Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík ? sími 515 7500
Tónlist 22
Leikhús 22
Myndlist 22
Bíó 24
Íþróttir 18
Sjónvarp 26
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
MYNDLIST
Notar pappír 
frá 19. öld
FRAMBOÐ
Það verða 
margir 
snælduvitlausir
FÖSTUDAGUR
2. maí 2003 ? 99. tölublað ? 3. árgangur
bls. 16
RÁÐGJÖF
Fjölskylda í 
breyttum heimi
bls. 32
MÁLÞING Málþing um félagsfræði
verður í Háskóla Íslands í dag í til-
efni sextugsafmælis Þorbjörns
Broddasonar prófessors. Fjölmarg-
ir fræðimenn flytja erindi. Einnig
verða pallborðsumræður um fé-
lagsfræði og fjölmiðla, sem eru
sérsvið Þorbjörns. Þingið er í stofu
101 í Lögbergi og hefst klukkan
14.00.
Sextugur prófessor
TÓNLIST Nemendur Nýja Söngskól-
ans Hjartans mál flytja í kvöld
gamanóperettuna Að vera eða vera
ekki. Þór Jónsson fréttamaður hef-
ur ofið söguþráð á milli margra
þekktra söngperla. Guðbjörn Guð-
björnsson óperusöngvari leikstýrði
verkin, sem flutt verður í tónlistar-
húsinu Ými klukkan 20.30.
Fréttamannsópera
MÁLSTOFA Birgir Guðmundsson, að-
júnkt við Háskólann á Akureyri,
hefur gert rannsókn á héraðsfrétta-
blöðum og fjölmiðlun á lands-
byggðinni sem kynnt verður á mál-
stofu í skólanum í dag. Í kjölfarið
fara fram pallborðsumræður um
stöðu fjölmiðlunar á landsbyggð-
inni með þátttöku fréttamanna og
fulltrúa stjórnmálaflokka. Málstof-
an er í stofu 201 í Sólborg klukkan
13.15.
Héraðsfréttablöð á
nýrri öld
bls. 46
REYKJAVÍK Norðaustan 8-13
m/s og léttskýjað.
Hiti 0 til 5 stig.
VEÐRIÐ Í DAG
+
-
+
+
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 8-13 Skýjað 3
Akureyri 5-10 Skýjað 4
Egilsstaðir 5-10 Skýjað 3
Vestmannaeyjar 10-18 Skýjað 3
?
?
?
?
KÖNNUN Samfylkingin hefur tapað
fjórum prósentustigum af fylgi
sínu á einni viku, samkvæmt
skoðanakönnun Fréttablaðsins
sem gerð var í gær. Fylgi Sam-
fylkingar mælist nú 28,9%.
Framsóknarflokkurinn bætir við
sig 2,8 prósentustigum á sama
tíma og nálgast kjörfylgi sitt frá
síðustu kosningum, fengi nú
15,6%. Stuðningur við Vinstri-
hreyfinguna ? grænt framboð
eykst um 1,7 prósentustig og
mælist 8,7%, litlu undir kjör-
fylgi.
Litlar breytingar urðu á fylgi
hinna flokkanna milli vikna. Sjálf-
stæðisflokkurinn er stærstur með
34,7%. Frjálslyndi flokkurinn
fengi 10,6%, hálfu prósentustigi
minna en fyrir viku. Nýtt afl nær
þrefaldar fylgi sitt á milli vikna,
fengi nú 1,4% en mældist með
hálft prósent fyrir viku.
Samkvæmt þessu fengi Sjálf-
stæðisflokkur 22 þingmenn og
Framsóknarflokkur tíu. Það þýð-
ir að stjórnin hefði eins sætis
meirihluta á þingi. Samfylkingin
fengi 19 þingmenn, Frjálslyndir
sjö og Vinstri grænir fimm.
Talsverður munur er á fylgi
flokkanna eftir búsetu. Sjálf-
stæðisflokkurinn nýtur stuðnings
38% á suðvesturhorninu en 29% á
landsbyggðinni. Samfylkingin
nýtur stuðnings 33% á höfuð-
borgarsvæðinu en 22,5% á lands-
byggðinni. Þessu er öfugt farið
hjá Framsóknarflokknum. Hann
nýtur aðeins stuðnings átta pró-
senta kjósenda á höfuðborgar-
svæðinu en 27% á landsbyggð-
inni. Minni munur er á fylgi
hinna flokkanna eftir búsetu.
34% kvenna styðja Samfylk-
ingu en aðeins 25% karla. 38%
karla styðja Sjálfstæðisflokk en
31% kvenna. Karlar styðja
Frjálslynda flokkinn fremur en
konur, 13% karla myndu kjósa
flokkinn en átta prósent kvenna.
Skoðanakönnunin var gerð í
gær. 1.200 kjósendur voru spurð-
ir hvað þeir myndu kjósa og þeir
sem ekki svöruðu voru spurðir
hvað væri líklegast að þeir kysu.
Þá tók 84,1% afstöðu.
brynjolfur@frettabladid.is
nánar á bls. 2
Framsókn upp en
Samfylking niður
Stjórnarflokkarnir halda naumlega meirihluta samkvæmt nýjustu skoð-
anakönnun Fréttablaðsins. Samfylkingin tapar fjórum prósentustigum
en Framsókn bætir tæpum þremur prósentustigum við sig.
LÖGREGLUMÁL ?Það var bara allt
tekið: Síminn, bíllyklarnir, pening-
ar, sígarettur... bara allt,? segir
Jónas Freydal Þorsteinsson, ann-
ar sakborninga í Stóra málverka-
fölsunarmálinu, í samtali við
Fréttablaðið.
Bíræfinn þjófur gerði sér lítið
fyrir, lagði leið sína í Héraðsdóm
Reykjavíkur, eitt mustera réttvís-
innar hér á landi, og rændi Jónas,
en hann hafði hengt blautan frak-
ka sinn á fatapóst sem stendur
fyrir utan sal 101 í Héraðs-
dóminum. Átti þetta atvik sér stað
á miðvikudag meðan Jón H.
Snorrason saksóknari var með
málflutning sinn og vandaði þar
hinum ákærðu ekki kveðjurnar.
Þrátt fyrir tap sitt sló Jónas á létta
strengi og vildi taka fram af gefnu
tilefni að hann grunaði hvorki Jón
H. um verknaðinn né Ólaf Inga
Jónsson forvörð þó hann hefði
verið á staðnum. En það var ein-
mitt Ólafur Ingi sem hratt af stað
skriðu kærumála um fölsun mál-
verka sem seinna leiddu til
ákæru.
Umfjöllun á bls. 8 og 10.
Meintur falsari fórnarlamb þjófa í Héraðsdómi:
Jónas rændur í réttinum
UNNIÐ VIÐ BJÖRGUN
Fjölmennt björgunarlið reyndi að bjarga
börnum úr skóla sem hrundi í jarðskjálft-
anum.
Jarðskjálfti í Tyrklandi:
Yfir hundrað
létust í skjálfta
TYRKLAND, AP Öflugur jarðskjálfti
sem reið yfir suðausturhluta
Tyrklands í gærmorgun kostaði
yfir hundrað manns lífið. Flestir
hinna látnu bjuggu í borginni
Bingol. Óttast er að enn fleiri hafi
látist á svæðinu þar sem skjálft-
inn reið yfir. Þúsund manns til
viðbótar slösuðust í skjálftanum.
Meðal þeirra sem létust voru
börn sem voru í skólabyggingu
sem hrundi í skjálftanum. Þó tókst
að bjarga nokkrum tugum barna
úr rústum byggingarinnar. ?
Jónína Bjartmarz
skipar 1. sæti á lista
Framsóknarflokksins
í Reykjavík suður
Kjósum lægri endurgreiðslu námslána
VOR
SALA
ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS  KRI 20645  04/2003
STAÐREYND UM
MEST
LESNA DAGBLAÐIÐ
Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars/apríl 2003
22,1%
52,3%
61,7%
F
RÉT
T
A
B
L
AÐIÐ
MORGU
N
B
L
AÐIÐ
DV
KRÖFUGANGA Á INGÓLFSTORGI Fjölmenni var í 1. maí kröfugöngu verkalýðssamtakanna sem fram fór í gær í Reykjavík. Ungir jafnt
sem aldnir áttu góða stund á Ingólfstorgi, hlustuðu á ræður, tónlist og ljóð og létu næðingsvind ekkert á sig fá.
F
RÉT
T
A
B
L
AÐIÐ/B
I
LLI
Fréttablaðið:
Mest lesna
dagblaðið
FJÖLMIÐLAR Fréttablaðið er mest
lesna blað landsins samkvæmt
nýrri lestrarkönnun Gallup. Að
meðaltali lesa 62% landsmanna
hvert tölublað Fréttablaðsins.
52% landsmanna lesa Morgun-
blaðið og 22% lesa DV dag hvern. 
Lestur Fréttablaðsins hefur
aukist um tíu prósentustig frá því
í október á síðasta ári. Á sama
tíma hefur dregið úr lestri hinna
blaðanna. Lestur Morgunblaðsins
hefur minnkað um fimm pró-
sentustig og lestur DV um níu
prósentustig.
Nánar á bls. 4

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46