Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						F
orystufólk Samfylkingarinnar í
Reykjavík kemur saman í dag
til að ræða framboð borgarstjóra
og áhrif þess á Reykjavíkurlista-
samstarfið. bls. 2
K
arlmaður í Skerjafirðinum
skaut á tvo hunda nágranna
síns sem léku lausum hala. bls. 2
S
jö Palestínumenn, þeirra á með-
al lögreglumaður og óvopnaður
námsmaður, féllu fyrir ísraelskum
hermönnum á annan í jólum. bls. 4
K
ínverskar dúkkur af Línu
Langsokk með stór brjóst og
í gegnsæjum nærbuxum ullu
miklu fjaðrafoki í Svíþjóð. bls. 6
JÓLAHALD
Misjafnlega 
hátíðlegt
bls. 4
Þverholti 9, 105 Reykjavík ? sími 515 7500 Föstudagurinn 27. desember 2002
Tónlist 20
Leikhús 20
Myndlist 20
Bíó 22
Íþróttir 14
Sjónvarp 24
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
STJÓRNMÁL Fulltrúaráð Samfylkingar
kemur saman í hádeginu í dag og
ræðir stöðuna borgarmála og
hvernig skuli svara kröfum Fram-
sóknarflokks og VG um að Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir segi starfi
sínu lausu haldi hún því til streitu
að bjóða sig fram til Alþingis í vor.
Rætt um
R-listasamstarf
TÓNLEIKAR Jólatónleikar dúettsins
SlowBlow verða í kvöld á Grand
Rokk en þar munu þeir Dagur Kári
Pétursson og Orri Jónsson kynna
efni af sinni þriðju plötu. Tónleik-
arnir hefjast klukkan 23.59.
SlowBlow á
Grand Rokk
LEIKHÚS Önnur sýning Þjóðleikhúss-
ins á leikritinu Með fullri reisn
verður á stóra sviðinu í kvöld en í
sýningunni fækka ýmsir af þekkt-
ari karlkynsleikurum landsins föt-
um við mikla hrifningu áhorfenda.
Sýningin hefst klukka 20.00
Stripplast á stóra
sviðinu
MYNDLIST Guðjón Ketilsson sýnir
verk sín á myndvegg skartgripa-
verslunarinnar Mariellu á Skóla-
vörðustíg 12. Sýningunni lýkur 5.
janúar á næsta ári.
Sýning Guðjóns
Ketilssonar
FÓTBOLTI
Bjarki á
leið í KR
FÖSTUDAGUR
261. tölublað ? 2. árgangur
bls. 6
STJÓRNMÁL
Samfylkingin þarf  
Ingibjörgu Sólrúnu
bls. 19
ATVINNUMÁL ?Það er verið að neyða
mennina til að flytja til Vest-
mannaeyja. Þetta er hreinn
hreppaflutn-
ingur og yfir-
gengilegt að
þvinga menn
til að vera í
Eyjum,? segir
Birgir Björg-
vinsson, gjald-
keri Sjómanna-
félags Reykja-
víkur, um þær
aðgerðir sem
komið hafa í
kjölfar þess að
frystitogarinn
Snorri Sturlu-
son var seldur frá Granda hf. í
Reykjavík til Ísfélagsins í Vest-
mannaeyjum. Með í kaupunum á
skipinu fylgdi öll áhöfn skipsins,
25 manns. Því var að sögn Birgis
lofað þegar skipið var selt að engin
breyting yrði á högum áhafnarinn-
ar. ?Það er verið að brjóta þetta
loforð. Áhöfnin hefur undirritað að
þeir vilji vera í Sjómannafélaginu í
Reykjavík en því hefur verið hafn-
að,? segir Birgir. 
Á Snorra Sturlusyni voru átján
menn sem allir voru í Sjómannafé-
lagi Reykjavíkur þegar skipið var
selt til Eyja. Allir mennirnir búa
enn í Reykjavík en margir hafa
flutt lögheimilið til Eyja. Birgir
segir að þeim hafi verið gert að
flytja lögheimili sín til Eyja. 
?Menn eru skíthræddir um að
verða reknir. Þeir óttast að til þess
komi ef þeir ekki hlýða,? segir
hann.
Birgir segir að forstjóri Ísfé-
lagsins hafi sagt við sig að honum
væri sama hvert mannskapurinn
greiddi gjöld sín en nú væri annað
komið á daginn. 
?Nýlega var frystitogarinn Ven-
us seldur frá Hafnarfirði til
Granda í Reykjavík. Helmingurinn
af mannskapnum vill vera áfram í
Sjómannafélagi Hafnarfjarðar og
við höfum ekki gert athugasemd
við það enda á að vera félagafrelsi
og Ísland eitt atvinnusvæði. Haldi
þetta áfram þá getur komið til þess
að við verðum að beita sömu að-
ferðum og Vestmannaeyingar.
Reykjavík er eina sveitarfélagið
sem ekki notfærir sér svona vinnu-
brögð,? segir Birgir. 
Elías Björnsson, formaður Sjó-
mannafélagsins Jötuns í Vest-
mannaeyjum segir ekkert óeðlilegt
við að áhöfn Snorra sé gert að eiga
lögheimili í Eyjum. Hann segir að
útgerðin hafi undirgengist að það
yrði viss aðlögunartími eftir að
skipið kom til Eyja. Síðan átti að
ráða Vestmannaeyinga í þau störf
sem losnuðu. 
?Það er ekki verið að þvinga
neinn. Margir sjómenn hér eru at-
vinnulausir og samkvæmt kjara-
samningum eiga félagsmenn á
svæðinu að hafa forgang til vinnu.
Þetta vita þeir hjá Sjómannafélagi
Reykjavíkur,? segir Elías. 
Hann segir að menn hjá Sjó-
mannafélagi Reykjavíkur verði að
vera sjálfum sér samkvæmir. Þeg-
ar nótaskipið Faxi hafi verið keypt
frá Vestmannaeyjum til Reykja-
víkur hafi áhöfnin fylgt með og
þeir hafi við flutninginn greitt fé-
lagsgjöld sín til Sjómannafélags
Reykjavíkur. 
?Við gerðum enga athugasemd
við það enda samkvæmt kjara-
samningum,? segir Elías. 
rt@frettabladid.is
Sjómenn neyddir
til að flytja til Eyja
Hreinn hreppaflutningur, segir gjaldkeri Sjómannafélags Reykjavíkur um áhöfnina 
á Snorra Sturlusyni. Sjómönnum gert að greiða sín gjöld í Eyjum. Samkvæmt 
kjarasamningum, segir formaður Jötuns.
VEÐUR Eftir miklar vangaveltur á
aðventunni um það hvort jólin
yrðu rauð eða hvít í ár er svarið
loksins fengið: Jólin voru hvorki
rauð né hvít. Þau voru græn.
Þegar farið er um höfuðborg-
arsvæðið blasa hvarvetna við
græn tún og grasflatir. Sum tré
og runnar eru byrjuð að bruma.
Svipaða sögu er að segja af öðr-
um stöðum víða um land. Garð-
yrkjufræðingar telja gróður í
hættu kólni ekki fljótlega í veðri.
Það er reyndar einmitt það sem
veðurspár gera ráð fyrir.
Hrafn Guðmundsson veður-
fræðingur á Veðurstofu Íslands
segir stefna í að desember verði
hlýrri en hann hefur áður verið
frá því mælingar hófust. Þó
muni nokkuð kólna á næstu dög-
um.
Fyrirliggjandi spár gera nú
ráð fyrir frosti um allt land á
gamlársdag og nýársdag. Sam-
kvæmt spánum verða él fyrir
norðan og austan en léttskýjað
annars staðar. Líklegt þykir að
hvass vindstrengur verði með
suðurströndinni en að annars
staðar verði vindur mun hægari,
eða á bilinu 5 til 10 metrar á sek-
úndu. ?
Hvorki rauð né hvít jól:
Græn jól en frost á gamlárskvöld
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM 
MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA 
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002.
F
réttablaðið
Morgunblaðið
Meðallestur 25 til 49
ára samkvæmt
fjölmiðlakönnun
Gallup frá 
október 2002
24%
DV
80.000 eintök
70% fólks les blaðið
Hvaða blöð 
lesa 25 til 49 
ára íbúar á 
höfuðborgar-
svæðinu á 
föstudögum?
66%
71%
REYKJAVÍK Hæg norðlæg eða
breytileg átt og léttir smám
saman til. Vægt frost.
VEÐRIÐ Í DAG
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 5-10 Léttskýjað 1
Akureyri 5-10 Skýjað 1
Egilsstaðir 3-8 Skýjað 1
Vestmannaeyjar 3-5 Léttskýjað 1?
?
?
?
-
-
-
-
NÁMSMENN
bls. 30
Kær-
komnir
jólagestir
AFMÆLI
ÞETTA HELST
Stoltur
Vestur-
bæingur
bls. 27
BIRGIR 
BJÖRGVINSSON
Menn eru fluttir
hreppaflutningum.
?FÆÐING FRELSARANS?Það var sannkölluð jólastemning í fjölskylduguðþjónustu í Langholtskirkju í gær. Meðal þess sem boðið var
upp á var helgileikurinn ?Fæðing frelsarans? eftir Hauk Ágústsson í flutningi barna í Kórskóla Langholtskirkju.
F
RÉT
T
A
B
L
AÐIÐ/RÓB
ER
T

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32