Fréttablaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 4
4 23. nóvember 2002 LAUGARDAGUR HITAVEITA Heita vatnið í Hvera- gerði er komið til lögfræðings bæjarins. Gerðist það í framhaldi af umfjöllun bæjarstjórnar á er- indi Pjeturs Hafsteins Lárusson- ar, íbúa í Hveragerði, sem telur að bæjarbúar sitji ekki allir við sama borð eftir að framkvæmdir við nýtt dreifikerfi á heitu vatni hófust í bænum. Hingað til hafa Hvergerðingar greitt fyrir heita vatnið eftir flatarmáli húsa sinna en nú er unnið að því að setja upp mæla eins og tíðkast annars stað- ar á landinu. Við það hafa hita- reikningar bæjarbúar snarhækk- að í mörgum tilvikum. Nýja dreifikerfið tekur nú til 40 pró- sent húsa í bænum en eftir sitja 60 prósent með gamla laginu og er ekki gert ráð fyrir að þeir verði komnir með mæla á hita- kerfi sín fyrr en eftir tíu ár. „Ég tel að þarna sé verið að brjóta jafnræðisreglu stjórn- sýslulaga,“ segir Pjetur Haf- stein. „Þeir sem eru ekki komnir með mæla geta notað miklu meira af heitu vatni en hinir sem í raun niðurgreiða þá heita vatn- ið fyrir þá sem eru svo heppnir að vera ekki enn komnir með mæla. Menn hafa reiknað út að ef fólk hérna er með upphitað bílastæði og sundlaug greiðir það 25 þúsund krónur á mánuði fyrir heita vatnið sem til þarf sé mælirinn notaður. Hinir fá þetta fyrir næstum ekki neitt,“ segir Pjetur Hafstein og er ósáttur. Enda nýkominn með mæli sjálf- ur. ■ Hveragerði: Heita vatnið til lögfræðings HEITT VATN Mismunandi verð í gildi í Hveragerði. Bók veiðimannsins! Stangaveiðihandbókin svarar öllum helstu spurningum veiði- mannsins um veiðiár og veiðivötn. Bók fyrir þaulvana veiðimenn jafnt sem byrjendur í stangaveiði. Metsölubók sumarsins! LEIKSKÓLAR „Það er hart vegið að stjórnendum og starfsfólki leik- skóla borgarinnar og ekki ástæða til þess að þeir sitji undir slíkum ávirðingum, enda fullyrðingar borgarfulltrúans með öllu úr lausu lofti gripnar,“ sagði Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri. Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir Birni Bjarnasyni, oddvita D- listans, að gjaldskrárhækkun leik- skólanna væri sjúkdómseinkenni sem sýndi einfaldlega að leikskól- arnir væru illa reknir. Það væri ekki reynt að komast að rótum vandans heldur gjöldin bara hækk- uð. Borgarstjóri bendir á að 86% rekstrarkostnaðar leikskóla sé fólg- inn í launakostnaði. Hann hafi á undanförnum tveimur árum aukist um þriðjung, enda allir sammála um að laun starfsfólks leikskóla þyrfti að bæta verulega. Foreldrar greiði aðeins þriðjung af kostnaðar- auka sem af þessu hlaust. „Því fer fjarri að rekstur hafi farið úr böndum,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Tekist hafi að lækka kostn- að á hverja dvalarstund barns á sama tíma og launakostnaður hafi hækkað um tugi prósenta. Ég leyfi mér að fullyrða að hjá leikskólun- um fer saman hagsýni og útsjónar- semi við erfiðar aðstæður.“ ■ INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Stjórnendur og starfsfólk leikskólanna eiga ekki skilið kveðjur Björn Bjarnasonar. HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Með broti sínu rauf maðurinn skilorð, en í október í fyrra var hann dæmdur fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Þriggja mánaða fangelsisdómur: Ræktaði kannabis í Norðurmýri DÓMSMÁL Breskur ríkisborgari, búsettur í Norðurmýri í Reykja- vík, hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fíkniefnalaga- brot. Alls fannst 21 kannabis- planta og 110 grömm af afskorn- um kannabislaufblöðum við hús- leit heima hjá manninum. Með broti sínu rauf maðurinn skilorð, en í október í fyrra var hann dæmdur fyrir brot gegn lög- um um ávana- og fíkniefni. Mað- urinn viðurkenndi í yfirheyrslu hjá lögreglu að hann ætti efnið en breytti framburði sínum fyrir dómi og sagði að sambýliskona sín ætti þau. Hún hafði sagt lögregl- unni að hún ætti ekki efnið, en fyrir dómi sagðist hún eiga það. Dómurinn tók orð þeirra fyrir dómi ekki gild þar sem hann taldi að með framburði sínum fyrir dómi væri konan væri fyrst og fremst að vernda hagsmuni ákærða, sem var á reynslulausn og átti yfir höfði sér brottvísun úr landi. Þá var framburðurinn ekki í neinu samræmi við framburð þriggja rannsóknarlögreglu- manna. ■ Manndrápsmálið á Klapparstíg: Fljótlega til saksóknara LÖGREGLUMÁL Rannsókn á mann- drápsmálinu á Klapparstíg er komin á lokastig. Hörður Jó- hannesson yfirlögregluþjónn segir málið fara til saksóknara innan tíðar. Steinn Ármann Stefánsson hefur gengist við því að hafa veitt Braga Ólafssyni áverka með hnífi á heimili hans að Klapparstíg 26. september síð- astliðinn. Hefur rannsóknin því ekki beinst að neinum öðrum. Bragi lést af sárum sínum fyrrgreinda nótt skömmu eftir að komið var með hann á sjúkra- hús. Áður hafði hann náð að gera nágrönnum sínum viðvart og segja frá árásinni og hver hefði veitt honum áverkana. Skömmu síðar var Steinn Ármann hand- tekinn. ■ 13 ára stúlka: Svæfingin minnkuð SLYS Verið er að minnka svæfingu stúlkunnar sem varð fyrir bíl á Vesturlandsvegi í byrjun nóvem- ber, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á gjörgæslu- deild Landspítalans. Hefur henni verið haldið sofandi síðan slysið varð. Enn sem fyrr nýtur hún stuðnings öndunarvélar og mun gera enn um sinn. Stúlkan, sem er þrettán ára, hlaut alvarlega höfuðáverka og þurfti að gangast undir skurðaðgerð. Slysið varð með þeim hætti að stúlkan var að hlaupa yfir Vesturlandsveg við Ásland í Mosfellsbæ þegar hún lenti fyr- ir bíl. ■ Nýjung í Svíþjóð: Skattframtal í síma STOKKHÓLMUR, AP Á næsta ári verð- ur auðveldara að telja fram til skatts í Svíþjóð heldur en í nokkru öðru landi. Ekki þarf meira en tveggja mínútna símtal. Frá því 1995 hafa skattgreiðend- ur í Svíþjóð fengið sent skattfram- talið heim næstum því alveg útfyllt. Þeir sem sækja ekki um sérstakan frádrátt þurfa nú ekki annað en að hringja í gjaldfrjálst númer, gera grein fyrir sér með átta stafa lykil- tölu, sem prentuð er á skattframtal- ið, og staðfesta framtalið. Sjálfvirk- ur símsvari leiðbeinir manni og allt ferlið ætti ekki að taka meiri tíma en tvær mínútur. ■ 18 framhaldsskólar skulduðu ríkinu samtals um 680 milljónir króna síð- ustu áramót. Margir skólar hafa rekið undan sér tugi milljóna um nokk- urra ára skeið. Skólafólk telur þurfa allt að milljarð til að leysa vandann. SKÓLAR Forsvarsmenn framhalds- skóla telja að auka þurfi fjárfram- lög til skólanna um 400 milljónir króna til að halda rekstri þeirra í horfinu og annað eins til að greiða upp skuldahala sem hefur safnast upp á undanförnum árum. Um síðustu áramót var greiðslustaða 18 framhaldsskóla við ríkissjóð samtals neikvæð um 680 milljónir króna. Það er það fé sem skólarnir hafa varið umfram fjárheimildir undanfarin ár. Sá skóli sem mest skuldaði ríkinu samkvæmt þessu er Menntaskól- inn í Kópavogi. Margrét Friðriksdóttir, skóla- meistari í MK, segir að vanda skólans megi rekja til þess að hót- el- og matvælagreinar voru færð- ar undir skólann 1996. Rekstrar- kostnaður skólans hafi aukist verulega án þess að tekið hafi ver- ið nægilegt tillit til þess í fjárveit- ingum. Fyrir breytingu hafi skól- inn aldrei farið fram úr fjárlög- um, eftir hana hafi framúrkeyrsl- an verið 30 til 40 milljónir króna á ári. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi fljótlega viðurkennt vandann hafi dregist að koma með úrbætur. Það eru einkum skólar með verkgreinar sem hafa verið rekn- ir með halla. Menntamálaráðu- neytið hefur kynnt nýtt reiknilík- an til sögunnar sem á að færa skólum með verkgreinar meira fé, en skólastjórar í bóknámsskól- um hafa sumir kvartað undan því að verið sé að seilast í þeirra fjár- veitingar frekar en að leysa vand- ann. Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, formaður Félags íslenskra fram- haldsskóla, segir þrjár ástæður fyrir erfiðri stöðu skólanna. Framlög til þeirra séu skorin nið- ur um 5% milli ára og sumir skól- arnir hafi velt undan sér skuldum árum saman vegna ónógra fjár- veitinga. Þá sé nemendafjöldi vanáætlaður um allt að fimm hundruð manns fyrir skólana í heild sinni, fyrir þá vanti um 250 milljónir króna í pottinn. „Skólunum er skipað að halda sig innan fjárveitinga,“ segir Ingi- björg. „Aðferðirnar sem við get- um beitt eru ekki voðalega marg- ar. Sparnaðurinn er fyrst og fremst í kennslu af því langmest- ur kostnaðurinn er í þeim lið.“ Tómas Ingi Olrich mennta- málaráðherra sagði nýja reikni- líkaninu ætlað að taka á vanda skólanna. Menn væru enn að skoða málið í tengslum við fjár- lagagerðina og meðan sú vinna stæði yfir vildi hann ekki tjá sig frekar um málið. brynjolfur@frettabladid.is MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI Frá því Menntaskólinn í Kópavogi tók við námi í hótel- og matvælagreinum hefur verið halli á rekstri skólans. Skólafólk kvartar undan því að reiknilíkan sem notað var við útreikninga fjárveitinga fram á þetta ár hafi ekki tekið tillit til fjárþarfar skóla með mikið verknám. KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Á að drífa í að byggja Sundabraut? Spurning dagsins í dag: Þarf að endurskoða refsingar í sakamálum? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is Já Nei BRÚNA STRAX Netverjar taka undir með Ólafi Erni Har- aldssyni og Guð- mundi Hallvarssyni og vilja Sundabraut sem fyrst. 54,3% 39,1% Veit ekki 6,5% FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um rekstur leikskóla: Hagsýni og útsjónarsemi við erfiðar aðstæður Skuldugir framhaldsskólar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.