Fréttablaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 1
MÓTMÆLI Lítil áhrif bls. 8 Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Þriðjudagurinn 18. mars 2003 Tónlist 14 Leikhús 14 Myndlist 14 Bíó 16 Íþróttir 12 Sjónvarp 18 KVÖLDIÐ Í KVÖLD MÓTMÆLI Andstæðingar stríðs við Írak efna til mótmælastöðu við Stjórnarráðið klukkan 9.30. Það er hópurinn Átak gegn stríði sem stendur fyrir mótmælunum, sem eru vegna eindregins stuðnings íslenskra stjórnvalda við stríð gegn Írak. Andstæðingar stríðs KÖRFUBOLTI Undanúrslit 1. deildar kvenna í körfubolta hefjast í kvöld með leik KR og Grindavíkur í DHL-höllinni. Sigurvegararnir munu leika til úrslita um Íslands- meistaratitilinn í lok mánaðarins. Úrslitakeppni kvenna FUNDIR Ársfundur Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evr- ópumálum, verður haldinn í dag klukkan 16:30 á veitingahúsinu Iðnó, við Tjörnina í Reykjavík. Ragnar Arnalds, formaður, mun ávarpa fundinn og fjalla um Evr- ópuumræðuna á liðnu starfsári hreyfingarinnar. Þá munu þrír val- inkunnir fyrirlesarar flytja erindi. Sjálfstæðissinnar funda ÚTGERÐARMENN Vannýttir stofnar ÞRIÐJUDAGUR 65. tölublað – 3. árgangur bls. 16 TÓNLIST Rykið dustað bls. 6 MYNDLIST bls. 4 Málar á vínbarinn LEIÐTOGASKIPTI Heldur um taumana bls. 6 SAMSTARF Félag eldri borgara neyddist til að grípa til aðgerða gegn veitingamanni sem leigt hef- ur eldhúsaðstöðu í Glæsibæ, sem er í eigu samtakanna. Óánægja hefur verið með kokkinn, sem hef- ur ekki þótt standa við gerða samninga, og töldu eldri borgarar sig ekki lengur geta setið aðgerða- lausa hjá. Skiptu þeir því um skrár í salarkynnum sínum í Glæsibæ og læstu kokkinn úti: „Þetta var maður sem leigði af okkur eldhúsið. Því samstarfi er lokið,“ segir Ólafur Ólafsson, fyrrum landlæknir og formaður Félags eldri borgara. Að öðru leyti vildi Ólafur ekki tjá sig um samskipti veitingamannsins og félagsins. Félag eldri borgara hefur um árabil átt veitingasal í kjallara Glæsibæjar og nýtt undir fé- lagsstarf sitt, svo og til útleigu. Umræddur veitingamaður hefur þó ekki komið að þeim rekstri að neinu leyti heldur aðeins haft eldhúsið til umráða. Eldri borg- arar segjast seinþreyttir til vandræða en treystu sér ekki til annars en að slíta samstarfinu við kokkinn með því að skipta um læsingar og bægja honum þar með frá. ■ Átök í Glæsibæ: Eldri borgarar læstu kokkinn úti ÍRAKSDEILAN, AP Ekkert verður af því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna greiði atkvæði um ályktunartillögu Bandaríkja- manna, Breta og Spánverja um heimild til innrásar í Írak. Álykt- unin var dregin út af borðinu, skömmu áður en öryggisráðið átti að fjalla um hana, eftir að endanlega varð ljóst að hún yrði ekki samþykkt. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra munu því standa einhliða að aðgerðum í Írak án aðkomu Sameinuðu þjóð- anna. Íslensk stjórnvöld styðja þá leið sem farin verður. Davíð Oddsson forsætisráðherra lýsti því yfir strax í stefnuræðu sinni síðasta haust að ef Sameinuðu þjóðirnar dygðu ekki til að af- vopna Íraka mætti ekki útiloka aðrar leiðir. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra ítrekaði þetta í viðtali við Stöð 2 í gærkvöldi. Þar sagði hann að Sameinuðu þjóðirn- ar hefðu brugðist í málinu. George W. Bush Bandaríkja- forseti ávarpaði bandarísku þjóð- ina í nótt. Ari Fleischer, talsmað- ur Bandaríkjaforseta, hafði áður sagt að Bush myndi lýsa því yfir að ef Saddam Hussein vildi koma í veg fyrir stríð yrði hann að yfir- gefa landið. Haft var eftir emb- ættismönnum að einræðisherr- ann fengi mest þriggja daga frest til að hafa sig á brott. Deiluaðilar túlkuðu hvorir með sínum hætti hvernig at- kvæði hefðu líklega fallið hefði tillagan ekki verið dregin til baka. John Negroponte, sendi- herra Bandaríkjanna hjá Sam- einuðu þjóðunum, sagði að mjög naumt hefði orðið á mununum. Franski starfsbróðir hans, Jean- Marc de La Sabliere, sagði við- ræður hafa leitt í ljós andstöðu meirihluta aðildarríkja ráðsins. Vladimir Pútín Rússlandsfor- seti fordæmdi árás á Írak. Hann sagði að það væru mistök að gera innrás í landið. Það gæti steypt heimsfriðnum í hættu. Í Bretlandi varð stjórn Tony Blair fyrir áfalli þegar Robin Cook, leiðtogi Verkalýðsflokksins í þinginu, varð fyrsti maðurinn í ráðherraliði Blair til að segja af sér vegna andstöðu við innrás. „Þegar Saddam Hussein seg- ist ekki búa yfir gjöreyðingar- vopnum meinar hann það sem hann segir,“ sagði Saddam Hussein Íraksforseti og bætti við að Írakar hefðu farið að kröf- um Sameinuðu þjóðanna. Stríður straumur útlendinga lá út úr Írak í gær. Sendiráðum var lokað og sendiráðsstarfsfólk flutt úr landi. Sameinuðu þjóð- irnar skipuðu vopnaeftirlits- mönnum að hafa sig á brott. Sömu leið fór fjöldi fjölmiðla- manna. ■ Talið niður í stríðsátökin í Írak Skilaboðin sem George W. Bush Bandaríkjaforseti sendi Saddam Hussein í ræðu í nótt voru skýr: Stjórn hans á sér enga framtíð. Íslensk stjórnvöld styðja að Hussein verði komið frá völdum þó aðgerðirnar njóti ekki stuðnings Sameinuðu þjóðanna. ÓLAFUR ÓLAFSSON Samstarfi við veitinga- mann lokið. NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2002 27% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á þriðjudögum? 54% 72% Á LEIÐ Í ORRUSTU Allar líkur eru taldar á því að stríð hefjist við Persaflóa áður en vikan er úti. Enn eru hersveitir á leið til Persaflóa. Þær hersveitir sem eru komnar þangað búa sig nú undir stríð sem getur hafist hvenær sem er. AP /M YN D REYKJAVÍK Sunnan 8-13 m/s og dálítil rigning eða súld. Hiti 5-10 stig. VEÐRIÐ Í DAG VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 8-13 Skýjað 7 Akureyri 3-8 Léttkýjað 8 Egilsstaðir 5-10 Skýjað 8 Vestmannaeyjar 5-10 Rigning 6 ➜ ➜ ➜ ➜ + + + +

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.