Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Bragi ÓlafssonThoroddsen fæddist í Vatnsdal við Patreksfjörð 20. júní 1917. Hann andaðist í Heil- brigðisstofnuninni Patreksfirði 8. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ólafur Einars- son Thoroddsen bóndi og útgerðar- maður í Vatnsdal, f. 4. janúar 1873, d. 17. nóvember 1964, og Ólína Andrésdóttir húsfreyja í Vatnsdal, f. 23. september 1883, d. 4. september 1959. Bragi var 8. barn í röð 14 systkina þeirra hjóna einnig átti hann tvo hálf- bræður frá föður. Bragi kvæntist 12. maí 1945 Þórdísi Haraldsdóttur, f. á Þor- valdsstöðum í Bakkafirði 26. júní 1920. Foreldrar hennar voru Har- aldur Guðmundsson bóndi og kennari f. á Öngulsstöðum í Eyja- firði 8. október 1888, d. 1. júní 1959, og Þórunn Þórarinsdóttir húsfreyja og ljósmóðir, f. á Þor- valdsstöðum í Bakkafirði 18. des- ember 1891, d. 3. september 1973. Börn þeirra Braga og Þórdísar eru:1) Úlfar f. 17. júlí 1945, eig- inkona Helga Bjarnadóttir f. 19. júní 1947, þau eiga þrjá syni auk þess á hann einn son, 2) Eiður f. 16. október 1946, eiginkona Sig- ríður Sigurðardóttir, f. 8. febrúar búnaðarskólann á Hvanneyri og lauk þaðan prófi í búnaðarfræð- um. Bragi tók þátt í öllum búverk- um eftir því sem aldur og þroski leyfðu og stundaði sjósókn með bræðrum sínum. Á 18. árinu lá leiðin á Vateyrartogarana og var hann þar að mestu í 13 ár eða fram yfir seinna stríðið. Árið 1945 gerðist hann verkstjóri hjá Pat- rekshreppi og var í því starfi í 10 ár. Árið 1955 réðst hann sem verkstjóri til Vegagerðar ríkisins og gegndi því starfi fram á árið 1986 er hann lét af því embætti vegna aldurs. Bragi bjó allan bú- skap sinn á Patreksfirði. Bragi var ötull í félagsmálum og góður liðsmaður þar sem hann lagði hönd og huga að verki. Hann var lengi í kirkjukór Patreksfjarðar- kirkju, einn af stofnendum karla- kórs Patreksfjarðar, stofnfélagi í Lionsklúbbi Patreksfjarðar, starf- aði í Leikfélagi Patreksfjarðar, endurreisti Skógræktarfélag Pat- reksfjarðar, stofnaði félag eldri borgara á Patreksfirði. Var í stjórn sjálfstæðisfélagsins Skjald- ar Patreksfirði og í stjórn kjör- dæmisráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestjarðakjördæmi. Hann gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir sókn, hrepps- og sýslufélag, sat í stjórn Eyrasparisjóðs, í stjórn Kaupfélags Patreksfjarðar og Hraðfrystihúss Patreksfjarðar hf. Bragi tók þátt í björgunaraf- rekinu við Látrabjarg árið 1947 og kom að björgun skipsverja togarans Sargons er fórst undir Hafnarmúla í Patreksfirði árið 1948. Útför Braga verður gerð frá Patreksfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1947, þau eiga fimm börn, þrjá syni og tvær dætur, 3) Er- lingur f. 15. júlí 1948, eiginkona Ágústa Valdís Svansdóttir, f. 31. júlí 1952, þau eiga eina dóttur auk þess á hann tvo syni, 4) Björg, f. 20. nóv- ember 1950, var gift Jon Færöy, f. 5. júlí 1950, þau skildu, eiga þau tvær dætur, 5) Ólína f. 26. febr- úar 1952, eiginmað- ur Paul Dudley Weighman, f. 14. sept. 1944, þau eiga tvær dætur, og 6) Ólafur f. 25. júlí 1953, eig- inkona Þóra Ákadóttir, f. 27. maí 1954, þau eiga þrjá syni. Bragi ólst upp á mannmörgu heimili í Vatnsdal hjá foreldrum sínum. Vatnsdalsheimilið var menningarheimili á gamla vísu og mótuðust menningarleg viðhorf Braga í því andrúmslofti. Þótt formleg skólaganga væri ekki löng þá bætti hann úr því með sí- felldu sjálfsnámi og fylgdist vel með fram á síðasta dag. Bragi nam barnaskólalærdóm hjá föður sínum. En faðir hans annaðist kennslu barna og bjó auk þess unga menn undir nám í skip- stjórnarfræðum. Um fermingu var Bragi vel að sér í þeim fræð- um enda nam hann þau ásamt barnaskólalærdómi er hann hafði til þess þroska. Bragi fór síðar í Kveðja til bróður, ort við andlát Braga Thoroddsen: Farinn ert héðan, friðarhönd þig leiði ferlið sem hafið er á nýjum slóðum. Fallin er grein af frændaríkum meiði fögur og sterk af ættarstofni góðum. Megirðu aftur heilsu og hreysti finna horfinn til Guðs og látnu vina þinna. Æðrulaus tókstu áföllunum þungu á þig er sóttu lífsins hinstu árin. Örlaganornir illa seiði þuldu yfir þér sjúkum, ýfðu þungu sárin. Lífsþráðinn rufu en ráði’og viti’ei kunnu ræna þig meðan heljarvef sinn spunnu. Hér skal ei syrgja, hans var ei að geði hugvíl né tregi yfir dánum vini heldur skal minnast hans með bljúgri gleði með hlýhug svo þakka landsins góða syni. Minningin lifir, ljóssins englar góðir leiði þig himins brautir, látni bróðir. Magdalena Thoroddsen. Góður maður er genginn – lífssag- an öll. En um leið og lífsbókin lokast vitja minningarnar okkar hinna sem nú kveðjum horfinn vin. Gegnum grámósku tímans birtast þær okkur og verða ljóslifandi á ný líkt og end- urheimtir vinir. Sem lítil stúlka átti ég því láni að fagna að eyða sólríkum sumardögum hjá frændfólkinu mínu fyrir vestan. Þrjú sumur var ég í vegagerðinni hjá Braga frænda mínum og Dísu kon- unni hans. Í vegavinnuflokknum var líka nafna mín Ólína, dóttir þeirra hjóna sem þá var unglingsstelpa, sjö árum eldri en ég – en systkini hennar fimm voru við sumarvinnu í fiski eða sveit. Á þeim árum var verið að leggja niður gömlu Þingmannaheið- ina og byggja nýjan veg úr Vatnsfirði um Kjálka- og Kerlingarfjörð og áfram suður. Það voru ógleymanlegir dagar og mikið ævintýri að ferðast með vegavinnuflokki, búa í skúrum og tjöldum, hlaupa með stikur við vegkantinn milli þess sem maður fékk að sitja frammí hjá vörubílstjór- unum við efnisflutningana. Á kvöldin söfnuðust menn svo í eldhússkálann, þægilega þreyttir eftir daginn, spjöll- uðu og supu kaffið sitt með vægan gasilm fyrir vitum. Bragi frændi sagði ævinlega bestu sögurnar, með blik í auga og kersknislegt bros um varir – svolítið nefmæltur, orðsnjall og skemmtinn. Já, það voru góðir dagar. Bragi móðurbróðir minn var barn- góður maður og átti sjálfur barnaláni að fagna. Það var því oft líf og fjör á heimili þeirra Dísu þegar ég fór að venja komur mínar vestur, um það leyti sem barnahópurinn þeirra var kominn á unglingsár. Oftar en ekki var Bragi sjálfur sá sem við mændum upp á í óblandinni aðdáun og hlýdd- um á leiftrandi frásagnir hans frá ýmsum æviskeiðum. Hann átti ekki langt að sækja frásagnargleðina, kominn af breiðsfirskum skáldum, höfðingjum og bændum – stórlyndur, stríðinn og skáldmæltur. Bragi ólst upp á rausnarheimili í Vatnsdal í Rauðasandshreppi, áttunda barnið í fjórtán systkina hópi foreldra sinna, Ólafs Thoroddsen útvegsbónda og Ólínu Andrésdóttur, konu hans. Á heimilinu var margt um manninn. Ólafur, var skútuskipstjóri til þrjátíu ára, kenndi piltum undir stýrimanna- skóla, annaðist kennslu ungmenna á yngri árum sínum í hreppnum, og tók að sér ýmis trúnaðarstörf fyrir sveit- ina. Ólína var betur að sér um ýmsa hluti en þá var títt enda uppalin hjá frú Magdalenu Jónasdóttur og séra Þorvaldi Jakobssyni sem lengst af var prestur í Sauðlauksdal. Vatns- dalsheimilið bar upplagi þeirra hjóna glöggt vitni, þar var oft glatt á hjalla, leikið, sungið, ort og kveðið – jafnvel dansað á góðum stundum. Þetta var menningarheimili og veganestið það- an skilaði systkinahópnum og afkom- endum þeirra mörgum ógleymanleg- um frásögnum frá bernskudögum þeirra í Vatnsdal. Á stríðsárunum var Bragi til sjós á togurum sem gerðu út frá Patreks- firði. Hann var meðal annars um borð í Verði þegar þýsk herflugvél gerði loftárás á skipið. En lengst af ævi var hann vegavinnuverkstjóri í Barðastrandarsýslum. Minnisstæð eru mér þau ummæli ónefnds vega- vinnuverkfræðings sem mér þótti vænt um að heyra, að „ef öll umdæmi hefðu á að skipa öðrum eins verk- stjóra og Braga Thoroddsen þá væri vel komið vegamálum“. Bragi var nefnilega dugandi maður í besta skilningi þess orðs. Hann var athug- ull, skipulagður og gaf sig af alhug í hvert verk. Fáir voru liðtækari þegar eitthvað lá við, enda kom hann ósjaldan að þar sem liðsauka var þörf. Hann aðstoðaði við þá frægu björgun þegar breskur trogari strandaði við Látrabjarg árið 1942. Sömuleiðis var hann í hópi þeirra sem leitað var til þegar annað breskt skip strandaði undir Hafnarmúla ári síðar. Já, góður maður er genginn – löng leið að baki. Ég þakka frænda mínum þær stundir sem við áttum saman, þó langt sé um liðið. Guð blessi minn- ingu Braga Thoroddsen. Ólína Þorvarðardóttir, Ísafirði. BRAGI ÓLAFSSON THORODDSEN GUÐMUNDUR SIGMUNDSSON fyrrum sjómaður, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudag- inn 17. október kl. 13.30. Rut Ófeigsdóttir, Hólmsteinn T. Hólmsteinsson, Sigmundur Ófeigsson, Anna Lilja Stefánsdóttir, Soffía Ófeigsdóttir, Lárus L. Blöndal, Ófeigur Örn Ófeigsson, Anne Vik og fjölskyldur. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ást- kærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, bróður, mágs, stjúpa, afa og langafa, ERLENDAR LÁRUSSONAR fyrrverandi forstöðumanns Vátryggingaeftirlitsins, Krosshömrum 11, Reykjavík. Anna Sigurðardóttir, Lárus Erlendsson, Sýta Rúna Haraldsdóttir, Stefán Erlendsson, Vilborg Helgadóttir, Pálmi Erlendsson, Kristín Jónsdóttir, Pálmi Lárusson, Elsa Vilmundardóttir, Ellert Birgir Ellertsson, Hákon Varmar Önnuson, Úlfhildur Dagsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær kona mín, móðir okkar, dóttir og systir, SIGRÚN GUNNARSDÓTTIR, Austurgötu 26, Keflavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku- daginn 12. október. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 21. október kl. 14.00. Þórarinn Þórarinsson, Gunnar Ragnar Sveinbjörnsson, Bjarni Jón Sveinbjörnsson, Þórarinn Örn Þórarinsson, Guðlaug Finnsdóttir, Þorgils Arnar Þórarinsson, Gunnar Ragnar Sveinbjörnsson, Þóra Halldórsdóttir, Ágústa Sigríður Gunnarsdóttir, Halldór A. Þórarinsson, Valdís Þóra Gunnarsdóttir, Sara Lind Gunnarsdóttir, Páll Þórir Jónsson, Þóra Björk Halldórsdóttir, Ólöf Ösp Halldórsdóttir, Jón Gauti Jónsson, Andri Fannar Tómasson. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför UNNAR GRÉTU KETILSDÓTTUR. Starfsfólki LSH í Kópavogi færum við sérstakar þakkir fyrir góða umönnun. Hrólfur S. Gunnarsson, Margrét Ingunn Ólafsdóttir, Anna Rún Hrólfsdóttir, Rögnvaldur Arnar Hrólfsson, Ella Kristín Björnsdóttir, Gunnar S. Hrólfsson, Díana Oddsdóttir, Jónas S. Hrólfsson, Aðalheiður Guðjónsdóttir, Sigríður A. Hrólfsdóttir, Ingólfur J. Sigurðsson, Ólöf Ketilsdóttir, Haraldur Ágúst Bjarnason, Jónas Ingi Ketilsson, Sigríður Hrönn Helgadóttir, Eggert Ketilsson, Rannveig Jónsdóttir og barnabörn Ástkær móðir okkar, ANNA KRISTÍN VALDEMARSDÓTTIR Stekkum lést á Kumbaravogi fimmtudaginn 13. október. Börn hinnar látnu. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, SIGURSTEINN GUÐSTEINSSON, áður til heimilis í Veghúsum 31, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir að morgni mánudagsins 3. október, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 17. október kl. 15.00. Freyja Guðrún Erlendsdóttir, Guðrún Sigursteinsdóttir, Ella Lilja Sigursteinsdóttir, Guðrún Sigursteinsdóttir Girgis, afabörn og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.