Fréttablaðið - 11.01.2003, Side 1
MYNDLIST
Að finna
sér farveg
bls. 24
Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Laugardagurinn 11. janúar 2003
Tónlist 32
Leikhús 32
Myndlist 32
Bíó 34
Íþróttir 16
Sjónvarp 36
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
PRÓFKJÖR Tveir ráðherra framsókn-
armanna, Valgerður Sverrisdóttir
og Jón Kristjánsson, bítast um
efsta sætið í prófkjöri Framsókn-
arflokksins í Norðausturkjördæmi
í dag. Alls gefa fimmtán manns
kost á sér.
Framsóknarmenn
í prófkjöri
FRUMSÝNING Söngleikurinn Sól og
Máni eftir Sálina hans Jóns míns
og Karl Ágúst Úlfsson verður
frumsýndur á Stóra sviði Borgar-
leikhússins.
Sól og Máni
frumsýnt
ÚTIVIST Jeppadeild Útivistar býður
upp á dagsferð um Eyfirðingaveg
sem hæfir flestum jeppum. Mæt-
ing er fyrir utan skrifstofu Útivist-
ar að Laugavegi 178 klukkan tíu.
Jeppaferð Útivistar
OPNUN Í Menningarmiðstöðinni
Gerðubergi verður í dag opnuð
ljósmyndasýning, þar sem sýndar
verða 124 ljósmyndir frá árunum
1921-81. Ljósmyndararnir eru 41
talsins, allir þýskir og aðhylltust
allir Bauhaus-stefnuna, sem fólst í
því að myndlist og iðnhönnun ættu
að sameinast í byggingarlistinni.
Bauhaus
í Breiðholti
GÆLUDÝRIÐ
Krúsa
þykir allur
matur góður
LAUGARDAGUR
9. tölublað – 3. árgangur
bls. 20
SJÓMENNSKA
Maður á
að vera hræddur
bls. 23
STJÓRNMÁL Ólafur Örn Haraldsson,
alþingismaður Framsóknarflokks
í Reykjavík, hefur ákveðið að vera
ekki í framboði til Alþingis í vor.
„Þetta kemur
okkur á óvart,“
s a g ð i Þ o r l á k u r
Björnsson, for-
maður kjördæmis-
ráðs flokksins í
norðurkjördæmi
Reykjavíkur.
Heimildir Frétta-
blaðsins herma að
innan flokksins sé hræðsla um
stöðu Halldórs Ásgrímssonar og
að hann kunni að falla af þingi tak-
ist ekki að styrkja framboðið.
Þess vegna mun hafa verið leitað
til Ólafs Arnar um að hann gefi
annað sætið eftir. Átök munu hafa
verið um hvað þingmaðurinn
fengi í staðinn, en hann mun hafa
gert kröfur um stöðu seðla-
bankastjóra eða sambærilega
stöðu. Á það hefur ekki verið hægt
að fallast.
„Hafi honum verið boðið eitthvað
hefur það komið
frá hærra settum
mönnum en mér,“
sagði Þorlákur.
Skoðanakannanir
hafa sýnt að tví-
sýnt er hvort Hall-
dór nær kjöri í
þingkosningunum
í vor. Sömu heim-
ildir herma að
þegar Halldór
ákvað að koma
suður hafi verið
samið um að Ólafur Örn yrði í
öðru sæti listans.
Eftir að skoðanakannanir
sýndu veika stöðu Framsóknar-
flokksins í norðurkjördæminu
hafi menn komist að þeirri niður-
stöðu að Ólafur Örn, sem þó er
sitjandi formaður fjárlaganefnd-
ar, hafi ekki þann drifkraft sem
talinn er nauðsynlegur til þess að
bæta Halldór upp og minnka
möguleikana á hrakförum flokks-
ins í Reykjavík norður. Forystan
telur nauðsynlegt að fá sterka
konu í sætið eða einhvern sem
styrkir Halldór. Því hafi verið
ákveðið að semja við Ólaf Örn um
að hann víki gegn því að fá boð-
lega stöðu innan embættismanna-
geirans.
„Samkvæmt því sem hefur
verið sagt virðist hálfur bærinn
koma til greina. Það rétta er að
þetta er það nýtilkomið að við
höfum ekki rætt hver kemur í
sætið í stað Ólafs.“
Í óformlegum viðræðum und-
anfarið hefur gengið illa hjá
mönnum að ná saman. Ekki
fékkst staðfest í gær hvort Ólafur
Örn og forysta Framsóknar-
flokksins hefðu náð saman. Nokk-
ur urgur er meðal flokksmanna
vegna þeirra samninga sem gerð-
ir voru um efstu tvö sætin og það
viðhorf heyrist að ekki sé rétt að
ráðstafa sætum á framboðslistum
í fámennum klúbbum.
Fréttablaðið náði tali af Ólafi
Erni, sem efnislega svaraði engu
um málið. Ekki náðist í Halldór
Ásgrímsson vegna málsins. ■
REYKJAVÍK Suðaustan 10-15
m/s og talsverð rigning
undir hádegi, en styttir upp.
Hiti 4 til 9 stig.
VEÐRIÐ Í DAG
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 10-15 Skúrir 7
Akureyri 3-8 Rigning 4
Egilsstaðir 3-8 Rigning 2
Vestmannaeyjar 8-13 Skýjað 6➜
➜
➜
➜
+
+
+
+
Ólafur Örn Haraldsson hættir í stjórnmálum. Framsóknarmenn í
Reykjavík leita leiða til að styrkja framboð flokksins í borginni.
Þingmaðurinn
víkur af listanum
LIMA, PERÚ, AP Fokker-flugvél frá
flugfélaginu Tan með 46 manns
innanborðs er nú leitað í Amazon-
frumskóginum í Perú. Herþyrlur
voru sendar til þess að leita vélar-
innar en vegna mikilla rigninga
varð að draga þær til baka og hefja
leit á jörðu niðri. Björgunarmenn
eru lagðir af stað fótgangandi inn í
skóginn en um 6 tíma ganga yfir
afar ógreiðfært land er að því
svæði þar sem vélin hvarf. Meðal
farþega í vélinni eru, samkvæmt
upplýsingum frá flugfélaginu, 8
börn auk belgískra hjóna sem þeg-
ar hafa verið nafngreind.
Flugumferðarstjórar misstu
samband við vélina þremur mínút-
um fyrir áætlaða lendingu á flug-
velli í fjallaþorpinu Chachapoyas á
fimmtudaginn. Talsmaður flugfé-
lagsins segir að veður hafi verið
ágætt þegar vélin hvarf og nægt
eldsneyti en enn sé ekki vitað
hvort tókst að nauðlenda vélinni.
Flugmaður sem til þekkir segir aft-
ur á móti að nauðlending sé nánast
ógerleg vegna aðstæðna á svæð-
inu, sem er hálent og skógi vaxið.
Chachapoyas-þorpið er nálægt
gömlum indíánarústum og er því
reglulega heimsótt af ferðamönn-
um. ■
ÖRVÆNTINGARFULLIR AÐSTANDENDUR Margir hafa leitað til Tan-flugfélagsins til þess að fá upplýsingar um ættingja og vini
sem grunur leikur á að hafi verið um borð í flugvélinni sem saknað hefur verið síðan á fimmtudag.
Flugvélar með 46 farþega saknað í Perú:
Erfiðar aðstæður tefja leit
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002.
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
M
o
rg
u
n
b
la
ð
ið
Meðallestur vikunnar
meðal 25 til 49 ára
samkvæmt
fjölmiðlakönnun
Gallup frá
október 2002
29%
D
V
80.000 eintök
70% fólks les blaðið
Hvaða blöð
lesa 25 til 49
ára íbúar á
höfuðborgar-
svæðinu?
62%
72%
ÓLAFUR ÖRN
HARALDSSON
Hefur ljáð máls á
því að rýma ann-
að sætið.
Alcoa og Landsvirkjun
samþykkja:
Hátíðahöld
fyrir austan
STÓRIÐJA Stjórn Alcoa samþykkti í
gær að ráðast í byggingu 322 þús-
und tonna álvers við Reyðarfjörð,
sem nefnast mun Fjarðaál. Þetta
verður ein umfangsmesta fjár-
festing sem ráðist hefur verið í á
Íslandi, kostar um 90 milljarða
króna. Byggingarframkvæmdir
hefjast árið 2005 og álframleiðsla
hefst 2007. Um 450 störf skapast í
verinu sjálfu og 300 störf í tengd-
um iðnaði og þjónustu, samtals
750 störf.
Þá samþykkti stjórn Lands-
virkjunar rafmagnssamning
vegna álversins í gær með sex at-
kvæðum gegn einu, Helgi Hjörv-
ar, fulltrúi Reykjavíkurborgar,
var á móti. Í bókun hans segir að
ekki séu rök til þess að fallast á
litla arðsemi Kárahnjúkavirkjun-
ar og ábyrgðir eigenda. Stjórn
Landsvirkjunar fól stjórnarfor-
manni og forstjóra að undirrita
sameiginlega rafmagnssamning-
inn. Þó eru gerðir fyrirvarar um
ábyrgð eigenda á lánum vegna
Kárahnjúkavirkjunar og af-
greiðslu Alþingis á heimildarlög-
um vegna álversins.
„Þetta eru stórtíðindi og mjög
gleðileg,“ sagði Valgerður Sverr-
isdóttir iðnaðarráðherra um sam-
þykkt Alcoa.
Í sama streng tóku heimamenn
austur á fjörðum. Alcoa-fánanum
var flaggað á Eskifirði og mikil
hátíðahöld voru á Reyðarfirði. Þá
var fyrirhuguð flugeldasýning í
tilefni samkomulagsins. ■
VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR
Iðnaðarráðherrann fagnar undirskrift
samninga og segir þetta vera mikil tíðindi.
Alcoa samþykkti að reisa 322 þúsund
tonna álver við Reyðarfjörð og hefjast
framkvæmdir árið 2005.
AP
/M
YN
D
„Hafi honum
verið boðið
eitthvað hefur
það komið frá
hærra settum
mönnum en
mér.“