Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 55
SAMNINGUR milli Reykjavíkurborgar og Há- skólans í Reykjavík (HR) um ráðstöfun á lóð fyrir háskólann og tengda aðila í Vatnsmýr- inni var undirritaður á föstudag. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir á svæðinu geti hafist um mitt næsta ár og fyrsta áfanga nýs skóla- húsnæðis verði lokið í byrjun skólaárs haustið 2008. Á þessu svæði, sem er um 6,2 hektarar að stærð, er áformað að reisa háskólabyggingar á næstu 10-15 árum en síðan fær HR aukið landrými í framtíðinni. Auk þess verða 2,4 hektarar nýttir undir stúdentagarða og 5-6 hektarar undir háskólastofnanir, rannsókn- arstofnanir og þekkingarfyrirtæki. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Dagur B. Eggertsson, formaður skipulags- ráðs Reykjavíkur, skrifuðu undir samninginn fyrir hönd borgarinnar, en þau Guðfinna S. Bjarnadóttir rektor og Sverrir Sverrisson, formaður háskólaráðs, fyrir hönd HR. Á næstunni verður unnið að skipulagsbreyt- ingum á svæðinu, s.s. breytingum á svæð- isskipulagi, aðalskipulagi og deiliskipulagi fyrir svæðið og HR mun í samstarfi við inn- lenda og erlenda sérfræðinga vinna að þarfa- greiningu og undirbúningi fyrir hönnun nýs háskóla. Þetta mun verða gert samhliða þeirri hugmyndasamkeppni sem fyrirhuguð er í Vatnsmýrinni. Framkvæmdir á svæði HR gætu hafist um mitt næsta ár Samningar undirritaðir. Frá vinstri: Salvör Jónsdóttir, sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs, Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri, Sverrir Sverrisson, formaður háskólaráðs HR, og Guðfinna Bjarnadóttir, rektor HR. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 55 FRÉTTIR Reyðarfjörður | „Það er óhætt að segja að Austur- land er að ganga í gegnum skeið mikillar framþró- unar og breytinga,“ segir Soffía Lárusdóttir, for- maður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA), en aðalfundi félagsins lauk á Reyðarfirði á föstudag. Þann dag var m.a. fjallað um fjarskipti og dreifikerfi á Austurlandi, sameiginlegt vökt- unarverkefni Þróunarstofu Austurlands og Há- skólans á Akureyri á áhrifum uppbyggingar virkj- unar og stóriðju í fjórðungnum og heilbrigðismál, einkum m.t.t. aldraðra. „Í byrjun október nk. verða hér tvennar kosn- ingar um sameiningu, annars vegar kjósa íbúar Vopnafjarðarhrepps og Skeggjastaðahrepps um sameiningu, hins vegar íbúar Fjarðabyggðar, Austurbyggðar, Fáskrúðsfjarðarhrepps og Mjóa- fjarðar,“ sagði Soffía einnig. „Ef íbúar þessara sveitarfélaga samþykkja sameiningu, verða sveit- arfélög á Austurlandi 9 og hefur þá fækkað um 7 á rúmum tveimur árum. Íbúar Austurlands hafa fengið einstakt tækifæri til að treysta byggð til framtíðar. Á austfirskum sveitarstjórnarmönnum hvílir mikil ábyrgð að sýna samstöðu og leggja þannig sitt að mörkum við að festa í sessi þá miklu grósku sem hér er.“ Soffía segir að eftir aðalfundinn sé skýrsla um mat á samfélagsáhrifum og arðsemi jarð- gangatenginga á Austurlandi, sem unnin er af Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri, það forvitnilegasta sem tekið var fyrir á fundinum. „Það vakti mesta umræðu á þingingu. Skýrslan er enn í vinnslu og þarna var verið að kynna fyrstu niðurstöður. Skýrsluhöfundar fengu ákveðið inn- legg á fundinum sem þeir skoða í framhaldinu og við með þeim.“ Menningarverðlaun SSA veitti á aðalfundi sínum árleg menning- arverðlaun og hlaut Lára Vilbergsdóttir á Egils- stöðum þau að þessu sinni fyrir starf sitt að menn- ingarmálum, handverki og Ormsteiti, uppskeru- hátíð á Héraði. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Soffía Lárusdóttir, formaður SSA, segir samgöngumálin þungavigtarmálefni Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Tími mikilla breytinga og mikil ábyrgð á austfirskum sveitarstjórnarmönnum LANDSFUNDUR Ungra vinstri grænna var haldinn 3. september síð- astliðinn á Hótel Lind, Rauðarárstíg. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að á fundinum hafi meðal ann- ars verið farið í málefnavinnu um byggðamál þar sem var tekið á þeim málaflokki í víðum skilningi. Pallborðið og málefnavinnan er upphafið að stærri umfjöllun Ungra vinstri grænna um málefni lands- byggðarinnar í vetur, segir í frétta- tilkynningu. Ýmsar ályktanir voru samþykktar á fundinum, þar á meðal um málefni aldraðra, menntamál, utanríkismál, um málefni sveitarfélaga, Reykjavík- urflugvöll, erfðabreytt matvæli o.fl. og má sjá þær á vef Ungra vinstri grænna, www.vinstri.is, undir liðnum ályktanir. Ný stjórn Ungra vinstri grænna var kjörin á landsfundinum en hana skipa: Dögg Proppé Hugosdóttir, for- maður, Emil Hjörvar Petersen, vara- formaður, Þórunn Ólafsdóttir, ritari, Kári Páll Óskarsson, gjaldkeri, og þau Arngrímur Vídalín, Brynja Björg Halldórsdóttir, Elín Sigurðardóttir, Skúli Jón Kristinsson og Torfi Stefán Jónsson voru kjörin meðstjórnendur. Þeir Björn Reynir Halldórsson, Sig- urður Gunnarsson og Ásmundur Ein- ar Daðason eru varamenn. Ný stjórn UVG kjörin á landsfundi TENGLAR .............................................. www.vinstri.is BÆJARSTJÓRN Kópavogs hefur samþykkt breyttar úthlutunarreglur varðandi byggingarrétt fyrir íbúðar- húsnæði. Gunnar Birgisson bæjarstjóri seg- ir að nú geti fólk ekki selt eignir sín- ar án samþykkis bæjarráðs fyrr en húseign er tilbúin til innréttinga en áður hafi verið miðað við fokhelda eign. Þetta sé gert til að reyna að koma í veg fyrir brask með lóðirnar. Í öðru lagi voru settar stífari kröf- ur varðandi greiðslumat fjármála- stofnana. Í þriðja lagi verða kaupendur að vera skuldlausir varðandi opinber gjöld og gildir það hvar sem er en ekki aðeins í Kópavogi eins og áður. Standi tvær eða fleiri umsóknir jafnfætis var ákveðið að dregið skyldi um eignina að viðstöddum fulltrúa sýslumanns. Í fimmta lagi geta menn nú sótt um eina lóð og tvær til vara en áður gátu menn sótt um margar lóðir til vara. Þessar breytingar féllu í góðan jarðveg. Fulltrúar Samfylkingarn- innar fögnuðu þeim og bókuðu að þær væru í megindráttum í þeim anda sem þeir hefðu lagt til. Breyttar úthlutun- arreglur í Kópavogi Morgunblaðið/Árni Sæberg Eskifjörður | Á mánudag verður í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði undirrituð viljayfirlýsing milli Sinfóníuhljómsveitar Norður- lands, Menningarráðs Austurlands og menningarmiðstöðvarinnar um samstarf næstu fimm árin, fyrir hönd tónlistarfólks á Austurlandi. „Kirkju- og menningarmiðstöðin hefur það sérstaka hlutverk að vera þróunarapparat fyrir tónlist á Aust- urlandi og leiða stefnumótun,“ sagði sr. Davíð Baldursson á Eski- firði. „Við viljum með yfirlýsing- unni koma í fast form samstarfi sem hefur verið laust í reipum gegnum árin og móta ákveðna stefnu í því. Við höfum hingað til endrum og sinnum fengið hljóð- færaleikara úr Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, bæði Kór Fjarða- byggðar, Óperustúdíó Austurlands efni sameiginlega og ætlum okkur einnig með verkefnin á Suðurfirð- ina og Seyðisfjörð og nota þannig samlegðaráhrifin.“ Davíð efast ekki um að samstarf- ið við Sinfóníuhljómsveit Norður- lands geti orðið lyftistöng fyrir tón- listarlífið á Austurlandi. „Þarna er stórt skref stigið í þróunarferli og framtíðarsýn í tónlistarmálum hér eystra og raunar fyrir norðan líka.“ og fleiri aðilar, en viljum nú blása til formlegs samstarfs.“ Davíð segir viljayfirlýsinguna holdgerast í flutningi óratóríunnar Messíasar eftir Georg Friedrich Händel á aðventunni og á vordög- um Sköpuninni eftir Joseph Haydn. „Héraðið og Fjarðabyggð hafa unn- ið dálítið á eigin forsendum í tón- listarlífinu, en nú erum við að færa þetta saman og gera þessi tvö verk- Lyftistöng fyrir tónlistarlífið Austfirðingar í formlegt samstarf við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.