Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						kæli-
skápar
Z2/c c~. ¦f-trtHAféJbx/t, &,.£
wtxuumx>, tununstRjcn a, s&fl ism
bifqsotfq
GUÐMUNDAR
Bergþóruqötu 3
Sfmar: 19032 — 20070
98. «4.
— Laugardagur 1. maí T971
55. árg.
1
ÍWSSK?!'
í dag, laugardaginn 1. maí, er hátíðisdagur verkalýðsins, ekki aðeins hér á landi, heldur um allan heim. Á þess-
khi hátíðisdegi bera launamenn fram kröfur sínar um bætt kjör og betra þjóðfélag. Með þessari mynd, sem
tekin var í fiskvinnslustöð Bæjarútgerðar Reykjavíkur, vill Tíminn óska launamönum um land allt til ham-
ingju með daginn, og vonar að hátíðahöldin megi takast sem bezt.                (Tímamynd Gunnar).
TRYGGINGAR
Á BIFREIÐUM
HÆKKA EKKI
AÐ SINNI
KJ—Reykjavfk, föstudag.
Á fundi sínum í gær tök rikis-
stjórnin þá ákvörðun að leyfa ekki
hækkim á iðgjöldnm ábyrgðar-
trygginga bifreiða, en í dag gaf
dómsmálaráðuneytið aftnr á móti
nt nýja reglugerð um breytingn á
gjalddaga ábyrgðartrygginga, sem
hér eftir verður 1. janúar í stað 1.
maí áður.
Dómsmálaráðherra Auður Auð-
uns gaf út þessa reghigerð að
beiðni tryggingafélaganna. Þetta
þýðir, að næstu daga munu bif-
reiðaeigendur fá heimsenda ið-
gjaldaseðla, þar sem tryggingafé-
lögin krefja menn um greiðslu á
% tryggingaiðgjaldsins. A þess-
um innheimtuseðlum mun jafn-
framt vera fyrirvari frá hendi
try^ingafélaganna, þar sem félög-
in áskilja sér rétt til að hækka ið-
gjöldin frá 1. september til 1. janú-
ar, eða þegar verðstöðvuninni lýk-
ur. Þetta þýðir með öðrum orðum,
að iðgjöldin hækka ekki að sinni,
en aftur á móti munu þau hækka
eftir 1. september.
Eftirleiðis verður gjalddagi
ábyrgðartrygginga bifreiða 1. janú-
ar, og er það í og með gert til að
samræma gjalddaga af gjöldum af
bifreiðum, en bifreiðaskattur feH-
tir t. d. í gjalddaga þá.
Piltur drukknaði er bátur
sökk hjá Leirhafnartanga
-p1 —i—m—— — — ^ — .^» — -» — .— —¦—.—¦» — — » — — —.— .-¦.-. — ¦-. .» — — — ,— 0^^þ, ^. ^--g^^-,^,^ j-ljriJ
BÞ-Kópaskeri, FB-Rvík, föstudag.
Aðfaranótt     fimmtudagsins
drukknaði ungur maður á legunni
við Leirhöfn á Sléttu. Nánari til-
drög slyssins voru þau, að um
nóttina reru þrír piltar rúmlega
tvítugir að aldri ut á leguna til
þess að huga þar að grásleppubát
sínum. Gott veður var, en þegar
piltarnir voru að komast út að
bátnum sökk undan þeim kænan,
sem þeir voru á.
Tveir piltanna, Hreinn Elliða-
son og Jóhann Wolfgang Kristjáns
son, ætluðu þá að synda í land,
en sú leið var 80 til 100 metra
löng. Jóhann örmagnaðist fljót
lega og komst ekki í land. Hins
vegar tókst Hreini að synda í
land og ná í gúmmbát, sem hann
fór á aftur út að bátnum til þess
að reyna að bjarga þar þriðja
manninum Kristni Kristjánssyni,
bróður Jóhanns. Það tókst þó
ekki, því enn sökk báturinn undir
mönnunum, og í annað sinn syndir
Hreinn í land, og tekst með naum
indum að gera vart við sig heima
hjá sér að Nýhöfn. Þar er brugð
ið við skjótt og Guðmundur Krist
insson stjúpfaðir Hreins fer á
báti út til Kristins, en á meðan
er safnað liði til þess að aðstoða
við björgunina. Guðmundi tekst
að koma fanglínu á Kristin.
Strax fóru menn að leita að
Jóhanni, en lík hans fannst ekki
fyrr en klukkutíma síðar. Þeir
bræðurnir Kristinn og Jóhann
voru frá Sandvík í Leirhöfn. Krist
inn var þegar fluttur í flugvél til
Akureyrar, þar sem   hann var
lagður inn á sjúkrahúsið, en eins
og fyrr segir var mjög af honum
dregið, þegar hann bjargaðist,
enda var hann búinn að vera að
minnsta kosti hálftíma í sjónum,
þegar hjálp barst. Með Hrein var
farið í sjúkrabíl til Húsavíkur.
Hreinn Elliðason er einn af
kunnustu knattspyrnumönnum
landsins, og mun það hafa komið
fram, að hann var í góðri þjálfun
sem íþróttamaður, er hann synti
tvívegis í land frá bátnum.
HLAUT 40 ÞUS. KR. SEKT
EB—Reykjavík, föstudag.
Áður en blaðið fór í prentun í
kvöld, var búið að dæma í máli
eins bátanna af 14, sem teknir
voru að meintum ólöglegum veið-
um út af Stafnesi í gærmorgun.
Var það Jón Oddsson, og var
mál hans tekið fyrir hjá bæjar-
fógestanum i Hafnarfirði. Fékk
hann 40 þús. kr. sekt, en bátur-
inn er 82 tonn, og afli og veíðar-
færi hans voru gerð upptæk. Þá
var hjá bæjarfógetanum f Hafn-
arfirði tekið fyrir mál annars
báts, Freyju, en þar sem haldið
var uppi vörnum í þvi máli, fell-
ur dómur ckki fyrr en á morgun.
Dómur í máli hinna bátanna
verður kveðinn upp í nótt og á
morgun.
Leitað eftir
hasshundi til
nota á Kef la-
víkurflugvelli
EB—Reykjavfk, föstudag.
Verið er að kanna möguleika
á því, að fá hingað hund erlend-
is frá til fíknilyf jaleitar á Kefla-
víkurflugvelli, en hundar hafa
um tíma vcrið notaðir til slíks
með frábærum árangri erlend-
is, einkum í Bretlandi og Svi-
þjóð.
Jón Thors, deildarstjóri í
dómsmálaráðuneytinu, sagði í
viðtali við Tímann í dag, að ekki
væri enn búið að taka endan-
lega ákvörðun um þetta mál, en
hann sagði, að lögreglan leitaði
nú að heppilegum manni, sem
þjálfa á upp til fiknilyfjaleitar
með hinum hugsanlega hundi,
en maður og hundur eru ætíð
þjálfaSir saman í þessu skyni.
J6n r.agSi, að þetta hefði lengi
verið í bígerð hjá lögreglunni.
Þeir hundar, sem einkum eru
notaðir til fíknilyfjaleitar, eru
af „Labrador-kyni" og eru þeir
aðal„leitartæki" Breta og Svía.
Þess skal getiS aS lokum, að
um sl. áramót samþykkti Kiw-
anisklúbburinn Katla að leggja
fram 100 þúsund k '"nur í kaup
á hundi til þess að leita að f íkni-
lyfjutr.. Stjórn klúbbsins ræddi
við dómsmálaráðuneytið og lög-
reglu- og tollyfirvölo þ l.ta
efni, og fól þessum aðilum féð
til kaupanna.
~J-"* — — — — — ——"- — -~— — — — -^ —p *"*-—r*~ — r rrrrrrr jf r rf rjrjrrrrf J
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12