Tíminn - 17.01.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.01.1971, Blaðsíða 1
■-yuswis-, , LJÓSA PERUR XXhúöLtíxt/tAAéÁctSt, A/ RAFTÆKJADHLD, HAFIMHSTIMETJ 23, SlM! 133*5 . (Tímamyndir GE) Kjell Foss borinn út úr Gljáfaxa á Reykjavíkurflugvelli kl. 4,30 í gæ rmorgun. MfSSIR AF TAM 0G FIHGRUM OÓ—Reykjavík, laugardag. Gljáfaxi kom til Reykjavík- ur frá Danaborg í Grænlandi kl. 4.30 s.l. nótt. Fór vélin til að sækja danskan mann sem kól á höndum og fótum og þurfti ag komast sem fyrst undir læknishendur, Vélin hef ur verið teppt í Danaborg síð an á mánudag, fyrst vegna skemmda, og síðar vegna veð- urs. Var loks hægt að fljúga í nótt. Maðurinn sem flugvél- in fór eftir, heitir KjeU Foss og er 25 ára gamall. Hann var fluttur í Borgarspítalann í morgun og var skipt um urn- búðir á höndum hans og fót- um. Er hann talsvert kalinn og má búast við að hann missi nokkra fingur og tær. Fór mað urinn til Kaupmannaliafnar í morgun með þotu Flugfélags fslands. Til stóð í gær að Gljáfaxi kæmi fynr til Reykjavíkur en raun varð á- Þegar flugvélinni loks tókst að komast í loftið í Danaborg varð að lenda henni aftur. Var ekki hægt að taka hjólin upp. Eitthvað var frosið í hjólaútbúnaðinuim og urðu flugmennirnir að lenda aftur til aff taka hjólin úr lás, eins og það mun kallað. Þegar Gljá faxi var kominn á loft í annað sinn gekk vel að ná hjólunum upp, en talsverðar tafir urðu vegna þessa. Síðan var milli- lent í Meistaravík og flogið það an beint til Reykjavíkur. Á flugvellinum beið sjúkra- bíll o,g var Foss borinn út í hann og fluttur á Borgarspít- alann. Á flugvellinum biðu tveir ættingjar hans, sem komu frá Danmörku til ag taka á móti honum. Á Borgarspítalanum var skipt um umbúðir á kalsárum manns ins. Er hann mikið kalin á hönd um og hægra fæti. Telja má víst að Kjefl missi nokkra fing- Framhald á bls. 14. Myndin er af áhöfn Gljáfaxa og er tekin skömmu eftir að þeir komu til Reykjavíkur eftir langa og stranga Grænlandsferð. Bók er kennir nemendum að standa upp í hárinu á kennara sínum EJ—Reykjavík, laugardag. Blaðið fregnaði í dag, að vænt- anlegt væri í íslenzkri þýðingu lítið rautt kver fyrir skólanem- endur. Þetta rauða kver hefur ver ið gefið út á flestum hinna Norð urlandanna og vakið mikið umtal, því að þar eru ýmis sérstæð ráS um það, hvernig uppreisnarsinn- aðir skólanemendur eigi að haga sér. Að því er blaðið fregnaði, er íslenzka þýðingin þegar komin í setningu, og mun það gefið út í tengslum við SINE — Samtök íslenzkra námsmanna erlendis. Blaðinu tókst þó ekki að ná í for- ráðamenn SÍNE í morgun til þess að fá þetta staðfest. Þetta rauða kver kom út fyrir fáein.um árum, í Danmönku og vakti strax mikið. umtal og deil- ur. Er þrot þess, hið sama og á hinu þekkta rauða kveri Maos, og efnið mjög róttækt að öllu leyti. Nemendum etr þar kennt hvernig þeir eigi að haga sér gagn- vart kennurum og ræða og deila við þá, auk margs annars sem vafalaust þykir forvitnilegt hér á landi. Útgáfa þessa rauða kvers varð m.a. til þess, að ýmsir aðrir í Dan mörku gáfu út svipaðar bækur en andstæðar að efni og boðskap. MEÐVITUNDARLAUS í 11 DAGA OÓ—Reykjavík, laugardag. Guðrún Þ. Reykjalín, sem varð fyrir bíl á Hringbraut 5. jan. s.l. liggur enn meðvitundarlaus. Guð- rún var á gangi yfir Hringbrautina ásamt systur sinni þegar bíll ók á þær. Lézt hin konan, en Guðrún er mikið slösuð. Missti hún meðvitund strax eft- ir áreksturinn og hefur ekki vakn- að síðan. Hún liggur á Borgar- spítalanum. Guðrún er hátt á áttræðisaldri. * Skipólagðar þotuferðir í sólskinið á Kanaríeyjum. Hægt aö sækja sumarið heim í skammdeginu FB—Reykjavík, laugardag. íslendingar hafa upp á síð- kastið gert nokkug af því að sækja sumarið heim suður í lönd að vetrarlagi, enda veitir ekki af að lýsa ofurlítið upp skammdegið hér heima. Skipu. iagðar þotuferðir eru um þess- ar mundir til Kanaríeyja og láta menn vel af þessmn ferð- um, meira að segja þótt íbú- um eyjanna finnjst svalt í 20 stiga hita. Við ræddum stuttlega við Anton Guðmundsson vélvirkja og Bjarghildi Stefánsdóttur prófarkalesara, en þau voru meðal þeirra sem fóru í þotu flugferð til Kanaríeyja nú um áramótjn, og spurðum um skoð un þeirra á vetrarferðum í suð urlöndum. — Ég tel vetratrleyfi mjög nauösynlegt, sagði Anton. — Sumarfríjn hér heima, sem öll eru tekin yfir hásumarið lama margan atvinnuveginn miklu meira en skyldi. Þótt fyrirtækj- um sé ef tjl vill lokað í einn mánuéð yfir sumarið, til þess. að starfsliðið geti fengið frí á góðum tíma, fer mun lengri tími í leyfið í raun og veru fyrir fyrirtækið, því það tekur tölu- verðan tíma, aó komast í gang að nýju, eftir svo langt hlé. En svo er annað, ég tel, að sé maður, sem fórnar sumrinu og vinnur, eigi aftur á móti að fá lengra frí að vetrinum, og greitt sé fyrir á allan hátt, að fólk geti þá farið utan, til dæm- is, til þess að fá einhverja sól argeisla. Anton sagðist hafa tékið heldur styttra sumarleyfi síð- ast lioið sumar, til þess síðan að taka fríið í vetur og bregða sér til Kanaríeyja, og vora Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.