Tíminn - 18.03.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.03.1971, Blaðsíða 1
 bilasala SL'C MUN DAR BergþóruqðtacS Símar. 19032 — 20070 kæli- skápar h~ * 64. tbl. Fimmtudagur 18. marz 1971 55. 6rg. Pröfa ökuhæfni fjölda bílstjdra OÓ-Reykjavík. þriðjudag. Menn eru að vonum áhyggju- fullir vegna sífelldrar fjölgunar bílaárekstra á götum Reykjavíkur. Er þrengslum á götunum og illa skipulagðri umferð yfirleitt alltaf kennt um að bílar lenda í árekstr- um, en sjaldnar ökulagi bílstjór- anna, nema að þeir aki of hratt eða séu drukknir undir stýri. En | nú er farið að athuga hvort léleg j ökuhæfni bílstjóra eigi ekki ein- j hvern þátt í árekstrunum og því j gífurlega tjóni, sem árlega verð- j ur af þeirra völdurn. En reynslan j er sú, að oft eru það sömu öku- j mennirnir, sem sífelit eru að | lenda í árekstri, en aðrir aka bíl i árum og áratugum saman án þess að skráma bíla sína nokkru sinni eða valda spjöllum á öðrum öku- taekjum. Er nú farið að láta þá, sem oft lenda í árekstri, taka próf hjá Bifreiðaeftirlitinu. Eru þeir, sem lent hafa í þrem j árekstrum eða fleiri á síðast liðnu I ári ‘kailaðir til Bifreiðaeftirlitsins og ökuhæfni þeirra prófuð. Fer prófið fram á svápaðan hátt og venjulegt bílpróf. í prófum þess- i §|| um hefur komið í Ijós, að margir ökumenn, sem tekið hafa bílpróf fyrir svo og svo mörgum árum og leikið lausum hala í umferð- inni, þekkja ekki umferðarmerki og jafnvel ekki einföldustu um- ferðarreglur, sem settar eru þeim sjálfum. ekki síður en öðrum bíl- stjórum og vegfarendum, til ör- yggis. Þett.a eru náttúrlega þeir bílstjórar. sem sífellt kenna öðr- um öll glöp í umferðinni. En langt er frá að allir bílstjórar sem próf aðir eru vegna þess að þeir hafa lent í fullmörgum árekstrum séu fákunnandi í umferðarreglum eða meðferð ökutækja sinna, en alltof mörg dæmi eru samt um það. Sumir þeirra bílstjóra, sem próf aðir eru, standast ekki prófið og verða að ganga undir það oftar en Framhald á bls. 14. Rækjubáts með 2 mönnum saknað SB-Reykjaví’k, miðvikudag. Saknað er rækjubátsins Vík- ings ST 12 frá Hólmavík með tveimur mönnum. Báturinn fór frá Hólmavík kl. rtimlega 7 í morgun áleiðis norður í Reykj- arfjörð til rækjuveiða. Fleiri bátar voru einnig á leið þang- a'ð um svipað leyti og misstu þeir allt samband við Víking um kl. 10 í morgun. Bátar og flugvél frá landhelgisgæzlunni hafa leitað bátsins í dag og gengnar hafa verið fjörur. Á Víkingi eru þeir Pétur Áskels- son, skipstjóri og Guðfinnur Sveinsson, háseti, báðir frá Hólmavík. Víkingur, sem er 11 lesta eikarbátur, fór frá Hólmavík upp úr kl. 7 í morgun í sam- floti við annan bát. en 5 aðrir rækjubátar voru um klukku- stundar siglingu á undan. Bát- arnir höfðu samband sín á milli á leiðinni, en um kl. 10 rofnaði allt samband við Víking. 4—5 vindstig voru á norðan og gekk yfir með éljum. Eftir dimmt él, sást Víkingur hvergi og fóru þá hinir bátarnir að svipast um eftir honum, en án árangurs. Stakir isjakar eru þarna á reki og var talinn möguleiki á, að báturinn hefði rekizt á jaka. Um kl. 13.15 fannst kassi utan af björgunarbát Víkings út af Kaldbaksvik. Var þá Slysavarna félaginu 'gert viðvart og var flugvél frá félaginu send til leitar úr lofti. Þá voru á veg- um Slysavarnafélagsins gengn- ar fjörur frá Drangsnesi í Bjarnarfjörð og úr Bjarnar- Framhald á bls. 14. Stjórn Fjórðungssambands Vestfjarða Styður áskorun um útfærslu landhelg- innar í 50-60 milur EJ-Reykjavík, miðvikudag. Stjórn Fjórðungssambands Vest firðinga samþykkti á fundi sín- um á mánudaginn einróma stuðn- ing við áskorun þá, sem sjómenn á Patreksfirði og Tálknafirði hafa nýlega sent Alþingi. og sem frá hefur verið skýrt hér í bla'ðinu, en þar er hvatt til ákvörðunar um útfærslu landhelginnar í 50—60 mílur strax. Segir í samþykkt stjórnarinnar, sem send verður Alþingi, að mál þetta sé orðið svo aðkallandi og alvarlegt, að umræddar aðgcrðir þoli enga bið. Á fundinum, sem haldinn var 15. marz s. 1., lá fyrir erindi frá hreppsnefnd Patrekshrepps, þar sem óskað var eftir því, að stjórn Fjórðungssambandsins gengist fyrir ráðstefnu á Vestfjörðum um landhelgismál, og myndi hún senda frá sér ályktun um málið, en þessa ráðstefnu yrði að halda áð- ur en Alþingi hættir störfum nú í vetur. Björgvin sagði, að allir stjóm- armenn hefðu verið sammála um, að tíminn væri of knappur til Framhald a 14 síúu Gufurafstöðin í Námafjalli. (Tímamynd — Kári) NTB-Róm, miðvikudag. í dag kvað ítalskur undirréttar- dómstóll upp úr um það, að 40 ára gömul fasistalög um bann gagn því að reka áróður fyrir tak- mörkun barneigna, skuli úr gildi fallið. Talið er að þessi málalok eigi einkum rætur sínar að rekja til 20 ára baráttu prófessors, Luigi, fyr- ir takmörkun barneigna á ítalíu, en þar er talið að hafi átt sér stað allt að þrjár milljónir ólög- legra fóstureyðinga á ári hverju. Nú þurfa konur ekki lengur að hætta lífinu við fóstureyðingar á eldhúsborðinu eða undir kjallara- tröppunum, sagði prófessorinn. — Hingað til hefur pillan verið seld sem megrunarlyf eða blæðingalyf j á ítalíu ,en talið er að þar í landi muni um 24 milljónir getnaðar- varnapillur seljast á ári héðan í á. Unnið að hönnun og kostnaðaráætlun á prufustöðvum Afívél stöðvarínnar í Náma- fíafíi hentar svæðinu illa EJ-Reykjavík, miðvikudag. ic í greinargerð um gufuafl- stöðvar á jarðhitasvæðum, sem jarðhitadeild Orkustofnunar hefur gert fyrir stjórn Landeig- endafélags Laxár og Mývatns, og sem blaðinu barst í dag, kemur fram, að nú er unnið af hálfu Orkustofnunar að hönnun og kostnaðaráætlun á gufuraf- stöðvum, en að því verki loknu verður hægt að segja til um áætlaða arðsemi slíkra stöðva. ★ Einnig kemur fram, að afl- vélin í gufurafstöðinni í Náma- fjalli hentar illa jarðhitasvæð- inu í Námafjalli þar sem hún er byggð fyrir annan gufuþrýst- ing en þann, sem bezt lientar jarðhitasvæðum yfirleitt. Hún framleiðir nú 2,4 MW, en áætl- að að ný aflvél gæti afkastað 7,7 MW, miðað við að hún fengi gufu frá þeim þrem borholum, sem nú eru notaðar í Náma- fjalli. í greinargerSinni eru raktar rannsóknir á jarðhitasvæðinu í Námafjalli og Kröflu. „Þær mælingar sem gerðar voru sum arið 1970 sýna, að jarðhitinn niður á ca. 500 metra dýpi er eingöngu bundinn útbreiðslu gufuhvera á yfirborði og að heitustu blettirnir eru suðvest- an í Kröflu og austan Náma- fjalls við hveraröndina. Neiðan 500 metra dýpis eru svæðin lítt þekkt ,en einmitt af því dýpi rennur jarðvarminn inn í bor- holurnar í Bjarnarflagi. Stærð jarðhitasvæðisins við Námafjall er 3—4 ferkílómetrar niður á ca. 500 metra dýpi. Kröflusvæð ið virðist vera nokkuð stærra, en rannsókn þess eir ekki jafn- langt komi®“. Bent er á, að rannsóknir bendi til að Kröflusvæðið henti betur fyrir stóra gufuaflstöð en Námafjallssvæðið „en þessi nið urstaða er einnig studd af enn óþekktri mengunarhættu á vatnasvæði Mývatns af völdum frárennslisvatns frá borholum og rafstöð. Vegna þessarar nið- urstötðu verður lögð áherzla á að ljúka rannsóknum við Kröflu næsta sumar, en að þeim loknum er hægt að hefja tilraunaboranir". Þá er einnig gert ráð fyrir, að rannsóknir á jarðhitasvæð- inu á Þeystarreykjum hefjist sumarið 1973. Um gufuráfstöðina í Náma- fjalli og aflvél hennar, segir etfirfarandi í ’ gréinargérðinni: „Gufurafstöðin í Námafjalli framleiðir nú um 2400: kw. og til þess fær hun 'gufu frá þrém Framhald á bls. 3 .. i> ... . . ! I. . , : . i ‘i'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.