Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						244. tbl. — Miðvikudagur 28. okt. 1970. — 54. árg.
ECUADOR
NTB—Quito, þriðjudag.
Yfirmanni flughers Ecua-
dor, Sandoval hershöfðingja,
var rænt í Quito, höfuðborg
landsins í nótt. Sandoval var
nýbúinn að ræð'a við yfir-
mann breska flughersins, sir.
Charles Elsworthy, sem kom
inn var til Ecuador í tilefni
af hálf rar aldar afmæli flttg-
hersins þar.
Þegar kunnugt varð um
Framhald á bls. 3
Flóðlvstur kross
á Hallgrímskirkju
f gær var afhjúpaður hinn end-
anlegi ikross á turnspíra Hall-
grímskirkju á Skólavörðuhæð, og
er hann 2,5 im á hæð, steinsteypt-
ur. Krossinn verður flóðlýstur í
myrkri, en andvirði Ijósabúnaðar-
ins gaf á sínum tíma kona í Hall
grímssöfnuði, sem ekki óskar að
láta nafcis síns getið.
„Kross þessi, setn gnæfir yfir
Reykjavík á hinum 70 metra háa
kirkjuturni, á í allri framtíð að
minna á og 'árétta bæn sr. Hall-
grims í Passíusálmaversiinu:
„Gefðu að móðurtnálið mitt . . .
krossins orð þitt útbreiði . . . .
um landið hér til heiðurs þér",
segir í fréttatilkynningu frá Hall-
grímskirkju. — Myndin var tekin
þegar kfossinn var flóðlýstur í
gærkvöldi.  (Tímam. — Gunnar).
r—~
Sigurjón gerir tillögu að
minnismerki um stofnun
lýðveldisins, fyrir Reykja-
víkurborg. — Sjá bls. 16
Púað á dómarann á Mela-
vellinum i gær, þar sem
skozku unglingarnir sigr-
uðu þá íslenzku 3:1. —
Sjá bls. 13.
~?
Enn vantar
bændur hey
Búið að selja um 30 þúsund hesta af heyi
KJ-Reykjavík, þriðjudag.
— Búnaðarfélaginu eru alltaf
að berast óskir um hey, og
í dag vantar tvö til þrjú þús-
und hesta, svo hægt sé að fiuil-
nægja beiðnum bænda um
hey, sagði Agnar Guðnason,
' ráðunautur hjá Búnaðarfélag-
inu, við Tímann í 'dag.
Agnar sagði, að reiknað væri
með að búið væri að selja um
30 þúsund hesta af heyi á öllu
la-idinu, og hefur sumt af því
farið í gegn um Búnaðarfélag-
ið, en annaS ekki. Þá sagði Agn
ar, að skýrslur væru komnar
frá 26 oddvitum til harðæris-
nefndar yfir 15 þúsund hesta
af heyi, sem óskað væri eftir
flutningsstyirkjum á. Þar í eru
sveitir á Suðurlandi, eins og
t.d. Grímsnesið, þangað hefur
töluvert mikið magn af heyi
verið keypt. Agnar sagði,
að tiltölulega mest vantaði ena
af heyi í Strandasýslu, en þang
að vantar enn 16—1700 hesta.
Mest hefur verið selt af heyi
úr Austur-Skaftafellssýslu, en
þaðan var hey m.a. flutt sjó-
leiðis í Árneshrepp á Strönd-
um. Þá hefur mikið af heyi
verið selt í Rangárvallasýslu,
Framhald á bls. 14
Samið um hærra lágmarks-
verð á fiskflökum til Bretlands
— sem þó er lægra en núverandi markaðsverð
OÓ—Reykjavfk, þriðjudag.
Lágmarksverð á frosniim fisk-
f lökum sem fiutt eru til BreUands
frá Norðurlöndum hækkar u»«
næstu áramót. Var þetta ákveðiS
á fundi sem haldinn var í Bret-
landi í fyrri viku. Auk Breta
sátu fundinn fulltrúar frá íslandi,
Noregi, Danmörku og SvíþjóS.
Hækkar verðio* talsvert frá þvi
sem mú er. En það er reyndar
lægra en núverandi markaðsverð.
Af hálfu ísl'endinga sat fund-
inn Stefán Gunnlaugsson, deild-
arstjóri í viðskiptamálaráðuneyt-
inu. Sagði hann í dag, að endur-
skoðuð hafi verið þau lágmarks-
verð á freðfiski, sem somið var
um við Breta í ofct. 1989. Voru
lágmarksverðin hækkuð taisvert,
en þó ekki upp í það sem mark-
aðsverð er nú. Er nokkuð misjafnt
hve mikið lágmarkverðin hæfek-
uðu eftir fisktegundum. Áður en
íslendingar gengu í EFTA var
greiddur 10% innflutningstollur
af frosnum tfiiski, en um það
leyti sem tekin var ákvörðun um
þátttöku okkar í bandalaginu
ákvað brezka ríkisst.iórnin að af-
nema tollfríðindi fyrir freðfisk,
sem önnur Norðurlönd fengu er
EFTA var stofnað. Var síðan unn-
Framhaid á bls. 3
Búnaðarfélagið, Stéttarsamband bænda, Landnám rílcisins, Veiðimálanefnd og Náttúrufræðist. ísl.
iöja Jóhann Hafstein að stöðva
framkvæmdir við Gljúfurversvirkjun
til að auðveída sáttastörf og á meðan dómstólar fjalla um lögmæti virkjunaráforma
AK, Rvík, þriðjudag. — Stiórnf
Búnaðarfélag.* íslands og for-
menn Stéttarsambands bænda, Ný-
býlastjórnar ríkisins, Veiðimála-
nefndar og Náttúrufræ'ðistofmin-
ar íslands, hafa sent iðnaðarmála-
ráðherra saineiginlega bréf með
álitsge?-? um deiiumál þingeyskra|
bænda og Laxárvirkiunarst.iórnar,;
um Gljufurversvirkjun, og er þar
meðal annars skorað á iðnaðar-
máiaráðherra. „að láta stöðva
framkvæmdir við 1. áfangn Gljúf-
urversvirkjunar, til þess að auð-
velda sáttastörf og á meðan dóm-
stólar fjalla um lögmæti virkjun-
aráforma".
Halldór Pálsson, búnaðarmála-
stjóri, sendi blöðunum afrit af
bréfi þessu í gær, og er það svo-
hljóðarrdi:
„Til  iðnaðarmálaráðherra
hr. Jóhanns Hafstein
Arnarhvoli.
Miðvikudaginn 9. sept. 1970 rit-
ar Hermóður Guðmundsson f.h.
st.irtrnar Landeigendafélags Laxár
fis Mývar.ns, samhljóða bréf. dags.
i Rcykjavík, eí'tirgreinduon aðil-
ur-:
Sljórn  Búnaðarfélag? íslanrts
Stjorn  Stéttarsambands  "
bænda
Stjórn  Landnáms ríkisins —
Nýbýlastjórn
Veiðimálanefnd
Náttúrufræðistofnun fslands.
Farið er fram á í bréfi þessu,
„ef samkomulag næst", að áður-
greindir aðilar skrifi iðnaðarmála-
ráðherra satneiginlegt bréf, „þar
sem farið vrð' fram á, að hann
stöðvi nú þegar þær framkvæmd-
ir, se.m hafnar eru við Laxá, þar
til farið hefur fram rannsókn hlut
lausra pg hæfra vísindamanna á
þeirri náttúrulífsáhættu, sem
þarna (við Laxá) er stofnað til
með virkjunum, eins oa þær eru
ráðgerðar".  ,
Þe^sir aðilar hafa haldið nokkra
viðræðufundi um áðurgreint bréf
Landeigendafélagsins og ýmis
önnur atriði, er varða fprirhug-
aðar virkjunarframkvæmdir í
Laxá. Ennfremur um þær miklu
deilur, er nú eiga sér stað, eftir
að framkvæmdir vora hafnar við
1. áfanga Gljúfurversvirkjun s.l.
vor á vegum Laxárvirkjunarstjórn
ar, skipun sáttanefndar iðnaðar-
málaráðherra o.fl.
Þessar viðræður hafa leitt til
samkomulags um að senda iðnaðar-
málaráðherra eftirfarandi bréf:
1. Það er staðreynd, að deilur
þær, sem upp hafa risið út af
Framhald á bls. 14
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16