Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						ALLT FYRIR
BOLTAÍÞRÓTTIR
Sportvoruverzlun
INGÓLFS ÓSKARSSONAR
Klapparstig 44 • Sími 11783.
109. fbL
— Sunnudagur 16. maí 1971 —
55. arg.
Etnu-gos
ógnar 3
þorpum
EJ—Reykjavík, laugardag.
Eldgosið í Etnu á Sikilcy ógnar
nú þremur þorpum eftir að gos
hófst á nýjum stað í fjallinu.
Hraunjaðarinn hefur þannig náð
útjaðri 1000 manna þorps, og eru
íbúarnir enn í þprpinu.
Eldgosið í Etnu er að þessu
sinni hið mesta í tvo áratugi, þótt
það hafi ekM enn valdið mann-
tjóni eins og svo oft hefur gerzt
áður, Þannig varð t d. gífuriegt
gos í Etaa árið 1169, og gróf það
heila borg, Cataníu, í ösku og
hrauni og létu 15000 lífið. Árið
1928 varð einnig verulegt mann-
tjón í Etnu-gosi.
Gosið hófst að þessu sinni 5.
apríl síðastliðinn og er enn í
fullum gangi. Hefur það dregið
að gífurlega mikið af ferðamönn-
um.
GÚÐUR AFLI
EJ—Reykjavík, laugardag.
Togararnir hafa aflað vel und-
anfarið. Síðustu viku hafa togar-
ar BÚR landað 13—14 hundruð
lestum í Reykjavík. Nú síðast kom
Jón Þorláksson með 250 tonn.
Ýmsir aðrir togarar haf a einnig
aflað vel. Þannig kom Hólmatind-
ur með 150 tonn til Eskifjarðar
eftir aðeins viku útivist.
Thailendingar
leita til Kína
NTB—Bankok, laugardag.
Thailand vinnur nú að því að
taka upp nánara samband við
Kinverska alþýðulýðveldið, og
hlutdeild Iandsins í Víetnam er
ráðamönnum á móti skapi. Thai-
land.hefur náð sambandi við kín-
verska ráðamenn með aðstoð
þriðja ríkis, og það hefur borið
árangur, að sögn utanríkisráð-
hcrra Thailands, en hann hélt
Framhald á bls. 10.
Er ekki koniiö
nóg af gengis-
i?-6
Myndin er frá „bnðströndinni" í Bjarrtarflagi í Mývatnssveit, þar som Mýv etningar synda nú dag hvern, T. h. er gufuleiðslan úr holunum og niður
í Kísiliðjuna, on Námaskarð í baksýn,                  .                                                                           (TJmamynd J. I.)
Mývetningar hafa eignazt
„baðströnd" í Bjarnarflagi
KJ—Reykjavík, laugardag. — Enn bætist við dásemdir Mývatnssveitár,
því fyrir um það bil viku uppgötvuðu Mývetningar, að í Bjarnarflagi í
Mývatnssveit eru þrjár sundlaugar með misjöfnu hitastigi, eða allt frá
18 gráðum og upp í 45 gráðu heitar. Það sem meira er; þarna vbrðast
allar aðstæður til að gera allt upp í hundrað metra langa laug, sem þá
væri kannski réttara að kalla „baðströnd". Frá því þessar „sundlaugar"
voru uppgötvaðar hefur verið synt í þeim meira og minna á hverjum
degi, og viroisí því augljóst, að vinda þarf bráðan bug að því að koma
einhverri búningsaðstöðu upp til bráðablrgða við laugarnar, svo full not
fáist af þeim strax.
f Bjarnarflagi í Mývatnssveit i Kísiliðjunni fyrir gufu og knýja
hefur svo sem kunnugt er verið gufuaflsstöð * Laxárvirkjunar.
borað eftir heitu vatni á undan- Þarna fellur til mikið af heitu
förnum árum, og eru nú þarna vatni, og hefur það safnazt í
virkjaðar gufuholur,   sem   sjá I tjarnir, en það var ekki fyrr en
fyrir viku, að mönnum datt
í hug að hægt væri að nota tjarn
irnar til að synda í.
Sundlaugarbygging hefur verið
á dagskrá í Reykjahlíð í Mývatns
sveit að undanförnu, og nú má
búast við að enn meiri skriður
komist á að koma þarna upp
varanlegri laug — ef Bjarnar-
flagslaugarnar verða þá ekki not-
aðar.
Að því er Jón IHugason úti-
bússtjóri Kaupfélags Þingeyinga í
Reykjahlíð i Mývatnssveit sagði
blaðamanni Tímans, þá eru laug
arnar norðan við þjóðveginn yfir
Námaskarð. Ein laugin er 18 gráðu
Enn á strandstaðnum:
Tveir Bretar koma vegna Cesars
heit, önnur 31—34 gráðu heit, og
er það sú laug sem mest er not
uð. Þessi laug er 1.40 m. á dypt,
þar sem hún er dýpst, og einir
60—70 metrar á lengd. Þá er það
þriðja laugin, og er hún 45—46
stiga heit, eða aðeins heitaíri en
Grjótagjá.
Jón Illugason sagði að vatnið
í laugunum væri tært, og mikið
rennsM. væri þarna í gégn, þannág
að þær hremsnðu sig vei. Leir
er í botninum, og gruggast vatn
ið aðeins, ef gengið er í leirnum.
Jón sagði að vatnið vœri dájjtið
einkennilegt viðkoma fydst í
stað, eða hált, ef hægt \raesa að
nota það orð um vatn.
Rétt hjá tjörnumim eru borhoi
urnar hvæsancfi, en ætlunin mun
vera að dempa hávaðann í holun
um í sumar, svo friðsæfla a&tti. að
vera á „baðströndinni".
GS, Isafirði, SJ, Reykjavík,
Iaugardag.
Allt er nii aðgerðalaust hvað
áhrærir björgun brezka togarans
Cesars og liggja bæði björgunar
skipin Akkilles og Parat, í ísaf jarð
arhöfn, en varðskipið Óðinn, sem
aðstoðaði við björgunarstarfið í
gær er farið af strandstaðnum.
Nú eru rúmar þrjár vikur síðan
togarinn strandaði síðasta vetrar-
dag. í dag voru menn frá vá-
tryggingafélagi og útgerð togar-
ans í Englandi væntanlegir til fsa
f jarðar, og munu þeir væntanlega
taka ákvarðanir um frekari björg
unaraðgerðir.
í gær, föstudag, var tvívegis
reynt að koma skipinu á flot. f
gærkvöldi slitnaði vírinn, sem hélt
tveim fremri flothylkjunum und-
ir togaranum, með þeim afleiðing
um að þau flutu upp og hefur
þeim ekki verið komið undir hann
aftur. Það var ranghermi í sjón
varpsfréttum, að togarinn hefði
hreyfzt nokkra metra, það hefur
aldrei tekizt að losa neitt um
hann. Cesar situr fastur á kletti
í sjónum, eða öllu heldur vegur
salt á honum því alltaf er örlítil
hreyfing á sjónum, og er ómögu
legt að segja hvenær hann fer
á hliðina. Tvö flothylki eru nú
undir skipinu. Segja má að alla
tíð frá því að togarinn strandaði,
hafi verið sléttur^ sjór og er það
einstök heppni. í gær var útlit
fyrir brælu en ekkert varð úr
henni, þó er of mikil kvika á
sjónum nu t.þ.a. hægt sé að vinna
að björgun að sögn Daníels Sig
mundssonar, fulltrúa Hjálmars R.
Bárðarssonar skipaskoðunarstjóra
á fsafirði. Aðstaða til björgunar
er erfið vegna hallans á skipinu.
Bezta veður er á ísafirði í dag.
OLÍURÁKIR Á SJÓNUM
Sífellt lekur dálítið af olíu úr
skipinu. Fjörurnar við Arnar-
fjörð eru orðnar mjög ljótar, en
svartolían sem lak úr Cesari á
dögunum er komin á land. Olían
sem fór í höfnina á ísafirði er
komin út á Sundin og sést greini-
lega hvernig fjörðurinn er rönd
óttur af olíu. Fugladauoi hefur
verið gífurlegur eins og áður hef-
ur verið sagt frá og eru ekki
öll kurl komin til grafar enn hvað
það snertir. Finnur Guðmundsson
fuglafræðingur er nú kominn til
Reykjavíkur, eu hahn var á ísa-
firði um daginn og fór með strönd
um á smábáti og skaut um 30—
40 fugla.
Héldu mann
vera um borð
KJ—Reykjavík,
Snemma í
laugardag.
morgun varð vart
við að eldur var lau,s í káetu
vélbátsins Þverfells KE 11,
þar sem hann lá í Njarðvfkur-
höfn. Var óttazt að maður væri
í káetunni, og var
á Keflav.flugv. sérstaklega gert
aðvart um það, um leið og kom
ið var á staðinn. Sem
fór, reyndist grunur manna
ekki réttur, og gekk greiðlega
að ráða niðurlögum eWsms.
Nokkrar skemmdir urðu af eld
inum um borð í bátnum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12