Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						LAUGARDAGim 4. JftJí 1970.
TIMINN
«*• .?>,
M/S „Goðafoss" af-
hentur Eimskipa-
félaginu í gær
Hið nýja skip Eimskipafélags fs
Iands ms. Goðafoss fór í reynslu
ferð 26. — 27. f. m. og var afhent
félaginu í Álaborg kl. 19,30 í gær.
M. s. Goðafoss siglir á morgun
frá Álaborg til Kaupmannahafnar
og Kristiansand og er væntanlegur
til Reykjavíkur mánudaginn 13.
þ- m.
NAUÐGUN EÐA
EKKINAUÐGUN
ÓO—Reykjavík, föstudag.
Tvítugur Skoti situr nú í gæzlu
varðhaldi í Hafnarfirði. ákærður
fyrir nauðgun. Jafngömul íslenzk
stúlka, og vinnufélagi mannsins,
kærði hann s. 1. mánud., en tilefni
kærunnar gerðist á sunnudags-
morgni, nærri vinnustað þeirra
í nágrenni Reykjavíkur. Ekki er
fullsannað hvort um nauðgun var
að ræða eða ekki, þar sem hvorki
ákærandi né íkærði áta með
vissu hvernig og hvenær atburð
urinn varð.
Aðfaranótt sunnudags voru stúlk
an og maðurinn ásamt fleira fólki
við skál, sem ekki er í frásögur
færandi, og þegar leið að morgni
yfirgaf stúlkan samkvæmið og fór
að sofa í herbergi sínu, og var þá
vel drukkin. Þegar hún vaknaði
um morguninn sá hún aö Skotinn
lá klæðalaus við hlið hennar í
iráninu. Þegar hún reis upp, varð
hún strax vör við að haft hafði
verið samræði við hana, en segist
aldrei hafa kennt mannsins.
Framaaid t> bls. 14.
:':':"^">:^w:::W::::-:W^
Bíll stakkst á endann niður
í skurð eftir stúlku á hjóli
OÓ—Reykjavík, föstudag.
Slys varð á Holtavegi í dag með
þeim hætti, að tvær stúlkur voru
á leið austur götuna á reiðhjól
um og kom leigubili á_eftir þeim
og ætlaði' ~~bílstjórinn að fara1
framúr stúlkunum. Segir bílstjór
inn að önnur telpan hafi í sömu
svifum beygt í veg fyrir bíl sinn
og gat hann ekki forðað ákeyrslu,
en hann reyndi sitt bezta með því
að beygja inn á afleggjara, en
það tókst ekki betur til en svo
að bíllinn lenti á hjólinu og stakkst
það ásamt stúlkunni út í skurð
ifiMðfinverðu við veginn og^bíll
inn á eftir. Hjóliið varð undir bíln
um, en telpan kastaðist frá hon
um og kastaðist í botn skurðarins,
en bíllinn stóð upp á endann í
skurðinum ofan á hjólinu.   Var
SPIKE JONES OG
PRESLEY Á LOFTLEIÐUM!
SB—Reykjavík, föstudag.
Mats Bahr, sænski búktalarinn,
grínistinn, látbragðsleikarinn og
söngvarinn, með meira, sem
skemmti gestum Hótel Loftleiða
Jyrir þrem árum, er kominn aftur.
jfíaiin dvelst hér fram til 10. ágúst
og keinur fram á Hótel Loftleið
Mats Bahr syngur   „Babysitting
um, fjögur kvöld í viku. Eftir
þeim kúnstum að dæma, sem blaða
mönnum gafst kostur á að sjá
sýnishorn af í dag, er ekki að efa,
að Bahr kemur Loftleiðagestum
til að hlæja ínikið og vel.
Mats Bahr kom fram í fyrsta
sinn í gærkvöldi og framvegis
verður hann á dagskránni um 11
leytiíð frá fimmtudagskvötdum til
sunnudags. Bahr syngur og leik
ur menn eins og Gigli, Presley,
Belafonte, Bill Haley, Spike Jones,
Cliff Richard og Jussi Björling.
Auk þess talar hann búkmál og
leikur margs konar listir. í einu at
riðinu þarf Bahr á banana að
halda, en sökum verkfallsins, eru
þeir ekki til á fslandi. Á morgun
rætist úr þessu, því þá kemur flug
vél frá New York með heljarstór
an bananaklasa, sem Bahr pant
aði í gær.
Mats Bahr byrjaði feril slnn,
sem akróbat i Osló, þa 14 ára gam
all. Síðan fór hann að tala búk-
tal og sagði í dag, að hið eina sem
til þess þyrfti, væri tíu ára þolin-
mæði.
Bahr sagði eirinig, að hann liti
á ísland sem sitt annað föður-
land og hér vill hann endilega fá
að stökkva í fallhlíf, nokkuð, sem
hann hefur aldrei reynt áður. Ef
hann lifir það af, kvað hann koma
til mála að taka upp sjónvarps
þátt í byrjun ágúst.
Héðan fer Bahr til Svíþjóðar og
í haust mun hann skemmta í hálf
an þriðja mánuð með Marlene
Dietrich í París. Síðan liggur l.eið
hans tii Brasilíu.
stúlkan flutt á slysavarðstofuna og
hafði tilkenningu í baki og í
höfði.
Annað slys varð í dag á Skúla
götu við Barónsstíg. Þar lenti pilt
ur á vélhjóli aftan á bíl sem
beygði af Skúlagötu upp Baróns
stíg. Lenti hann undir stuðaranum.
Auk annarra meiiðsla lærbrotnaði
pilturinn.
Ferðir fyrir eldri borgara
Ýms ferðalög og skoðunarferðir
í listasöfn hafa verið farnar síð
astliðinn mánuð. T. d. var farin
fuglaskoðunarferð, skoðunarferðir
í listasafn Asmundar Sveinssonar
myndhöggvara, listasafn Asgríms
Jónssonar listmálara, Þjóðminja-
safnið, Náttúrugripasafnið og á
listsýningu Ríkarðs Jónssonar,
myndhöggvara. 1 þessum mánuði
venður enn farið í ferðir. A mánu
daginn kemur, 6. júlí, verður far-
in skoðunarferð um Reykjavík,
leiðsögumaður verður Arni 01 a
ritstjóri, sem manna bezt þekkir
sögu Reykjavíkur. f þessari ferð
verður drukkið kaffi á Hótel Sögu.
Mánudaginn 13. júlí verður íar
in skoðunarferð í sædýrasafnið í
Hafnarfirði, staðnæmzt verður í
Hellisgerði, ef veður leyfir.
Grasaferð verður farin mánu
daginn 20. júlí, áætlað er að fara
um Þrengsli að Atlahamri. Leið
sögumaður verður Ingibjartur
Bjarnason, eins og s.l. sumar, en
hann er þaulkunnugur á þessum
slóðum.
Einhvern góðan laugard. eða
Framhald á bls  14
SÞ. efna til
æs/cii/ýðsjbz'ngs
Fimm íslenzkir fulJtrúar
Dagana 9—18 júlí n. k. efna
Sameinuðu þjóðirnar til æskulýðs
þings í tilefni af 25 ára afmæli
samtakanna undir kjörorðinu —
friiður, framfarir og alþjóðleg sam
vinna. Þingið verður haldið í höf
uðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í
New York og munu 750 ungar
konur og karlar sækja það, bæði
frá aðildarríkjum Sameinuðu þjóð
anna og öðrum löndum.
Markmið þingsins er að efla
skilning og þekkingu æskulýðs á
stefnu og starfi Sameinuðu þjóð
anna og þeim vandamálum sem
þau fást við.
Á þinginu verða ræddir fjórir
megin málaflokkar — friður, þró
unarmálin, menntamál og um-
hverfi mannsins.
Þingfulltrúar koma fram sem
fulltrúar æsku hlutaðeigandi þátt
tökulanda en ekki ríkisst,iórna.
Af hálfu íslands sækja þingið
eftirtaldir fimm fulltrúar valdir
af Æskulýðssambandi fslands:
Atli Freyr Guðmundsson, erind
reki, 2
Baldur Guðlaugsson, laganemi,
Olafur Einarsson, kennari,
Páll Bragi Kristjónsson, fulltrúi,
og Sigríður Hlíðar, nýstúdent.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 3. júií 1970.
DregiS úr augljósum
rangindum
Þegar stjórnarflokkarnir
hækkuðu söluskattinn á sið-
asta þingi úr 7^4% í 11%,
lögðu Framsóknannemi til, aS
helztu lifsnauðsynjar yrðu und
anþegnar söluskatti og fjöl-
skyldubætur yrðu hækkaðar
um 20%. í umræðunum í þing
inu voru færð rök að þvi,
að fjárhagslega væri ríkinu
þetta kleift, án nýrra skatta-
álaga.
í nefndaráliti Fiiamsóknar
í fjárhagsnefnd neðri deildar
(V. H. og Þ. Þ.) sagði svo um
þessar tillögur:
„í fyrsta lagi er dregið úr
mestu rangindunum, sem fel-
ast í þeirri stefnubreytiugu í
skattamálum að láta söluskatt,
sem leggst jafnt á allar vörur
koma í stað tolla, sem leggjast
mis.jafnt á vörur eftir því, hve
nauðsynlcgar þær eru. Með því
að undanþiggja nokkrar hclztu
lífsnauðsynjar söluskatti og
auka fjölskylduíbætur er bætt
aðstaða þeirra, er hafa miunst
ar tekjur og þyngst framfærL
l'á er það ávinningur fyrir
landbúnaðinn að undanþiggja
afurðir hans söluskatti, en
sökum sívaxandi dýrtíð'ar og
kjarnskcrðingar er nú svo kom
ið, að dregið hefur verulega
úr sölu ýmissa landbúnaðar-
vara að undanförnu. Það er
jafnt hagsmunamál bænda og
neytenda að undanþiggja þess-
ar vörur söluskatti."
Vörur, sem lagt var til, að
væru undanþegnar söluskatti,
voru kjöt, kjötvörur, smjör,
skyr, ostur, kartöflur, kaffi,
kornvörur, rafmagn til heimfl-
isnota, heitt vatn og gasolía
til hcimilisnota.
Hamlað gegn
verðbólgu
Þá sagði ciinfremur í nefmd
aiáliti:
„í öðru lagi er með verð-
Iækkun og auknuin fjölskyldu
bótum hamlað gegn hækkun
framfærsluivísitölunnar     og
þannig stigið nokkurt skref í
þá átt að draga úr vei'ðbólgu-
vextinum. Hvert nýtt vísitölu-
stig, sem bætist við fram-
færsluvísitöluna, eykur útgjöld
atvinnurekstrarins í landinu
um 110 milt.j. kr. á ári, þeg-
ar rekstur hins opinbeira er
talinn með. Atvinnuvegirnir
vinna þetta upp með hækkun
verðlagsins, en það leiðir svo
aftur tU nýrra kauphækkana
og þannig koll af kolli. Þess
vegna þarf að kappkosta að
halda verðlaginu sem stöðug-
ustu, — og þar með fram-
færsluvísitölunni, — m. a. með
ráðstöfunum eins og þeim, sem
hér er lagt til að verði gerð-
ar. Þetta hefur verið kapp-
kostað í öðriim Evrópulönd-
um r. nýliðnum áratug, ends
þróunin orðið þar á allt amv
an og betri veg en hfr."
f greinargerðinnl voru ít-
reikningar, sem sýndu að v-íð-
stafanir þær, sem fólust í til-
lögum      i'iamsóluiarmanna,
myndu geta komið í veg fyrir
3ja stiga hækkun á vísiliilunni.
Framhald á bls. 14.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16