Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						bls. 22
SKIPASMÍÐAR
Samkeppnisstaðan 
batnar ört
bls. 6
MIÐVIKUDAGUR
bls. 22
172. tölublað ? 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík ? sími 515 7500 Miðvikudagurinn 11. september 2002
Tónlist 16
Leikhús 16
Myndlist 16
Skemmtanir 16
Bíó 16
Íþróttir 10
Sjónvarp 20
Útvarp 21
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
Fórnarlamba
minnst
FRIÐARSTUND Ár er liðið frá hryðju-
verkaárásunum á New York og
Washington og er þess minnst um
allan heim. Kyrrðarstund verður í
Grafarvogskirkju í dag þar sem
fórnarlamba hryðjuverkaárásanna
verður minnst og beðið fyrir ást-
vinum þeirra. Að athöfn lokinni
verður boðið upp á léttan hádegis-
verð. 
Úrskurður í 
Baugsmáli
DÓMSÚRSKURÐUR Hervör Þorvalds-
dóttir, héraðsdómari kveður í dag
upp úrskurð í svokölluðu Baugs-
máli. Baugur kærði húsleit lög-
reglu í höfuðstöðvum fyrirtækis-
ins, krafðist þess að rannsóknarat-
hafnir lögreglu yrðu úrskurðaðar
ólögmætar og að öllum gögnum
sem lagt var hald á yrði skilað þeg-
ar í stað. Úrskurðarins er að vænta
klukkan 11:30.
Er hætta á 
ofþenslu?
MORGUNVERÐARFUNDUR Samtök at-
vinnulífsins efna til morgunverðar-
fundar í Sunnusal Radisson SAS
Hótels Sögu í dag. Yfirskrift fund-
arins er ?Stöðugleiki og stóriðju-
framkvæmdir - Er hætta á of-
þenslu ?? Frummælendur verða
Ari Edwald, framkvæmdastjóri
samtakanna, Bolli Þór Bollason,
skrifstofustjóri, fjármálaráðuneyti
og Þórarinn G. Pétursson, deildar-
stjóri, Seðlabanka Íslands. Fundur-
inn hefst klukkan 8:00 og er öllum
opinn.
PERSÓNAN
Fylgir Keikó 
eins og skugginn
AFMÆLI
Spæld egg og 
franskar
BLAÐAÚTGÁFA Fréttablaðinu verður
dreift á öll heimili á Akureyri alla
morgna frá mánudegi til laugar-
dags frá miðri næstu viku. Þar
með verða tæp 68 prósent allra
heimila á landinu sem fá Frétta-
blaðið á morgnana eða um 74.500
heimili.
?Þetta er eðlilegt næsta skref í
útgáfu Fréttablaðsins,? segir
Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri.
?Eftir endurreisn Fréttablaðsins
hefur okkur tekist að ná góðum
tökum á dreifingu Fréttablaðsins á
höfuðborgarsvæðinu. Reynslan
sýnir að góð dreifing tryggir mik-
inn lestur. Það sama mun gerast á
Akureyri. Þar er staða áskriftar-
blaðanna hins vegar veikari en hér
fyrir sunnan. Fréttablaðið ætti því
að verða mest lesna dagblaðið á
Akureyri á skömmum tíma.?
Aðspurður um áform um frek-
ari útbreiðslu Fréttablaðsins sagði
Gunnar Smári dreifingu í hvert
hús á Akureyri vera nógu stórt
skref að sinni. ?Fyrir utan dreif-
ingu á heimili sækja frá 3.000 til
4.500 manns sér Fréttablaðið á pdf-
formi inn á frett.is. Auk þess dreif-
um við blaðinu í verslanir og sölu-
staði víða um land. Við munum
smátt og smátt auka slíka dreif-
ingu. Ætli við verðum ekki komin
upp í um 85 þúsund eintök í byrjun
næsta mánaðar.?
Blaðinu verður dreift í tilrauna-
skyni á Akureyri í dag fyrir tilstilli
Tölvulistans. a73
TVÍBURATURNARNIR
Heimsbyggðin minnist í dag árása hryðjuverkamanna á New York og Washington. 2.800 manns létust þegar flugvélum var flogið á 
tvíburaturna World Trade Center í New York með þeim afleiðingum að þeir hrundu. Auk þeirra létust um 200 manns í Pentagon og í
Pennsylvaníu, þar sem flugvél hrapaði eftir átök farþega og flugræningja.
Grensásvegi 12 ? Sími: 533 2200
FRÁBÆR PIZZA Á FRÁBÆRU VERÐI!
WASHINGTON, NEW YORK, AP Hert ör-
yggisgæsla og heitar tilfinningar
settu mark sitt á Bandaríkin í gær.
Í dag er ár liðið síðan hryðjuverka-
menn gerðu árás á New York og
Washington, með þeim afleiðing-
um að 3.000 manns létust. Dick
Cheney, varaforseta Bandaríkj-
anna, komið fyrir á leyndum stað í
gær. 
Georg W. Bush, forseti Banda-
ríkjanna, sagði í gær að þjóðin end-
urupplifði þá hræðilegu atburði
sem áttu sér stað fyrir ári síðan:
?Það er, að ekkert ríki er öruggt
gagnvart árás.?
Bandarísk stjórnvöld hækkuðu
viðvörunarstig vegna hryðju-
verkahættu í gær, í appelsínugult,
sem er næst hæsta stigið. John As-
hcroft, varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, greindi frá því í
gær að leyniþjónustan hefði fengið
vísbendingar um að
hryðjuverkaárásir
gegn Bandaríkja-
mönnum og eignum
þeirra erlendis
væru í bígerð. Upp-
lýsingarnar koma
frá al-Kaída, sam-
tökum bins Ladens.
Nokkrum sendiráð-
um var lokað tíma-
bundið í öryggis-
skyni. Embættis-
menn greindu frá
því að hótanir hefðu
borist sendiráðum í
suðaustur Asíu, þar
á meðal í Indónesíu
og Malasíu. Engar beinar hótanir
hafa borist um árás á skotmörk í
Bandaríkjunum.
Hátíðleg minningarathöfn verð-
ur haldin í New York í dag. Í New
York verða nöfn
allra þeirra sem fór-
ust þar lesin upp. Ge-
orge W. Bush Banda-
ríkjaforseti leggur í
dag leið sína til þeir-
ra þriggja staða þar
sem samtals fjórar
farþegaflugvélar
með hryðjuverka-
menn innanborðs
hröpuðu fyrir réttu
ári. Í New York ætl-
ar Bush svo að
ávarpa bandarísku
þjóðina í sjónvarpi
með Frelsisstyttuna
í bakgrunni. Bush
sagði í gær að sársaukafyllstu
minningar frá atburðunum hefðu
verið þegar hann hitti aðstandend-
ur fórnarlambanna. 
Sjá einnig bls. 4.
Hert gæsla vegna
hryðjuverkahættu
Ár liðið frá árásum á Bandaríkin. Varaforseti Bandaríkjanna sendur á
vísan stað. Bush heimsækir þá staði þar sem flugvélarnar fórust.
REYKJAVÍK Suðlæg átt, 3-8
m/s og skýjað með köflum.
Hiti  8 til 14 stig
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 1-3 Skýjað 12
Akureyri 5-8 Léttskýjað 17
Egilsstaðir 5-10 Léttskýjað 17
Vestmannaeyjar 5-8 Skýjað 11
+
+
+
+
VEÐRIÐ Í DAG
?
?
?
?
Fréttablaðinu verður dreift á 68 prósent heimila á landinu:
Fréttablaðið á öll heimili á Akureyri
AP/THOMAS 
M
U
N
I
T
A
Skeifan 4, s. 585 0000, www.aukaraf.is
GPS
SporTrak Map
Kr. 39.900 m/ íslandskorti
LANDSBANKI ÍSLANDS
Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, segir
sölu í samræmi við ráðagerðir og muni
afla ríkinu mikilla tekna. 
Bankasala ríkisins:
Nefnd um
einkavæðingu
gagnrýnd
BANKASALA?Ólafur Davíðsson hyg-
gst ekki tala við fjölmiðla um
ákvörðun einkavæðingarnefndar
að sinni,? voru skilaboðin sem
blaðið fékk þegar leitað var eftir
upplýsingum um ákvörðun einka-
væðingarnefndar um sölu á hlut
ríkisins í Landsbanka Íslands.
Sem kunnugt er ákvað nefndin að
hefja formlegar viðræður við
eignarhaldsfélagið Samson ehf.,
þá Magnús Þorsteinsson og Björg-
ólfsfeðga, um kaup á kjölfestuhlut
í Landsbankanum. 
Einkavæðingarnefnd hafði
hvorki samband við talsmenn S-
hópsins svokallaða eða Kaldbaks.
Báðir fréttu af ákvörðun nefndar-
innar um viðræður við Samson
gegnum fjölmiðla og fengu síðar
senda fréttatilkynningu í tölvu-
pósti.
Kristinn Hallgrímsson, lög-
fræðingur og talsmaður S-hópsins
sagði að þar á bæ ættu menn eftir
að hittast og fara yfir málið. ?Við
fengum bara fréttatilkynningu.
Við höfum ekki heyrt neitt frá
einkavæðingarnefnd um málið.?
Hvorki Kaldbakur né S-hópur-
inn hafa fengið rökstuðning fyrir
ákvörðun nefndarinnar. Blaðinu
er kunnugt um að fulltrúar Kald-
baks óskuðu eftir rökstuðningi en
síðdegis í gær hafði ekkert heyrst
frá einkavæðingarnefnd.
Björgólfur Thor Björgólfsson,
fulltrúi Samson segir í viðtali við
blaðið í dag að ferli einkavæðing-
ar sé skýrara í Búlgaríu en hér.
Valgerður Sverrisdóttir, iðnað-
ar- og viðskiptaráðherra segist
telja að unnið hafi verið faglega
og málefnalega að öllu.
Nánar á bls. 2
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM 
MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA 
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,7% SAMKVÆMT
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í MARS 2002.
F
réttablaðið
Morgunblaðið
Meðallestur 25 til 39
ára á miðvikudögum
samkvæmt
fjölmiðlakönnun
Gallup frá 
mars 2002
14,4%
DV
70.000eintök
70%fólks les blaðið
Hvaða blöð lesa 25 til 39 ára 
íbúar á höfuð-
borgarsvæð-
inu á miðviku-
dögum?
48,7%
61,3%
AP/R
ICK 
BO
WM
ER
GEORG W. BUSH
Bandaríkjaforseti virtist gráti nær
þegar þjóðsöngur Bandaríkjanna
var sunginn á minningarathöfn í
John F. Kennedy Center á mánu-
dagskvöld, þar sem fórnarlamba
árásanna 11. september var minnst.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24