Tíminn - 23.06.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.06.1970, Blaðsíða 1
Led Zeppelin - viðtal og myndir á bls. 13-14 \ IGMIS HEimillSTIEHI Hiotl tnannfjöldans á tónleikum Led Zeppelin í gær, (Tímamynd-Gunnar) 27. þing B.S.R.B. hófst að Hótel Sögu í gærmorgun: Opinherír starfsmenn fá 15% kaup- hækkun og fullar verðlagsbætur EJ—Reykjavík, mánudag. i 27. jiing Bandalags starfsmanna | rfkis og bæja hófst í morgun að J Hótel Sögu. f ræðu á þinginu | skýrði formaður bandalagsins, j Kristján Thorlacíus, frá því, að samkomulag hefði náðst í dag við fjármálaráðherra um 15% kaup hæbkun hjá opinberum starfsmönn um og óskertar vísitölubætur, eins og um var samið í samningum verkalýðsfélaganna á dögunum Á þinginu eiga sæti um 140 fulltrúar 27 sambandsfélaga, en félagsmenn í BSRiB eru nú 6863 og hefur þeim því fjölgað á tveim ur árum um 739. Kristján Thorlacíus setti þing ið kl. 10 í morgun og gat helztu mála þingsins. Skýrði hann síðar frá samningnuim við fjármálaráð herra, en hann felur í sér: 1) að laun opinberra starfs- manna hækka um 15% og 2) að greidd laun 1. júní s. 1. að viðbættum þessum 15% verði grunnlaun. Jafnframt verði kaup greiðsluvísitala sett á 100 og verða hér eftir greiddar óskertar bætur fyrir þá hækkun, sem á henni ivarður, eins og tilgreint er í samningum verkailýðsfélaganna og Vinnuveitendasamibands íslands frá 19. júní s. 1. Verður vísitalan á þessum grundvelli næst reiknuð í ágúst, og ef um hækkun er að ræða. þá verða vúsitölubætur á öll laun greidd 1. september og svo áfram ársfj órðu ngslega. Kristján gat í setningarræðu sinni höfuðmála þingsins, sem eru: ur næstu aðalkjarasamninga — en aðalkj'arasamningar verða gerð ir í haust þrátt fyrir þetta sam- komulag nú — og í því sambandi starfsmat. Það samkomulag, sem gert verður i haust, giildir hvað launaflokika snertir frá 1. júlí 1970, en hvað vinnutíma snertir frá 1. janúar 1971. Mun þingið marka stefnu samtakanna í þess urn málum. 2) Orlofsheimilaframbvæmdir í Munaðarnesi. Framikvæmdir eru þar í fulilum gangi, og verður fyrsta áfanga lokið í haust, en í Framhald á bls. 11. Gífurlegt fjör er 5000 hlýddu á Led Zeppelin 16 í yfirlið! EJ-EB-Reykjavík, mánudag. Gffurlegt fjör var í Laugardals höllinni í kvöld, þar sem um 5000 manns fögnuðu Led Zeppelin af miklum krafti, en tónleikar þess arar frægu hljómsveitar hófust á mín. ld. 22,30. Var þeim að sjálf- sögðu vel fagnað, og enn betur er á leið — en sumir höfðu þó vit á því, að hafa með sér bómull til að setja í eyrun. Er leið á tónleikana leið yfir stúlku. Framkv.stj. Led Zeppelin hljóp til og bar hana npp á sviðið, en þá tróðust unglingamir að svið inu, og varð að forða Ijósmyndur um og nokki-um öðrum upp á sviðið svo þeir træðust ekki und ir. Var gert hlé á hljómleikunum og fólkið fengið með lægni til að færa sig aftar — og hófust þeir aftur eftir 15 mín. Síðar féllu nokkrar stúlkur f yfirlið og varð Iögreglan að bera þær f;-am í anddyri. Höfðu 16 stúlk ur vcrið bornar þangað um nrið- nættið. Húsi® var opnað kl. 21.40 og streymdi fólkið þá inn í höllina, og brátt voru 5000 manns komið in-n í húsið. 40 lögregluþjónar voru í húsinu og fyrir utan það til þess að fylgjast með og sjá um, að allt færi vel fram. Kl. 22.30 hófu Led Zeppelin að spila og syngja, og var strax mjög góð „stemming“ meðal áheyrenda. Hávaði var að sjálfsögðu gífurlegur, og settu sum ir bómull í eyrun en unglingarmir þurftu á engu sMku að halda. Eins og kunnugt er, bannaði Led Zeppelin útvarpinu aS senda tón- leikana út, og áður en hljómsveit in hóf að spila, gekk framkvæmda stjóri þeirra, Richard Cool, um salinn til að ganga úr skugga um, að enginn hefði segulband. Framhald á bls. H. 1) Kjaramálin og undirbúning

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.