Tíminn - 16.05.1971, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.05.1971, Blaðsíða 12
 Sunnudagur 16. mai 1971 Sumarskap og bá! í Viðey SJ—Reykjavík, laugardag. Reykvíkingar eru komnir í sumarskap. í morgun sást að kveikt hafði verið bál á strönd inni í Viðey. Lögreglan brá sér út á Sundin í lóðsbátnum til þess að ganga úr skugga um hvort ekki væri allt í lagi í eyjunni. Var siglt fram með ströndinni og sást þá að þarna var aðeins um að ræða fólk í skemmtiferð og allt virtist með felldu, svo Iþgreglu menn sigldu aftur til hafnar rórri í huga. 214 tækni- fræöingar Aðalfundur tæknifræðingafélags fslands var haldinn að Hótel Loft leiðum mánudaginn 19. apríl s.l. Formaður félagsins Stefán Guð- jónsen, setti fundinn og gerði grein fyrir starfsemi félagsins á síðasta starfsári. í skýrslu hans kom fram, að félagar í Tæknifræð ingafélagi íslands væru nú 214, en nokkrir af þeim væru starf- andi erlendis, eða alls um 20. Einnig minntist Stefán á inn- tökuskilyrði fyrir ætlað tækni- fræðinám i Tækniskóla íslands, sem hann taldi í alla staSi ófull nægjandi. Miklar umræður urðu á fund inum um nýsamþykkta breytingu á 11. gr. byggingarsamþykktar Reykjavíkur um rétt manna til að skila húsateikningum til bygg- ingarnefndar borgarinnar, en með > þeirri samþykkt var freklega geng ið á rétt tæknifæðinga. Forsendur borgarstjórnar Reykja víkur fyrir þessum breytingum telja tæknifræðingar rangar, þar sem borgarstjórn miðaði sam- þykkt sína við_ byggingatækninám í Tækniskóla íslands, sem Tækni fræðingafélag íslands hefur ekki viðurkennt sem fullgildan skóla til að brautskrá tæknifræðinga. f þessu sambandi var eftirfarandi ályktun samþykkt með atkvæðum allra fundarmanna: „Aðalfundur T.F.Í. haldinn í Reykjavík mánudaginn 19. apríl 1971 HARMAR þá afgreiðslu, sem borgarstjórn Reykjavíkur við- hafði um breytingar á 11. gr. bygg ingarsamþykktar Reykjavíkur hinn 4. marz 1971 og hversu lítið hún virðir rétt hins almenna borgara og þá einkum húsbyggjanda og tæknifræðinga, að þv£ er virðist án haldgóðs rökstuðnings og í beinu berhöggi við niðurstöður sérfræðinganefndar O.E.C.D. (Org anisation for Economic Coopera- tion and Developmeny um tækni menntun. Væntir fundurinn, að mál þetta verði fljótlega tekið upp og fært til betri vegar fyrir íbúa Reykjavíkurborgar.“ Því næst fór fram stjórnarkjör og var Jón Sveinsson kjörinn for maður, en aðrir í stjórn voru kjörnir: Jónas Guðlaugsson, Kristj án Björnsson, Bjöm Einarsson og Ásmundur J. Jóhannsson. f vara stjórn voru kjörnir Magnús Step hensen og Freyr Jóhannesson. Nýkjörinn formaður þakkaði frá farandi stjórn fyrir vel unnin störf á síðasta starfsári. Fréttatilkynning frá Tæknifræð ingafélagi íslands. Gamla „L'rtlafelliS" kemur til landsins 13. marz 1954. Þa'ð hefur nú verið selt til Grikklands, en nýtt og stærra skip keypt í staðinn. Nýtt „Litlafell" er til landsins á leið EJ—Reykjavík, laugardag. Sambandið og Olíufélagið h. f. hafa nú selt Litlafellið og keypt nýtt og stærra olíuflutn ingaskip í staðinn og heitir það einnig LitlafcII. Hið nýja skip er væntanlegt með bensínfarm til Keflavíkur á miðvikudaginn kcmur. Blaðinu barst í gær frétta tilkynning frá Skipadeild SÍS um nýja skipið og fer hún hér á eftir: „Árið 1954 keyptu Samband ið og Olíufélagið h. f. 914 burð arlesta olíuflutningaskip, sem byggt var í Svíþjóð 1950. Skip þetta kom til landsins þann 13. marz, 1954 og hlaut það nafnið „Litlafell“. Litlafeilið hefir nú verið selt til Grikklands og var það af- hent hinum nýju eigendum í Rotterdam þann 7. maí s.l. Litlafellið reyndist vel og var farsælt og gott skip. í þau 17 ár sem það sigldi hér á ströndinni, gegndi það þýð ingarmiklu hlutverki. Það flutti samtals 1.741,510 tonn og sigldi alls 687,323 sjómílur. Það hafði 7408 viðkomur á hinum ýmsu höfnum landsins og á nokkrum stöðum erlendis eða yfir 430 vikomur að meðal- tali á ári og mun það vera ein- stakt. Samtímis því, sem unnið var að sölu Litlafells, voru undir búin kaup olíuflutningaskips, sem koma skyldi í þess í stað. Þann 10. þ.m. tók Hjörtur Hjartar á móti nýja skipinu í Hamborg fyrir hönd Sambands ins og Olíufélagsins. Það er 1230 burðarlestir að stærð. Skip þetta hét áður „SIOUX“ og var byggt í Þýzkalandi árið 1964. Þetta skip tekur við hlut- Framhald á bis. 22. verk- fræðingar þinga hér KJ—Reykjavík, laugardag. ÞaS er víst óhætt aS segja, aS hver ráSstefrian taki við af annarri í Reykjavík þessa dag ana. Þegar EFTA fundinum er lokið og sömuleiðis hafís- ráðstefnunni, þá koma hing- að 160 erlendir verkfræðing- ar og munu þeir fjalla um hita- og loftræstingakerfi á Hótel Sögu næstu þrjá. daga. Þessi hita- og loftræstingakerfa ráðstefna liefst á mánudagsmorg- uninn klukkan hálf tíu, með ávarpi borgarstjórans í Reykjavík, Geirs Hallgrímssonar. Nokkrir innlendir verkfræðing ar munu taka þátt í þessari ráð- stefnu, sem fer fram á Sögu, og þar búa þátttakendur einnjg. Skoða landið EJ—Reykjavík, laugardag. Margir hinna erlendu gesta, sem sátu fund ráðherranefndar EFTA í Reykjavík, fóru í skoðunarferð ir í dag bæði um Suðvesturland og norður á Akureyri. Gestirnir fara sumir í kvöW, en aðrir fara ekki fyrr en á morg un, sunnudag. Mjólkurframleiðslan 9% meiri fyrstu 3 mánuðina KJ—Reykjavílf, laugardag. Á árlegum fundi mjólkur- bússtjóra, sem haldinn var á Hótel Sögu í gær kom m.a. fram, að innlagt mjólkurmagn hjá mjólkurbúunum jókst um 9% fyrstu þrjá mánuði þessa árs, og búizt er við nokkru meira mjólkurmagni á kom- andi sumri en í fyrrasumar. Á næstu mánuðum verður lögð áherzla á framleiðslu osta og mjólkurdufts, en dregið verður úr smjörfram- leiðslunni. Fundurinn á föstudaginn var þriðji sameiginlegi fundur mjólk urbússtjóra, sem Osta- og smjör salan og Framleiðsluráð landbún aðarins gangast fyrir. Erlendur Einarsson formaður stjórnar Osta- og smjörsölunnar setti íundinn með nokkrum orðum, en Gunnar Guðbjartsson formaður Stéttarsam bands bænda stjórnaði fundi. Þá flutti Óskar H. Gunnarsson framkvæmdastjóri Osta- og smjör sölunnar erindi, og ræddi um sölu og framleiðslumál fyrirtækis ins. í erindi Óskars kom fram, að útlit með sölu á ostum og smjöri er frekar gott, og heldur líflegra er yfir útflutningnum, vegna minnkandi birgða af mjólk urafurðum £ nágrannalöndunum. Sveinn Trggvason framkvæmda stjóri Framleiðsluráðs gerði grein fyrir framleiðslumálum 1971, og á hvaða greinar fram leiðslu mjólkurbúanna skuli leggja mesta áhei-zlu. Er það stefna Fram leiðsluráðs, að leggja áherzlu á framleiðslu á ostum og mjólkur dufti og draga úr smjörfram- leiðslu. Þá kom fram að mjólkur framleiðslan hafði aukizt um 9% fyrstu þrjá mánuði ársins. Sævar Magnússon mjólkurtækni fræðingur talaði þessu næst um ýmis vandamál í framleiðslu mjólk urafurða. Pétur Sigurðsson mjólkurtækni fræðingur ræddi um gervivörur, sem eru samkeppnisvörur við mjólkurvörur og Guðbrandur Illíðar dýralæknir talaði um mjólk urvinnslu og rannsóknarstofu Mjólkursamsölunnar. Framhald á bls. 22. Frá fundi Osta- og smjörsölunnar og Framleiösluráðs með mjólkurbússtj órum á Hótel Sögu á föstudaginn, Óskar H. Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Osta- og smjörsólunnar I ræðustói. (Tímanvynd GE)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.