Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						~*J -'B"'* FRYSTISKÁPAR *

ALLT FYRIR
BOLTAÍÞRÓTTIR
Sportvoruverzlun
INGÓLFS ÓSKARSSONAR
Klapparstíg 44  Simi 11783.
155. tbL
Miðvikudagur 14. júlí 1971 —
55. árg.
Hið nýja ráðuneyti Ólafs
tekur við völdum í dag

TK-Reykjavík, þriðjudag.
Ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar mun formlega taka víð
völdum á morgun, miðvikudag, á ríkisráðsfundi á Bessa-
stöðum, er hefst kl. 3,30. Áður hefur forseti íslands á ríkis-
ráðsfundi veitt ráðuneyti Jóhanns Hafsteins lausn frá störf-
um. Sá fundur hefst á hádegi á morgun.
í morgun kl. 11 gekk Ölafur Jóhannesson á fund forseta
Islands á skrifstofu hans í Alþingishúsinu og lagði fram ráS-
herralista sinn. Er verkaskipting og ráðherrar eins og Tíminn
greindi frá í dag.
Málefnasamningur hinnar nýju ríkisstjórnar verður ekki
afhentur fjölmiðlum til birtingar fyrr en að loknum ríkisráðs-
fundinum síðdegis á morgun, er ráðuneyti Ólafs Jóhannes-
sonar hefur formlega tekið við stjórnartáumunum í landinu.
Lentu á Shannon
og á Akureyri
vegna dimmviðris í Reykjavík og Keflavík
OÓ-Reykjavík, þriðjudag.
Talsverðar truflanir hafa verið
á flugsamgöngura hér á landi í
gær og í dag, vegna erfiðra lend-
ingarskilyrða. Þoka hefur verið
í Reykjavík og Keflavík og ekki
lendandi á flugvöllunum, en nú,
seinni part dagsins er að létta
til og er vonað að áætlunarflug
komizt aftur í samt horf. Þessi
vandræði náði bæði til innanlands
flúgs og millilandaflugs. Urðu t.d.
nokkrar af flugvélum Loftleiða
að yfirfljúga og lenda á Shannon
flugvelli í írlandi í stað Keflavík.
Engin flugvél frá Flugfélagi ís-
lands komst til Vestmannaeyja í
gær eða í dag. Fyrir hádegi í dag
lá innanlandsflugið niðri, en eftir
hádegi var flogið til Akureyrar
Og Hafnar í Hornafirði. Önnur
þota FÍ kom frá Osló í morgun
og lenti hún á Akureyrarflugvelli
skömmu fyrir hádegi, en um kl. 3
opnaðist Keflavíkurflugvöllur og
lenti þá vélin þar.
Þá urðu -nokkrar Loftleiðaflug-
vélar að fljúga yfir ísland, bæði
á  austur  og  vesturleið.  f  gær,
mánudag, lenti engin vél frá Loft
leiðum   á  'Keflavíkurflugvelli.
Framhald á bls. 14
Ólnfur jóhannesson gengur á fund forseta íslands, dr. Kristjáns Eldjárns,
í gærmorgun.                                       (Tímamynd GE)
Kartöflusprettari:
Góðar
horfur
SB—Reykjavík, þriðjudag.
Vel horfir nm kartöfluupp-
skeruna víðast hvar, ef haustið
verður eins gott og vorið.
Nokkuð meira mun hafa veriff
| sett niður af kartöflum í vor,
en undanfarið. Blaðið hafði í |
duj; samband við menn á helztu <
kartöfluræktarsvæðunum.    1 !
Þykkvabæ,  á  Svalbarðsströhd |
og Hornafirði og vorn   þeir
sammála um, að karlöflubænd
ur væru bjartsýnir.
Sigurbjartur Guðjónsson í
Hávarðarkoti í Þykkvabæ,
sagði, að lítið væri af kartöfl
unum að frétta núna, þær bara !
yndu sér vel í moldinni. — Hér |
hefur skipzt á rigning og sól-
skin og allt sprettur, sem
sprottið getur. Hér var sett nið
ur mun meira af kartöflum en
endranær, þetta er alltaf að
aukast. Útlitið er ágætt og svo
'< er bara að vona, að ekki frysti
snemma í haust. Sigurbjartur ;
sagði að aðallega væru ræktað
ar Ólafsrauður í Þykkvabæn-
um, en eitthvað líka af Helgu
og Gullauga. Helga er nokkuð
hýtilkomin tegund, sem er af-'
kvæmi Gullauga og rauðra
þykir  Helga  fljótsprottm
gefa meiri uppskeru.
Aðalsteinn Aðalsteinsson
I Höfn í Hornafirði sagði, að þar
! hefði verið sett niður svipað
magn og í fyrra og mjög þurrt
hefði verið framan af. — Þetta
er mjög misjafnt í görðunum,
en menn vona bara það bezta
Framhald á bls. 14
og
og
áí
Mjög slæmt neyzluvatn á
sextán þéttbýlisstööum
EJ—Reykjavík, þriðjudag.
í könnun, sem gerð var á síð
asta vetri, á vatnsmálum 58 þétt
býlisstaða á landinu. kom í Ijós,
að nijtíj,- slæmt ástand væri í
vatnsmálum á 16 þéttbýlisstöðum
og fremur slæmt á 9 stöðum.
Þetta kemur fram £ grein í ný-
útkomnu eintaki af Sveitarstjórn
armálum. Þar er skýrt frá fundi,
sem fulltrúar Heilbrigðiseftirlits
ríkisins, Rannsóknarstofnunar fisk
iðnaðarins, Sölumiðstöðvar Hrað-
frystihúsanna og Orkustofnunar
sátu í vetur, þar sem kannaðar
voru skoðanir þessara aðila á nauð
syn skipulegrar neyzluvatnsleitar,
auk þess sem reynt var að meta
þarfir einstakra staða fyrir aukið
og/eða betra vatn.
Önnui þota Flugfélagsins lenti í Reykjavík í gær, vegna dimmviðris í Keflavík.
(Tímamynd Gunnar)
Niðurstöður fundarins voru að
r/ví segir í gi"eininni:
„Að víða væri skortur á góðu
vatni, og nauðsyn á átaki til úr-
bóta. Einkum væri brýn þörf á
meira og betra vatni til fiskiðn-
aðar.
Að nauðsyn bæri til þess að sam
ræma starfsemi þeirra aðila, sem
annast rannsóknir á köldu vatni,
einkum þó að bæta upplýsinga-
streymi
Að ástæða væri til þess, að ríkis
valdið hefði frumkvæði á eftirfar
andi sviðuen:
1. Áð safna saman á einn stað
niðurstöðum rannsókna, sem til
eru um öflun kalds vatns, magn
þess og gæði.
2. Að safna viðbótarupplýsing-
um, þar sem markmiðið væri að
geta bent á leiðir til vatnsöflun-
ar.,
Á fundinum var reynt a gera
"ér grein fyrir vatnsmálum 58
þéttbvlisstaða.
Niðurstaða þeirrar athugunar
var sú, að gott ástand í vatns-
málum væri á 33 þessara staða,
mjög slæmt ástand væri á 16 stöð
um, en á 9 þeirra væri ástandið
heldur betra. Brýn þörf var talin á
rannsóknum á möguleikum til öfl
unar neyzluvatns á þeim 16 stöð
um, þar sem ástandið var talið
verst, en einnig þyrfti að fara fraim
athugun á vatnsmálum hinna síð-
ast nefndu 9 staða. Mat þetta var
byggt á upplýsingum, sem Orku-
stofnun hefur m.a. aflað sér með
fyrirspurnum til hlutaðeiganni
pveitarstjórna.
Bent var á, að engin opinber
stofnun eigi lögum samkvæmt að
annast rannsóknir og^þjónustu tdl
öflunar neyzluvatns. OVkustofnun
hefur þó að beiðni sveitarstjórna,
frystihúsa og annarra aðila annazt
slíkar rannsóknir. Talið var nauð-
synlegt, að ríkisvaldið feli opinber-
um rannsóknaraðila frumkvæði á
þessu sviði, svo samræmi fengist
Framhald á bls M
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16