Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						14
TÍMfNN
ÞRIÐJUDAGUR 1. september 1970.
Stéttarsamband
Framhald af bls. 1
enda minnkaði smjörsala um rúm
10%.
Kjötmagn var nokkru minna en
árið áður en meira flutt út af
kjöti en nokkru sinni fyrr. Bænd-
ur fengu grundvallarverð fyrir
mjólk. Þá ,ræddi formaður verð-
lagsmál og undirbúning að nýjum
verðiagsgrundvelli og fór loks
nokkran orðum um framtíðarhorf-
ur. Vérður ræða f ormannsins. rak-
in ítarlegar hér í blaðinu síðar,
enda er í henni geysimikill fróð-
leikur um afkomu Jandbúnaðarins.
Að Íokinni ræðu formanns flutti
Árni Jónsson erindreki skýrslu um
helztu störf sín óg ræddi m.a. at-
hugun sína á ' skattframtölum
bænda og efnahag. Sæmundur
Friðriksson, framkvæmdastjóri,
las reikninga sambandsins. Eignir
þess eru nú 51,8 millj. kr. þar af
42 í Bændahöllinni.
Að loknum þessum skýrslum,
flutti Ingólfur Jónsson, landbúnað
arráðnerra, ávarp ,og ræddi um
búnaðarmál og lífskjör bænda.
Hann rafcti fjárstuðning við
bændur í harðæri síðustu ára. —
Hann sagði, að verja þyrfti stórfé
til kalrannsókna og fá þolnari
grastegundir, eins og bændur í
Kanada hafa fengið. Hann sagði,
að framleiðsluoiagn búvöru hefði
baldizt ótrúlega vel. Síðan ræddi
hana dýrtíðar- og verðbólgumál
ag sagði að nú yrði að stöðva
vísitöluskrufuna og reyna að
tryggja kaupmátt launa, og um
það ræddi ríkisstjórnin nú við
launþega.
Að loknu ávarpi landbúnaðar-
ráðherra, kvaddi Stefán Valgeirs-
son. álþirígismaður sér hljóðs og
kvaðst vilja leggja eftirfarandi
þrjár spurningar fyrir ráðherrann:
1. Fá bændur gefin eftir Bjarg-
ráðasjóðslán, eða þeir sem verst
eru staddir?
2. Má ekki vænta forgönga ríkis-
stjórnarínnar um svonefnda hey
miðlun?
3. Mega þeir. sem þurfa að skera
niður, ekki eiga von á upp-
eldisstyrk?
Ráðherrann taldi efcki ástæðu
til að bíða, unz Stefán hafði lok-
ið ræðu sinni, hvað þá svara spurn
ingunum.
Síðan urðu allmiklar umræður
fratn eftir kvöldi og tóku margir
til tnáls. Verður nánar greint
frá þeim síðar.
Á sunnudag störfuðu nefndir
fram eftir degi, en síðdegis hófst
fundur og skiluðu nefndir tillög-
um, sem ræddar voru og afgreidd
ar. Stóðu umræður og afgreiðsla
mála fram að miðnætti.
Á síðdegisfundinuim á sunnu-
daginn flutti Þorsteinn Sigurðs-
son, formaður Búnaaðrfélags ís-
lands, athyglisverða ræðu, þar sem
hann ræddi starf félagssamtaka
bændanna og lauik miklu loftorði
á störf Stéttarsambands bænda frá
fyrstu tíð og samstarf við Bún-
ÞAKKARÁIÖRP
Hjartans þakkir til allra vina og vandamanna, nær
og fjær, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum
og kveðjum á níræðisafmæli mínu. Guð blessi ykkur_,T
öll.         ;-                          -V.'V-/"
Inqibiörg Finrísdóttir.
aðarfélag íslands. Hann kvað það
rétta stefnu, að samtök þessi
væru aðskilia en ynnu þó mikið
saman o^ hlið við hlið. Færði
hann Stéttarsatnbandinu árnaðar-
óskir Búnaðarfélags  íolands.
f morgun hófst fundur klukkan
hálf tíu og héldu umræður og
afgreiðsla mála áfram. en fundar-
slit fóru fram utd kl. 3 síðdegis,
og fulltrúar héldu  heimleiði.1.
Sonur minn og bróSlr okkar,
Gunnar Friðgeir Þorsteinsson
frá Alcuroyri
lézt í Borgarspítalanum 20. ágúst. ÚtfSrin hefur fariS fram.
Jnkcbína Björnsdóitir
og  systkinl  hlns  látna,
Öll'um, sem sýndu okkur samúð og vinsemd viS fráfall
Björns Ármannssonar,
Hraunkoti,
þökkum vlð af hjarta.
Kristin Kiartansdóttir,
börn, fengdab&rn og barnabörn.
¦:jw
Innilegar þakkir fyrlr auðsýnda samúS og vinarhug við andlát og
jar'ðarför eiginkonu minnar,
önnu Mýrclaí Helgadóttur,
SuSurgötu 94, Akranesi.
Björgvin  Ólafsson
og  aöstandcndur.
Litia dóttir okkar og systir,
Kristín Helga
andaolst 22. ágúst. JarSarfSrin hefur farlð fram. Þökkum hjartan-
lega auðsýnda samúð.
Guðlaug  Jónsdóttir,
Guðgelr Ólason,
börn  og  vandamenn.
¦
Búvísindamenn
Frarnhald aí' bls. 2
þó margt sameiginlegt og sam-
vinna væri líkleg til að gefa já-
kvæðan árangur. Áherzla var Sgð
á, að hvað vélvæðingu og vélanotk-
un snerti, og varnir gegn slysum
og heilsuvernd viðvíkjandi véla-
vinnu, væri vandamálin hin sömu
og mikilvægt væri a® þjóðirnar
miðluðu hver annarri af sinni
reynslu.
Erlendu fuL'trúarnir sögðust
hafa trú á því að ylrækt ætti sér
mikla fratntíð hér á landi. Að vísu
hamlaði skammdegið dálítið
en þar í móti kæmi, að hér yæri
að fá ódýrt rafmagn að næturiagi,
sem væri dýrt á öðrum Norður-
löndum.
Þá vöktu erlendu gestirnir at-
hygli á framtíðarmöguleikum hér
á randi fyrir fiskirækt og loðdýra-
eldi. Ennfremur töldu þeir vert
að íhuga, hvort ekki væri rétt að
flytja ínn stórgripasæði tíl íslands
frá öðrum Norðurlöndum. En svo
sem kunnugt er þarf lagabreytingu
til þess að svo verði. Þá kváðu
þeir íslendinga geta fengilð hag-
kvæma þekkingu frá þjóðum sín-
um hyggðu þeir á mórækt í fram-
tíðinni.
Erlendu fulitrúarnir voru mjög
ánægðir með dvölina hér og þann
góða anda, sem ríkt hefði'á ráð-
stefnunni, og' þeir töldu mikils
virði. Það vakti athygli þeirra,
hva® landið hefur grænkað undan-
farinn hálfan annan áratug. Þeir
báru lof á íslenzkar landbúnaðar-
afurðir og þá einkum kindakjötið,
sem þeir töMu 1 sérflokki. Upp-
blásturinn  virtist þeim  alvarleg-
asta vandamál ísl, landbúnaðar. Er
einn blaaðmanna sagði við þá,
að ýimsir teldu rétt að leggja
niður landbúnaið hér á landi, þar
sem hamn væri rekinn með hafla,
svaraði einn erlendu landbúnaðar-
vísindamannanna — Landbúnaður
borgar sig hvergi, en samt er ekki
hægt að leggja hann niður.
íþróttir
Framihald af bls. 12
ir  FH — ÍBÍ 1:1
TÍr  Völsungur — Breiðablik 0:3
Breiðablik     11 9 2 0 29:4  20
Ármann       10 7 1 2 20:13 15
Haukar        13 6 1 6 20:23 13
Selfoss        10 4 3 3 18:18 11
Þróttur        12 4 3 5 32:18 11
ÍBÍ           11 2 6 3 13:11 10
FH           10 2 1 7  9:28  5
Völsungur     11 1 1 9 12:38  3
Markhæstu menn:
Guíðmundur Þórðarson, Breiðab. 11
Kjartan Kiartansson, Þrótti   11
Þorkel Hjörleifsson, Ármanni  9
Haukur Þorvaldsson, Þrótti     7
Helgi Þorvaldsson, Þrótti      6
Jóhann Larsen, Haukum        6
Borgarfulltrúar
Framhald áf bls. 16.
áherzla er lögð á að brenna og
eyða sorpi.
Stjórn Helsinki kváðu fulltrú-
arnir með svipuðutn hætti og
Beykjavíkurborgar. Borgarfulltrú-
arinr eru 77 að tölu frá átta stjórn
málasamtökuen, 25 þeirra era kon
ur. Auk þessara fulltrúa skipa 16
menn og tvær konur borgarráð.
TU samanburðar má geta þess að
45 af 200 þingmönnum Finna eru
konur, og eru þær tiltölulega miklu
fjölmennari, bæði á þingi og í
borgarstjórn en gerist hér á landi.
Konurnar láta hverskyns mál til
sín taka, en virðast hafa meiri
áhuga á þjóðfélagslegum umbót-
um en karlmennirnir í borgar-
stjóm, sögðu finnsku gestirnir.
Á blaðamannafundinum kom
einnig fram að litlu dagblöðin í
Finnlandi eiga I fjárhagserfiðleik
um og er mikið rætt um opinbera
styrki til þeirra. Eitt ríkisdagblað
er í Helsinki, Huvudstadsbladet.
Finnar eru nú að koma á nýju
skólakerfi og verður því lokið eft-
ir 10 ár. Samkvæmt því hefst
meðal annars kennsla erleadra
enála mun fyrr en nú  gerist.
Ryggustólar
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, fósturföður og afa,
Elíasar Kristinssonar,
Áryegi 4, Selfossi.
Bjarndís Jóhanna Nlkulásdóttir,
Ólafur  N.  Elíasson,
Jóhanna Eyþórsdóttir,
Jóhanna og Þórdís Þórðardætur
og  barnabörn.
Frá Tónlistarskólanum
í Reykjavík
Tónlistarskólinn í Reykjavík tekur til starfa 1. okt.
Umsóknarfrestur er til 15. september og eru um-
sóknareyðublöð afhent í Hljóðfæraverzlun Poul
Bernburg, Vitastíg 10.
Nýr flokkur í söngkennaradeild byrjar í haust
og er námstími þrír vetur.
Nánari upplýsingar um námið og inntökuskilyrði
verða veittar næstu daga á skrifstofu skólans
milli kl. 11—12.
Inntðkupróf verða sem hér segir: í söngkennara-
deild, mánudaginn 21. sept. kl. 4 síðdegis.
í aðrar deildir skólans, þriðjudaginn 22.  sept.
kl. 4 síðdegis.
Skólastjóri.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í skurðgröft og lagningu götuljósa-
strengs við Vesturlandsveg frá Elliðaám að Höfða-
bakka. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri
gegn 2.000,00 króna skilatryggingu-
Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn
9. september kl. 11,00.
IN N KAU PASTOf N U N R EY K lAVIK U R BC| R QA R
.'"•¦•*  Frilcirkjuvegt 3 — Sími 25800
Framhald af bls. 3.
Gluggar verzlunarinnar era
stórir og miklir á tvo vegu og
sést inn Um þá yfir alla verzl-
unina, ef einhver forvitinn veg-
farandi skyldi koma að lok-
uðum dyrutn.
Að lokum sagði Gunnar, að
í ráði væri á næstunni að
stofcia hlutafélag um verzlun-
ina og þegar það væri komið
á, yrði væntanlega farið að
athuga möguleika á að flytja
inn gömul húsgögn frá antik-
verzlunum erlendis. að líkind-
um enskum. Verðíag á antik
fer nú tnjög hækkandi í ná-
grannalöndum.
Hornbjargsviti
Framhald af bls. 16.
komið ævistarf, sagði Jóhaa n
r^tursson, — og er nú orðin
ærið nógu löng. Hvað ég ætlá
að gera næsta ériíð? Ég er að
átta mig á málunum. Ég hef
aldrei á ævinni verið eins óráð-
inn og nú. Að fara á svona stað
er eitt af þessum ævintýrum,
sem maður stekkur fu^skapað-
ur út í.
—Veðrið á Hornbjargi er
6sköp svipað og var á Akureyri,
sagði Erla, — hálfger® súld og
engin vetrarmerki ennþá. Og
við hjónin erum vel undir vet-
urinn búin, brugðum okkur í
18 daga ferðalag um Spán og
Norður-Afríku áður en við héld-
um hingað.
Pólutíksk morð
Framhald af bls. 9
i® að sér forstöðu Framfara-
stofnunar landbúnaðarins, en
hún hefur ekki veitt nema 7000
bændum land tií ræktunar á
átta árum. Er talið, að hann
hafi gert þetta til að sýna, að
hann sé reiðubúinn til að snú-
ast gegn andstöðu þeirra, sem
yfir miklum landflæmnm ráða.
MEGHNVANDINN, sem við
er að glíma i Dominikanska lýð-
veldinu, er alð láta fjórðung
vinnufærra manna, sem nú er
aitvinnulaus, njóta efnahags- og
félagslegra framfara. Mann-
fjölguiiin er mm 3% á ári og
þessi hópur stækkar því stöð-
ugt. Þarna er að finna upp-
sprettu meginhluta þeirrar
ókyrrðar, sem hér ríkir. Sífellt
fer í vöxt, að menn taki sér ból-
festu í óleyfi á annarra landi.
Efnahagslíf Dominikanska
lýðveídisins er miklu öflugra
en það var árið 1966, þegar
Bandaríkjamenn veittu lán til
að greiða opinberum starfs-
mönnoun laun í efnahagsöng-
þveitinu í lok borgarastyrjald-
arinnar. Balaguer hefur nú tök
á að framkvæma framfaraáætl-
anir, sem var með öllu ómögu-
legt að ráðast í fyrir fáeinum
árum.
Ekki er senniíegt, að stjórn-
málaofbeldi verði með öTLu
kveðið niður í Dominikanska
lýðveldinu þó að aukin áherzla
verði lögð á endurbætur í land-
búnaði og menntamálum og
auknar byggingar íbúlðarhúsa.
Taki Balaguer ti: greina sína
eigin aðvörun um byltingarflóð
ið, sem þessu valta þjóðfélagi
stafar ógn af, ætti hann að geta
aflað sér stuðnings annarra en
íhaldsmanna, meðal annars
hinna hófsamari stjórnarand-
stæðinga.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16