Fréttablaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 1
LISTIR Framhjáhald og feluleikur bls. 16 Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Fimmtudagurinn 27. mars 2003 Tónlist 16 Leikhús 16 Myndlist 16 Bíó 18 Íþróttir 14 Sjónvarp 20 KVÖLDIÐ Í KVÖLD FUNDUR Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins verður settur klukkan 17.30 í Laugardalshöllinni. Á lands- fundi fer fram kjör formanns, varaformanns og miðstjórnar. Landsfundur markar stjórnmála- stefnu flokksins til næstu ára en fyrir fundinn munu málefnanefndir flokksins, sem eru 25 talsins, leggja fram málefnaályktanir til umræðu og afgreiðslu. Fundinum lýkur á sunnudaginn. Landsfundur sjálfstæðismanna MÁLSTOFA Umhverfisstofnun Há- skóla Íslands stendur fyrir mál- stofu um vetnisvæðingu á Íslandi. Málstofan fer fram í húsi Verk- og raunvísindadeildar Háskólans, VR- II við Hjarðarhaga, og hefst klukk- an 16.15. Frummælandi er María Hildur Maack, umhverfisstjóri Ís- lenskrar NýOrku. Vetnisvæðing á Íslandi KÖRFUBOLTI Þriðji leikur Grindavík- ur og Tindastóls í undanúrslitum Intersport-deildarinnar hefst klukkan 19.15. Leikurinn fer fram á heimavelli Grindavíkur, en staðan í einvígi liðanna er jöfn. Spenna í körfunni HANDBOLTI Heil umferð verður leik- inn í Essó deild karla og hefjast all- ir leikirnir klukkan 20. Liðin sem mætast eru: ÍR - KA, HK - Stjarn- an, Fram - Valur, Þór - Grótta/KR, FH - Víkingur, UMFA - Haukar og ÍBV - Selfoss. Heil umferð FÓLK Fær ráð frá pabba FIMMTUDAGUR 73. tölublað – 3. árgangur bls. 14 ÍÞRÓTTIR Hermann til Charlton bls. 24 REYKJAVÍK Sunnan 8-13 m/s og súld. Hiti 0 til 5 stig. VEÐRIÐ Í DAG + + + + VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 5-10 Súld 3 Akureyri 5-10 Skýjað 3 Egilsstaðir 5-10 Skýjað 4 Vestmannaeyjar 8-13 Súld 4 ➜ ➜ ➜ ➜ RÍKISENDURSKOÐUN Ríkisendurskoð- un taldi að Þórarinn V. Þórarins- son, fyrrverandi forstjóri Lands- símans, ætti að endurgreiða fyrir- tækinu rúmar 200 þúsund krónur vegna trjáflutnings frá Gufunesi að sumarhúsi sínu. Stjórn Landssím- ans fór ekki að þessum tilmælum. Rannveig Rist, stjórnarformaður Landssímans, fjall- aði um skýrslu Rík- isendurskoðunar um starfslok Þórarins V. á aðal- fundi Landssímans í gær. Á fund- inum greindi hún enn fremur frá ákvörðunum stjórnar Landssím- ans í málinu og í máli hennar kom fram að að fengnu lögfræðiáliti hefði Ríkisendurskoðun verið upplýst um það að Þórarni V. yrði ekki gerður reikningur vegna trjáflutningsins og málið látið nið- ur falla. „Stjórnin taldi að opin- ber umfjöllun, sem af málaferlum myndi hljót- ast, myndi skaða félagið,“ sagði Rannveig, en fyrir lá að Þórarinn V. féllst ekki á ofangreint álit Rík- isendurskoðunar, þar sem hann taldi að öll óuppgerð mál hefðu verið gerð upp í starfslokasamningnum. Í skýrslunni fór Ríkis- endurskoðun yfir fjárhagsleg samskipti félagsins og Þórarins V. og beindist athugunin einkum að trjáflutningnum, ferðakostnaði hins fyrrverandi forstjóra og notkun hans á Visa-korti Lands- símans. R í k i s e n d u r s k o ð u n féllst á skýringar Þórar- ins V. á tilefni ferðalaga til útlanda, en fann að því að ekki skyldi hafa verið gengið á eftir nauðsynleg- um upplýsingum um ferð- irnar þegar ferðareikn- ingar voru samdir og sendir til bókhalds. Skýringar Þórarins V. á færslum, þar sem skjöl vantaði varðandi notkun hans á Visa-korti, þóttu trúverðugar og fullnægjandi. Hins vegar var fundið að því að kostnaður þessi hefði verið bókaður án þess að fullnægjandi skjöl hefðu legið fyrir. Ríkisendurskoðun gagn- rýndi enn fremur að áritun og samþykki reikninga tengdum fyrrverandi forstjóra hefði al- mennt verið ábótavant. Kostnaður Landssímans vegna starfslokasamnings Þórarins V. var 37 milljónir króna. Rannveig upplýsti á fundinum að mánaðar- laun Brynjólfs Bjarnasonar, nú- verandi forstjóra, væru um 1,6 milljónir króna á mánuði. trausti@frettabladid.is Tilmæli Ríkisendur- skoðunar hunsuð Skýrsla Ríkisendurskoðunar um starfslok Þórarins V. Þórarinssonar var gerð opinber í gær. Ríkisendurskoðun fellst í meginatriðum á skýringar Þórarins V. Áritun reikninga ábótavant. Stjórn Landssímans hræddist opinbera umfjöllun. MÓTMÆLI „Mér skilst að það fólk sem brenndi íslenska fánann í Kaupmannahöfn hafi talið sig vera að brenna breska fánann en ekki þann íslenska,“ sagði Halldór Ásgrímsson á opnum fundi í Há- skólanum í gær um innrásina í Írak, aðspurður af fundarmanni um það hvað honum fyndist um að íslenski fáninn væri brenndur á erlendri grundu. Halldór kvað slíkt vera ólöglegt, en sagðist jafnframt hafa heimildir fyrir því að fáninn hefði verið brenndur fyrir misskilning. „Það kom víst á daginn þegar mótmælendur voru spurðir að þeir vissu ekkert um Ísland,“ sagði Halldór. Halldór varði stefnu ríkis- stjórnarinnar í Íraksmálinu á fundinum og svaraði gagnrýnum spurningum fundarmanna. Hann sagði það sannfæringu sína að það væri rétt að styðja innrásina póli- tískt, þó svo að Íslendingar tækju ekki beinan þátt í stríðsaðgerðum. Nauðsynlegt væri að afvopna Saddam Hussein, losa Íraka við ógnarstjórn, koma á lýðræðislegu stjórnarfari í landinu og stuðla þar með að auknum stöðugleika í Miðausturlöndum. Nánar bls. 4 ALHVÍT JÖRÐ Í HÖFUÐBORGINNI Þegar íbúar höfuðborgarsvæðisins vöknuðu í gær var alhvít jörð. Veðurstofan telur að snjórinn fari í dag, því gert er ráð fyrir rigningu eða súld og allt að fimm stiga hita. NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 73% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í FEBRÚAR 2003. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá febrúar 2003 27% D V 90.000 eintök 73% fólks lesa blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á fimmtu- dögum? 63% 76% Íslenski fáninn var líklega brenndur fyrir misskilning, segir utanríkisráðherra: Mótmælendur vissu ekkert um Ísland Yfir 90.000 eintök: Fréttablaðið á Suðurnes DAGBLÖÐ Fréttablaðið verður borið út í hvert hús í þéttbýli á Suður- nesjum frá og með deginum í dag. Upplag blaðsins er því komið yfir 90.000 eintök og er það stærs- ta upplag dagblaðs á Íslandi frá upphafi. Alls verður blaðið borið út á 5.410 heimili. Íbúar Suður- nesja þurfa því ekki lengur að sækja blaðið í verslanir eins og fyrr heldur fá það sent heim á hverjum morgni. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, og Sigurður Jónsson, sveitarstjóri í Gerða- hreppi, segja þessa nýjung vera mikið fagnaðarefni. „Það er mikið ánægjuefni að íbúar Reykjanesbæjar, sem er fimmti stærsti bærinn á landinu, skuli bætast í þann hóp sem fær Fréttablaðið inn í hús,“ segir Árni Sigfússon. ■ ■ Stjórnin taldi að opinber um- fjöllun vegna málaferla myndi skaða félagið. ÞÓRARINN V. ÞÓRARINSSON Starfslokasamningur- inn hljóðaði upp á 37 milljónir króna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M BRESKI FÁNINN BRENNDUR Hér brenna mótmælendur í Pakistan breska, bandaríska og ísraelska fánann. AP /S H AK EE L AD IL .

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.