Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2005 19
UMRÆÐAN
ToshibaSatellite
ProL10-103
Verð:109.700kr.
Toshiba skólafartölvur
SKEIFUNNI 17 SÍMI: 550 4000 WWW.TAEKNIVAL.IS
SAMSTARFSAÐILAR:
Penninn - Akureyri - www.penninn.is / Tölvuþjónusta Vesturlands - Borgarnes - tvest@simnet.is
Netheimar - Ísafjörður - www.netheimar.com / Eyjatölvur - Vestmannaeyjum - www.eyjatolvur.com
Tölvuþjónusta Vals - Keflavík - tvals@mi.is / Tölvu- og tækjabúðin - Ólafsvík
Martölvan - Höfn í Hornafirði - www.martolvan.is
FARTÖLVUR
ToshibaQosmio
F10-1361.7Ghz
Verð:214.700kr.
ToshibaSatellite
M40-133
Verð:144.700kr.
FABRIKAN
NÝ KYNSLÓÐ viðskiptamanna,
siðblindir (psychopatar: kallað í rétt-
arkerfinu geðvilla), sprettur upp í
viðskiptalífinu víða um heim ef
marka má grein í viðskiptablaðinu
?Fast Company?.
Greinin heitir ?Is your
Boss a Psychopath?? 
Þar er vitnað í 71 árs
gamlan prófessor við
UBC-háskólann í Van-
couver í Kanada, Ro-
bert Hare. 
Hann er þekktur
glæpasálfræðingur og
hefur stundað rann-
sóknir á nýjum teg-
undum glæpa, við-
skiptaglæpum. Hare
hefur unnið náið með
FBI og lýsir hann for-
stjórum fyrirtækja á borð við Enron
og World Com, hinum dæmdu, Bern-
ard Ebbers og Andrew Fastow, sem
siðblindum, kaldrifjuðum ein-
staklingum. ?Þeim er sama um til-
finningar annarra. Í þessum mönn-
um finnst hvorki sektarkennd né
eftirsjá. Þeir sjá ekki sársaukann
sem þeir hafa valdið öðru fólki og sjá
ekki að þrátt fyrir að einstaklingar
missi aleiguna hafi það haft eitthvað
með siðblindu þeirra sjálfra að gera.?
Siðblindir raða svo öðrum ?veik-
um? einstaklingum svo sem starfs-
mönnum, eiginkonum og kærustum í
kringum sig. Alltaf er það fólk með
lágt sjálfsmat. ?Fólk á að haga sér
vel og af virðingu gagnvart þeim.
Leikarahæfileikar þeirra eru ein-
stakir og þeir hrífa okkur með sér til
þess eins að hafa okkur að leiksopp-
um,? segir Hare, þeir eru nefnilega
svo geðþekkir, psychopatarnir!
?Þeir setja upp grímur og laða að
sér fólk eins og í dáleiðslu. Þeir eru
hjartalausir tækifærissinnar sem
eins og listamenn laða fram myndir
sem eiga sér enga stoð í raunveru-
leika heilbrigðs fólks. Þeim leiðast
rútínur, þurfa stanslausa örvun og að
eignast fleiri fyrirtæki, tæki og tól
sem koma þeim hraðar
en öllum öðrum á topp-
inn. Tilgangurinn er
annar en okkur virðist í
fyrstu, nefnilega sá að
ganga frá öðrum í leikn-
um, að vinna ?leikinn?.
Siðblindinginn er nefni-
lega ekki í viðskiptum,
hann er í leik. Mesta
nautnin er að ná valdi á
öðru fólki oft til þess
eins að svívirða það síð-
ar. Það er nautn að nið-
urlægja annað fólk,
jafnvel þá sem þeir
þykjast elska. Þeir elska ekki en þríf-
ast á illskunni og hatrinu í sér.?
Hare skilgreinir nýja kynslóð
manna í viðskiptaumhverfi 21. ald-
arinnar. ?Þeir eru snöggir, njóta al-
menningshylli en búa yfir eyðandi,
rótlausum, samviskulausum, siðlaus-
um eiginleikum sem koma þeim
áfram í viðskiptum.
Lygar, bakstungur, svik, undir-
ferli, kvenfyrirlitning, sjálfhverfa og
illska hafa enga merkingu í þeirra
hugarheimi aðra en þá að komast
áfram á toppinn og eignast meira og
ná lengra í viðskiptum. Þeir kaupa
starfsmenn og konur og eru sam-
kvæmt ?Fast Company? áhrifamiklir
í því ? þeir ná gríðarlegum árangri í
að sannfæra hinn auðmjúka lýð um
að þeir séu snillingar, að þeim sé
treystandi og að þeir vinni af góð-
mennsku en ekki græðgi.?
Undirlægjurnar
Lögfræðingar, endurskoðendur,
forstjórar sem og stjórnarformenn,
stjórnir og fjölmiðlamenn leggjast
undir siðblindingjana eins og auð-
mjúkir þjónar. Það reynir verulega á
samfélags- og siðferðisþroska þeirra
sem ákveða að vinna fyrir, búa með
eða giftast slíkum mönnum.
Martha Stout, sálfræðingur hjá
Harvard Medical School, sem rann-
sakað hefur útmörk mannlegrar
hegðunar, segir að það sé frísku fólki
ekki tamt að trúa að til séu menn
svona langt frá því sem heilbrigður
maður kallar að vera ?góð mann-
eskja?. Að einhver geti villt svona á
sér heimildir, verið svona ?ill-
ræmdur? en samt verið opinberlega
virtur er óhugsandi frísku fólki. 
Spennan og leikurinn hjá siðblind-
ingjanum snýst um ánægjuna yfir
því að særa og skemma fyrir öðrum.
Hann notar fyrirtækið sem tæki til
þess að mata sjúkdóminn en hefur
sjaldnast hagsmuni fyrirtækisins
sjálfs í huga. Það skiptir ekkert ann-
að máli en ?illmennið? í honum sjálf-
um sem öskrar á spennu og við-
skiptasigra.
?Láttu ekki hól og smjaður þeirra
virka djúpt á þig. Þeir eru að leika á
þig. Þegar þeir setja á þig titil (svo
sem framkvæmdastjóri, vaktstjóri,
grænmetisyfirmaður, sölustjóri, fjár-
málastjóri, símastjóri eða bílstjóri),
láttu það ekki á þig fá, það er engin
innistæða önnur en sú að þú þrælir
þér út fyrir þá áfram. Ef vald þeirra
gengur út yfir það sem þér finnst
heilbrigt, forðaðu þér. Taktu aldrei
þátt í að mata sjálfhverfu og illsku
siðblindingjans. Ef þú óttast mann-
inn, ekki rugla því saman við virð-
ingu. Komdu í veg fyrir persónulegt
heilsutjón og forðaðu þér en mundu
að hann (psychopatinn) mun aldrei
þola að sjá að þér líði vel, hafir þú
sýnt þann styrk að yfirgefa hann eða
fyrirtækið. Hann mun gera allt til
þess að rústa mannorð þitt,? segir
Martha.
Svona menn eru víða í viðskiptalíf-
inu. Þú vinnur jafnvel fyrir þá eða ert
svo óheppin að vera gift einum. Börn
alkóhólista þurfa að vera sérstaklega
á varðbergi því sjálfsmat þeirra er
oft á tíðum brenglað. Dæmt fólk eða
ólánsfólk leitar að upphefð hjá svona
psychopötum vegna eigin vanmáttar.
Psychopatar virka svo góðir og klárir
og með því að drepa samkeppnina og
stela og svíkja verða þeir oft efna-
miklir.
Sem dæmi um kaldrifjaðan, sið-
blindan mann fyrri tíma má nefna
Rockefeller sem Hare telur einn
spilltasta mógúl spilltustu tíma sög-
unnar. Rockefeller opinberaði sjúk-
legt ástand sitt með orðunum: ?God
gave me my money.?
Lesandanum er látið eftir að finna
orð dagsins.
?Guð gaf mér peningana mína? 
Jónína Benediktsdóttir
fjallar um nýja tegund 
viðskiptamanna
?
Sem dæmi um kald-
rifjaðan, siðblindan
mann fyrri tíma má
nefna Rockefeller sem
Hare telur einn spillt-
asta mógúl spilltustu
tíma sögunnar.
?
Jónína Benediktsdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri FIA.
Meira á mbl.is/greinar
ÁKÆRUSKJAL ríkisvaldsins á
hendur Baugi og Bónusfeðgum
skekur nú þjóðfélags-
umræðuna. Sitt sýnist
hverjum um innihaldið
og spennandi að sjá
hvort stjórnarmenn
Baugs komi til með að
stýra fyrirtækinu frá
Kvíabryggju eða rík-
isstjórnin noti síma-
gróðann til að borga
feðgunum stríðs-
skaðabætur. Á þessum
tímapunkti er einungis
ljóst að innistæður
lögfræðinga munu
þrútna. 
En á meðan Baugsmenn reyna að
verja hendur sínar í kastljósi fjöl-
miðlanna snúa fulltrúar ríkisvalds-
ins bökum í myndavélarnar tuðandi
um fráleitar samsæriskenningar
sem séu ekki svaraverðar. Málið af-
greitt. 
En fór ekki Björgólfur eldri í
fangelsi fyrir það sem sumir kalla
pólitískar ofsóknir? Hvarf, sneri
aftur og yfirtók Ísland? Af þeirri
reynslu ættu boðberar einstaklings-
framtaksins að vita að vegir þess
eru órannsakanlegir
og bæði vonlaust og
þarflaust að koma múl
á fyrirbærið. 
Í stórum dráttum
eru Baugsmenn
ákærðir fyrir að moka
undir sjálfa sig og
stunda viðskipti án til-
skilinnar vitundar.
Vafalítið finnast ein-
hverjir fúaleggir en
þegar skógurinn er
skoðaður ofan frá er
gott að hafa eftirfar-
andi í huga:
Hvar er ódýrast að versla, er það
í Bónus eða á bensínstöðvunum eða
kannski í Ríkinu? Og hvar voru
samráðin í fjölmiðlamálinu? Eða
Íraksstríðinu? Hvar eru höfuðpaur-
arnir í olíumálinu? Og hverju er
fylgt í stöðuveitingum hins op-
inbera? Eða lífeyrismálum? Hvorir
hafa gert meira fyrir fólkið í land-
inu, Bónus eða ríkisstjórnin? 
Ákæruatriðin eru vissulega mörg
og gætu verið miklu fleiri. Svo má
spyrja hvort þau séu svaraverð. En
augljós lágmarkskrafa til allra
stjórnenda hlýtur að vera sú að þeir
viti að hagsæld og hagsmunir eru
sitthvor hluturinn. Sem kusk í kvið-
dómi götunnar ákæri ég og dæmi
ríkisvaldið, fulltrúa þess og aftaní-
ossa alla seka um að gera á þessu
engan greinarmun. Það kemur í
hlut annarra að dæma Jón og Jó-
hannes.
Hver er sekur og hver ekki?
Lýður Árnason fjallar um
ákærur á hendur Baugi
?
En augljós lágmarks-
krafa til allra stjórn-
enda hlýtur að vera sú
að þeir viti að hagsæld
og hagsmunir eru sitt-
hvor hluturinn.
?
Lýður Árnason
Höfundur er heilbrigðisstarfsmaður í
Önundarfirði.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40