Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						kæli-
skápar
lOjtnitct/wSlac/*, hJ?
ALLT FYRIR
BOLTAÍÞRÓTTIR
Sportvöruverzlun
INGÓLFS ÓSKARSSONAR
Klapparstíg 44 - Sími 11783.
105. tbl.
— MiSvikudagur 12. maí 1971 —
55. árg.
f<^>**p*0^^***^*0**»m
Dómur í Mið-
kvíslarmáli
eítir 25. maí
KJ—Rykjavík, þriðjudag.
í dag var í fyrsta sinn þing-
að í Miðkvíslarmálinu svo-
nefnda, en saksóknari ríkisins
gaf ut ákæru á hendur 65
manns í því máli vegna spreng
ingar Miðkvíslarstíflunnar í
Mývatnssveit 25. ágúst s.l. í dag
voru lögð fram ný gögn í
málinu, og stefnt er að því að
þinga aftur í því 25. maí, og
verður málið þá væntanlega
tekið til dóms upp frá því.
Að því er Halldór Þorbjörns
son saksóknari sagði Tíman-
um í kvöld, en hann fer með
mál þetta, þá var búið að þing-
festa málið áður, en þetta er
í fyrsta skipti sem málið er
tekið fyrir. Verjandi 65 menn-
inganna í málinu, Sigurður
Gizurarson hdl., lagði fram ný
gögn í málinu, og sömuleiðis
[ aðalfulltrúi saksóknara, Hall-
varður Einvarðsson, sem er
sækjandi í málinu. Þá voru
nokkrir menn kallaðir fyrir
dóminn, en síðan ákveðið að
stefna að því að þinga næst
á Skútustöðum þriðjudaginn
25. maí n.k. Sakadómarinn
sagðist ekki búast við að ný
gögn yrðu lögð fram í málinu
eftir það, og yrði því hægt
að taka það til dóms, eftir
þinghaldið 25. maí.
¦^^¦***+^'^'*+*+++^«r*^<**^^*it*^i4* &*0*0>$
EFTA-fundurinn hefst í Reykjavík í fyrramálið:
Um 200 útlendingar
koma til fundarins
FB-EJ-Reykjavík, þriSjudag.
Skömmu fyrir kl. ellefu í kvöld kom sextíu manna
hópur flugleiðis beint frá Genf til Reykjavíkur í þotu Flug-
félags íslands. Var hér um aS ræSa starfsmenn úr aSal-
stðSvum Fríverzlunarsamtaka Evrópu, EFTA, og nokkra
blaSamenn, og er þetta fyrsti hópurinn, sem hingaS kemur
til þátttöku í ráSherrafundi EFTA, sem hefst á fimmtudag-
inn kl. 10 fyrir hádegi og stendur frani á föstudag.
A morgun koma ráðherrar
EFTA-landanna ásamt sendinefnd
um sínum, nema Goeffrey Ripp-
on, markaðsmálaráðherra Bret-
lands ,sem kemur síðdegis á
fimmtudag beint frá Briissel, þar
sem hann á í viðræðum við ráð-
herra Efnahagsbandalagsríkjanna
um aðild Bretlands að bandalag-
inu. Alls er búizt við, að erlendir
EFTA-fundarmenn verði um 200
talsins, en þó er erfitt að gera
sér fulla grein fyrir endanlegri
tölu enn sem komið er, því óvíst
er hversu margir eriendir blaða-
menn koma hingað til þess að
fylgjast með fundinum.
Fyrir nokkru var talið senni-
legt, að viðræðufundur Breta og
Efnahágsbandalagsríkjanna     í
Briissel nú, kynni að hafa einhver
úrslitaáhrif um frekari framgang
málsins, og að Rippon gæti á fund
inum hér skýrt ráðherrum hinna
EFTA-landanna frá þýðingarmikl-
um atriðum frá viðræðunum. Nú
er hins vegar talið ,að þótt fund-
urinn í Briissel sé þýðingarmikill
þá muni hann ekki hafa nein úr-
slitaáhrif. Hefur áhugi á fund-
inum hér í Reykjavik nokkuð
minnkað við þetta, að því er talið
er.
Samt sem áður er tanð, að fund
urinn í Briissel muni Iiðka nokk-
uð til í viðræðunum um aðild
Breta að bandalaginu, og er þá
haft í huga að síðar í þessum mán
uði munu þeir Edward Heath, for-
sætisráðherra Bretlands og Georg-
es Pompidou, forseti Frakklands,
koma saman til fundar og er tal-
ið, að sá fundur muni hafa veru-
leg áhrif á framtíðarþróun víð-
ræðna Breta og bandalagsins —
sem vissulega hafa dregizt nokk-
uð meira á langinn en ýmsir í
Bretlandi höfðu vonað.
Á fundinum hér verður fyrst
fjallað um málefni Fríverzlunar-
samtakanna og þróun mála innan
þeirra að undanförnu. f framhaldi
af því verður fjallað um viðræður
Breta, Norðmanna og Dana við
Efnahagsbandalagsríkin, og þær
athuganir, sem farið hafa fram
um stöðu annarra EFTA-ríkja, þ.
a.m. fslands, gagnvart bandalag-
inu.
Stofnlán vegna
dráttarvélakaupa
hækka í 40%
RJ-Rcykjavík, þriðjudag.
Fyrir sfcöinmu ákvað Stofn-
Iánadeild landbúnaðarins að
hækka stofnlán vegna dráttarvéla
Stofnlánin voru 30% af kaup-
verði, en hækka í 40% af kaup-
verði.

Mývetningar gripu hugmynd um
verzlunarskóla í Mývatnssveit
Var fyrst hreyft á ferðamálaráðstefnu framsóknarmanna á Akureyri
KJ—Reykjavík, þriðjudag.
Á ferðamálaráðstefnu sem Kjör-
dæmissamband framsóknarmanna í
Norðurlandskjördæmi eystra efndi
til á sunnudaginn, í Mývatnssveit
tilkynntu landeigendur Reykjahlíð-
ar í Mývatnssveit að þeir hefðuI
ákveðið að gefa land undir verzlun-
arskóla í landj  Reykjahlíðar  ogl
jafnframt að þeir væru reiðubúnir |
að gefa land undir heilsu- og hress-
ingarhæli.  Þessj ákvörðun Reyk-
hlíðinga, er í framhaldi af hug-
mynd Birgis Þórhallssonar fram-
kvæmdastjóra SAS á íslandi, að|
setja á stofn verzlunarskóla í Mý-
vatnssveit, sem yrði notaður í þágu |
ferðamanna  á  sumrin,  en  gisti-
rými skortir mjög í Mývatnssveit
yfir hásumarið.
Ráðstefna  um ferðamál í Mý-
vatnssveit var haldin í framhaldi
af ferðamálaráðstefnu á Akureyri,
Framhald á bls. 2.
'ífeliSi _ -
Nýju ibú&arhúiln I Reykiahlid, sem mynda orðlð myndarleðan þéttbýliskiarna við Mývatn,
(Tímamynd Karl)
NTB—Höfðaborg,  þriðjudag.
Dirk Van Zyl, sem fékk nýtt
hjarta við aðgerð, sem dr.
Barnard framkvæmdi á Grotte
Schuuer sjúkrahúsinu í Höfða-
borg í gær, var við góða hcilsu
í dag. Hann er 45 ára gamall.
Það var í 159 skipti sem
skipt er um hjarta í manni, þar
af í áttunda sinn í Suður-
Afríku. Christian Barnard,
sem fyrstur skipti um hjarta
í manni, framkvæmdi hjarta-
flutninginn, og stóð aðgerðin
í sjö klukkustundir.
Heimildir herma, að hjart-
að, sem sett var í Zyl, hafði
verið tekið úr blökkumanni,
sem lézt af höfuðáverka á
sunnudaginn.
Zyl er kvæntur og tveggja
barna faðir.
Framboðs-
frestur út-
runninn í dag
ET—Reykjavfk, þriðjudag.
Á morgun, miðvikudaginn
12. maí, cr í síðasta lagi hægt
að leggja fram framboðslista
við alþingiskosningarnar 13.
júní næstkomandi. Ljóst er að
Framsóknarflokkurinn,     Al-
þýðuflokkurinn, Alþýðubánda-
lagið og Sjálfstæðisflokkurinn
munu bjóða fram í öllum kjör-
dæmum, og eins hafa Samtök
frjálslyndra og vinstrimanna
tilkynnt, að þau muni bjóða
fram í öllum kjördæmum.
Þá mun koma í ljós á morg-
un, hvort hinn svonefndi Fram
boðsflokkur kemur með fram-
boð í þremur kjördæmum, eins
og boðað hefur verið, og frá
er skýrt á öðrum stað í blað-
inu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16