Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.04.1968, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 01.04.1968, Blaðsíða 1
BlaÓfyrir alla Mánudagnr 1. apríl 1968 20. árgangur 5. tölublað Stórundarleg íbúðakaup út- gerðarmanna / Reykjavík Eitt tapár og allir í vandræðum — Furðulegt ástand víða — Hvert fer allur gróðinn? — Óþolandi ástand Eins og alkunna er, þá hafa undanfarin sex ár verið einstök uppgripaár á Austfjörðum og víðar á landinu, þar sem útgerð er stunduð, hvort heldur síldveiði eða önnur veiði. Nú hefur veiði brugðizt í rösklega ár, markaðir lækkað og yfirleitt, orðið almenn veðrabrigði til hins verra fyrir alla þá, sem þennan at- vinnuveg stunda, bæði eigendur og starfsfólk. En á hinum árunum hafa útgerðarmenn og félög rakað saman tugmilljón- um og sett mikið fé í auknar framkvæmdir. Hefur t.d. uppbygg- ing á Austfjörðum síðustu ár verið meiri en öll uppbygging á öllu landinu varðandi sjávarútveg árin þar á undan. Hvað varð af auðnum? Nú, eftir rösklega ár, af afla- leysi og markaðsbresti, er samt svo komiS, að mikill fjöldi útgerð armanna og eignamanna eystra og víðar telja sig komna á von- arvöl og örbirgð eina og vesal- dóm framundan. Margir standa nú ekki lengur í skilum, en aðrir eyða mestum tíma sínum á bið- stofum bankanna. Almenningur er orðinn ókvæða yfir þessu ein- dæma ástandi, þótt svo jafnvel, að aflabrestur hafi orðið. Flestir spyrja hvað eiginlega hafi orðið af öllu því fé, sem upp var gripið og mörgum finnst að aukin upp- bygging sé langt frá því að vera skýring á ástandinu eins og það er hjá mjög mörgum síldarspek- úlanti. Fjöldi ibúða En til eru ýmsar skýringar, sem þess eru verðar að hið opin- bera skyggnist dálítið í hag út- gerðarmanna, sem hér hafa geng- ið um eins og friðaðir fuglar vegna þess eins, að atvinna þeirra aflar þjóðinni gjaldeyris. Það er staðreynd, að margir, fjöl margir útgerðarmenn, sem nú berja sér mest á brjóst, hafa keypt og komizt yfir fjölda íbúða hér í Reykjavík, ibúða, sem þeir fá með góðum kjörum, enda greitt út í hönd. Kveður svo rammt að, að sumir menn, tiltölu lega nýbyrjaðir í útgerð, hafa náð sér í fjórar fimm íbúðir hér, þótt, eftir ársvandræði, fyrirtæki þeirra séu ýmist á hausnum eða byggi allt á bankafyrirgreiðslum. I Dr. Eldjárn og sjónvarpsmenn ViII helzt tapa með sæmd og halda grúskinu áfram segja vinir Nú er því haldið fram að dr. Kristján Eldjám, hafi nauð- ugur viljugur farið í forsetaframboðið. Var það aðeins eftir þráláta eftirgangsmuni að hann lét undan, en nú er ekki aftur snúið og má hann nú sætta sig við, að verða fyrir ýmsu aðkasti, eins og sjórnmálamennirnir, því frambjóð- endur til forsetakjörs verða ekki heilagir fyrr en þeir flytja til Bessastaða. Frétzt hefur, að sjónvarpsáhugamenn. ætli að berjast ein- dregið gegn dr. Kristjáni , vegn þess: a. hann var einn þeirra 60-menninga, sem kröfðust lokunar Keflavíkursjónvarps- ins og — b. hélt hvassa ræðu móti öllu frjálsu vali íslend- inga í sjónvarpsmálum á fundi sem haldinn var í Lido. Þá er og vitað að dr. Kristján er mjög til vinstri — næst- um kommúnisti — þótt enn teljist hann aðeins til vinstri arms Framsóknar. Þykir það allmikill vansi fyrir forseta- embættið ef hálf-kommi sezt í það, og lítt til að auka veg landsins í hinum vestræna heimi. Öll munu þó þessi mál skýrast betur, er líður á baráttuna — og vera má, þegar allt kemur til alls — að sönn reynist sú fullyrðing vina dr. Kristjáns, að heitasta ósk hans sé að tapa með sæmd og | hverfa aftur til núverandi starfa sinna. i maaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaamaaaaaaaaaaaa Að brjóta traust Það er staðreynd að mikill þorri útgerðarmanna skeytir ekki hót um hversu illa útgerðin gengur, og minnka á engan hátt lifnaðarhætti sína, lúxus eða ann að. Kúnstin er einfaldlega sú, að gera út á ríkissjóð, enda þar um lítið eða ekkert eftirlit að ræða. Hér hafa útgerðarmenn brotið ferlega traust á þjóðinni, sem til þessa hefur ekkert látið ógert til að hlú að þeim og stuðla í hví- vetna. Þeir hugsa enn sem svo, að þjóðin sé þeim skuldbundin. skuldi þeim gott lífsviðurværi, styður þá þegar móti blæs, en út- gerðin sé þjóðinni algjörlega óvið komandi þegar allt leikur í lyndi og peningar streyma inn. Hví hætta þeir ekki? Þessi hugsunarháttur er neð ar öllum hellum og óþolandi að þjóðin búi við slíkt lengur. Ef útgerðarmenn eru ekki meiri menn en það, að fyrir- tæki þeirra þoli ekki eitt með- alár þegar komin eru 5—7 upp gripaár á öllum sviðum, er eins gott að leggja útgerðina undir hið opinbera svo milli- liðakostnaðurinn hverfi. Vissu lega eru til margar undantekn ingar frá ofangreindu, en þær eru því miður á engan hátt nógu margar. Ráðherra og sparnaður Fjármálaráðherra gumar nú mjög af sparnaðarviðleitni sinni. Hefur hann gripið til ýmissa ráða til að draga úr opinberum útgjöldum. Það væri ekki úr vegi, að allur rekstur útvegsins væri vendi- lega rannsakaður og komið í veg fyrir, að styrkþegar í út- gerð eyddu fé sínu í íbúða- kaup eða annan kostnað með- an fyrirtæki þeirra geta ekki staöið i skilum. Það fer langt frá því, að þessir menn eigi sérstaka umbun skilið þótt eðli reksturs þeirra skapi þjóð inni gjaldeyri. Utgerðarmenn liafa of lengi álitið sig stikk- frí og sannarlega kominn tími til að þeir ekki aðeins njóti á- vaxtanna heldur þoli skakka- föllin þegar þau rynja yfir. Vettlingatök Ríkisstjórnin hefur farið vettl- ingahöndum um þessa „yfirstétt", sem vaðið hefur uppi í allsnægt- um undanfarin ár, en kveinar nú sáran og kennir öllum um óáran þessa, nema sjálfum sér. Afla- leysisár hafa dunið yfir þjóð þessa, sem aðrar, á öllum öldum, og harmakvein útgerðarinnar ekki*annað en fyrirsláttur einn og undanbrögð. Ef útgerðarmenn tapa — hví hætta þeir ekki? Það er fráleitt að ætla, að þessir menn séu í útgerð af tómri gæsku og góðsemi í garð landsmanna. Framhald á 5. síðu. H ERBADE LJLP Leikfélagi Mánudagsblaðsins no. 3 í stað nafns og „númers" á þess um leikfélögum okkar verður í framtíðínní leit- ast við að birta skrítlu með hverri mynd: Sextán ára skóla stúlka eignaðist barn. Hjúkrun- arkonan reifaði barníð, horfði á það og segir síð- an við móður- ina: „Mikið skelf ing finnst mé^ bamið vera gáfu legt, nú þegar.“ „Engin furða,“ svarar móðirin, „þegar á alt er litið þá gekk það í gagnfræðaskól- an í hálft ár.“ Er Coldwater í USA skattalögreglunni? Það gengur fjöllunum liærra, hér í Reykjavík, að bandaríska skattalögreglan hafi nú bókhald Coldwater-fyrirtækisins með höndum. Segir sagan, að fyrst hafi einn fultrúi frá skattalög- reglunni unnið við þetta, en nú séu þeir fjórir og hafi ærinn starfa, því athugunin muni spanna yfir nokkur undanfarin ár. Coldwater er, eins og kunn- ugt er, dótturfyrirtæki SH einskonar gulli prýdd útgáfa af dótturfyrirtækjum Sölumiðstöðv Vitanlega er hér um enga stað hæfingu að ræða, en staðfesting ekki fyrir hendi, heldur fyrir- NÝTT BARNALEIKHÚS Nýlega hefur verið stofnað í Reykjavík nýtt leikfélag, er nefn ist Barnaleikhúsið. Frumsýnir það á sunnudaginn, 31. marz, nýtt íslenzkt barnaleikrit, er nefnist „Pési prakkari“. Frumsýningin verður í Tjarnarbæ kl. 3, en önnur sýning kl. 5 sama dag. spurn. Sá siður, að þegja allan orðróm í hel varð Sambandinu dýrkeypt, en aldrei þagði fyrir- tækið betur, en þegar við byrjuð um fyrstir allra á Olíumálinu, sællar minningar, og þá fór sem fór. Vonandi hendir það ekki Sölumiðstöðina. Óskandi væri, að allt þetta reyndist ósatt, en hinsvegar mega útgerðarmenn, sem hlut hafa í S.H., krefjast þess að for- ráðamenn fyrirtækisins annað- hvort neiti eða játi þessum sögu sögnum. Það er ekkert gamanmál að lenda í kasti við skattalögregl una en hún varð — á sínum tíma — t.d. Alphonse Capone, öðru nafni A1 „scarface“ Capone að falli, og þótti hann ekki lamb að leika sér við. Það væri huggulegt ef eínhver nýr „Elliot Ness“ væri nú að grugga í vötnum Coldwaters. Til /esenda í dag hefst í blaðinu ný fram haldssaga _ CAROL REID - auðvitað ástarsaga eins og þæ: beztar gerast. Er þetta liður aukinni fjölbreyttni blaðsins oj meira á eftir að koma. Þá má geta þess að sjónvarps dagskráin er nú flutt á innsíði til að gefa 8. siðunni betra útlil en sú síða mun smátt og smát varða eingöngu skemmtíefni. o—o I næsta blaði byrjar nýr stutt ur dálkur — á 8. síðu — sen ætlaður er fólki sem njóta vil þeirra lystisemda sem höfuðboi'i in býður upp á.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.