Tíminn - 16.02.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.02.1971, Blaðsíða 1
Xí/ictí£aAvcía/iL A/ RAflÆKJAPEILD, HAFNARSTRÆTl 23, SlSH 12395 38. tbl. — Þriðjudagur 16. febrúar 1971. — 55. árg. Margir flýja hús sín Karlakórínn Visir gróf hjón upp úr snjóflóðinu á Sigló 90-100 sauðkiftdur drápust í öðru sstjóflóði þar JÞ-Siglufirði, OÓ-Reykjavík, mánudag. íJí Mikil snjóflóð féllu á Siglufjörð í gærkvöldi og nótt. Hjón voru grafin upp úr snjónum í borðstofu sinni. tlí Mörg fjárhús grófust í snjóinn og nær 100 kindur hafa drepizt. Skúrar hurfu og hænsni drápust. Skemmdir urðu á spennistöð og kirkjugarðurinn grófst undir snjóinn. $ Snjó kyngir niður á Siglufirði og mikil hætta er á áfram- haldandi snjóflóðum og hafa fjölmargir Siglfirðingar yfir- gefið hús sín og verða ekki í þeim í nótt. Fyrsta skrifðan féll um kl. 7 í gærkvöldi. Kom hún beint ofan úr miðri fjallshlíðinni fyrir ofan miðj an bæinn, sem kallast Gimbrar- klettar, og hefur aldrei fallið þar Mafthías í forsetastól í Kristjáns- borg. Forseti á röngum forsendum KJ—Reykjavík, mánudag. í sjónvarpsfréttum á laugar- dagskvöldi'ð, skýrði fréttamaður Sjónvarpsins á þingi Norður- landaráðs, frá því að Jens Ottó Kragh hefði verið kjörinn for- seti þingsins, en það væri venja að foringjar stjórnarandstöð- unnar gegndu þessu embætti, PYamhain ’ n,- “ snjóflóð áður, svo.niepp viti. Snjó- flóðið klofnaði á stórum hól, sem er þarna fyrir ofan, og grein af því fór niður hjá húsinu Hlíðar- vegi 1 c, sem er efsta húsið í bænum, ásamt öðru húsi og standa þau efst uppi undir fjalls- hliðinni. Flóðið lenti á suðvestur- horni hússins, fór inn um glugga og inn í borðstofu og út um húsið að austanverðu. Borðstofan hálf- fylltist af snjó, en þar var alt heim- ilisfólkið, en það eru þau hjónin Kjartan Bjarnason, sparisjóðs- stjóri, og kona hans Helga Gísla- dóttir og 21 árs gamall sonur þeirra Sigurjón. Voru þau að horfa á barnatímann í sjónvarpimu. Grófust á svipstundu. Sigurjóni sagðist svo frá, aið for- eldrar hans hafi setið við borð á miðju gólfi en sjálfur hafi hann staðið við vegg ti1 hliðar við glugg- ann, sem snjórinn brauzt inn um. Allt í einu heyrði hann hvin og snéri sér við og spurði föiður sinn hvað þetta væri, en fékk ekkert svar því á samri stundu hálffylltist stofan af snjó- Skall flóðið svo snögglega að hjónin höfðu ekki einu sinni tíma til að líta við. Sig- urjón sagði að móðir hans hafi horfið í snjódyngjuna í einu vet- fangi. Faðir hans gat ekki staðið upp af stólnum og klemmdist uppi við vegg og náði snjórinn upp und- ir bringspalir. Gat Kjartan ekki hreyft sig. Sigurjón hijóp strax í símann og náði sambandi við lög- regluna og bað um hjálp og hljóp síðan til og byrjaði að grafa móður sína úr fönninni. Karlakórinn á réttum stað. Lögreglan gerði ráðstafanir til að fá meiri hjálp og lögreglumaður hljóp út og beint i flasið á 20 hraustum karlmönnum. Vildi svo vel til að kórfélagar úr Visi voru að koma af æfingu og voru í ein- um hóp á götunni. Þeir tóku á sprett og komu mjög fljótlega á Framnald a ots. 14 F.v. Gylfi Þ. Gíslason, Ove Gulberg, samgöngumálaráðh erra, Jóhann Hafstein og Poui Hartling, utanríkisráð- herra Dana, á fundi NorðurlandaráSs í Kaupmannahöfn. Rætt við Eystein Jónsson í Kaupmannahöfn: NÖRRÆNN KVlÐI VEGNA EFNAHA GSBANDALA GSINS Menningarsáttmáli Norðurlanda aðalmál fundarins. KJ—Reykjavík, mánudag. — Það er nú sýnilegt að eitt aðalinálið sem afgreitt verður á þingi Norðurlandaráðs hér í Kaup- maiinahöfn, verður menningar- málasamningurinn, sagði Eysteinn Jónsson alþingismaður í viðtali við Tímann í dag, en Eysteinn er formaður í menningarmálanefnd ráðsins. Eysteinn sagði að í menningar- málasamningnum fælist, að sett verða upp menningarmálafjárlög fyrir öll Nordurlöndin, og einskon ar menningarmálaráðuneyti, sem heyra mun undir hina nýju ráð- herranefnd Norðuriandaráðs, er sett var á laggirnar á þinginu í Kaupmannahöfn. Eysteinn sagði að þeir fuiltrúarnir í menningar- málanefndinni heföái lagt mikla áherzlu á, að þesv menningarmála fjárlög yrðu afgreidd í sambandi við Norðurlandaráðið sjálft, ár frá ári, og yrði það sýnilega ofan á. Hann sagði að fulltrúarnir í menn- ingarmálanefndinni væru í góðu sambandi við ráðherrana, og yrði enginn ágreiningur um þetta at- riði milli menningarmáianefndar- innar og ráðherranefndarinnar. Meó' þessu kemst miklu meiri festa á menningarsamstarfið, en það hefur svifið dálítið í lausu lofti. Þegar fjárlösin verða kom- in verða menn að gera það upp við sig, hart og kalt, hvort þeir vilja leggja áherzlu á þetta eð'a hitt atriðið í framkvæmd eða ekki. Menningarmálasamstarfið fær sem sagt allt annað innihald. en hing- að til, sagði Eysteinn. Annars sagði Eysteinn, aö' þing- ið einkenndist mjög af kvíða manna um það, hvort Norðurlönd in muni gliðna í sundur í sambandi við efnahagssamstarfið, en engin breyting yrði á því á þessu þingi. Samþykkt mun verða, að fela ráð herranefndinni að gera áætlun um hvernig unnt sé að komast hjá því, að efnahagssamvinna Norðurlandanna bíði nokkurn hnekki þótt eitthvert landanna fari í Efnahagsbandalagið. Menn eru mjög ráðnir í því að láta efnahagssamstarf Norö'urlandanna ekki ganga aftur á bak, eins og t.d. að láta tollfrelsið ekki ganga úr gildi, en menn hafa ekki enn Framh á 14. síðu. Eysteinn Jónsson, formsSur Menningarmálanefndar NorðurlandaráSs, flytur ræSu á fundi ráSsins. (Tímamynd GunnarJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.