. Lagði Þorsteinn stund á fram-
haldsnám og rannsóknir í heimspeki
við Magdalen College í Oxford á ár-
unum 1965?1971.
Þorsteinn var kennari í heimspeki
við HÍ frá 1971, hann var skipaður
lektor árið 1973, dósent 1983 og var
prófessor við háskólann frá árinu
1989. Þorsteinn vann um langt ára-
bil að vexti og viðgangi heimspek-
innar með ritstörfum, þýðingum og
kennslu. 
Hann lét sig einnig varða marg-
vísleg önnur málefni og gegndi fjöl-
mörgum trúnaðarstörfum. Hann
var m.a formaður tón-
leikanefndar HÍ 1974?
1976, ritari í stjórn Ís-
lensku óperunnar
1980?1998 og átti sæti í
siðanefnd Blaða-
mannafélags Íslands
frá 1980 og var formað-
ur hennar í tíu ár frá
1993. Þá var Þorsteinn
forstöðumaður Heim-
spekistofnunar HÍ frá
1982 til 1991 og rit-
stjóri ritraðarinnar Ís-
lensk heimspeki 1982?
1997.
Þorsteinn var af-
kastamikill við ritstörf á fræðasviði
sínu og á sviði lista auk þess að vera
mikilvirkur þýðandi. Þá ritaði hann
fjölda ritgerða sem birtust bæði í
innlendum og erlendum bókum og
tímaritum. 
Þorsteinn hlaut ýmsar viðurkenn-
ingar fyrir störf sín, m.a. stílverð-
laun Þórbergs Þórðarsonar og Ís-
lensku bókmenntaverðlaunin árið
1997. Hann varð heiðursfélagi Fé-
lags áhugamanna um heimspeki
2004. Forseti Íslands sæmdi Þor-
stein riddarakrossi Hinnar íslensku
fálkaorðu árið 1994.
Þorsteinn var ókvæntur og barn-
laus. Bræður Þorsteins voru Vil-
mundur, sem lést árið 1983, og Þor-
valdur prófessor við HÍ.
Við fráfall Þorsteins þakkar
Morgunblaðið fyrir mikil og góð
samskipti um áratuga skeið.
Andlát
ÞORSTEINN 
GYLFASON
HIMBRIMI er einn tignarlegasti fugl íslensku fánunnar
og er hann hvorki lítillátur né hógvær á varpstað. Him-
briminn er einkennisfugl íslenskra fjalla- og silungs-
vatna og eru sérkennileg hljóð hans eitt af einkennis-
hljóðum íslensku sumarnæturinnar. Gamalt orðtæki
segir himbrimann hljóða í fótinn. Ef himbrimi telur sér
ógnað, eða óboðinn gestur nálgast hreiður hans eða
unga, upphefur hann dans einn tilkomumikinn, með til-
heyrandi góli. Hér stígur himbrimi slíkan dans af mikl-
um móð.
Morgunblaðið/Jóhann Óli
Himbriminn hljóðar í fótinn 
NÚ eru að hefjast framkvæmdir við
uppsetningu umferðarljósabrúa á
gatnamótum Miklubrautar og
Kringlumýrarbrautar, og verða þær
alls fjórar talsins. Um er að ræða
fyrstu mannvirki sinnar tegundar
hérlendis, að sögn Dagbjarts Sigur-
brandssonar, umsjónarmanns götu-
ljósa hjá framkvæmdasviði Reykja-
víkurborgar. 
Um umfangsmikil mannvirki er að
ræða. Þau standa í rúmlega 6,2
metra hæð frá jörðu og eru um 20
metra breið, sett saman úr fjórum
járneiningum er vega samtals nokk-
ur tonn. Efnið er flutt inn en smíða-
vinnan sjálf fer fram hérlendis. Úr
miðbitanum hanga síðan umferðar-
ljósin sjálf. Brýrnar eru fjórar tals-
ins sem fyrr segir. ?Hérlendis eru
nokkrir armar eða gálgar, sem um-
ferðarljós hanga á, en engar heilar
brýr yfir akbrautir fyrr en nú. Í
miðju verður ljós fyrir akstur áfram,
og til hliðanna fyrir beygjustefnu,?
segir Dagbjartur.
Sjást langt að og 
eru mjög skýr
?Ökumenn erlendis eru mjög
ánægðir með þetta fyrirkomulag
umferðarljósa, þau sjást langt að og
eru mjög skýr. Umferðarþunginn
um þessi gatnamót er gífurlegur og
iðulega kemur fyrir að bílar lenda
fyrir aftan stóra bíla, jeppa eða flutn-
ingabifreiðir, sem varna útsýni á
götuljósin. Með ljósabrúm verður
þetta vonandi liðin tíð og vonandi að-
lagast fólk þessari breytingu fljótt
og vel.? 
Ljósin sem fyrir eru verða tekin
niður, utan þess að sérstaurar verða
fyrir gönguljós. Fyrsta brúin er
komin á staðinn, næsta kemur í dag,
miðvikudag, og síðan verða tvær til
viðbótar væntanlega komnar á stað-
inn fyrir helgi, en þá er allur frá-
gangur eftir. Því er ólíklegt talið að
ljósabrýrnar verði teknar í gagnið
fyrr en undir lok mánaðarins. 
Dagbjartur kveðst reikna með að
fleiri samsvarandi brýr fylgi í kjöl-
farið í samgöngukerfi borgarinnar.
Fyrstu ljósabrýrnar 
settar upp í borginni
BANDARÍSKA stúlkan sem fannst
látin í blokk fyrir varnarliðsmenn á
Keflavíkurflugvelli aðfaranótt
mánudags fékk samkvæmt heimild-
um Morgunblaðsins stungusár eftir
eggvopn á hnakka, er líklegt þykir
að hafi dregið hana til bana. 
Á líkinu voru einnig aðrir áverkar
sem báru merki um að átök hefðu átt
sér stað.
Hvorki fæst gefið upp hvort morð-
vopnið hafi fundist né hvort játning
liggi fyrir. 21 árs gamall varnarliðs-
maður situr í gæsluvarðhaldi vegna
málsins, grunaður um verknaðinn.
Íslensk kona, 29 ára gömul, er verið
hefur í tygjum við hinn grunaða, var
kölluð aftur til yfirheyrslu í gær, en
henni hafði verið sleppt að lokinni
fyrstu yfirheyrslu í fyrradag. 
Verið var að leita skýringa á nýj-
um þáttum er fram hafa komið við
rannsóknina. Talið er að hún hafi
verið á vettvangi brotsins eða í ná-
munda við hann. 
Hermaðurinn var ekki á sakaskrá
en sætti rannsókn löggæsluyfirvalda
bandaríska hersins vegna hugsan-
legra fjársvika og fleiri brota. Sum
þessara brota tengdust sambandi
hans við hina látnu, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins.
Erlendir rannsóknarmenn
Fimm menn frá rannsóknardeild
bandaríska sjóhersins komu til
landsins í gær frá Bretlandi, og ann-
ast þeir rannsókn málsins, bæði yf-
irheyrslur og tæknilega rannsókn.
Embætti sýslumannsins á Kefla-
víkurflugvelli veitir aðstoð við rann-
sóknina.
Stungusár var á hnakka 
VERIÐ er að taka í
notkun öryggisskápa
með tímalæsingu í
verslunum lyfjaversl-
anakeðjunnar Lyfju,
og verða ávanabind-
andi lyf, sem fíklar
sækja í, hér eftir
geymd í slíkum skáp-
um til að verjast rán-
um, sem voru tíð fyrr í
sumar. Peningar aðrir
en skiptimynt verða
einnig geymdir í svip-
uðum öryggishólfum í verslununum.
Þessi ákvörðun forsvarsmanna
lyfjaverslananna kemur í kjölfar
tíðra rána í verslununum í sumar,
segir Þórbergur Egilsson, rekstr-
arstjóri Lyfju. Hann segir tilgang-
inn einfaldan; að gera það ómögu-
legt fyrir ræningja að nálgast lyf eða
peninga og sleppa á brott áður en
lögregla og öryggisverðir koma á
vettvang.
?Við getum komið því þannig fyrir
að þetta tefji nánast ekkert af-
greiðslu,? segir Þórbergur, en þá
byrjar starfsmaður, sem fær í hend-
ur lyfseðil sem vísar á lyf í skápnum,
á því að hefja ferilinn við að opna
skápinn, og þegar búið er að undir-
búa pöntunina er hægt að ná í lyfin í
skápinn.
?Sá sem kemur með engum fyrir-
vara og heimtar það
sem hann á ekki rétt á
að fá verður þá að bíða
í þær tíu mínútur sem
tekur að opna skápinn
eftir því að fá eitthvað
út úr honum,? segir
Þórbergur.
Árásarhnappar eru
í öllum lyfjaversl-
ununum, og miðað við
tímamælingar á við-
brögðum öryggis-
varða og lögreglu líða
tæpar tvær mínútur
frá því stutt er á
hnappinn þar til að-
stoð berst, sem er mun skemmri tími
en þær tíu mínútur sem tekur að
opna skápinn.
Ránstilraunir heyra sögunni til
Þórbergur segir reynslu annarra
verslana af slíku fyrirkomulagi, t.d.
10?11-verslananna, að ránstilraunir
heyri sögunni til eftir að slíkt kerfi
sé tekið í notkun, og því ekki hætta á
að ræningjar sem ekki fá sínu fram-
gengt taki reiði sína út á starfsfólki.
Það sé enginn tilgangur með því,
enda ekki á þeirra valdi að stjórna
tímanum.
Kostnaður við hvern skáp er ná-
lægt 100 þúsund krónum, en Þór-
bergur segir verslanakeðjuna ekki
hafa neitt val í þessum efnum, ör-
yggi starfsfólks í lyfjaverslunum
verði að ganga fyrir. 
Lyfjaverslanir koma sér upp öryggis-
skápum fyrir lyf sem fíklar sækja í
Tíu mínútur 
tekur að opna 
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40